Morgunblaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
„The Island, virkilega
vel heppnuð pennumynd,
skelfileg en trúleg framtíðarsýn!!“
S.U.S XFM
„The Island er fyrirtaks afþreying.
Ekta popp og kók sumarsmellur. “
-Þ.Þ. Fréttablaðið.
l i i .
ll .
- . . r tt l i .
Frábær
Bjölluskemmtun
fyrir alla.
Skelton Key kl. 5.45 - 8 - 10.10 b.i. 16
Herbie Fully Loaded kl. 6 - 8 - 10
The Island kl. 5.30 - 8 og 10.30 b.i. 16
Dark Water kl. 10 b.i. 16
Madagascar - enskt tal kl. 6 - 8
Batman Begins kl. 6 - 8.30 b.i. 12
HVAÐ MYNDIR ÞÚ GERA EF ÞÚ
KÆMIST AÐ ÞVÍAÐ ÞÚ VÆRIR AFRIT
AF EINHVERJUM ÖÐRUM?
GAMANMYNDIN Wedding Cras-
hers með Owen Wilson og Vince
Vaughn í aðalhlutverkum var mest
sótta myndin í bíóhúsum hér á landi
um síðustu helgi. Nærri 2.500 manns
sáu myndina um helgina, sem er
nokkuð góð aðsókn miðað við að
myndin er búin að vera nokkrar vikur
á listanum. Með forsýningum hafa því
yfir 22 þúsund manns séð myndina.
Í öðru sæti aðsóknarlistans er
kvikmyndin Herbie Fully Loaded en
myndin er eins og margir vita end-
urgerð á gömlum myndum um lifandi
bíl! Þrjú þúsund gestir sóttu myndina
en eftir tvær vikur hafa tæplega 12
þúsund manns séð þessa hugljúfu
gamanmynd. Toppmynd síðustu viku,
Fantastic Four, fellur niður um tvö
sæti en tæplega 2.500 kvikmynda-
húsagestir sóttu myndina um síðustu
helgi.
Teiknimyndin Madagaskar er nú
komin yfir 42 þúsund manna aðsókn
en það mun vera met að sögn þeirra
sem til þekkja, miðað við hina tíð-
ræddu höfðatölu. Fast á hæla hennar
er Star Wars: Episode III – Revenge
of the Sith en hana hafa um 39.500
manns séð.
Tvær nýjar myndir eru á listanum
þessa vikuna. Annars vegar Skeleton
Key með Kate Hudson í aðal-
hlutverki sem fer beint í fjórða sætið
og Deck Dogs sem lendir í tíunda
sæti. Um 1.700 gestir fóru á fyrri
myndina en einungis 218 litu á Deck
Dogs.
Bíóaðsókn | Madagaskar áfram vinsæl í íslenskum bíóhúsum
Wedding
Crashers enn
á toppnum
Richard Cartwright/newline.wirei
Brúðkaupsbanarnir eru vinsælir þessa dagana.
!"
#
"" $%
&%
%
'%
(%
)%
*%
+%
,%
$-%
# *
'' 6 )
'' @
=)
,0 * 4 G6
7 !* !=E'
/M
ROKKARARNIR eilífu í The
Rolling Stones eru lagðir af stað í
tónleikaferð um heiminn til að
fylgja eftir nýrri hljómplötu, A
Bigger Bang, sem kemur út í
september. Fyrstu tónleikarnir
voru haldnir í Boston í fyrrakvöld
og sóttu þá um 36 þúsund manns,
þar á meðal Arnold Schwarzeneg-
ger, ríkisstjóri Kaliforníu.
Hljómsveitin, sem hefur verið
starfandi í rúm 40 ár, lék 20 lög á
tónleikunum, flest gömul og góð
en einnig fjögur lög af nýju plöt-
unni. Þeirra á meðal var ekki lagið
„Sweet Neo Con“, sem gagnrýnir
bandarísk stjórnvöld, en Mick
Jagger, söngvari Rolling Stones,
skaut á Schwarzenegger þegar
hann sagði: „Hér eru nokkrir frá
Kaliforníu sem komu hingað til að
selja húfur og boli.“ Með þessu
var Jagger að vísa til þess að þeir
sem vildu vera í fylgdarliði
Schwarzeneggers á tónleikunum
þurftu að greiða 100 þúsund dali,
jafnvirði rúmra 6 milljóna króna, í
kosningasjóð ríkisstjórans.
Rolling Stones mun halda 35
tónleika í Bandaríkjunum og Kan-
ada og síðan heldur hljómsveitin
til Suður-Ameríku, Asíu og Evr-
ópu.
Tónlist | Rolling Stones hefja tónleikaferð
Stærri hvellur
Mick Jagger og gítarleikarinn Ron Woods tóku sig vel út á tónleikunum.
Reuters
Keith Richards mundar gítarinn í
Boston í fyrradag.
ÖSKU bandaríska blaðamannsins
Hunters S. Thompsons var dreift
með mjög óvenjulegum hætti um
helgina, en öskunni var skotið úr
fallbyssu sem komið var fyrir í
turni í Aspen í Colorado, þar sem
hann bjó.
Thompson, sem framdi sjálfs-
morð fyrir sex mánuðum 67 ára að
aldri, hafði oft sagt að hann vildi
að ösku sinni yrði skotið úr fall-
byssu. Fjölskylda Thompsons og
vinir komu saman í Aspen og
fylgdust með þegar öskunni var
skotið úr fallbyssu, sem kvik-
myndaleikarinn Johnny Depp
greiddi fyrir. Einnig var flugeldum
með ösku Thompsons skotið úr
turninum.
„Hann hafði svo gaman af
sprengingum,“ sagði Anita, ekkja
Thompsons.
Meðal viðstaddra voru kvik-
myndaleikararnir Johnny Depp og
Sean Penn, söngvarinn Lyle Lovett
og félagar í hljómsveitinni Nitty
Gritty Dirt. Eftir flugeldasýn-
inguna voru vinir Thompsons
beðnir um að minnast hans með
því að láta ís klingja í viskíglösum.
Fólk | Hunter S. Thompson minnst
Reuters
Rauðir, hvítir og bláir flugeldar voru sprengdir upp við minningarturn
Hunters S. Thompson í Woody Creek í Colorado um helgina.
Öskunni skotið úr fallbyssu