Morgunblaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi GUÐNI Gunnarsson, tvítugur Reykvík- ingur, hefur safnað vínylplötum með hljómsveitunum The Rolling Stones og The Beatles frá unga aldri og á nú hverja einustu plötu sem sveitirnar hafa sent frá sér. Stones-safnið er öllu tilkomumeira en Bítlasafnið, því plöturnar eru yfir 200 tals- ins og allar í upprunalegri útgáfu. Guðni segist ekki geta hugsað sér að selja neina af þessum plötum, þótt margar þeirra kunni að vera afar verðmætar. | 34 Morgunblaðið/ÞÖK Á allt með Stones og Bítlunum BÆNDUR á Hofi í Fljótsdalshéraði smöluðu af fjalli síðastliðinn laug- ardag vegna sumarslátrunar. Voru sláturlömbin síðan flutt á sláturhús Norðlenska á Húsavík þar sem þeim var lógað í gær. „Þetta er fjórða sumarið sem við lógum á þessum tíma eða í kringum miðjan ágúst,“ segir Sigurður Gylfi Björnsson, bóndi á Hofi. Hann segir fé koma heldur vænna af fjalli í sumar en í fyrra. „Það hefur verið miklu hagstæðari tíð hvað þetta snertir í sumar en í fyrra en þá voru miklir þurrkar. Ég er frekar ánægður með þetta í ár,“ segir hann. Morgunblaðið/Árni Torfason Vænir dilkar komnir af fjalli SÝSLUMAÐURINN í Norður- Múlasýslu hefur nú til rannsóknar grimmdarlegar aðfarir tveggja skot- veiðimanna á sunnudag sem drápu átta tamda æðarunga á friðlýstu svæði, en fuglana hefur heim- ilisfólkið á Fremri-Nípum í Vopna- firði alið fyrir æðarvarp. Guðmundur Wium Stefánsson bóndi segir þenn- an atburð hinn nöturlegasta og í kjölfar hans hljóti skotveiðimenn að þurfa að athuga sinn gang rækilega. Um var að ræða heimaalda fugla sem áttu að byrja aðlögun sína undir beru lofti um helgina og var sleppt út að morgni til. Guðmundur segir fuglana hafa verið svo gæfa að þeir hafi nálgast mann eins og mannelsk folöld. Um hádegisbil var hins vegar búið að ráðast á þá og lágu átta þeirra í valnum. Voru mennirnir að snúa þá síðustu úr hálsliðnum þegar heimilisfólkið kom að þeim. „Þeir voru þá komnir með svartan plast- poka til að troða fuglunum í,“ segir Guðmundur. Dóttir hans og tengda- sonur höfðu tal af mönnunum og segir Guðmundur annan þeirra hafa verið samvinnuþýðan. „Annar þeirra sagðist hafa talið þetta vera endur. Manni finnst nú að það ætti að fara skoða þessi byssuleyfi betur ef menn þekkja ekki æðarkollur þegar þeir fá leyfin í hendur. Ég held að ekki sé til það mannsbarn á Íslandi sem ekki þekkir æðarkollu þegar það sér hana.“ Mennirnir munu hafa verið á milli tvítugs og þrítugs og voru yfirheyrð- ir af lögreglu. Atburðurinn átti sér stað á friðlýstu svæði og þess má einnig geta að jafnvel þótt um endur hefði verið að ræða, hefst andaveiði- tímabilið ekki fyrr en 1. september. Afabörnin horfðu á Guðmundur segir fuglana hafa beðið sín í fjörunni eftir fóðurgjöf þegar skotið var á þá. Það sem telst hvað alvarlegast er að afabörn hans horfðu á atburðinn. „Þetta var held- ur nöturlegt,“ segir hann. „Ég held að skotveiðimenn verði að vanda sig betur ef þeir ætla að ná upp þokka- legum móral eftir svona æfingar. Þetta er algerlega glórulaust. Barnabörnin mín sem hafa verið að dunda sér við að gefa ungunum hérna heima, horfðu á þessar aðfar- ir.“ Veiðimenn drápu lúsgæfa æðarunga fyrir framan nefið á heimilisfólkinu á Fremri-Nípum „Nöturlegar aðfarir“ Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Ljósmynd/Ólafía Herborg Æðarungarnir átta enduðu lífdagana í höndum veiðimanna. FYRSTU fjárréttir haustsins verða um næstu helgi þegar rétt- að verður í Hlíðarrétt og Bald- ursheimsrétt í Mývatnssveit. Helgina á eftir verður svo réttað á nokkrum stöðum. Sumarslátrun hefur staðið yfir víða um land undanfarnar vikur. Ólafur R. Dýrmundsson, ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandinu, segir að samkvæmt öllum fregn- um sem hann hafi komi fé heldur vænt af fjalli að þessu sinni. „Það er líka mjög gleðilegt í sauðfjárræktinni að nú eru í fyrsta skipti í mjög langan tíma engar birgðir að ráði af lamba- kjöti í landinu. Nú geta menn hætt að tala um kjötfjall í sauð- fjárræktinni. Það er í fyrsta skipti nú í ár sem er að komast á æski- legt jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar,“ segir hann. Að sögn Ólafs þarf að leita marga áratugi aftur í tímann til að finna hliðstæðu þessa. Hann bendir á að framleiðslustýringin sem verið hefur í sauðfjárræktinni frá 1980 hafi áreiðanlega skilað árangri. „Í öðru lagi er markaðsstaðan betri en áður var. Það er greinilegt að salan er betri og ég held að fólk kunni enn betur að meta þessar afurðir. Svo má ekki gleyma því að margir bændur hafa hætt bú- skap og fjárbúum hefur því fækk- að mikið,“ segir hann. Ólafur bendir einnig á að útflutningur á lambakjöti hefur aukist á nýjan leik á allra seinustu árum. „Það ríkir meiri bjartsýni í sauðfjárræktinni á þessu hausti en verið hefur oft áður,“ segir Ólafur. Fyrstu fjárréttir haustsins verða í Mývatnssveit um næstu helgi „Meiri bjartsýni ríkir í sauðfjárræktinni“ VÍÐTÆK leit stendur yfir að hollensku skútunni Daisy en sl. laugrdag barst neyð- arkall í gegnum gervitungl frá neyðarbauju um 100 sjómílur austnorðaustur af Hvarfi á Grænlandi eða 530 sjómílur frá Keflavík. Í fyrstu var talið að neyðarkallið væri ekki raunverulegt þar sem ekkert annað kall barst. Í framhaldinu reyndu starfsmenn vakt- stöðvar siglinga og stjórnstöðvar Land- helgisgæslunnar að finna upplýsingar frá framleiðanda neyðarbaujunnar en það tókst ekki fyrr en í gærmorgun. Þá kom í ljós að baujan hafði verið seld í hollensku skútuna Daisy en talið er að á henni sé þýskur skipstjóri og einn eða tveir aðrir í áhöfn. Neyðarbaujan er sögð vera með sleppibúnaði sem gerir það að verkum að hún flýtur upp á yfirborðið og heldur áfram að senda út neyðarköll eftir að skip sekkur. Lítið er vita um ferðir skútunnar nema að hún hafi látið úr höfn á vesturströnd Græn- lands 16. eða 17. ágúst sl. og var förinni heitið til Reykjavíkur. Þyrla frá Grænlandi fór til leitar í gær, Nimrod-vél frá breska flughernum var þar við leit þegar Morgunblaðið fór í prentun seint í gærkvöld og áætlað er að senda flug- vél Flugmálastjórnar til leitar í dag. Víðtæk leit að skútu frá Hollandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.