Morgunblaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 37 MENNING    Sjóðheitt beint frá Klaustri klassík - tangó - sveifla Tónlistarveisla í Þjóðleikhúskjallaranum með frábæru tónlistarfólki, miðvikudaginn 24. ágúst og fimmtudaginn 25. ágúst kl. 21 Rjóminn af því besta sem flutt var á fjölsóttum Kammertónleikum á Kirkjubæjarklaustri í ágúst 2005. Höfundar: Janacek, Kodaly, Piazzolla, Ellington, Gunnar Þórðarson, Björn Thoroddsen, Egill Ólafsson, ofl. Forsala aðgöngumiða á vef Þjóðleikhússins www.leikhusid.is Miðaverð kr. 1.600 Ath. Takmarkaður sætafjöldi. • Auður Hafsteinsdóttir, fiðla • Bryndís Halla Gylfadóttir, selló • Björn Thoroddsen, gítar • Edda Erlendsdóttir, píanó • Egill Ólafsson, söngur • Gunnar Þórðarson, gítar • Olivier Manoury, bandoneon • Jón Rafnsson, kontrabassi Flytjendur: Salou Súpersól 26. ágúst og 2. sept. frá kr. 24.995 Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • sími 591 9000 Akureyri • sími 461 1099 • www.terranova.is Terra Nova býður síðustu sætin til Salou í ágúst á ótrúlegum kjörum. Salou er fallegur bær á Costa Dorada ströndinni, sunnan Barcelona. Þar er Port Aventura, glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Salou skartar stórkostlegum ströndum, fjölbreyttri afþreyingu og litríku næturlífi. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Kr. 34.990 í 5 daga kr. 44.990 í 12 daga M.v. 2 fullorðna. Súpersól tilboð, 26. ágúst og 2. sept. Netverð á mann. - SPENNANDI VALKOSTUR Kr. 24.995 í 5 daga kr. 34.995 í 12 daga M.v. 2 fullorðna og 2 börn. Súpersól tilboð, 26. ágúst og 2. sept. Netverð á mann. MYNDLIST Tjaldbúð í Hljómskálagarðinum Málverk Einar Hákonarson Opið alla daga frá 10-22. Til 28. ágúst. Aðgangur 500 krónur, hálft gjald fyrir eldri borgara og öryrkja. Ókeypis fyrir börn 12 ára og yngri. Á TÍMUM meiri efnahags- uppgangs en þekkst hefur á land- inu í annan tíma hafa trúlega fáir búist við að öfugþróunin á mynd- listarvettvangi á sjálfu höfuðborg- arsvæðinu yrði slík, að hún skap- aði þörf fyrir sýningu í tjaldbúð. Svo virðist samt raunin eftir að söfnin höfðu endurtekið hafnað öllum hugmyndum um meira gagnsæi íslenskrar myndlistar, um leið brugðið fæti fyrir nokkra landsþekkta málara sem fól í sér óbein en skýr skilaboð um meint vanhæfni þeirra. En þetta hefur einmitt gerst og er með svipmeiri athöfnum í manns minni. Seint verður af gerandanum Einari Hákonarsyni skafið, að hann er maður verksins, „Working man“ eins og hann var eitt sinn nefndur í útlandinu hvar menn fengu nokkra nasasjón af athafna- semi málarans. Um leið lætur Ein- ar engar fyrirsjáanlegar hindranir aftra sér þegar hann hefur tekið stefnuna á hæðina, þótt mörgum kunni að finnast aðfarir hans draumórakenndar og í ætt við loftkastala. Helsta dæmið mun sjálfsagt vera bygging Listaskál- ans í Hveragerði, þar sem bjart- sýnin á heilbrigð viðbrögð lands- manna fór líkast til úr böndunum. Maðurinn einnig umdeildur af starfsbræðrum sínum, en hver verður það ekki sem á þann veg sækir fram og gengur ekki í ak- korð við samvisku sína og metnað. Um það eru dæmin mörg nálæg sem farlæg, nærtækast að vitna í ljóðlínur Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi; Fæstir njóta eldanna /sem fyrstir kveikja þá… Einar hefur komið víða við með stórhuga athafnasemi, var til að mynda í framvarðsveit liðsins að baki mestu uppgangsárum í sögu Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands á sjötta og sjöunda áratugn- um. Á tímum er örfáir uppfræð- arar voru að jarðtengja sjónmenntafræðslu til frambúðar, og í skólastjóratíð sinni gekkst hann fyrir stofnun höggmynda- deildar sem áður hafði verið óraunverulegur og fjarlægur draumur. Ég nefni einungis þetta þrennt; í fyrsta fallinu missti hann allar eigur sínar, í öðru var gerð hörð hríð að mannorði hans af andstæðum öflunum innan skólans sem töldu sig réttmæta eigendur lista og menningar, maðurinn yf- irlýstur sjálfstæðismaður eins og margur veit. Í þriðja fallinu naut hann þess ekki að sjá deildina þróast sem lifandi smiðju verk- legra hugmynda. Hverjum hugnast að halda því fram í ljósi framanskráðs, að mað- ur sem púkkað hefur jafn- hressilega undir sig á vettvang- inum sé ekki í fullum rétti um kokhreysti á opinberum vettvangi? Ekki síst vegna þess að hann er vel meðvitaður um þá öfugþróun sem átt hefur sér stað í listheim- inum á undanförnum áratugum, meðal annars endurteknum árás- um á málverkið sem hann er vígð- ur af lífi og sál og segir ekki spak- mælið; sárt bítur soltin lús? Verklegum grunnþáttum hefur verið rutt burt af borðinu, víðsýni og gagnsæi farið sömu leið, nú til hags fyrir einstefnu og rétttrúnað, og óæðri endanum snúið að mörg þúsund ára sannindum um eðli sjónlista og sjónarheimsins. Menn hafa einnig rekið sig harkalega á svipaða þróun í almenna skóla- kerfinu víðast hvar, eða allstaðar þar sem litið hefur verið framhjá viðteknum grunnþáttunum mennt- unar sem höfðu dugað um aldir. Afleiðingarnar eru að lestrar- og stærðfræðikunnáttu ungs fólks hefur hrakað í þeim mæli að margur í uppeldisgeiranum rífur í hár sér. Nei, grunnþættina skyldi enginn vanmeta né mikilvægi sjón- arheimsins, einneginn að fyr- irbærin eru ekki pólitísks eðlis, og ekki verður annað séð úti í heimi en að menn séu farnir að átta sig á þeim algildu og fornu sann- indum, og til hags sveigjanleika og gagnsæi. Hugmyndafræðin vildi ganga af málverkinu dauðu á átt- unda áratugnum og ferlið end- urtók sig þegar leið á þann tíunda og sem aldrei fyrr með fulltingi listaskóla og listhúsa sem kenndu sig við rangsnúna merkingu á hugtakinu samtímalist. En í upp- hafi stóraldar hafa átt sér stað miklar uppstokkanir og eina svar einstefnumanna hefur verið sam- runi listgreina í einn hrærigraut í nafni heimsvæðingar. En hér verður þeim illa á í messunni því lífið sjálft byggist á fjölbreytni, umfram allt reglu í frjálsri mótun eins og hver og einn sem ekki lok- ar sig inni í heimi rétttrúnaðar hlýtur að gera sér grein fyrir. Há- markið hvað málverkið snertir má vera fjórskipt sýning sem nefnist „Sigurför málverksins“ á Saatchi- listhúsinu mikla í Lundúnum sem skrifari hefur vakið athygli á, hún hófst snemma á þessu ári og mun standa langt fram á næsta ár. Mikil tíðindi og að sjálfsögðu eyddi ég góðri stund í hinum mörgu sölum þess á Thames- árbökkum á dögunum og mun víkja nánar að framkvæmdinni. Málið er, að þessi þróun virðist hafa farið framhjá safna- og sýn- ingastjórum á höfuðborgarsvæð- inu, sem hafa lengi verið í ein- hverjum allsherjarsandkassa- og þykjustuleik um eðli samtímalista og ýtt málverkinu út í horn um leið. Jafnframt svikið hrygglengju listarinnar með því að eigin sögn að höfða til hins breiða, óupplýsta og áhugalausa fjölda er leitar í há- vaða og dægurgaman eins og mý í mykjuskán. En árangurinn sem við blasir er víðast í öfugu hlutfalli við vænt- ingarnar, til að mynda kom ég í fyrsta skipti í tóma sali Nicolai- kirkjunnar í Kaupmannahöfn sem er eitt höfuðvígi núlista þar í borg og sama gerðist í Malmö Kunsthal nokkrum dögum seinna og var þó mikið lagt í markaðssetningu yf- irstandandi framkvæmdar, meðal annars með borðum sem strengdir voru yfir aðalverslunargöturnar og risastórum skiltum. Og hér höfum við dæmið af Listahátíð með myndlist á oddinum sem nú hefur runnið sitt skeið, hún hófst með meiri látum og herhrópum sjálfumglaðra en í annan tíma, en virðist hafa lognast út af við lítinn orðstír. Áhugasamir útlendir ferðalangar hafa allan tíma henn- ar gengið á milli safna og leitað árangurslaust að íslenskri list, vel að merkja sögu hennar í breiðu og gagnsæu samhengi. Spurt starfs- fólk hvar slíkt samsafn væri að finna, alls óvant slíkri þjónk- unarsemi og lítilþægri uppviðrun við útlandið í sínum heimalöndum. Um langt árabil hefur þetta verið raunin þegar straumur ferða- manna er mestur yfir sumartím- ann. Í ljósi þessa alls mátti vera ljóst að knýjandi þörf væri á að vekja athygli hér á með viðeigandi hætti, helst svipmiklum gjörningi sem tekið væri eftir og gengi inn í söguna. Og enn einu sinni var það Einar Hákonarson sem tók áþreif- anlegt frumkvæðið með sýningu nær hundrað frísklegra olíu- málverka í tjaldbúð í Hljóm- skálagarðinum. Taldi það eina ráð- ið til að halda myndarlega upp á sextugsafmæli sitt eftir að hafa knúið árangurslaust á dyr safn- anna, rifjast hér upp hvernig farið var að Veturliða Gunnarssyni fyrir nokkrum árum og fleiri lands- þekkta listamenn væri hægt að nefna. Margt hefur þessi framkvæmd Einars Hákonarsonar leitt í ljós, meðal annars mikilvægi nátt- úrubirtunnar, sem arkitektum hef- ur verið ósýnt um að leiða inn í byggingar yfir myndlist. Minnir ljósflæðið ekki svo lítið á Lista- mannaskálann gamla við Kirkju- stræti, sem dugði íslenskri mynd- list frábærilega um langt árabil, þótt minna en skyldi væri hugað að viðhaldi hans. Eitthvað í lík- ingu við íþróttabraggann stóra að Hálogalandi, en eitthvað hefur þróunin orðið önnur á listavængn- um. Birtan í tjaldbúðinni er jöfn og fín sama hversu sterk sól er á lofti, en vegna rakans úr jörðinni er nauðsynlegt að hafa kveikt á ljósaperum því annars taka mynd- irnar að svigna til hliðanna eins og margur veit, rétta þó úr sér aftur við eðlilegt rakastig. Það er þannig eitt og annað mikilsvert sem þessi hugumstóra framkvæmd leiðir í ljós, hún er í senn kraftaverk sem þörf áminn- ing til þeirra sem bera ábyrgð á ríkjandi ástandi. Bragi Ásgeirsson Víkingur á flugi Einar Hákonarson: Í garðinum, 2005. Olía á striga. UPPFÆRSLA á hinni góðkunnu óp- eru Puccinis, Turandot, var frum- sýnd í borginni Santander á Spáni á dögunum á mikilli listahátíð sem þar stendur nú yfir. Listdansarinn Faye Leung frá Hong Kong er hér í hlut- verki sínu í sýningunni, sem er býsna litskrúðug ef marka má myndina. Turandot á Spáni Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.