Morgunblaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 25
MINNINGAR
Konan mín,
ÁSLAUG SIGURÐARDÓTTIR,
er látin.
Haukur Hafstað.
Elskuleg móðir mín og amma okkar,
LÁRA KÁRADÓTTIR,
áður til heimilis í Hamraborg 38,
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugardaginn
20. ágúst.
Sigríður D. Benediktsdóttir,
Sóley Dröfn Davíðsdóttir,
Kári Fannar Lárusson.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
SNJÓLAUG MAGNEA BJARNADÓTTIR,
Þelamörk 54,
Hveragerði,
lést á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, sunnu-
daginn 21. ágúst.
Magnús Kr. Guðmundsson, Guðrún Reynisdóttir,
Gyða Ó. Guðmundsdóttir, Kolbeinn Kristinsson,
Bjarni R. Guðmundsson, Brynja Sveinsdóttir,
Ragnheiður Guðmundsdóttir, Lars D. Nielsen,
Sveinn H. Guðmundsson, Erna Þórðardóttir,
Hildur Rebekka Guðmundsdóttir,
ömmubörn, langömmubörn
og langalangömmubörn.
Elskuleg frænka okkar,
ELLA HALLDÓRSDÓTTIR
frá Kirkjuhvoli,
Vestmannaeyjum,
lést sunnudaginn 21. ágúst.
Útför hennar verður auglýst síðar.
Ella Dóra og Kristín Ólafsdætur,
börn Halldórs Ólafssonar,
Jón Gunnar, Þrúður og Klemenz Gunnlaugsbörn,
Gunnlaugur, Hildur, Kristrún, Magnús og
Halldór Axelsbörn,
Elfa Björk Gunnarsdóttir
og fjölskyldur.
Frænka okkar,
BJÖRG SÍMONARDÓTTIR,
áður til heimilis á Víðimel 53,
andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn
22. ágúst.
Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 29. ágúst kl. 15.00.
Fyrir hönd ættingja,
Bernótus Kristjánsson.
Eiginkona mín, móðir okkar og systir,
JÓHANNA KRISTÍN SIGURJÓNSDÓTTIR ELLERUP,
lést á sjúkrahúsi á Long Island, Bandaríkjunum, sunnudaginn 21. ágúst.
Fróði Ellerup,
Ása Heuerman,
Jóhanna Kristín Ellerup,
Pálína Sigurjónsdóttir og systrabörn.
Það voraði enn í starfi Söngskólans
í Reykjavík þegar fundum okkar Þor-
steins bar fyrst saman. Fróðleiksfús
kom hann á námskeið í ljóðasöng sem
Söngskólinn hélt. Skólinn hafði feng-
ið til liðs við sig Erik Werba píanó-
leikara, heimskunnan ljóðatúlkanda.
Það var mikil gæfa fyrir sönglistina
að fá svo vandaðan fræðimann sem
Þorstein um borð í þá skútu sem var
að leggja frá landi og átti eftir að
koma víða við.
Þorsteinn var listunnandi í orðsins
víðustu merkingu en sönglistin átti
sennilega greiðasta leið að hjarta
hans þar sem fór saman tónlist og
túlkun orða, hvort sem um var að
ræða ljóða- eða óperusöng.
Hann var ljúfur maður, skarpgáf-
aður, sagður gáfaðasti maður á Ís-
landi í samantekt dagblaðanna. Hann
gaf nú lítið fyrir það en var skemmt!
Hann talaði aldrei niður til nokkurs
manns en umgekkst alla af sömu
virðingu og lét engan finna að hann
væri ekki jafningi, hvorki hvað varð-
aði menntun eða andlegt atgervi.
Þorsteinn var bóngóður með af-
brigðum, réttsýnn og heiðarlegur og
mikill vinur vina sinna. Hann var frá
upphafi Íslensku óperunnar í stjórn,
sleit með henni barnsskónum, var
óþrjótandi fróðleiksbrunnur um allt
mögulegt og ómögulegt.
Ósérhlífinn með afbrigðum, samdi,
þýddi, skipulagði, var ritari stjórnar í
19 ár og tók sér meira að segja eitt ár-
ið frí í fjórar vikur frá kennslu við Há-
skólann þegar virkilega þrengdi að
okkur sem vorum bæði í forsvari fyrir
óperuna og sungum á sviði, við vorum
að örmagnast. Hann gekk í stjórn-
unarstörf okkar á skrifstofu, rak fyr-
irtækið, skipulagði daglegan rekstur,
tók til í skápum og skúffum, tæmdi
ruslafötur, bjó til kaffi, svaraði bréf-
um, borgaði reikninga þegar til voru
peningar, s.s. lét ekkert fram hjá sér
fara sem skipti máli. Þessi 19 ár voru
ómetanlegur tími sem Íslenska óper-
an fær aldrei að fullnustu þakkað.
Persónulega var það mér mikil
gæfa að kynnast Þorsteini, að hafa
fengið að ferðast með honum innan-
borðs á því ferðalagi sem Söngskóla-
skútan forðum lagði upp í og kom svo
sannarlega víða við. Við sigldum síð-
an um ævintýraslóðir Íslensku óper-
unnar, lögðum til atlögu við allt sem
stóð í vegi, töpuðum nokkrum skær-
um en aldrei orrustu, námum lönd og
færðum óperunni hvern sigurinn af
öðrum. Við vorum aldrei berskjölduð
með Þorstein Gylfason okkur við hlið.
Enn vorar í starfi Söngskólans í
Reykjavík og af og til eru kallaðir til
heimskunnir listamenn til að kenna
okkur eins og forðum daga.
Vorskýin leika um himin og heim og
hrannast þar saman,
þrumur og eldingar þjóta um geim, já þá
er nú gaman.
Getur verið að sagan endurtaki
sig? Að fróðleiksfús örlagavaldur…?
Þorsteini hefði ekki þótt það útilokað!
Garðar Cortes.
Það duldist engum sem samskipti
átti við Þorstein Gylfason hversu
óvenjulegur maður var þar á ferð.
Hann var ekki bara víðlesinn og
skarpgáfaður, heldur jafnframt fá-
gætlega opinn og frjálslyndur. Eitt af
því sem skildi Þorstein frá flestum
samtíðarmönnum var að hann virtist
alltaf reiðubúinn til þess að endur-
skoða sínar eigin kenningar eða sýn á
menn og málefni. Hann var ávallt að
leita sannleikans en talaði aldrei sem
handhafi hans.
Fyrir okkur hjá Máli og menningu
var það sérstakur heiður og ánægja
að fá að gefa út ritverk Þorsteins sem
endurspegluðu víðfeðmt áhugasvið
hans. Ritgerðasöfnin Að hugsa á ís-
lensku, sem hann hlaut Íslensku bók-
menntaverðlaunin fyrir, og Réttlæti
og ranglæti votta um þau tvö efni sem
honum voru líklega einna hugleikn-
ust; réttlætishugtakið og svo íslenska
tungu, en á engan er hallað þegar hér
skal staðhæft að þegar Þorsteini
tókst hvað best upp stóðu fáir honum
jafnfætis í stílsnilld og það var mjög
maklegt að hann skyldi hljóta Stíl-
verðlaun Þórbergs Þórðarsonar.
Það var líka mjög lærdómsríkt að
kynnast sýn Þorsteins á tónlist og
kveðskap þegar Mál og menning gaf
út ljóðaþýðingar hans, fyrst Sprek af
reka árið 1993 og svo Söngfugl að
sunnan árið 2000. Þar glímir hann
mest við sígilda höfunda fyrri tíma,
en líka módernista eins og T.S. Eliot
og norræn skáld og þjóðvísur af ýmsu
tagi. Þýsku skáldin töluðu þó alveg
sérstaklega til hans og þá ekki síst
Bertolt Brecht. Þorsteinn þýddi oft
ljóð með tiltekið lag í huga og þar
naut sín til fullnustu þessi mikli
fagurkeri orðs og tóna enda komu þar
saman hinar stóru ástríður í lífi hans;
tónlistin og tungan.
Þorsteinn Gylfason var einatt
fastagestur í húsi Máls og menningar
á Laugavegi 18 þegar eitthvað stóð
til, ekki síst á Þorláksmessu þegar
hann fór jafnan mikinn í sögum og
skemmtilegu spjalli. Það er mikið
harmsefni að fá ekki framar að njóta
frjórrar nærveru hans á þeim stund-
um og hans verður sárt saknað. Við
hið snögga fráfall Þorsteins kemur í
hugann frábær þýðing hans á kvæði
Rilkes, Haust:
Nú falla lauf. Þau hrynja um víðan veg
sem visni á himnum garðar langt í fjarska;
þau gefa engu öðru minnstu gætur.
Og nú mun jörðin hrapa um hrímgar nætur
frá hverri stjörnu í einsemd þyngslaleg.
Við hröpum öll. Nú fellur hönd mín hér.
Og horfðu á fólk: það týnist fram af stalli.
Og samt er einn sem heldur heimsins falli
með himinvíðri mýkt í lófa sér.
Fyrir hönd Eddu – útgáfu og Máls
og menningar sendum við öllum ást-
vinum hans og ættingjum hugheilar
samúðarkveðjur.
Páll Valsson,
Sigurður Svavarsson.
Fyrir íslenska heimspeki er mikill
missir að Þorsteini Gylfasyni. Hún
hefur misst sinn litríkasta fulltrúa. Í
Þorsteini sameinaðist hans eigið sér-
staka líf og hugsun hans um til-
veruna. Hann nálgaðist viðfangsefni
sín alltaf á sjálfstæðan og jarðbund-
inn hátt. Hann hneigðist snemma að
rökgreiningarheimspeki og þróaði
með hennar hjálp sinn sérstaka fram-
setningarmáta og eigin aðferðir.
Heimspeki Þorsteins einkenndist af
skýrleika, umbúðaleysi og færni við
að lýsa upp hversdagsleg fyrirbæri
og sjá á þeim óvæntar hliðar. Þegar
hlutirnir vöfðust fyrir mönnum átti
Þorsteinn það til að höggva á hnútinn
með því að setja fram skýringu sem
var óvænt en lá í reynd í augum uppi.
Eitt sinn er mikið var rökrætt um
hvort sannleikur væri til eða ekki
brást Þorsteinn við með því að segja
að sannleikur væri eitthvað sem
hvert mannsbarn skildi. Það væri að
segja satt, sem er einmitt það sem við
reynum að kenna börnum okkar.
Saga skipulegrar kennslu í heim-
speki á háskólastigi allt frá því að hún
varð kennslugrein við Háskóla Ís-
lands fyrir meira en þrjátíu árum er
órjúfanlega tengd ævistarfi Þor-
steins. Á því sviði lyfti hann grett-
istaki með félögum sínum. Eftir hann
liggur mikið frumsamið efni um
heimspeki, auk þýðinga á sígildum
ritum heimspekisögunnar. Málspeki
er rauður þráður í verkum hans, en
hann rannsakaði merkingu orða og
hugtaka, áhrif tungumála, setti fram
kenningu um margræðni orða og
sköpunarmátt tungumálsins. Hann
kynnti stjórnspeki Johns Rawls hér á
landi og þróaði kenningu um sann-
mæli með hliðsjón af henni. Tengsl
sálar og líkama voru honum ennfrem-
ur rannsóknarefni, en þegar hann
lést vann hann að undirbúningi
greinasafns um heimspeki sálfræð-
innar. Hann kynnti fyrir Íslendingum
hugsuði á borð við Karl Popper,
Rawls, W.V.O. Quine, Donald Dav-
idson og fleiri. Helstu áhrifavaldar
hans sjálfs voru, auk Rawls og Quine,
Ludwig Wittgenstein, Saul Kripke,
Immanuel Kant og Gilbert Ryle. Á
sviði siðfræðinnar aðhylltist Þor-
steinn dygðasiðfræði og var undir
áhrifum skrifa vinkvenna sinna frá
Oxford, þeirra Elisabeth Anscombe,
Rosalind Hursthouse og Philippu Fo-
ot. Þorsteinn átti stóran hlut í því að
Íslendingum gafst kostur á að hlýða á
fyrirlestra margra þekktra erlendra
heimspekinga á blómaskeiði Félags
áhugamanna um heimspeki á áttunda
og níunda áratugnum. Hann hleypti
af stokkunum og ritstýrði um langt
skeið einni glæsilegustu bókaröð sem
gefin er út hér á landi, Lærdómsrit-
um Hins íslenska bókmenntafélags.
Tungumál og sköpun voru Þor-
steini hugleikin heimspekileg við-
fangsefni, enda var hann sjálfur
meistari tungumálsins. Eftir hann
liggja skáldverk, ljóða- og óperuþýð-
ingar og jafnvel fáeinar tónsmíðar.
Ritsnilld hans var í senn hlutlæg og
persónulega gefandi. Þetta örlæti
Þorsteins birtist líka í ummælum
hans um aðra en þá lofaði hann oftar
en ekki í hástert. Hér sem annarstað-
ar var hann enginn maður hálfvelgju.
Nemendur hans fengu í ríkum mæli
að njóta þessa örlætis og það er leitun
að jafn ræktarsömum kennara og
Þorsteini. Afköst hans á sviði skrifa
og útgáfu eru með ólíkindum, ekki
síst þegar haft er í huga að eins og
aðrir frumherjar akademískrar
heimspeki á Íslandi setti hann
kennslu og framgang heimspekinnar
ævinlega í fyrsta sæti. Það þarf því
engan að undra að margir þeir sem
hafa lokið námi í heimspeki við Há-
skóla Íslands hafa stundað fram-
haldsnám við virtustu háskóla heims.
Þorsteinn gerði miklar kröfur til
nemenda sinna og í hans huga voru
þeir oftar en ekki ýmist „skínandi“
eða „leiftrandi“.
Ein helst gáfa Þorsteins sem heim-
spekings var að segja flókna hluti á
einfaldan hátt. Í nýlegri grein hans í
Huga um íslenska heimspeki, sem
jafnframt er um margt persónuleg
saga hans sjálfs, skrifaði Þorsteinn að
sú eina heimspeki skipti hann máli
sem fæst við „hinstu rök“. „Þau eru
utan við trú og vísindi. Vísindin leiða
þau hjá sér, og trúin þarf ekki að
reyna að átta sig á þeim.“
Þorsteinn hafði þann skemmtilega
sið að færa vinum sínum ljóð eða
ljóðaþýðingar að gjöf við ýmis tæki-
færi. Eitt þeirra, þýðing hans á ljóði
eftir Goethe, kemur nú upp í hugann
þegar við þurfum að kveðja Þorstein:
Allt gáfu guðirnir, óendanlegir,
ástmögum sínum til fulls,
allan fögnuð, óendanlegan,
allar kvalir, óendanlegar, til fulls.
Fjölskyldu Þorsteins færum við
innilegar samúðarkveðjur. Hlýja
hans, kærleikur og vinsemd fylgja
okkur áfram, en Þorsteinn mat vin-
áttu öllu öðru fremur. Vináttu við
menn og visku.
Fyrir hönd heimspekiskorar,
Sigríður Þorgeirsdóttir
skorarformaður.
Þorsteinn Gylfason var bráðþroska
unglingur. Þrettán ára sá hann um
skemmtiatriði á árshátíð gagnfræða-
skólans og kaus að halda ræðu þar
SJÁ SÍÐU 26
Þorsteinn Gylfason
Svo lýkur
nú okkar langa
spjalli
um lífið
– og einkennileikann
verið gæti
ef von mín
rætist
að við megum
taka tal að nýju
og nú í fullu
gamni um
hverskonar
heimsku
hégóma
– og ókennileikann.
Hvort heldur sem verður,
þakka þér fyrir.
Farðu vel vinur.
Kristján Karlsson.