Morgunblaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ósló. AFP. | Norska lögreglan skýrði frá því í gær að hún grunaði átta menn um að hafa verið viðriðna ránið mikla í Munch-safninu fyrir ári og er þeirra nú ákaft leitað. Aðrir fimm hafa þegar verið ákærðir vegna ránsins á hinum verðmætu málverkum Edvards Munchs, „Ópinu“ og „Madonnu“. Þrír þeirra eru enn í haldi lögreglu, en tveimur hefur verið sleppt. „Það eru átta nýir menn grun- aðir,“ staðfesti Iver Stensrud, rann- sóknarlögreglumaður á blaða- mannafundi, en hann stýrir rannsókn málsins. „Við sjáum fram á frekari handtökur,“ bætti hann við. Stensrud segir mennina átta vera í hópi 10–15 manna sem talið er að hafi skipulagt ránið. 22. ágúst 2004 réðust tveir vopn- aðir og hettuklæddir menn inn í Munch-safnið í Ósló og ógnuðu starfsfólki með skotvopnum. Skelf- ingu lostnir ferðamenn fylgdust með atburðinum. Eftir að hafa þrif- ið niður málverkin tvö flúðu þeir af vettvangi á stolnum bíl, sem ekið var af félaga þeirra. Síðan hefur lögreglan í Ósló ver- ið þess fullviss að hún myndi hafa hendur í hári ræningjanna og að málverkin fyndust og kæmust í hendur réttmætra eigenda á ný. Málverkanna er þó enn saknað. Hafa yfirvöld í Ósló boðið 20 millj- ónir íslenskra króna hverjum þeim sem gefið geti upplýsingar um hvar þau sé að finna, en án árangurs. Stensrud viðurkennir að rann- sókn málsins hafi verið mun erf- iðari en búist hefði verið við. Segir hann að meðal annars hafi heimild- armenn í undirheimunum, sem lög- reglan treysti oft á, ekki getað gef- ið haldgóðar upplýsingar. Þar að auki hafi borist margar rangar vís- bendingar, ekki síst frá öðrum löndum. Reuters Ópið eftir Edvard Munch er eitt af þekktustu málverkum í heimi. Átta leitað vegna Munch-ránsins Washington. AFP. | Ólíkar skoðanir bandarískra þingmanna á veru bandarísks herliðs í Írak voru í sviðsljósinu nú um helgina og eru þær sagðar endurspegla vax- andi óánægju í Bandaríkjunum með Íraksstríðið. „Við eigum að fara að huga að því hvernig við getum komið okkur burt,“ sagði Chuck Hagel, áhrifamikill öldungadeildarþingmaður í röðum repúblikana, í viðtali við Fox-sjón- varpsstöðina á sunnudag. „Ég tel, að afskipti okkar hafi orðið til að kynda undir ólgu í öllum Miðaust- urlöndum og hún á eftir að aukast, því lengur sem við verðum í Írak.“ Carl Levin, einn öldungadeildar- þingmanna demókrata, var á sama máli og Hagel í viðtali við frétta- sjónvarpsstöðina CNN og sagði, að Bandaríkjastjórn ætti að koma þessu til skila við Íraka: „Þið verðið að leysa ykkar eigin vandamál. Ef þið getið ekki komið ykkur saman um stjórnarskrá, neyðumst við til að tímasetja brottför okkar.“ Ýmsir aðrir þingmenn segja upp- gjafartón vera í tali af þessum toga, þar á meðal George Allen, einn þing- maður repúblikana. „Fremsta víglínan í hryðjuverka- stríðinu er í Írak og við getum ekki bara lagt niður skottið og hlaupið burt,“ sagði Allen en á laugardag kom það fram í viðtali við Peter Schoomaker, æðsta hershöfðingjann í Bandaríkjaher, að varnarmálaráðu- neytið gerði ráð fyrir þeim mögu- leika, að bandarískur her yrði í Írak í fjögur ár enn. Bush reynir að auka stuðninginn „Það versta sem hugsast getur er að hlaupa burt frá hálflamaðri stjórn, sem yrði þá hugsanlega eitt af vandamálunum í hryðjuverka- stríðinu en ekki einn af sigrunum,“ sagði repúblikaninn og öldunga- deildarþingmaðurinn Lindsey Gra- ham. George W. Bush forseti, sem nú er í sumarfríi á búgarði sínum í Texas, er þar umkringdur af fólki sem safn- ast hefur saman til að mótmæla Íraksstríðinu. Hann hefur þó lagt upp í fimm daga ferð til að auka stuðning almennings við veru banda- ríska hersins í Írak og sagði í út- varpssviðtali á laugardag, að herset- an þar gerði aðra hryðjuverkaárás á Bandaríkin ólíklegri en ella. Þingmenn repúblikana, sem al- mennt styðja stefnu Bush, viður- kenna samt að bandarískur almenn- ingur sé farinn að ókyrrast. Nú telja 57% kjósenda að Íraksstríðið hafi aukið hættu á hryðjuverkum en ekki dregið úr henni. Meira en 1.800 Bandaríkjamenn hafa fallið í Írak og margfalt fleiri hafa særst og margir örkumlast. Þá leikur kostnaðurinn á tugum þús- unda milljarða ísl. kr. Deilt um veru banda- rísks herliðs í Írak Chuck Hagel Þingmenn repúblikana viðurkenna að bandarískur al- menningur sé farinn að ókyrrast yfir Íraksstríðinu Genf. AFP. | Það mun taka Samein- uðu þjóðirnar (SÞ) að minnsta kosti 150 ár að ná þeim markmiðum sem þær höfðu sett sér varðandi heil- brigði barna fyrir árið 2015. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) ítrekaði í gær að mark- miðin, sem sett voru árið 2000, myndu aldrei nást á settum tíma eins og staðan væri nú. Þá hafi ver- ið ákveðið að fyrir árið 2015 skyldi hafa náðst að minnka barnadauða í heiminum um tvo þriðju miðað við það sem hann var árið 1990. Í nýrri skýrslu sem stofnunin hefur gefið út kemur fram að þótt ýmislegt bendi til þess að framfarir hafi orðið séu of mörg ríki, einkum þau allra fátækustu, að dragast aft- ur úr hvað varðar heilbrigði. Þrátt fyrir sett markmið um að helminga hungursneyð í heiminum og halda aftur af dánartíðni barna sé raunin sú að ástandið hafi versnað í fátæk- um ríkjum sem stríði við mörg þrá- lát heilbrigðisvandamál. „Ef hnignunin sem átt hefur sér stað varðandi heilbrigði barna held- ur áfram á sama hraða og verið hefur mun það ekki taka okkur 10 ár að ná markmiðum okkar. Það mun taka okkur 150 ár,“ sagði Andrew Cassells, yfirmaður heil- brigðis- og þróunarmála hjá WHO. Á árunum 1990-2002 fjölgaði fólki sem ekki hafði aðgang að nægum mat um 34 milljónir í Afr- íku sunnan Sahara, 15 milljónir í sunnanverðri Asíu og um 8 millj- ónir í vestanverðri Asíu. Í austur- hluta Asíu fækkaði þeim um 47 milljónir. Landlaust eða landlítið Í skýrslunni kemur fram að ástæðu þessa megi rekja til þess að íbúafjöldi á svæðunum hafi vaxið mjög en landbúnaðarframleiðsla verið lítil. Algengara sé að fólk í sveitunum eigi við hungur að stríða. Annaðhvort eigi það ekki land til ræktunar eða það sé svo lítið að uppskeran nægi ekki. Rúmlega helmingur allra barna í Suður-Asíu á við næringarskort að stríða, en að meðaltali er þriðj- ungur barna í þróunarlöndum van- nærður. Í skýrslu WHO segir að ekki hafi náðst að draga úr barnadauða því tilraunir til að draga úr næring- arskorti barna og ná stjórn á út- breiðslu niðurgangs, lungnabólgu, malaríu og annarra sjúkdóma sem koma má í veg fyrir með bólusetn- ingu hafi verið ófullnægjandi. Einnig hafi verið erfitt að ná tök- um á útbreiðslu HIV og alnæmis. Reuters SÞ eiga 150 ár í að ná settum markmiðum Aþenu. AFP. | Jafnþrýstibúnaður í kýpversku farþegaþotunni, sem fórst í Grikklandi með 121 mann um borð, bilaði og vélin hrapaði síð- an er hún var orðin eldsneytislaus. Kom þetta fram í gær hjá grískri rannsóknarnefnd og talsmaður hennar, Akrivos Tsolakis, sagði að einhver hefði reynt að ná stjórn á vélinni eftir að flugmennirnir tveir hefðu misst meðvitund. Hefði hann tvisvar reynt að senda frá sér neyðarkall, sem ekki komst til skila þar sem tíðnin var röng. Tsolakis sagði að fundist hefðu merki um bilun í jafnþrýstibúnað- inum, sem óhjákvæmilega hefði haft áhrif á líkamlegt ástand áhafn- ar og farþega, en ekki væri ljóst hvers vegna flugmennirnir hefði ekki gripið til viðeigandi neyðar- ráðstafana. Fréttamenn í Grikklandi geta sér til um að maðurinn, sem reyndi að ná stjórn á vélinni, hafi verið Andreas Prodromou, 25 ára gam- all, sem var að leysa af sem flug- þjónn. Hann var vanur flugmaður á litlum vélum. Hefur lík hans ekki fundist en blóð úr honum fannst á stýritækjum vélarinnar. Vítavert gáleysi? Komið hefur fram að skömmu eftir flugtak á Larnacaflugvelli í Nikósíu hafi flugstjórinn, sem var þýskur, tilkynnt flugfélaginu um bilun í jafnþrýstibúnaðinum og eru yfirvöld á Kýpur nú að kanna hvort Helios-flugfélagið hafi gerst sekt um vítavert gáleysi með því að leyfa vélinni að halda ferðinni áfram. Þá hefur einnig komið fram að alþjóðastofnun, sem hefur eft- irlit með flugflutningum, hafi lagst gegn leyfi fyrir félagið þegar það var stofnað 1999. Er það nú í eigu breskrar ferðaskrifstofu. Jafnþrýstibúnaður bil- aði og eldsneytið þraut

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.