Morgunblaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands hækkaði í gær um 0,44% og stóð við lok viðskipta í 4541,11 stig- um. Viðskipti voru með minnsta móti, eða fyrir um 1,65 milljarða króna og mest voru þau með hluta- bréf, eða fyrir um 1,2 milljarða. Mestu hlutabréfaviðskiptin voru með bréf Íslandsbanka hf., eða fyrir 512 milljónir króna. Viðskipti með minnsta móti í Kauphöllinni ● CARGOLUX mun bregðast við hækkandi eldsneytisverði með því að hækka eldsneytisálagningu á all- ar fraktsendingar frá og með 5. sept- ember næstkomandi, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Segir þar að ákvörðunin end- urspegli þann aukna kostnað sem hærra olíuverð hafi í för með sér fyrir Cargolux og önnur flugfélög. Nýtt eldsneytisgjald mun nema 0,5 evrum (39 krónum) á kílógramm, og mun verða lagt á alla flutninga Cargolux í samræmi við lög í hverju landi fyrir sig. Cargolux er stærsta sérhæfða fraktflugfélag Evrópu, með þrettán Boeing 747-400 vélar og 1300 starfsmenn í 50 löndum. Eldsneytisgjald hjá Cargolux ● GANGI spá greiningardeildar KB banka eftir mun vísitala neysluverðs í september hækka um 0,9%. Verður 12 mánaða verðbólgan 4,2% og fer verðbólgan því aftur upp fyrir efri þol- mörk peningamálastefnunnar, en síð- ast var verðbólgan fyrir ofan þolmörk- in í apríl síðastliðnum. Í maí tóku gildi breytingar á útreikn- ingi fasteignaliðarins í vísitölu neyslu- verðs sem leiddi til verulegrar minnk- unar á verðbólgunni en verðbólgan er nú rúmlega 0,8% minnri af þeim sök- um. Segir greiningardeildin að rætur verðbólgunnar sé nær eingöngu að rekja til hækkunar á fasteignaverði en vísitala neysluverðs án húsnæðis hafi aðeins hækkað um 0,1% á síð- astliðnum 12 mánuðum. Samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs er verðbólga á evrópska efnahagssvæð- inu minnst á Íslandi, en eigið hús- næði er ekki inni í vísitölu húsnæðis. Spáir aukinni verðbólgu ● SMÁSALA í Bretlandi minnkaði í júlí um 0,3% frá fyrri mánuði, en bú- ist var við lækkun um 0,6%. Er þetta talsverð breyting miðað við júní, en þá jókst hún um 1,2%, að því er fram kemur í Hálffimm fréttum Greiningar KB banka. Síðastliðna 12 mánuði hefur smásala í Bretlandi vaxið um 1,8%, sem er þó undir árlegum með- altalsvexti smásölu síðan í byrjun árs 2004 eða 4,7%. Minnkunina má helst rekja til hækkandi olíuverðs, sem hefur dregið úr kaupmætti landsmanna. Hlutdeild smásölu í einkaneyslu er um 40% í Bretlandi. Einkaneysla óx lítið á fyrri helmingi ársins, sem hafði þau áhrif að árlegur hagvöxtur náði sínu lægsta stigi á öðrum ársfjórð- ungi, ef miðað er við síðastliðin 12 ár. Minnkandi einkaneysla hefur valdið erfiðleikum hjá fyrirtækjum sem hafa brugðist við með auknum uppsögnum starfsmanna, enda juk- ust nýskráningar atvinnuleysis sjötta mánuðinn í röð í júlí. Dregur úr breskri smásölu ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI FARIÐ er að nota íslenska hesta á stjórnendanámskeiði sem boðið er upp á í Danmörku en námskeiðið kallast „Hesturinn sem lærimeist- ari“. Hugmyndin gengur út á að margt sé sameiginlegt með hesta- stóði og starfsmönnum í fyrirtækj- um að því er kemur fram í frétt Landsbrugs Avisen. Þátttakendur eru með hestunum í heilan dag og vinna með þeim líkt og þeir væru samstarfsmenn þeirra í fyrirtæki. Margt líkt í stjórnskipulagi „Hjá hestunum er stjórnskipulag þar sem einn eða tveir hestar gegna forystuhlutverki en auk þeirra eru í hverju hestastóði „millihestar“ og svo hestar sem eru enn lægra settir. Allir hestar gegna ákveðnu hlutverki í þessari heild svo stóðið geti lifað af. Í hestastóðinu þekkir hver hestur sína stöðu og ef það eru einn eða tveir hestar, sem ekki geta lagað sig að því, eru þeir reknir burtu eða þá að leiðtoginn skipar þeim á sinn sess,“ segir Henriette B.W. Ander- sen sem stendur fyrir námskeiðinu ásamt Lindu Wilk sem segir margt líkt með hestastóði og fyrirtæki. „Það er einn eða fleiri stjórnendur á toppnum, sem bera aðalábyrgðina, og það er þeirra að vísa veginn, skapa öryggi og tiltrú meðal milli- stjórnenda og annarra starfsmanna. Alveg eins og í hestastóðinu þá skipta allir starfsmenn fyrirtækis máli og ráða framtíð þess en það er leiðtoginn (forystuhesturinn) sem á að fara fyrir og gefa til kynna hvert sé stefnt – auk þess sem hann verður að vera tilbúinn til að taka ákvarð- anir sem máli skipta,“ segir Linda við Landsbrugs Avisen. Morgunblaðið/Einar Falur Íslenskir hestar kenna stjórnun                       !!"      # $% &$'"                        () *  +,$-. /01 2 !! *3, +,$-. /01 2-,4 ,5 /01 6 7 +,$-. /01 8 +,$-. /01 92 +, ' /01 :6 '; '! /01 & ,4;$, ' , /01  -.< '7 2 '! /01 37-' /01 8 '; '! :6 ' /01  ,"6 /01 : /01 ), -=-, >5,0") '7 ,; '! /01 ?-, /01     )$,! +,$-. /01  != ,! 4-, :6 ' /01 9 =. 4> ' /01 8@0)A!' >B4-, '' /01 $ (  / $' /01 C/",> /01 7 0> ,! .) /01 D )6 ') ( "),$6"-= 36-= 4)34 /, 40,E) /1 /01 ,E77 '7 = 4)34 ' /01 F ''6-)34 ' /01        !"6 E> 0> ,4 , /01 8 '@= :6 ' /01 65)-,0G6 7 -4-,6 ' *01 A! 0A, /01  !" #$  #H @4 ) * 4!1*",4     I           I I I I I I I I I I I I I I I 2,"E) '7 0,5 0E,, * 4!1*",4 I   I I  I   I    I   I I  I I I I I I I I I I I I I I I I J I  K J K I I J  K J IK J K I J K J K J K I J K I J I K I I I I I I I I I I I I I I I I 9" 6 ,* 4! .)  7 '  6;$4 @ 6$!  7L  -. 6  1  1 1 I  1 1 1 1 1 1 1  1 1  1  1 I I I I I I I 1 I I I I I I I I                                                            F 4! .) @ <M1 !,1 91 N )/-7-' ,6 ) >36 * 4! .)   I      I I I I I I I  I I I I I I I I 91I F"7' 0E, ,* , -= 0>5,=37'-' 0G6 71 91I F"7' 0E, ,/-7 4, , 0!,5' '7 ,1 91I E, ,/-7 4-,  =,-' 1 FRJÁLSI lífeyrissjóðurinn, sem er rekinn af KB banka, hefur skilað afkomutölum og var nafnhækkun fjárfestingarleiða sjóðsins fyrstu sex mánuði ársins á bilinu 3,7%– 6,6%. Í fréttatilkynningu segir að gott gengi á verðbréfamörkuðum og virk stýring sjóðsins hafi skilað ár- angri umfram þá kröfu sem gerð er í fjárfestingarstefnu sjóðsins. Nafnhækkun Frjálsa 1, sem hef- ur mest vægi hlutabréfa og er fjöl- mennasta leiðin, var 6,6% og raun- hækkun 5,1%. Hækkunin jafngildir 13,6% ávöxtun á árs- grundvelli. Nafnhækkun Frjálsa 2, sem hefur mest vægi skuldabréfa, var 4,6% og raunhækkun 3,1%. Þessi hækkun jafngildir 9,4% ávöxtun á ársgrundvelli. Nafnhækkun Frjálsa 3 var 3,7% á tímabilinu. Hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris nam í lok júní 39,9 millj- örðum og jókst um 4,2 milljarða frá áramótum, eða um 11,8%. Þar af var ávöxtun fyrstu sex mánuðina 2,4 milljarðar. Iðgjöld til sjóðsins námu 2,1 milljarði og lífeyris- greiðslur 207 milljónum. Sjóð- félagar voru í lok júní 32.254 og fjölgaði um rúmlega 2.000 frá ára- mótum. Ávöxtun 3,7–6,6% á fyrri helmingi árs Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 www.heimsferdir.is Flachau og Zell am See E N N E M M / S IA / N M 17 7 2 2 Frá 29.990 kr. Flugsæti báðar leiðir með sköttum, 28. jan. Netverð á mann. Frá 59.990 kr. vikuferð 28. jan. Flug, skattar og gisting, m.v. 2 í herbergi á gististað „án nafns“, 28. jan., vikuferð með morgunmat. Netverð á mann. Beint flug til Salzburg 28. jan. 4. feb. 11. feb. 18. feb. Skíðaveisla Heimsferðum er það sönn ánægja að bjóða eitt glæsilegasta skíðasvæði Austurríkis, Flachau, sem er hjarta Ski-amadé svæðisins í Salsburg-hérðaði. Þaðan liggja leiðir inn á eitt stærsta skíðasvæði Austurríkis, sem er snjóöruggt, með góðum brekkum af öllu tagi og net af afbragðs lyftum. Með einum skíðapassa er hægt að ferðast á milli 5 svæða með 25 þorpum, 865 km. af brekkum og 276 lyftum af öllu tagi. Ókeypis skíðavagn fer reglulega á milli skíðasvæðanna. Heimsferðir bjóða einnig upp á skíðaferðir til hins vinsæla skíðabæjar í austurrísku ölpunum, Zell am See. Í boði eru gistiheimili og góð þriggja og fjögurra stjörnu hótel í hjarta Zell, rétt við skíðalyfturnar, veitingastaði, verslanir og kvöldlífið. Í Zell er afbragðs aðstaða fyrir alla skíðamenn. 56 lyftur eru á svæðinu og allar tegundir af brekkum. í Austurríki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.