Morgunblaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FORMAÐUR SKOTVÍS, Sigmar B. Hauksson, segist almennt vera fylgjandi þeim tillögum sem Um- hverfisstofnun hefur skilað til um- hverfisráðherra um takmarkaða rjúpnaveiði í haust. Þó megi gera athugasemdir við sum atriði, eink- um lítinn kvóta á hverja skyttu. Að höfðu samráði við Nátt- úrufræðistofnun Íslands leggur Umhverfisstofnun til að veiði- tímabilið verði frá 19. október til og með 3. desember en veiðimenn geti ekki veitt lengur en samtals í 28 daga, samanborið við mest 69 daga áður. Lagt er til veiðibann á sunnu- dögum, mánudögum og þriðjudög- um og að hver veiðimaður geti ekki skotið fleiri en 10 til 15 fugla á tímabilinu. Sölubann á rjúpu og rjúpna- afurðum er áfram í gildi en lagt er til að hvatningarátaki verði hrundið af stað meðal veiðimanna um að sýna hófsemi í veiðum. Þá er tillaga um áframhaldandi friðun rjúpunnar á Reykjanesskaga en Umhverf- isstofnun taldi ekki tímabært að fallast á tillögu Náttúrufræðistofn- unar um þriggja ára friðun á stóru svæði á Norðausturlandi. Tillögur Umhverfisstofnunar eru nú til umsagnar hjá Bændasamtök- unum, Sambandi íslenskra sveitar- félaga, Fuglaverndarfélagi Íslands og SKOTVÍS en Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra óskaði eftir þeim í sumar eftir ákvörðun sína um að hefja rjúpna- veiðar á ný. Umhverfisráðuneytið hefur ekki tekið afstöðu til tillagn- anna, það verður m.a. gert með hliðsjón af athugasemdum umsagn- araðila. Mun umhverfisráðherra gefa út reglugerð um veiðarnar í byrjun september. Fyllstu varúðar verði gætt Rjúpur hafa verið alfriðaðar und- anfarin tvö ár en markmið með til- lögunum nú er að gera veiðar úr rjúpnastofninum sjálfbærar. Sam- kvæmt tillögum Náttúrufræðistofn- unar er veiðiþol stofnsins metið um 70 þúsund veiddir fuglar, að þeim forsendum gefnum að varpstofninn sé 219.674 fuglar vorið 2005 og að veiðar bætist að fullu við nátt- úrulega dánartíðni. Í umsögn Nátt- úrufræðistofnunar til umhverf- isráðuneytisins segir m.a. að stofnunin telji brýnt að gæta fyllstu varúðar þegar veiðar á rjúpu verði leyfðar á ný eftir tveggja ára frið- un. Vöxtur rjúpnastofnsins í kjölfar friðunar sé framar vonum og því yrði slæmt ef bakslag kæmi í við- gang stofnsins. Sigmar B. Hauksson segir SKOTVÍS eiga eftir að skila sinni umsögn en í fyrstu virðist menn vera sammála tillögunum að mestu leyti. Þó sé hægt að gera at- hugasemdir við lítinn kvóta á hvern veiðimann og hve varúðarráðstaf- irnar séu strangar, miðað við að veiðar hafi legið niðri í tvö ár. Finna megi ákveðið vantraust stjórnvalda í garð veiðimanna og vel hafi mátt sleppa veiðibanni á til dæmis þriðjudögum. Einnig sé hætt við að einhverjir veiðimenn sleppi sér og hugsi sem svo að veið- ar verði bannaðar fljótt aftur og safni því í sarpinn. Á þessu þurfi vissulega að taka. 15 fuglar eiga að sleppa „Á heildina litið getum við verið sammála tillögunum, stofninn er í örum vexti. Fyrirkomulagið heppn- ast ekki nema menn séu sammála um að trúa því. Við ættum að hafa sóknarstýringu eins og í sjávar- útveginum og draga úr veiðunum þegar stofninn er í lágmarki,“ segir Sigmar. Hvort 15 rjúpur dugi í jólamatinn fyrir stóra fjölskyldu segir Sigmar að það ætti að sleppa. Fullvaxnir karlmenn borði yfirleitt tvær rjúp- ur og konan og börnin eina hvert. Kvótinn sé þó óþarflega lítill, þarfir manna séu misjafnar. Sumir þurfi að skjóta 25 rjúpur, aðrir bara sex. Sigmar segist ekki reikna með öðru en að umhverfisráðherra fari að tillögum Umhverfisstofnunar, verði umsagnir almennt jákvæðar. Umhverfisstofnun leggur til takmarkaðar rjúpnaveiðar í haust Formaður SKOT- VÍS almennt fylgj- andi tillögunum Morgunblaðið/Ingó Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hefjist aftur í haust. Lagt er til að hver veiði- maður geti ekki skotið fleiri en 10 til 15 fugla. (Myndin er úr myndasafni.) Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Í DAG eru liðnar sex vikur frá því að svörum var heitið frá rík- isstjóraembættinu í Texas við ítrekuðum beiðnum og óskum stuðningsmanna Arons Pálma Ágústssonar og hans sjálfs um langþráð frelsi og heimfararleyfi til Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stuðningshópi Arons Pálma, sem hefur sætt refsivist í Bandaríkjunum í meira en 8 ár, eða frá 13 ára aldri, og á eftir að afplána um 2 ár af dómnum. Knut S. Johnsson, lögfræð- ingur, mun í dag ræða við lög- fræðing ríkisstjórans fyrir hönd stuðningshópsins. Áður boðaðrar ákvörðunar Rick Perry, rík- isstjóra í Texas, ætti því að vera að vænta innan skamms. Aron Pálmi fékk nú fyrir helgi margumbeðna og langþráða heimild til að stunda nám við skóla í Beaumont í Texas, þar sem honum hefur verið gert að dvelja í stofufangelsi með mjög skert athafnafrelsi undanfarin 2,5 ár. Eftir margítrekaðar beiðnir þar um kom skilorðs- fulltrúi Arons þessu til leiðar. Aron hefur lokið inntöku- prófum og hefur þegar hafið nám. Hann fær að dvelja í skól- anum frá því snemma á morgn- ana til klukkan 19 á kvöldin og hefur meðal annars internet- samband og er kominn með tölvupóstfang. Einnig hefur hann aðgang að sundlaug skólans og tækjasal svo segja má að gíf- urleg breyting til hins betra hafi skyndilega orðið á högum hans. Engu að síður þráir hann það heitast að fá að hverfa sem fyrst heim til Íslands, segir í tilkynn- ingunni. Ákvörðunar í máli Arons Pálma beðið ÓÁNÆGJU gætir meðal sjúklinga á Kleppsspítala og aðstandenda þeirra, vegna skertrar þjónustu strætisvagna við spítalann með nýja leiðakerfinu. Margir sjúklingar og starfsmenn spítalans nota vagnana og eru mjög óánægðir með stöðu mála. Strætisvagnabiðstöð hefur verið þarna um áratuga skeið. Anna Friðbergs Kristjánsdóttir á geðfatlaða dóttur sem fer í endur- hæfingu á Kleppi á hverjum morgni og segir hún að ef sjúklingar mæti ekki í endurhæfingu eigi þeir eðli- lega á hættu að missa pláss sín á spítalanum. „Það er verið að ráðast að verst stadda hópnum í samfélaginu og þetta er mismunun þjóðfélagshópa,“ segir Anna. „Það ríkja miklir for- dómar og tillitsleysi í garð geðfatl- aðra.“ Anna er mjög ósátt og nefnir að frá núverandi göngustöð sé engin gangbraut, svo ganga þurfi á grasi eða á götunni til þess að komast að Kleppi frá næstu biðstöð. Gönguleið- in verði því hálfófær þegar fari að frysta. Anna bendir á að fæstir öryrkjar hafi efni á einkabílum. Þá séu ferðir með strætisvögnum oft hluti af end- urhæfingu, en sumir geti misst kjarkinn þurfi þeir að fara langa leið að biðstöð. Þá finnist mörgum erfitt að þola umferðarhávaða eða standa á ljósum þar sem þeim finnist allir horfa á sig. Þegar nýja leiðakerfið var tekið í gagnið benti Anna á skerta þjónustu við spítalann og segir að meðal ann- ars hafi hann vantað á lista á heima- síðu strætó, www.bus.is, þar sem hægt sé að velja ýmsa áfangastaði innan leiðakerfisins. Úr þessu hefur þó verið bætt og er spítalinn nú kom- inn á listann. „Mér finnst þetta mjög alvarlegt mál og margir geðfatlaðir eiga erfitt með að ganga langar leiðir vegna hinna ýmsu fylgikvilla geðfötlunar,“ segir Anna. „Lífsgæði geðfatlaðra eru afar lítil og það er mikil niður- læging að þeir gleymast í skipulagn- ingu nýs leiðakerfis Strætó bs. Þeir sem alltaf nota strætó og eiga engra annarra kosta völ eiga ekki að vera settir til hliðar. Það er nóg um for- dóma í þessu þjóðfélagi þótt borg- aryfirvöld fari ekki að standa þar fremst í flokki.“ Uppsetning biðstöðvar er erfiðleikum bundinn Ásgeir Eiríksson, framkvæmda- stjóri Strætó, segir að vagnar hafi áður gengið um Kleppsveg en að nú sé keyrt eftir Sæbrautinni. Þar á milli séu einungis nokkrir metrar. Hann segir að biðstöð vanti við Klepp en uppsetning hennar hafi verið erfiðleikum bundin þar sem lít- ið pláss sé meðfram götunni og auk þess hafi verið ráðgerðar breytingar á Kleppsvegi og Sæbraut, en þeim hafi verið frestað. „Við höfum núna gert ráðstafanir og það verður komin biðstöð við Klepp innan nokkurra vikna,“ segir Ásgeir. „Hún verður raunar aðeins nær spítalanum en sú sem var þarna áður.“ Ásgeir segir að aðstaðan við Klepp sé ekki viðunandi eins og hún er, en forgangsatriði sé að bæta þar úr. Skert þjónusta við Kleppsspítala með nýju leiðakerfi hjá Strætó Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sjúklingar og aðstandendur ósáttir en Strætó lofar úrbótum Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is KJARTAN Hauksson róðrarkappi á árabátnum Frelsi vonaðist í gær til að geta haldið áfram í dag þriðjudag, för sinni frá Stokkseyri þar sem hann hefur verið veð- urtepptur frá því í síðustu viku. Fyrir liggur að róa fyrir Reykja- nesið áleiðis til Reykjavíkur. Kom- ist Kjartan út frá Stokkseyri í dag, ætti hann að geta lokið hringróðri sínum á miðvikudag eða fimmtudag. Til stóð að hann reri síðasta spölinn um helgina til að hann gæti komið til Reykjavíkur á sunnudag en þær vonir urðu að engu vegna veðurs. Að sögn Kjartans var haugasjór úti fyrir Stokkseyri í gær og þurftu jafnvel fiskibátar að vera í vari, hvað þá opnir árabátar eins og Frelsi. Á leið hans í sumar hafa safnast 3,1 milljón kr. í Hjálparliðasjóð Sjálfsbjargar. Kjartan bíður enn á Stokkseyri LÖGREGLAN á Selfossi tók loft- skammbyssu af unglingspilti í Þor- lákshöfn í síðustu viku en hann hafði verið að skjóta úr byssunni á skilti og ljósastaura. Ekki hlaust tjón af en lögreglan skorar á for- eldra að fylgjast vel með hvort börn þeirra hafi undir höndum loftbyssur og ef svo er að taka þær úr umferð og koma í veg fyr- ir slys. Innflutningur á ólöglegum loft- skotvopnum hefur verið mikið vandamál undanfarin ár en eink- um kemur fólk með þær heim frá Spáni. Á þessu ári hefur Toll- gæslan á Keflavíkurflugvelli tekið um 50 byssur af fólki og sektar hvern og einn um 5 þúsund kr. fyrir brot á vopnalögum. Loft- byssur eru stórhættuleg vopn en dæmi er um börn niður í 10 ára gömul með slík vopn undir hönd- um. Loftbyssa tekin af dreng

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.