Morgunblaðið - 26.08.2005, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 21
MINNSTAÐUR
AUSTURLAND
LANDIÐ
Landgræðsla | Nýverið veitti
Landgræðslan í fjórtánda sinn við-
urkenningar fyrir framúrskarandi
störf á sviði landgræðslu. Að þessu
sinni voru fjórum aðilum veitt land-
græðsluverðlaun og þar af komu
tvenn í hlut aðila á Fljótsdalshéraði.
Þ. á m. voru þau Magnús Karlsson,
Heiða Reimarsdóttir og Magnús
Hrólfsson, bændur á Hallbjarn-
arstöðum í Skriðdal, sem grætt hafa
land sitt frá árinu 1967. Nú er svo
komið að elstu uppgræðslurnar eru
vart greinanlegar frá öðru grónu
landi og sumar þeirra hafa jafnvel
verið teknar undir túnrækt. Land-
græðslufélag Héraðsbúa hlaut einn-
ig Landsgræðsluverðlaun. Félagið
hóf landgræðslu við Sænautasel árið
2001. Sumarið 2004 mátti heita að
girðingin væri orðin algróin og gróð-
ur sjálfbær. Þessi árangur er mjög
sérstakur í ljósi þess að upp-
græðslusvæðið er í 550 til 600 metra
hæð yfir sjávarmáli og úrkoma að-
eins um 350 mm á ári.
Rokk í 50 ár | „Þrátt fyrir að enn
sé nokkuð eftir af sumarumferðinni
þá er byrjað á undirbúningi fyrir
vetrarstarfsemina á Hótel Höfn,“
segir Óðinn Eymundsson, einn eig-
enda Hótels Hafnar. Fyrst ber þar
að nefna Norðurljósaverkefnið, sem
er tenging norðurljósa við ferða-
þjónustuna og segir Óðinn það
spennandi verkefni og eina af björt-
ustu vonum ferðaþjónustunnar yfir
vetrartímann. Eins og undanfarin ár
þá tekur hótelið þátt, ásamt
Skemmtifélaginu, í skemmtidagskrá
sem sett er upp á Höfn, með það að
markmiði að skemmta heimamönn-
um og fá hingað gesti í helgargist-
ingu. Að þessu sinni mun verða tekið
fyrir Rokk í 50 ár sem er rjóminn af
rokkinu sl. 50 ár og nýtur Skemmti-
félagið aðstoðar rokkdrottning-
arinnar Andreu Jónsdóttur. Að setja
upp skemmtidagskrá hefur gefist
mjög vel og er liður í fjölgun gisti-
nátta á hótelinu og hjá öðrum gisti-
húsum hér í Sveitarfélaginu yfir
vetrartímann. Frá þessu greinir á
vefnum hornafjordur.is.
Möðrudalur | Messað var í
Möðrudalskirkju fyrir
skemmstu í tengslum við
Ormsteiti. Kirkjan er engri
annarri kirkju lík, hvorki að
umfangi né innrými og var
smíðuð árið 1949 af Jóni A.
Stefánssyni í minningu konu
hans og altaristaflan, sem sýnir
fjallræðuna, er sömuleiðis mál-
uð af Jóni.
Bekkir kirkjunnar þykja
nokkuð harðir og mjóir og þá
ekki síður orgelbekkurinn.
Muff Worden, einn ástsælasti
tónlistarmaður Austurlands,
lék á orgel í guðsþjónustunni,
þar sem sr. Lára G. Oddsdóttir
messaði. Sá einn messugesta
aumur á organistanum og færði
því kirkjunni að gjöf útsaumað-
an púða handa Muff að sitja á
við hljóðfærið og gafst það vel.
Möðrudalskirkja var yfirfull
af fólki enda ekki stór í sniðum
og sáu kirkjugestir um söng við
helgihaldið.
Morgunblaðið/Albert Kemp
Messað í Möðrudal Sr. Lára
G. Oddsdóttir veitti kirkju-
gestum sakramenti.
Púði und-
ir organ-
istann
Vopnafjörður | Nú er undirbúningi
fyrir sláturtíð að ljúka hjá Slát-
urfélagi Vopnfirðinga hf., en slátrun
hefst þar á þriðjudag.
„Við höfum endurnýjað alla
vinnsluaðstöðu í húsinu skv. ákvæð-
um reglugerðar um slíkt og hefðum
hvort eð er þurft að endurbæta að-
stöðuna fyrir hangandi fláningu fyr-
ir 1. janúar 2008, en hana höfðum við
ekki,“ sagði Þórður Pálsson, slát-
urhússtjóri í samtali við Morg-
unblaðið. „Við keyptum nýja línu í
húsið, settum nýtt efni á öll gólf og
innréttuðum húsið að miklu leyti,
svo að geymslur, skrifstofa og
starfsmannaaðstaða eru komin í allt
annað horf. Þessar framkvæmdir
eru að komast á lokastig og verður
byrjað að slátra eftir helgina.“
Framkvæmdirnar kosta um 28 millj-
ónir króna og munu skila aukinni
hagræðingu og sparnað í starfs-
mannahaldi að sögn Þórðar.
Um 23 þúsund fjár slátrað
„Við tökum tæpan helming fjárins
af Vopnafirði og Bakkafirði, líklega
orðið um 45% og 55% austan yfir
Hellisheiði, frá Hjaltastaðarþinghá,
Fljótsdal og stærsta partinn úr
þremur sveitunum næst okkur,
þ.e.a.s. Hróarstungu, Jökulsárhlíð-
inni og af Jökuldalnum. Það eru 11–
12 þúsund dilkar að austan og í allt
22 þúsund dilkar og þúsund fullorðið
reikna ég með.“
Þórður segir að í fyrra hafi ekki
verið hægt að lóga fleiru en 20 þús-
und fjár vegna aðstöðu, en eftir
breytingarnar nú geti húsið annað
upp undir 30 þúsund fjár. „Ef bænd-
ur eru tilbúnir til að byrja að lóga
skikkanlega snemma, eins og núna
um mánaðamót. Það er bara frekar
útflutningssláturhús er á Höfn í
Hornafirði og Austfirðingar fara
einnig með fé á Húsavík og Sauð-
árkrók.
Ræður Svía í sláturhúsið
Skúli, sonur Þórðar, starfar við
húsið og segir það hafa tvöfaldað af-
köstin á fimm til sex árum. „Við njót-
um þess að þetta hús hefur alltaf
verið rekið með afgangi og þ.a.l.
hægt að borga mönnum samkeppn-
ishæft verð eða besta verð eins og
síðustu tvö árin.“
Í sláturtíðinni starfa upp undir 40
manns í húsinu, flestir eru frá Sví-
þjóð, en Þórður hefur gjarnan ráðið
til starfa ungt og dugmikið fólk sem
tekið hefur sér ársleyfi eftir fram-
haldsskóla eða er jafnvel nýkomið úr
sænska hernum og segir hann það
duglegt. Einnig verða nokkrir
heimamenn og fólk af Héraði við
slátrunina.
erfitt að fá bændur til að slátra
miklu á þeim tíma. Við gætum slátr-
að alveg upp undir 30 þúsund fjár,
eftir því hvað við fáum af fé á fyrstu
tveimur vikunum og mjög auðveld-
lega 27–28 þúsund. Við gætum því
bætt við okkur 5–6 þúsund fjár héð-
an að austan, sem kemur nú vonandi
smátt og smátt.“
Þórður segist eiga von á að slát-
urhúsið á Vopnafirði muni eflast og
að það fái þau viðskipti á Austur-
landi að unnt sé að fullnýta húsið.
Hann segist ekki sækjast eftir út-
flutningsleyfi, en sláturhúsið upp-
fylli eftir breytingarnar öll skilyrði
útflutningsleyfis. „Til að vera með
útflutningsleyfi þarf að eltast við
ýmiss konar hluti sem varla borgar
sig fyrir svona lítið hús. Í það
minnsta ekki eins og ástandið er í
dag.“
Sláturhúsið á Vopnafirði er nú
eina sláturhúsið á Austurlandi, en
Sláturfélag Vopnfirðinga hf. hefur slátrun á þriðjudag,
eftir umfangsmiklar breytingar
Klárir í sláturtíðina
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Breytingum að ljúka Þórður Pálsson sláturhússtjóri og Skúli sonur hans
eru að verða tilbúnir að taka fé til haustslátrunar.
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
austurland@mbl.is
H
im
in
n
o
g
h
a
f
/
SÍ
A
MANTRA 4x4
á ferð um landið
Laugardaginn 27. ágúst
Kl. 10.00 á Hvolsvelli – hjá Björgunarsveitinni Dagrenningu.
Kl. 13.00 á Selfossi – hjá Björgunarfélagi Árborgar.
Kl. 15.30 í Hveragerði – hjá íþróttahúsinu.
Nánari upplýsingar um staðsetningu og tímaáætlun bílanna
í símum 825 5451 og 825 5452. RÆSIR HF. sími 540 5400
Hellissandur | Þorbjörg Alexand-
ersdóttir, útgerðarkona í Rifi, stóð
fyrir því ásamt manni sínum einn
góðviðrisdag í sumar að fá með sér
þrenn hjón héðan undan Jökli í ferða-
lag á Stakkhamarsfjörur á sunn-
anverðu Snæfellsnesi. Stakkhamar
var æskuheimili Þorbjargar og Auðar
sem var ein af konunum í ferðinni.
Fréttaritari var svo heppinn að
vera í hópnum og naut þess að hafa
leiðsögn þeirra systra þarna um fjör-
una sem er hluti af næstum sam-
felldri skeljasandsfjöru á sunn-
anverðu Snæfellsnesi. Sandurinn er á
stöðugri hreyfingu. Bakkarnir upp af
fjörunni breytast dag frá degi og ár
frá ári. Háir bakkarnir geyma í sér
ýmsa muni sem borist hafa að landi í
árana rás. Hér strandaði hið fræga
skip Artic árið 1942 með nýrri áhöfn í
fyrstu ferð sinni eftir að Bretar fang-
elsuðu alla skiphöfn þess. Engar
minjar fundust um það fley.
Fyrir fimmtíu árum árið 1955 rak á
þessa fjöru stórtré, hátt í einn metri í
þvermál nokkuð ofan við rót. Fljót-
lega lagðist sandurinn yfir og faldi
það. Nú er hann að skila trénu.
Skógræktarfélag Íslands heldur
þing sitt nú um helgina á Lýsuhóli,
rétt fyrir ofan ströndina þar sem tréð
kom í ljós. Félagið fagnar nú 75 ára
afmæli sínu og má velta því fyrir sér
hvenær svona myndarlegt tré muni
vaxa úr íslenskri mold.
Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir
Kíkt undan sandi Stórtréð gægist út úr felustaðnum. Þær Stakkhamarssystur Þorbjörg og Auður standa við tréð.
Myndarlegt tré undan sandi
Stykkishólmur | Stykkishólms-
bær mun í vetur starfrækja
fræðsluver í Egilshúsi fyrir bæj-
arbúa sem eru í fjarnámi.
Í fræðsluverinu eru fjórar borð-
tölvur, prentari og skanni ásamt
þráðlausri nettengingu fyrir þá
sem eru með eigin fartölvur. Að-
stöðugjöld eru kr. 5.000 pr. önn
eða kr. 10.000 fyrir veturinn. Lyk-
ill að húsnæðinu er afhentur gegn
1.000 kr. skilagjaldi.
Þeim sem hyggjast nýta sér að-
stöðuna í vetur er bent á að koma
á bæjarskrifstofur og undirrita
samkomulag um aðgang að
fræðsluverinu. Nánari upplýsing-
ar gefur Íris Huld í síma 438 1700
eða netfang: iris@stykkisholmur-
.is
Aðstaða til fjarnáms
í Egilshúsi