Morgunblaðið - 26.08.2005, Page 25

Morgunblaðið - 26.08.2005, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 25 UMRÆÐAN Í LEIÐARA Morgunblaðsins hinn 19. ágúst sl. var annars vegar varpað fram þeirri spurningu hvort ákvæði 65. gr. stjórnarskrárinnar dygði ekki til að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kynþáttar eða þjóðern- isuppruna. Hins vegar spurði leið- arahöfundur hvort sú staða hefði komið upp að dómstólar hefðu verið ófærir til að taka á kynþáttamisrétti eða fordómum vegna þess að laga- legar forsendur skorti. Hvorugri þessara spurninga verður svarað á einfaldan hátt. Til skýringar skal þess getið að með því að setja fram í stjórnarskrá beina reglu um bann við mismunun á grundvelli m.a. kynþáttar og þjóð- ernisuppruna er í fyrsta lagi gert ráð fyrir að sú skylda hvíli á ríkinu að það tryggi þegnum sínum sama rétt, þ.e. sömu meðferð við sömu að- stæður. Nær sú skylda bæði til beinna afskipta handhafa opinbers valds og lagasetningar um málefni borgaranna. Í öðru lagi er ljóst að ekki er eingöngu hætta á að rík- isvaldið mismuni einstaklingum heldur geta þeir einnig orðið fyrir að- kasti frá öðrum einstaklingum og einkaaðilum. Krafan um bann við mismunun felur því ekki eingöngu í sér að ríkið gangi ekki á þennan rétt borgaranna heldur einnig að ríkinu sé skylt að setja lög til verndar einstaklingunum í inn- byrðis samskiptum þeirra. Því er það svo að 65. gr. stjórnarskrár- innar leggur ákveðnar skyldur á ríkið. Sú skylda er í meg- inatriðum tvíþætt, þ.e. annars vegar skylda til að veita þessum rétt- indum manna vernd með ákvæðum refsilaga, sem gera brot annarra einstaklinga á þessum réttindum refsiverð, og hins vegar skylda til þess að binda í löggjöf skýrar reglur um bann við mismunun. Hvað varðar hið fyrrnefnda er að finna í hegningarlögum ákvæði sem leggur sektir eða fangelsi allt að sex mánuðum við því að neita, í atvinnu- rekstri eða þjónustustarfsemi, manni um vörur eða þjónustu til jafns við aðra m.a. á grundvelli þjóðernis hans eða kynþáttar. Einnig er refsivert að neita manni um aðgang til jafns við aðra að opinberum samkomustað eða öðrum stöðum sem opnir eru al- menningi. Segja má að ríkið hafi með þessu hegn- ingarlagaákvæði upp- fyllt skyldu sína að hluta. Hins vegar er fjarri því að ákvæðið taki til hvers kyns mögulegrar mismun- unar, auk þess sem það er háð ákvörðun ríkissaksóknara hvort aðili sem grunaður er um brot gegn ákvæð- inu verði sóttur til saka eða ekki. Rík- issaksóknari ákærir ekki í máli nema líkur séu taldar á sakfellingu og í ljósi þess að í refsi- máli hvílir sönnunarbyrðin alfarið á ákæruvaldinu má allavega telja lík- legt að erfitt sé að sækja mál sem þessi vegna erfiðrar sönnunarstöðu. Enn sem komið er hafa ekki hér- lendis verið settar skýrar reglur um bann við mismunun. Slíkar reglur hafa hin Norðurlöndin sett og taka lög þeirra mið af tilskipun Evrópu- sambandsins frá 2000, sem ætlað er að skapa ramma fyrir aðildarríkin til að tryggja einstaklingum af öllum kynþáttum og þjóðernisuppruna réttindi til jafns við aðra þjóðfélags- þegna. Löggjöf hinna Norðurlandanna skapar þeim einstaklingi, sem telur á sér brotið, farveg til að leita réttar síns á einkaréttargrundvelli, þ.e. hann getur kært til opinbers stjórn- valds, eða sjálfur höfðað mál gegn hinum brotlega. Skal sönnunarbyrð- inni skipt, þannig að það er jafnt hins brotlega að sanna að mismunun hafi ekki átt sér stað sem þess sem brotið var gegn að sanna að svo hafi verið. Þessu til viðbótar mæla lögin fyrir um að brot gegn þeim skuli skapa bótaskyldu. Mál má enn fremur bæði höfða á grundvelli beinnar og óbeinnar mismununar, jafnvel vegna hvatningar til mismununar. Setning réttarreglna um bann við mismunun er einn ríkasti þátturinn í viðleitni ríkisvaldsins til þess að sinna þeirri skyldu að tryggja öllum jafnan rétt sem stjórnarskráin legg- ur á hinn almenna löggjafa. Sem dæmi um þetta má nefna að 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar mælir einnig fyrir um að einstaklingum skuli ekki mismunað á grundvelli kynferðis auk þess sem í 2. mgr. sömu greinar segir að konur og karl- ar skuli njóta sama réttar í hvívetna. Engu að síður hafa verið sett sérstök lög um jafnan rétt kvenna og karla til að tryggja að honum sé framfylgt. Annað dæmi um stjórnarskrár- bundna skyldu til að tryggja grund- vallarmannréttindi er að finna í 71. gr. stjórnarskrárinnar. Samkvæmt því ákvæði skulu allir njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Til að hnykkja á þessu ákvæði hafa m.a. verið sett lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, m.a. til verndar einstaklingum vegna skrán- ingar á upplýsingum um einkamál- efni þeirra og til að fyrirbyggja mis- notkun persónuupplýsinga. Það er því ljóst að þótt stjórn- arskráin tryggi ákveðin grundvall- armannréttindi er nauðsynlegt að setja lög sem bæði skýra þennan rétt og gera framkvæmdavaldinu kleift að bregðast við sé hann brotinn. Með lögum skal land byggja og það hefur sýnt sig að því skýrari og afdrátt- arlausari sem löggjöf er í ákveðnum málaflokkum því auðveldara reynist einstaklingum að sækja rétt sinn. Dugar stjórnarskráin til að koma í veg fyrir mismunun? Margrét Steinarsdóttir fjallar um hugleiðingar leiðara Morgunblaðsins ’Í banni við mismununá grundvelli m.a. kyn- þáttar og þjóðernisupp- runa er í fyrsta lagi gert ráð fyrir að sú skylda hvíli á ríkinu að það tryggi þegnum sínum sama rétt.‘ Margrét Steinarsdóttir Höfundur er lögfræðingur Alþjóðahúss. HINN 19. ágúst var rætt við Ás- geir Ingason, formann Stúdenta- félagsins við Háskólann í Reykjavík, í kvöldfréttum Sjónvarpsins. Ástæð- an var hækkun á skólagjöldum þeirra nemenda sem stunda tækninám við skólann. Hækkun þessi stafar af því að Tækniháskóli Íslands hefur sameinast HR. Það var ekki viðkom- andi hækkun sem fór örlítið fyrir brjóstið á mér þar sem ég tel sameininguna vera af hinu góða. Undrun mín var skoðun stúdenta við HR, sem Ásgeir kom á framfæri; að það ætti að gæta jafnréttis í tækninámi með því að bjóða upp á tækninám í ríkisreknum háskóla. Rökstuðningur Ásgeirs er að skóla- gjöld eigi eingöngu rétt á sér ef stúdentar hafa val. Sjálfsagt er það rétt að skólagjöld eiga ekki rétt á sér nema að sams- konar nám sé í boði í ríkisreknum skóla. Ef einhver ríkisreknu háskól- anna fer að bjóða upp á tækni- fræðinám þá er spurning hvort THÍ hefði átt að sameinast HR. Það vill gleymast að við Háskóla Íslands er kennd verkfræði. Þótt skilgreining- armunur sé á tæknifræði og verk- fræði þá eru þessar tvær greinar ná- skyldar. Skilgreining Verk- fræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands er að tæknifræði sé grein innan verkfræðinnar. Því er hægt að segja að tæknimenntun sé í boði í ríkisreknum háskóla á Íslandi, þó ekki tækni- fræðimenntun sem slík. Það ætti frekar að eiga sér stað ákveðin samræming á námi í tæknifræði og verk- fræði á Íslandi. Á Ís- landi er námið byggt upp að gamalli danskri fyrirmynd þar sem tæknifræðin er séð sem framhalds- menntun iðnmenntaðs fólks og verk- fræðin er hin akademíska hliðstæða. Þróunin hefur verið sú að inntöku- skilyrðin í tæknifræði hafa orðið strangari og nú eru þau orðin þau sömu og í verkfræði. Þar með er munurinn á greinunum orðinn óljós á Íslandi. Árið 1996 var danska kerfið end- urskoðað. Tæknifræðin (diplom- ingeniør) er 3½ ár, með hálfs árs starfsþjálfun, og lýkur með B.S. gráðu. Verkfræðin (civilingeniør) er 5 ár og lýkur M.S., sem er skilyrði fyrir íslenska starfsheitinu verk- fræðingur. Endurskoðunin var á þann veg að þeir sem hafa lokið tæknifræðinámi eiga nú greiðan að- gang í verkfræðinámið og geta lokið því á tveimur árum til viðbótar. Tæknifræðingar þurfa þó oft að taka aukaáfanga í stærðfræði til þess að standa jafnfætis verkfræðinem- unum. Það er staðreynd að þeir nem- endur sem hafa lokið tækni- fræðinámi á Íslandi hafa nær alltaf leitað til annarra landa til fram- haldsnáms vegna ákveðinnar tregðu HÍ við að taka á móti tæknifræð- ingum. En með því að samræma bet- ur þessar tvær námsleiðir á Íslandi þá væri hægt að auðvelda tækni- fræðingum að stunda framhaldsnám á Íslandi. Ef ríkisrekinn háskóli fer að bjóða upp á tæknifræðinám þá eru skól- arnir orðnir 3 sem eru með tækni- nám á kennsluskrá sinni. Eins og áð- ur var nefnt þá er hugsanlegt að skólagjöld eigi ekki rétt á sér nema það sé val. En það krefst þess að kennt sé sama nám í ríkisreknum háskóla. Háskólinn þyrfti að kenna sömu greinar og HR býður upp á svo skólagjöldin ættu rétt á sér. Með því að bjóða upp á námið í fleiri skól- um eru meiri líkur á auknu faglegu bili á milli skólanna, þar sem það eru ekki nægilega margir faglega hæfir kennarar til þess að fylla annan há- skóla. Ásgeir sagði að skortur væri á fólki með tæknifræðilega menntun á Íslandi. Ein leið í eflingu á tækni- námi á Íslandi væri að kanna hvar skorturinn er mestur. THÍ og nú HR hafa stært sig af góðu samstarfi við íslenskt atvinnulíf, hvernig væri að virkja það frekar? Til dæmis með því að kynna betur fyrir stúdentum námsmöguleikana og ef til vill beina þeim þangað sem þörfin er mest. Í Danmörku hefur þróunin verið sú að æ fleiri fara í byggingar- og framleiðslutæknifræði þrátt fyrir að markaðurinn sé að mettast. Þetta er að gerast á kostnað rafmagns- og véltæknifræði. Það eru fyrst og fremst iðnmenntaðir stúdentar sem fara í tvær síðastnefndu greinarnar á meðan ófaglærðir stúdentar fara í þær tvær fyrrnefndu. Við Tæknifræðiháskólann í Óðinsvéum er bannað að auglýsa einstaka tæknifræðigrein á kostnað annarra. Á meðan er meðalaldur rafmagns- og véltæknifræðinga í Danmörku að stíga ört. Þetta getur haft mjög slæm áhrif á þjóðfélagið og getur orðið til þess að hætt verður að kenna námið sökum lítils áhuga. Til dæmis er eingöngu hægt að læra al- menna rafmagnstæknifræði við há- skólann í Álaborg í dag en ekki há- spennutæknifræði eins og áður var. Danmark Tekniske Universitet er hugsanlega að fara sömu leið og mun að öllum líkindum loka háspennu- deild sinni innan nokkurra ára. Þetta er að gerast á meðan hreinn skortur er á háspennutæknifræð- ingum í landinu. En ekkert er gert á meðan nemendurnir velja ekki þess- ar greinar. Þetta er þróun sem auð- veldlega gæti átt sér stað á Íslandi innan nokkurra ára. Það er hægt að komast hjá þessu með auknum tengslum skólanna við atvinnulífið. Sjálfsagt á ekki að stjórna náms- vali stúdenta. Það leysir þó engan vanda að útskrifa 50 bygging- artæknifræðinga og 5 vélatækni- fræðinga meðan ef til vill stór hluti byggingartæknifræðinganna þurfa að vinna sem iðnaðarmenn og vél- tæknifræðingarnir geta valið úr fleiri starfstilboðum. Efling tæknifræðinnar Daníel Sigurbjörnsson fjallar um tæknifræðinám ’Það er staðreynd aðþeir nemendur sem hafa lokið tæknifræðinámi á Íslandi hafa nær alltaf leitað til annarra landa í framhaldsnám.‘ Daníel Sigurbjörnsson Höfundur er starfandi rafmagns- tæknifræðingur í Danmörku. KKA-Akstursíþróttaféla g Reiðhjólanefnd Hjólreiðafélag Reykjaví kur Í Kjarnaskógi við Akure yri, laugardaginn 27. ágús t. 4. bikar í fjallahjólreið um o.fl. Nánari upplýsingar eru á www.kka.is, www.hfr.is og í síma 6 61 9459. Á Blönduósi, sunnudaginn 28. ágús t. 4. bikar í götuhjólreiðu m o.fl. Nánari upplýsingar eru á www.hfr.is. Hjólreiðahátíði r helgina 27. - 28 . ágúst Virkjumeigin orku

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.