Morgunblaðið - 26.08.2005, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 26.08.2005, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UM ÞESSAR mundir fagnar Námsgagnastofnun því að 25 ár eru liðin frá upphafi starfsem- innar. Lög um stofnunina voru sett árið 1979 en 1. september 1980 var Ásgeir Guðmundsson ráðinn forstjóri og markar það upphaf formlegrar starfsemi. Námsgagnastofnun stendur á gömlum grunni því hún leysti af hólmi Ríkisútgáfu námsbóka, sem tók til starfa 1937, og Fræðslumyndasafn ríkisins. Fyrst eftir að Skólarann- sóknadeild mennta- málaráðuneytis var stofnuð 1967 annaðist hún samningu efnisins og Námsgagnastofnun útgáfuna, en síðan 1985 hefur stofnunin alfarið séð um námsefnisgerðina. Hlut- verk stofnunarinnar nú er að ann- ast gerð og útgáfu hvers konar námsgagna handa grunnskólum og dreifa þeim, nemendum að kostn- aðarlausu. Ekki fer hjá því að á 25 ára ferli hafi margt breyst í starfsemi Námsgagnastofnunar. Lengi vel rak stofnunin Skólavörubúð, fyrst í Tjarnargötu 10 og síðar á Lauga- vegi 166, og 1982 var Kennslu- miðstöð komið á fót. Tíu árum síð- ar var Kennslumiðstöð afhent Kennaraháskóla Íslands, sem tók við rekstrinum og 1999 var rekst- ur Skólavörubúðar seldur, þannig að segja má að starfsemin nú snú- ist fyrst og fremst um þann kjarna að útvega grunnskólum námsefni án endurgjalds. Til þessa verk- efnis fær stofnunin fé af fjárlögum og nam sú upphæð rúmlega 7.000 krónum á hvern nemanda á síð- asta ári. Í Aðal- námskrá grunnskóla, sem menntamálaráðu- neyti gefur út, er lagð- ur grunnur að verk- efnum stofnunarinnar, en hún leitast á hverj- um tíma við að upp- fylla markmið nám- skrárinnar hvað námsgögn varðar. Á síðasta ári voru tæplega 800 þúsund eintök afgreidd til skóla, að andvirði um 275 milljónum króna. Þá komu út rúmlega 150 nýir titl- ar, þriðjungur var prentað mál, þriðjungur vefefni og þriðjungur hljóðbækur, hlustunarefni, fræðslumyndir og námsspil. End- urútgáfur voru 27 og endurprent- anir og fjölföldun eldra efnis nam 233 titlum á árinu 2004. Af þessu má sjá að umfang starfseminnar er umtalsvert, enda voru um 130 höfundar, myndlistamenn og for- ritarar að störfum fyrir stofnunina á síðasta ári, auk fjölda prent- smiðja. Síðla árs 1992 tók Náms- gagnastofnun við gerð og útgáfu kennsluforrita af Reiknistofnun. Lengi vel byggðist útgáfa þeirra hér að mestu á samstarfi Norður- landanna, en árum saman var Námsgagna- stofnun 25 ára Tryggvi Jakobsson fjallar um starfsemi Námsgagnastofnunar á 25 ára afmæli Tryggvi Jakobsson ERU einhverjir í hópi lesenda Morgunblaðsins, sem muna eftir skjali því, sem Roosevelt Banda- ríkjaforseti lét festa upp víða um land við komu hersins 7. júlí 1941? Á því var birt mynd af Roosevelt forseta, bandaríska fánanum og ummæli Roosevelts um að banda- ríski herinn færi héðan strax að loknum ófriði „til þess að íslenska þjóðin gæti lifað frjáls og óháð í sínu eigin landi“. Þessi ummæli sanna að sjálfur Bandaríkjaforseti leit svo á að þjóð væri hvorki frjáls né óháð ef hún væri hersetin, jafn- vel þó að hún væri hersetin af liði vinsamlegrar þjóðar. Mér kemur í hug hvort Þorbjörn Guðmundson blaðamaður, Kristján Bersi Ólafs- son ritstjóri, Ólöf Pálsdóttir sendi- herrafrú eða einhver víðlesinn borgari kynni minnast þess að hafa séð umrætt skjal, sem var birt í herstöðvum Bandaríkjanna um land allt. Sovéska tónskáldið Aram Katsjatúrían kom hingað til lands 1952. Ég á sovéskt tímarit, Moscow News. Þar er skemmtilegt viðtal við hann um Íslandsför. Hann minnist meðal annars á þetta veggspjald Roosevelts for- seta, sem hékk uppi enn þá, ellefu árum eftir komu hersins. PÉTUR PÉTURSSON, þulur. Skjal Roosevelts Frá Pétri Péturssyni BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is AF SKRIFUM Skúla J. Sigurð- arsonar (SJS), fyrrum formanns RNF, í Morgunblaðinu 20. ágúst, má ráða að honum virðist mjög uppsigað við okkur. Tilskrifin ein- kennast og af þeirri firru hans, að telja að skýrsla Sérstakrar rann- sóknarnefndar (Líndalsnefndar) taki „fullkomlega“ undir nið- urstöður RNF. Með hófstilltri yfirlýsingu okkar í kjölfar Líndalsskýrslunnar og með vígslu minnisvarða um fórn- arlömbin vildum við fagna því sem áunnist hefði – sem er fjölmargt. Það er þó fjölmargt í skýrslunni sem við erum ekki sáttir við, en það verður bara að hafa það. Eitt verðum við þó að benda á: Lín- dalsnefndin hafði engan hreyfil að rannsaka vegna þess að RNF lét hann frá sér nær samstundis eftir slysið! Það eina sem nefndin fékk til skoðunar var olíusía sem þeim var tjáð að væri úr hreyflinum. SJS viðhefur þann furðulega málflutning að gagnrýni okkar hafi stjórnast af einhverjum hags- munum, sem helst má skilja að hafi verið persónulegir, fjárhags- legir og pólitískir. Fullyrðir SJS að sú niðurstaða RNF á sínum tíma, að líklegast væri að eldsneyt- isskortur hafi orðið til þess að flugvélin fórst, hafi ekki hentað hagsmunum okkar og því höfum við hafið herferð á hendur RNF. Þessi fullyrðing er með ólíkindum. Hverjir gætu þessir hagsmunir verið? Við viljum benda SJS á, að okkur er nákvæmlega sama hvort flugvélin hrapaði vegna eldsneyt- isskorts eða einhvers annars. Það breytir engu fyrir okkur. Lokanið- urstaðan fyrir okkur er sú sama. Bretarnir voru kennarar RNF Það stoðar lítt að standa í efnis- legum viðræðum við SJS um þessi mál. Hann veitist að okkur og ekki síst að vini okkar og ráðgjafa, Hilmari F. Foss flugmanni, sem við rannsóknir sínar hefur hvað eftir annað reynst hafa rétt fyrir sér – og fann meðal annars hreyf- ilinn fræga sem RNF hunsaði og týndi. SJS ætlar okkur þann gald- ur að hafa „leigt“ einhverja virt- ustu flugslysasérfræðinga heims til að komast að þóknanlegum nið- urstöðum. Mikill er máttur okkar! En umræddir sérfræðingar voru þó í hávegum hafðir af RNF sjálfri. Sérfræðingar sem kennt höfðu og þjálfað starfsmenn RNF hjá Cranfield College for Aeronautics (CCA). Notaðist RNF þá um árabil við ófaglega og svik- ula kennara? Það má rifja upp að ríkisstjórnin lagði fram einnar milljónar króna framlag upp í rannsóknarkostnað Bretanna. RNF firrtist hins vegar við og sagði upp samstarfinu við CCA. Leitaði á náðir skóla í S-Kaliforníu, þar sem þeir kenna saman kúrsa, Ron Schleede (Lín- dalsnefndarmaður) og Caj Frostell (úttektarmaður ICAO). Líkindi eru ekki sönnun Hnökrarnir á rannsókn RNF blasa við. RNF skildi eftir sönn- unargögn á hafsbotni, rannsakaði ekki björgunarþáttinn, rannsakaði ekki mannlega þáttinn, „rannsak- aði“ hreyfilinn með yfirborðsklóri, tók þátt í að eyðileggja hreyfilinn sem sönnunargagn, varðveitti flak- ið illa, auglýsti ekki eftir eða talaði við vitni yfirleitt (svo sem íbúa við Skerjafjörðinn, kafarana, flug- stjóra Dornier-flugvélarinnar og brautarstarfsmann sem sá hvað gerðist á flugbrautinni), hleypti að- alrannsakandanum í ótímabært orlof, lét undan þrýstingi flug- málastjórnar (FMS) um að breyta skýrsludrögum, upp- götvaði ekki und- anfarandi flugatvik á aðeins mán- aðarlöngum ferli TF- GTI með íslensk vott- orð, komst ekki að því að skrokkur flug- vélarinnar hafði verið almálaður án þess að ný vigtun færi fram, rannsakaði ekki fortíð flugvél- arinnar svo nokkru næmi, fjallaði á ófullnægjandi hátt um stjórnun flugumferðar við Reykjavík- urflugvöll, rannsakaði með ófull- nægjandi hætti eftirlit FMS í Vestmannaeyjum og áfram mætti telja. SJS einblínir á Líndalsnefndina taka undir líkindin á eldsneyt- isskorti til hreyfils auk mistaka flugmannsins. Hann talar eins og við höfum „haldið með“ hreyf- ilbilun í kappleik gegn eldsneyt- isskorti. Aftur: Það skiptir okkur ekki nokkru máli hvort flugvélin hrapaði vegna eldsneytisskorts, hreyfilbilunar eða einhvers annars. Það skipti okkur einvörðungu máli að allur sannleikurinn kæmi fram. Að þetta raunverulega atvik yrði notað til að fara ofan í kjölinn á öllu sem máli skipti eins og þegar flugslys eru sett á svið í æf- ingaskyni. Ástæða hreyfilstöðvunarinnar verður úr þessu aldrei sönnuð og eingöngu hægt að tala um líkindi. Vegna förgunar hreyfilsins. Í Lín- dalsskýrslunni má lesa í löngu máli um klúður og klaufagang RNF. Nefna má orð SJS sjálfs í skýrslunni um hvernig RNF týndi í öðru flugslysamáli heilu þyrlu- flaki! Dauð og ómerk ósannindi Líndalsnefndin tók upp aftur þá gagnrýni á FMS sem var að finna í skýrsludrögum RNF, en sem SJS tók út þegar hann gekk frá lokaskýrslu í mars 2001. Þessu hefur SJS væntanlega „gleymt“. Án lofthæfiskírteinis hefði flug- vélin ekki farist. Það er greinilega ekki vel séð þegar almennir borgarar gagnrýna „kerfið“ og kannski verst séð þeg- ar það er gert með rökum og gögnum. Þá er gjarnan gripið til þess ráðs að afgreiða gagnrýnend- urna sem handhafa annarlegra hagsmuna. Við treystum því að fólk taki ekki mark á þessari vit- leysu SJS. Sjálfir dæmum við orð hans dauð og ómerk. Á skjön við veruleikann Friðrik Þór Guðmundsson og Jón Ólafur Skarphéðinsson svara Skúla Jóni Sigurðarsyni ’Með hófstilltri yfirlýs-ingu okkar í kjölfar Lín- dalsskýrslunnar og með vígslu minnisvarða um fórnarlömbin vildum við fagna því sem áunnist hefði – sem er fjöl- margt.‘ Friðrik Þór Guðmundsson Höfundar áttu báðir syni, sem fórust með flugvélinni. Friðrik er blaðamað- ur. Jón Ólafur er prófessor. Jón Ólafur Skarphéðinsson Sturla Kristjánsson: Bráð- ger börn í búrum eða á af- girtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyrirmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líf- fræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum tilvikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofn- ana sem heyra undir sam- keppnislög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á honum. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka umræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hagsmuni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrverandi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Útsala Opið virka daga kl. 10-18 laugardaga kl. 10-16 Nýbýlavegi 12, Kópavogi sími 554 4433 EFTIR sölu Sím- ans hafa margir orðið til að leggja á ráðin um það hvernig megi verja hagnaðinum á uppbyggilegan hátt; greiða niður landsskuldir, reisa hátæknisjúkra- hús, byggja Sundabraut; verðug verkefni eru ótalmörg. Hér verður bent á enn eitt verðugt verkefni sem beðið hefur í 116 ár. Það er að koma á fót myndugu og nú- tímalegu höfuðsafni um náttúru Íslands, Náttúruminjasafni Ís- lands, eins og safnalög frá árinu 2001 kveða á um. Með því yrði lokið uppbyggingu þeirra megin- safna landsins sem stofnað var til á 19. öldinni, þ.e. Þjóðminjasafns (1863), Landsbókasafns (1881), Listasafns Íslands (1884) og Náttúrugripasafns Íslands (1889). Vel hefur verið séð fyrir hús- næði og framtíðarþörfum þriggja fyrst nefndu safnanna. Þá er að- eins Náttúruminjasafn Íslands eftir, sem samkvæmt safnalögum skal annast söfnun, skrásetningu, varðveislu, kynningu og sýningar á náttúru Íslands sem og nýtingu náttúruauðlinda. Safninu er ætlað að taka til allra þátta íslenskrar náttúru, lifandi og dauðrar. Náttúrugripasafn Íslands við Hlemm, sem Náttúrufræðistofnun rekur, er hluti af vísindasöfnum stofnunarinnar og er byggt á Náttúrugripasafni Hins íslenska náttúrufræðifélags (HÍN) sem stofnsett var 16. júlí 1889 og fært íslenska ríkinu að gjöf í ársbyrjun 1947. Þrátt fyrir háan aldur, merka sögu og virðulegan sess sem eitt höfuðsafna landsins hefur það verið á hrakhólum alla tíð en einkum þó sl. hálfa öld frá því það var tekið niður í Safnahúsinu gamla við Hverfisgötu árið 1960 og sett í geymslu fyrir vænt- anlegan flutning í nýtt húsnæði sem rísa átti á lóð Háskóla Ís- lands. Af þeim flutningi varð aldr- ei og eftir sjö ár í kössum var safninu komið fyrir til bráða- birgða í tæplega 200 fermetra skrifstofuhúsnæði við Hlemmtorg, við alls ófullnægjandi aðbúnað. Á undanförnum áratugum hefur margoft verið reynt að reisa Náttúrugripasafnið úr öskustónni og tryggja því verðugan aðbúnað. A.m.k. 15 opinberar nefndir hafa fjallað um framtíð safnsins og HÍN og áhugasamir einstaklingar hafa lagt á sig ómælda vinnu í Nú er lag: Náttúruminjasafn fyrir Símann Álfheiður Ingadótt- ir og Snorri Bald- ursson leggja til að hluti þess fjár sem fékkst fyrir Símann verði nýttur til upp- byggingar Nátt- úruminjasafns Álfheiður Ingadóttir Snorri Baldursson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.