Morgunblaðið - 26.08.2005, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 26.08.2005, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 29 Einungis rúmt ár er liðið frá þvíviðræður um sameiningu Há-skólans í Reykjavík ogTækniháskóla Íslands hófust. Þeim lauk með viljayfirlýsingu um sam- einingu skólanna sem undirrituð var síð- astliðið haust og var í kjöl- farið lagt fram frumvarp um afnám laga um Tækniháskóla Íslands. Þetta ferli tók mun skemmri tíma en nokkurn óraði fyrir, niðurstaðan varð nýr og glæsilegur háskóli sem hefur alla burði til að verða ein af meginstoðum íslenska háskólakerfisins, jafnt hvað varðar kennslu sem rannsóknir. Ekki síst er það í mínum huga fagn- aðarefni að Háskólinn í Reykjavík hyggst leggja ríka áherslu á raungreina- nám, jafnt í hinni nýju verkfræðideild sem í fram- haldsnámi fyrir kennara. Á undanförnum árum hefur íslenskt samfélag tekið stórkostlegum breyt- ingum. Við sjáum þess merki hvert sem litið er. Alls staðar blasir við gróska og þróttur. Við sjáum þetta í atvinnulífinu sem hefur aldrei verið jafnöflugt og nú. Barlóm- urinn er árum saman var helsta einkenni umræðu um efnahags- og atvinnu- mál á Íslandi er fokinn út í veður og vind. Auðvitað eiga breytingar sem þessar sér ekki stað af sjálfu sér. Þær má að miklu leyti rekja til ákvarðana er teknar hafa verið um að breyta umgjörð atvinnu- lífsins og íslensks þjóðfélags. Ákvarðanir er miðuðu að því auka frelsi í íslensku samfélagi, fjölga tækifærunum og draga ríkið út úr beinni þátttöku í viðskiptalíf- inu. Stjórnmálamenn geta reynt að bæta umgjörðina og fjölga tækifærunum. Það eru hins vegar einungis íslensk fyrirtæki og einstaklingar sem geta tryggt að kom- ið sé auga á þau tækifæri er myndast og að þau séu nýtt. Menntun ræður úrslitum Það er sannfæring mín að sú áhersla er hefur verið lögð á aukna og bætta mennt- un á síðastliðnum áratugum hafi ráðið úr- slitum um það hversu vel hefur tekist til. Það er fyrst og fremst þekking og hugvit í bland við djörfung og áræðni er hefur komið íslensku samfélagi í þá stöðu sem við blasir í dag. Skólum er bjóða upp á háskólanám og þar með þeim tækifærum og valkostum er íslenskum námsmönnum standa til boða hefur fjölgað á undanförnum árum. Framboð háskólanáms hefur aldrei verið jafnmikið en alls bjóða háskólarnir er heyra undir menntamálaráðuneytið upp á um 300 ólíkar námsleiðir. Það hefur verið markviss stefna, á stundum í óþökk ákveðinna einstaklinga innan háskóla- samfélagsins og stjórnmálanna, að auka valfrelsið, fjölga tækifærunum og ýta undir frelsi og svigrúm háskólanna en þetta hefur leitt til þess að háskóla- umhverfið allt blómstrar sem aldrei fyrr. Íslensk ungmenni hafa gripið keflið og nýtt sér aukin tækifæri. Á einungis einum áratug hefur þeim nemendum er stunda nám við háskóla landsins fjölgað um nær helming. Ef litið er tvo áratugi aftur í tím- ann hefur fjöldi háskólanema nær fjór- faldast. Sömu sögu gegnir um opinber framlög til háskólamála er hafa aukist í takt við fjölgun nemenda í háskólunum. Samkeppni og samvinna Allt frá fyrsta starfsdegi verður hinn nýi skóli næststærsti háskóli landsins og stærsti einkarekni háskóli Íslands. Hann mun einnig njóta góðs af þeirri nánu teng- ingu er hann hefur við íslenskt atvinnulíf. Sú samkeppni sem ríkt hefur milli há- skóla á síðustu árum hefur verið háskóla- samfélaginu holl. Því má hins vegar ekki gleyma að oft getur reynst skynsamlegt fyrir háskólana að leggja áherslu á sam- vinnu og samstarf samhliða samkeppn- inni. Slíkt samstarf er þegar hafið á mörg- um sviðum og eflaust mun sú ákvörðun að flytja HR í Vatnsmýrina verða til að ýta undir enn frekari samvinnu helstu há- skólastofnana. Vísindasamfélag okkar er öflugt en það er ekki stórt á alþjóðlegan mælikvarða og því getur það reynst heilla- vænlegt fyrir alla, skólana jafnt sem þjóð- félagið í heild, að menn sam- nýti krafta sína þegar það á við. Það hefur reynst íslensku samfélagi gæfuríkt að þótt við keppum innbyrðis þá stöndum við saman þegar kemur að hinni alþjóðlegu samkeppni. Það eru mikil sóknarfæri framundan fyrir okkur Íslend- inga en það hversu vel tekst til við menntun þjóðarinnar mun ráða úrslitum um nýtingu þeirra. Við verðum því að gera ríkar og vaxandi kröfur til há- skólanna sem hér eru starf- andi, jafnt hinna opinberu há- skóla sem sjálfstæðu háskólanna. Öflugt gæðaeftirlit Sú stefna sem ríkt hefur í háskólamálum á und- anförnum árum hefur leitt af sér síaukna eftirspurn eftir háskólanámi og aukið sam- keppni milli háskóla. Á sama tíma koma upp réttmætar kröfur um gæðaeftirlit á skólum, og þá ekki eingöngu á háskólastigi. Það er hlut- verk og skylda mennta- málaráðuneytisins að hafa eftirlit og stjórn á gæða- málum. Slíkt eftirlit gegnir mikilvægu hlutverki en má þó ekki verða til að draga úr möguleikum einstakra skóla til að móta sér sérstöðu. Á grundvelli reglna um gæðaeftirlit með háskólakennslu var fyrr á þessu ári gefin út þriggja ára áætlun um gæðaúttektir á háskólastigi. Gerir sú áætlun ráð fyrir reglulegu ytra mati á háskólum, deildum eða námsleiðum af hálfu ráðuneytisins í samvinnu við utanaðkomandi aðila. Á næstu þremur árum verða gerðar slíkar gæðaúttektir á m.a. heildarstarfsemi Há- skólans á Akureyri, félagsvísindadeild Há- skóla Íslands sem og lagadeild Háskólans í Reykjavík. Þá verður gerð sérstök úttekt á meistaranámi í viðskiptafræðum við þær háskólastofnanir sem bjóða það nám. Auk hinna formlegu leiða í gæðamati er rétt að benda á þá samninga sem ráðu- neytið hefur gert við alla háskóla. Þar eru sett skýr markmið um starfsemi skólanna til nokkurra ára í senn og þar á meðal um gæðamál. Fyrir utan þau viðmið sem birtast í lög- um, reglugerðum og samningum er ráðu- neytið í raun með símat á starfsemi skól- anna í gangi þar sem stöðugt samráð á sér stað milli ráðuneytisins og háskólanna í formi eftirfylgni með kennslu- og rann- sóknarsamningum. Mun ráðuneytið leggja aukinn þunga á þann þátt. Þróun gæðamála á Íslandi er í samræmi við það sem er að gerast á alþjóðlegum vettvangi þótt ekki virðist vera að allir hafi kynnt sér það til hlítar. Þar er lögð áhersla á ábyrgð háskólanna á gæðum kennslu með virku innra gæðaeftirliti og reglulegu eftirliti stjórnvalda. Ísland er einnig aðili að Bologna- yfirlýsingunni sem felur í sér skuldbind- ingu um gegnsætt þriggja þrepa gráðu- kerfi. Það er nauðsynlegt að á næstu árum verði háskólanám á Íslandi lagað enn frek- ar að skilyrðum Bologna-ferlisins. Það ásamt því að taka þátt í norrænu og evr- ópsku samstarfi um gæðatryggingu er for- senda þess að íslenskir háskólanemar muni hér eftir sem hingað til eiga greiða leið inn í erlenda háskóla og að íslenskir háskólar geti áfram sótt af fullu afli inn í evrópska og norræna rannsóknarsjóði. Við eigum að setja markið hátt. Það er sameiginlegt verkefni íslensku þjóðarinnar að tryggja að við verðum í stakk búinn til að skipa okkur í forystusveit ríkja í þekk- ingarsamfélagi framtíðarinnar. Við höfum á undanförnum árum stóraukið framlög okkar til menntamála á öllum sviðum og er staðan nú sú að líklega ver nær engin önn- ur þjóð innan OECD meiri fjármunum til þessa málaflokks en Íslendingar. Með þessu er verið að búa til tækifæri til fram- tíðar. Tækifæri til framtíðar Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur ’Það er sannfær-ing mín að sú áhersla er hefur verið lögð á aukna og bætta mennt- un á síðastliðnum áratugum hafi ráðið úrslitum um það hversu vel hefur tekist til.‘ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Höfundur er menntamálaráðherra, æntingar sem hljótast af m fiskimiðum,“ segir því við að allt það sem rðgildi dragi úr áhuga í Galopagoseyjarnar sem i um það hvernig hægt sé fiskimiðin þegar allir geti eir vilja þegar þeir vilja. með þeim hætti að engin éu til staðar og því veiði ið og þeir geti. Ekki sé mtíðarinnar og hvernig ástand fiskstofnanna sé. Aðspurður segir hann Ísland vera á svipuðum stað og Nýja-Sjáland hvað fiskimiðin varðar. „Það hafa orðið ótrú- legar framfarir. Ég held að fólk gleymi því gjarnan hvernig staða mála var áður en kvótakerfið var sett á. Þannig að það hafa orðið miklar framfar- ir en ég held að það sé hægt að ganga lengra.“ Aðspurður segist hann skilja þá hugmynd, sem sumir haldi á lofti, um að dreifa beri arðsemi kvótakerfisins til fólksins, en hann telur að það verði ekki til góðs fyrir fiskimiðin útfrá praktískum sjónarmiðum. Hann segir ljóst að Nýja- Sjáland og Galapagoseyjar séu tvö afar ólík dæmi, en því nær sem þjóðir séu Nýja-Sjálandi því betra. „Ég myndi halda að því betur sem eignarétturinn sé skilgreindur því verðmætari myndu út- gerðarfyrirtækin vera, sem væru því að öllum líkindum í almannaeigu. Þá myndu t.a.m. lífeyrissjóðir fjárfesta í þeim og þá myndu allir njóta góðs af því með þeim hætti. Ég tel að það yrði betra fyrir fólk að vera fjárfestar í útgerðarfyrirtæki heldur en að þeim auðæfum sem skapist sé dreift til almennings eftir pólitískum leiðum.“ Alessi segir að í Bandaríkjunum sé jafnvel að finna umhverfissinna sem skilji það sjónarmið að eignarréttindi, þ.e. í þessu tilfelli kvóti, leiði til betri varðveislu fiskimiðanna þar sem um mikla hagsmuni sé að ræða. T.d. hafi ein umhverfissamtök (Environmental De- fense) unnið markvisst að því að auka framseljanlegan kvóta í Bandaríkjunum í því augnamiði að stuðla að verndun sjávar. náttúruauðlindir – einkaeign eða ríkiseign á ráðstefnu RSE d eignarréttindi r náttúruverndar“ Morgunblaðið/Árni Sæberg r urðu um eignarrétt, frjáls viðskipti og náttúruauðlindir á ráð- annsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál – í gær. Michael De Alessi jonpetur@mbl.is neitt utan þess að ein manneskja hafði kennt hjá mér í Mýrarhúsaskóla. Það var gert tortryggilegt og grunnurinn að því að ráðning mín var kærð; að ég væri ekki sá hlutlausi skólastjóri sem fólk vildi fá hér inn. Ég held bara að það sé vand- fundinn skóli hér á landi sem ég hef ekki tengsl inn í. Þetta er lítið land. En fólk er virkilega meitt eftir þessi átök, kennarar og svo foreldrar sem ég hef talað við,“ segir Fríða Regína. Margir foreldrar hafi vissulega verið í vafa um hvað skyldi gera en ákveðið að hafa börn sín áfram í skólanum. Kennara sem hættu hafi hún þó ekki hitt, heldur aðeins rætt við lögmann þeirra þar sem kennararnir hafi ekki treyst sér til að hitta hana sjálfa. Fjölþjóðlegur skóli Að sögn Fríðu Regínu hafa sumir for- eldra við Landakotsskóla reynslu af einkaskólum erlendis og því hafi hún vilj- að spyrja „Hvað var það sem þú fékkst þar og vildir halda í?“ Hún segist hafa fengið ýmis svör, en meðal annars þau að yfirleitt séu þetta mjög góðir skólar. Þar ríki metnaður og starfsliðið sé vel menntað en þeir séu jafnframt litlir og persónulegir og áhersla lögð á einstak- lingsmiðað nám. Ennfremur segir Fríða Regína að yfirleitt séu einkaskólarnir fjölþjóðlegir og að margir foreldrar kjósi að láta börn sín alast upp í fjölmenning- arumhverfi en í Landakotsskóla stunda nám börn af ýmsu þjóðerni. Morgunblaðið/Jim Smart öskuldsdóttir ásamt nemendum við Landakotsskóla. r skóla að skóla eins og Blaðamaður fékk að kíkja bekkjar Landakotsskóla nokkra nemendur í tí- í fjórða bekk virtust bara með að vera byrjaðir aft- og létu ekki fulltrúa fjöl- ra of mikið í taugarnar á tæli frá þeim dýrmætum verið mismunandi lengi í msar skoðanir á hvað egast í skólanum þeirra, við þeirri spurningu æði, frímínútur, sund, bara vera í skólanum,“ etta er skemmtilegur æra, handavinna, nátt- r og skemmtilegir kenn- st skemmtilegast hvað óður og skemmtilegur,“ ra allt,“ sögðu krakkarnir ki sérstaklega ósátt við m. Einhverjir nemend- kipta um skóla og voru yrsta skóladaginn sinn í a. Tveir þeirra sögðu vísi en í gamla skólanum. mis meiri þögn og ekki væri verið að meiða og stríða. „Ég skil það með fimm, sex og sjö ára, en ég meina: Við erum fimmtán ára. Við getum alveg sagt eitthvað og haft skoð- anir,“ segja fimm nemendur í tíunda bekk. Þau Margrét, Thereza, Benedikta, Óli og Steingrímur koma inn á skrif- stofu skólastjóra til að fá leyfi fyrir að bæta við sig einu valfagi, sem reynist auðsótt. „Við fengum ekkert að vita hvað var að gerast heldur heyrðum bara sögusagnir og eitthvað hálfkveðið frá foreldrum sem sögðu manni aldrei ná- kvæmlega hvað væri í gangi. Okkur langaði að vita hvað myndi gerast, hvort það yrði skóli o.s.frv,“ segja krakkarnir sem voru hrædd um að andinn í skól- anum yrði allt annar. „Þetta er svo leiðinlegt, allt sprakk og þetta varð allt of mikið mál. Við fengum ekki einu sinni að kveðja umsjónarkenn- arann okkar. Hún er ótrúleg og við söknum hennar rosalega. Kennararnir sem hættu voru æðislegir kennarar og við vildum alls ekki missa þá. Ég er ekki að kvarta yfir nýju kennurunum, þeir eru mjög fínir,“ segir ein úr hópnum. „Við eigum samt eftir að sakna þeirra sem hættu og séra Hjalti var náttúrlega alveg frábær,“ bætir önnur við. getum alveg sagt vað og haft skoðanir“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.