Morgunblaðið - 26.08.2005, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 33
MINNINGAR
júlí sl. Æviárin urðu 75. Okkar vin-
átta stóð í 60 ár. – Svan var mynd-
arlegur á velli, glæsilegur og gleði-
maður mikill og höfðingi heim að
sækja. Músíkmaður var hann og
sýndi það best í vinahóp.
Svan og fjölskylda fluttu til Sví-
þjóðar 1969 ásamt hundruð öðrum
Íslendingum í kreppunni, sem þá
gekk yfir Ísland. Þessi ferð fjölskyld-
unnar varð afdrifarík. Þau settust að
í Finspång og dvöl þeirra þar í borg
fyllir nú 36 ár.
Svan gerðist umsvifamikill at-
vinnurekandi um skeið á sviði iðn-
menntunar sinnar og hafði marga
menn í vinnu í sínu fyrirtæki.
Fjölmargir Íslendingar leituðu til
hans með atvinnu og fyrirgreiðslu.
Hann tók öllum vel og liðsinnti og að-
stoðaði marga fyrstu ár þeirra í nýju
landi. Efalaust er þakklæti efst í
huga þessara samlanda, sem nutu
hjálpar þeirra hjóna á þessum tíma.
Sorgin var því miður í för síðustu
árin. Sonurinn Kristinn fórst í bílslysi
og bróðir Svans fórst í flugslysi mán-
uði síðar og móðir hans féll frá
skömmu seinna.
Öllum áföllum í lífinu mætti Svan
af einurð og efldist sannarlega við
hverja raun.
Við áttum saman margar góðar
stundir hjá þeim hjónum í heimsókn-
um okkar til Svíþjóðar. Hæst ber
ferð um landið endilangt, þar sem við
nutum gestrisni þeirra og leiðsagnar
um þetta stóra land.
Mörgum árum síðar gátum við
hjónin boðið þeim í ferð um Ísland,
þar sem miðpunkturinn var koman til
Bíldudals, fæðingarstaðar Svans,
sem hann hafði oftlega rætt við um
okkur. Nú fræddi hann okkur um eitt
og annað viðkomandi staðnum og
umhverfi.
Eftirfarandi hendingar áttu vel við
á þeirri stund:
Leitandi, gamall grætur,
hvað mér í huga færist.
Enn þeir lækir hvar lék ég.
Lágir og hólar og bólin ungdóms um of ei
langar endursýna mér stundir, best þá
allt við mér brosir.
Svan Magnússon lifði lífinu meðan
stætt var. Hann sigldi lygnu elfuna
með reisn og stiklaði flúðirnar af
djörfung.
Hinstu kveðjur og þakkir.
Innilegar samúðarkveðjur til
eiginkonu og barna.
Friðrikka Baldvinsdóttir,
Heimir Brynjúlfur Jóhannsson.
var að fara í fötin þín og halda tísku-
sýningu eða hvað annað sem okkur
datt í hug. Þú hafðir alltaf tíma fyrir
okkur og þegar við vorum hjá þér þá
fundum við hvað við vorum velkomn-
ar og elskaðar. Ekki breyttist það
eftir að við urðum fullorðnar og eign-
uðumst okkar eigin börn. Þú hafðir
þann einstaka hæfileika að snerta
hjörtu allra þeirra sem fengu að
kynnast þér.
Nú hefur þú fengið hvíld eftir erf-
iða en hetjulega baráttu við illvígan
sjúkdóm. Við vitum að nú ertu komin
á góðan stað og ert frjáls frá öllum
þjáningum. Þú munt ávallt lifa í
hjörtum okkar sem uppáhalds Jenný
frænka og á þessari sorgarstundu
getum við yljað okkur við margar
góðar minningar sem þú skilur eftir
hjá okkur.
Hvíl þú í friði, elsku Jenný, við
elskum þig.
Ó, blessuð vertu sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðarvötnin blá
(Páll Ólafsson.)
Ég geng í hring
í kringum allt sem er.
Og innan þessa hrings
er veröld þín.
Minn skuggi féll um stund
á gluggans gler.
Ég geng í hring
í kringum allt sem er.
Og utan þessa hrings
er veröld mín.
(Steinn Steinarr.)
Þínar frænkur
Anna, Kristbjörg og
Jenný Lind.
✝ Margrét Hall-grímsdóttir
fæddist á Seyðis-
firði 21. ágúst 1918.
Hún lést 19. ágúst
síðastliðinn. Hún
var eitt af tíu börn-
um hjónanna Hall-
gríms Ólasonar og
Maríu Guðmunds-
dóttur frá Skálanesi
við Seyðisfjörð.
Systkini Margrétar
eru: 1) Óli Svavar, f.
1912, d. 1987, 2)
Valgerður, f. 1913,
d. 1987, 3) Steinunn, f. 1915, d.
1994, 4) Guðmundur, f. 1916, d.
1930, 5) Hulda, f. 1919, d. 1988, 6)
Hallgrímur, f. 1923, d. 1998, 7)
Hólmsteinn, f. 1925 d. 2003, 8)
Sigfríð, f. 1927 og 9) Helga, f.
1928.
Margrét giftist 27. janúar 1945
Einari Sveini Páls-
syni, d. 1984. Þau
eiga þrjá syni. Þeir
eru: 1) Hallgrímur
Már, f. 1943, kvænt-
ur Steinunni Eld-
járnsdóttur. Sonur
þeirra er Eldjárn
Már. 2) Guðmundur
Örn, f. 1945, í sam-
búð með Jóhönnu
Guðmundsdóttur.
Guðmundur á tvö
börn frá fyrra
hjónabandi með
Guðrúnu Hilmars-
dóttur frá Seyðisfirði, Einar
Svein og Maríu. 3) Einar Valur, f.
1952, kvæntur Marienu Siroy Ein-
arsson og á hún fjögur börn,
Marco, Rudolph, Aiddy og Val.
Útför Margrétar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 16.
Elsku Magga amma er dáin. Veit
ég að þú varst hvíldinni fegin, enda
búin að vera tæp til heilsunnar und-
anfarið og varstu búin að óska þér að
fá að fara yfir móðuna miklu til hans
afa, sem ég veit að hefur tekið vel á
móti þér. Mér er efst í huga þakk-
læti fyrir að hafa fengið að hafa þig
svona lengi hjá mér, og að börnin
mín hafi fengið að kynnast þér og
umgangast eins og raun bar vitni.
Það var alltaf gott að koma heim til
þín, sama hvar þú bjóst, alltaf var
tekið vel á móti manni og stjanað við
mann í hvívetna,og man ég eftir sem
krakki að það var ekki ósjaldan kók í
dós og kit kat sem beið manns þegar
maður kom við hjá þeim hjónum,
sérstaklega þegar afi var nýkominn
úr siglingum. Eins var tekið á móti
langömmubörnunum, alltaf boðið
uppá kók og súkkulaði og þeim
leiddist það nú ekki, enda vildu þau
alltaf fá að koma með til langömmu.
Þú hafðir nú gaman af því að fá okk-
ur til þín, tala nú ekki um ef við gát-
um horft á einn fótboltaleik saman,
og það var unun að fylgjast með þér
æsa þig upp og láta þá heyra það ef
þínir menn voru ekki að standa sig.
Minningarnar streyma yfir mig er
ég skrifa þessar línur, en væri nú of
langt mál að ætla að hafa þær allar
hér, en það sem er mér svo kært er
að þegar ég var stelpa þá voru þær
ófáar næturnar sem ég gisti hjá þér
og við lágum uppí hjónarúmi og lás-
um bækur um miðla, ævisögur kvik-
myndastjarnanna og þ.h. og ekki var
ég nú gömul þá, kannski um tólf ára
aldurinn, og vissi ég ansi mikið um
málefni sem mínir jafnaldrar kunnu
engin deili á, og það átti ég þér að
þakka, þú hafðir alltaf tíma fyrir mig
og lést mig alltaf finna að maður
væri svo innilega velkominn á þínu
heimili. Ég verð nú líka að minnast á
spilakvöldin okkar forðum, þar sem
fjölskyldan sameinaðist í spila-
mennsku, þá var tekinn kani og við
Einar Sveinn bróðir fengum alltaf að
vera með, og þú hafðir nú sérstak-
lega gaman af því ef að við náðum að
vinna þá fullorðnu, þá hlakkaði í þér
og þú varst stolt af þínum. Fjöl-
skyldan var þér alltaf svo mikilvæg,
þú hefðir gengið gegnum eld og
brennistein fyrir okkur hin og inn-
prentaðir manni það frá upphafi að
fjölskyldan ætti að vera númer eitt.
Þú skilur svo mikið eftir þig, elsku
amma, arfleifð sem við búum nú að
og gleymum aldrei, þín mun örugg-
lega lengi vera minnst, þú áttir svo
margt gott að gefa, ég tala nú ekki
um orðheppni þína og skemmtilegar
tilvitnanir, s.s. „Jesús minn á fimm-
tán krónur“ og þessháttar orðatil-
tæki sem fáir þekkja, en við fjöl-
skyldan farin að nota í okkar
daglega máli og vitum okkar á milli
hvað þýða. Einnig kvaddirðu mann
oft með þessum orðum „bið að heilsa
ef ég skyldi vakna hinum megin á
morgun“. Þú varst nú heldur ekki
vön að skafa neitt af hlutunum, þeir
voru bara látnir hafa það sem áttu
það inni, og oftar en ekki glotti mað-
ur útí annað þegar þú varst í stuði,
og hafðir þú sjálf gaman af þegar
maður var ekki hár í loftinu og farin
að þræta við foreldrana, þá hlóst þú
og sagðir „henni kippir í kynið“ og
hafðir manna mest gaman af því
þegar maður var að þrasa við karl
föður sinn. Elsku amma, ég á eftir
að sakna þín alveg óhemju mikið,
stundanna okkar við eldhúsborðið,
þar sem við drukkum kaffi í lítravís
og reyktum á okkur gat, spjölluðum
um heima og geima, því alltaf gat
maður rætt um alla hluti við þig,
hvort sem það varðaði fjölskylduna
eða einkamál, þú hafðir alltaf eitt-
hvað til málanna að leggja. En nú
eru þessar stundir í minningunni og
munu lifa þar um ókomin ár, eða
þangað til við hittumst næst. Bless-
uð sé minning þín, elsku amma
Magga, ég veit þér líður vel á betri
stað.
Ástarkveðja, þín sonardóttir
María Guðmundsdóttir.
Amma Magga kvaddi þennan
heim föstudaginn 19. ágúst, tveimur
dögum fyrir 87. afmælisdag sinn.
Hún hafði verið léleg til heilsunnar
nokkuð lengi og skrokkurinn orðinn
hálf lélegur. Amma var samt alltaf
svo þakklát fyrir að vera alveg heil í
kollinum þótt skrokkurinn væri
„gamalt drasl“ eins og hún orðaði
það. Hún hafði afar skemmtilegt
orðfæri oft, nefndi hlutina sínum
réttu nöfnum og hafði á takteinum
mikið af skemmtilegum orðatiltækj-
um sem eru mér í fersku minni. Til
dæmis sagði hún oft ef henni fannst
eitthvað vera smekklaust: „Erðanú
smekkur, svört hæna í brúðargjöf“.
Þetta fannst mér alltaf jafn fyndið.
Amma glímdi við sinn skerf af erf-
iðum veikindum og sjálf furðaði hún
sig stundum á því af hverju hún væri
ekki löngu komin undir græna torfu.
Það var seigt í þeirri gömlu en nú
hefur krabbinn loks haft sigur, en
amma hafði fengið krabbamein tví-
vegis áður og haft betur. Amma er
örugglega hvíldinni fegin ef ég
þekkti hana rétt og hún var viss um
að afi myndi koma og sækja sig þeg-
ar hennar tími kæmi.
Amma Magga var í raun spíritisti
og henni fannst tilgangur lífsins
enginn vera ef ekki tæki eitthvað við
að lokinni þessari jarðvist. Um það
vorum við sammála, skrokkurinn
væri í raun bara flík sem við færum
úr þegar við kveðjum þennan heim
en sálin lifir. Mér finnst gott að
hugsa þannig til ömmu núna, nú
hafa hún og afi sameinast á ný.
Það var alltaf notalegt að koma í
kaffisopa til ömmu gömlu, hvort sem
var til þess að horfa á fótbolta með
henni, hún mátti helst ekki missa af
beinni útsendingu í ensku knatt-
spyrnunni, spjalla um heimsmálin,
tilgang lífsins eða um fjölskylduna,
sem var henni kærust af öllu. Hér
áður fyrr var oft gripið í spil og þau
eru mörg spilin sem maður lærði
heima hjá ömmu ungur að árum.
Amma bjó sér fallegt og heimilis-
legt heimili hvar sem hún bjó og þar
ríkti alltaf góður og þægilegur andi
svo eftir var tekið.
Það voru forréttindi að fá að hafa
gömlu konuna svona lengi hjá okkur
og njóta samvista við hana og ég er
þakklátur fyrir það að mín börn
fengu að kynnast langömmu sinni
svolítið. Amma fylgdist vel með sínu
fólki og var afar annt um velferð
okkar allra.
Ég lofaði ömmu að samgleðjast
henni þegar hún færi yfir móðuna
miklu og vissulega geri ég það.
Ömmu Möggu verður sárt saknað,
stórt skarð er höggvið í okkar fjöl-
skyldu en að mínu mati var hún þar
hornsteinninn. En minningarnar eru
margar og góðar og þær lifa með
manni að eilífu.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Blessuð sé minning Margrétar
Hallgrímsdóttur frá Skálanesi.
Þinn
Einar Sveinn.
Í minningu um góða konu sem ég
hef þekkt í nær fjörutíu ár kemur
margt upp í hugann. Fyrstu kynnin
voru er við hjónin, þá kornung með
lítið barn, fluttum til Egilsstaða og
þekktum þar engan. Í næstu götu
bjó fjölskylda með stórt hjarta og
hlýtt viðmót, Margrét og maður
hennar, Einar Pálsson, sýndu okkur
strax þvílíka umhyggju og ræktar-
semi, að seint gleymist og hefur vin-
áttan haldist allar götur síðan.
Barngóð voru þau með afbrigðum
og sýndu dóttur okkar og síðar syni,
mikla umhyggju enda hafa þau alla
tíð kallað þau Möggu ömmu og Páls-
son afa.
Þótt aldursmunur væri þó nokkur
á okkur og þeim hjónum, var erfitt
að sjá hvort við værum gömul eða
þau ung í okkar samskiptum. Í mörg
ár höfðum við mikið gaman af að
fara saman á gömlu dansana, jafnvel
þótt við byggjum í sitt hvorum
landshluta en þau fluttu oft vegna
starfa Einars sem vélstjóri á skip-
um. Margrét fylgdi manni sínum
ætíð og tók sér margt fyrir hendur
en æði oft var vinna hennar í kring-
um mat og þjónustu, til að mynda
var hún lengi starfandi í flugkaffi á
flugvellinum á Egilsstöðum. Á árum
áður rak hún gamla hótelið á Reyð-
arfirði um tíma.
Það var sko ekki í kot vísað að
koma í matarboð til Margrétar og
aldrei hef ég borðað betra saltkjöt
en að hennar hætti.
Eitt var það sem var sérstakt við
Margréti og það á fullorðinsárum,
en það var áhugi hennar á fótbolta
og þá sérstaklega enska boltanum.
Er ég hringdi í hana á afmælisdag-
inn 8. ágúst sl. þá var svo mikið að
gera því það var maður var hjá
henni að tengja enska boltann í sjón-
varpið. Hún var engum lík.
Eftir lát Einars, fyrir mörgum ár-
um, hefur Margrét búið í Keflavík, í
nánd við syni sína þrjá og barna-
börn. Gott er að eiga minningu um
konu sem svo sannarlega var vinur í
raun.
Ég votta aðstandendum mína
dýpstu samúð.
Örnólfur Örnólfsson.
Nú stöðvar ekkert tregatárin
og tungu vart má hræra.
Þakka þér amma öll góðu árin
sem ótal minningar færa.
Já vinskap þinn svo mikils ég met og
minningar áfram lifa.
Mót áföllum lífsins svo lítið get, en langar
þó þetta að skrifa.
Í samskiptum fólks verður alltaf
til þráður. Þráðurinn er mismunandi
að eiginleikum, allt eftir því hverjir
spinna. Stundum er þráðurinn þykk-
ur, hrjúfur og augljós þeim sem á
horfa, stundum er þráðurinn fín-
gerður, mjúkur og ósýnilegur. Lífs-
ins listamenn spinna af list alla
þræði og hafa þá í hendi sér í sam-
skiptum og viðurgjörningi öllum við
samferðamenn sína. Að sönnu var
amma lífsins listamaður í þessum
skilningi.
Aldrei fyrr en á kveðjustund hef
ég fundið betur fyrir þræðinum sem
amma spann í okkar samskiptum.
Þegar sólin skein sem hæst
fimmtudaginn 18. ágúst fékk ég þau
skilaboð að amma væri mjög veik á
gjörgæsludeild Landspítalans, það
dimmdi skyndilega í brjósti mínu og
stuttu seinna hélt ég í hendi hennar,
hún lést daginn eftir og verð ég æv-
inlega þakklát fyrir það að hafa náð
að vera hjá henni á þeirri stundu.
Magga amma var skáamma mín
en engu að síður amma mín og
þriðja amma mín. Ég man að mér
fannst ég alltaf svo rík að eiga svona
margar ömmur og afa.
Þegar ég var lítil hnáta bjó ég
austur á Egilsstöðum með foreldr-
um mínum og myndaðist sérlega
góður vinskapur milli Möggu ömmu
og Pálsson afa eins og ég kallaði
hann alltaf en þau bjuggu í næstu
götu við okkur. Amma var gift Ein-
ari Sveini Pálssyni vélstjóra sem lést
27. júlí 1984 og eignuðust þau þrjá
syni, þá Hallgrím, Guðmund og Ein-
ar Val sem eru hvor öðrum yndis-
legri.
Þar sem ömmur mínar og afar
bjuggu í höfuðborginni þá leiddist
litlu hnátunni það mjög hvað þau
voru langt í burtu, svo Magga og
Einar gerðust amma mín og afi fyrir
austan og þannig kom þetta allt til,
ég var heppin þar… því yndislegra
fólk var vart hægt að finna. Síðar lá
leið okkar allra til höfuðborgarinnar.
Þegar maður sest niður og minn-
ingarnar hrannast upp þá er ekki
hægt annað en að brosa í gegnum
tárin… enga aðra ömmu veit ég um
á níræðisaldri sem fylgdist jafn vel
með enska boltanum og hún amma,
það þýddi sko ekkert að hringja þeg-
ar það var leikur í sjónvarpinu því þá
var hún upptekin.
Hlutir eins og hvíta naglalakkið,
kaffirjóminn, kerti og spil í jóla-
pökkunum, jarðaberjamolinn í
Mackintosh, mjúki WC-pappírinn,
Vanish-sápan, glasamotturnar, lag-
kakan, hekludúkarnir, …þetta var
amma.
Amma var einstaklega glaðlynd
og hláturmild kona, hún hafði sterka
siðferðis- og réttlætiskennd og
fylgdist vel með. Hún var mjög
ákveðin og hafði skoðanir, það var
ekkert skemmtilegra en að skreppa
til ömmu í kaffi til Keflavíkur og
ræða um lífið og tilveruna. Ég man
að einu sinni ræddum við um aldur
og hún sagði við mig: „Veistu það,
Ruth mín,“ eins og hún sagði alltaf,
„að lífið verður skemmtilegra með
hverju árinu sem líður, svo þú skalt
bara byrja að hlakka til.“ Þessum
orðum gleymi ég seint… hún talaði
af reynslu.
Þau eru ófá leyndarmálin sem við
amma geymdum í hjörtum okkar og
voru rædd yfir kaffibolla.
Er ég ung að árum ákvað að
stofna Efnalaug og þvottahús í Mos-
fellsbæ ásamt vinum mínum þá kom
amma til sögunnar því þetta fag
kunni hún upp á tíu, þar var lukkan
með okkur. Amma kom okkur af
stað með ýmsum góðum ráðum sem
við búum að enn í dag, þó Efnalaug-
in sé ekki lengur í okkar höndum, og
verðum við ömmu ævinlega þakklát
fyrir alla þá hjálp sem hún veitti
okkur.
Er ég eignaðist son minn Ólaf í
janúar 2001 samgladdist amma
mjög og var ávallt að hringja til þess
að athuga hvernig við hefðum það og
hvort Óli dafnaði ekki vel. Í leiðinni
vildi hún vita um alla hina í fjöl-
skyldunni og aldrei gleymdi hún afa
mínum og ömmu á Sogaveginum og
bað ávallt fyrir kveðju. Svona var
amma… alltaf að hugsa um velferð
annarra.
Margt er í minninganna heimi
mun þar ljósið þitt skína,
englar hjá guði þig geymi
við geymum svo minningu þína.
(Höf. ók.)
Þakklæti er mér efst í huga þegar
ég hugsa til ömmu. Mér þótti óend-
anlega vænt um hana, það var gott
að vera í návist hennar, öll hlýjan og
ástin sem hún gaf mér og mínum var
ómetanleg. Ég vona svo sannarlega
að hún sé búin að hitta Pálsson afa
og mömmu sem hafa tekið vel á móti
henni. Ég kveð hana með orðunum
sem við vorum vanar að kveðja hvor
aðra með: Guð geymi þig.
Ruth Örnólfsdóttir.
MARGRÉT
HALLGRÍMSDÓTTIR