Morgunblaðið - 26.08.2005, Page 42

Morgunblaðið - 26.08.2005, Page 42
42 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Fundir/Mannfagnaðir Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtalin framkvæmd skuli ekki háð mati á um- hverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum: Breyting á efnistöku úr Bessastaða- ármelum, Fljótsdalshreppi. Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofn- un, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einn- ig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar, www.skipulag.is . Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 23. september 2005. Skipulagsstofnun. Sjálfstæðisflokkurinn Vörður - Fulltrúaráð sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík Fundur vegna prófkjörs Fundur í Verði - Fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldinn í Valhöll mánudaginn 5. september kl. 17.30. Dagskrá: 1. Tillaga stjórnar Varðar - Fulltrúaráðsins um að fram skuli fara prófkjör í Reykjavík vegna framboðs til borgarstjórnar- kosninga vorið 2006. 2. Ræða formanns Sjálfstæðisflokksins, Davíðs Oddssonar, utanríkisráðherra. Vinsamlega athugið að fundurinn er eingöngu opinn þeim er setu eiga í Fulltrúaráði sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík. Uppboð Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir. Álftahólar 8, 040302 og bílskúr 070113, Reykjavík, þingl. eig. Sigurður Árni Árnason, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. og Ríkisútvarpið, þriðjudaginn 30. ágúst 2005 kl. 11:30. Möðrufell 1, 030302, Reykjavík, þingl. eig. Þórleif Lúthersdóttir, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., Íbúðalánasjóður, Íslandsbanki hf., Möðrufell 1-15, húsfélag, Og fjarskipti hf., Sjóvá- Almennar tryggingar hf. og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 30. ágúst 2005 kl. 11:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 25. ágúst 2005. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Kiðárbotnar 34, Borgarfjarðarsveit, þingl. eig. Sumarrós Kristín Jóhannsdóttir og Þorleifur Hannes Sigurbjörnsson, gerðarbeiðendur Ferðaþjónustan Húsafelli ehf. og Tryggingamiðstöðin hf., mánudag- inn 29. ágúst 2005 kl. 11:00 Sýslumaðurinn í Borgarnesi, 25. ágúst 2005. Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður. Raðauglýsingar 569 1100 ✝ Snjólaug Magn-ea Long Bjarna- dóttir fæddist í Reykjavík 31. júlí 1913. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 21. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bjarni Jónsson stýrimaður og skip- stjóri, f. 5.10. 1882, d. 22.12. 1940, og Ragnheiður Magn- úsdóttir, f. 25.5. 1889, d. 17.2. 1970. Þau bjuggu á Fáskrúðsfirði. Magnea var elst 8 systkina, hin eru Jón Beck Long, f. 13.11 1914, d. 22.5 1993, Sveinn Halldór Long, f. 13.9. 1917, d. 25.6 1991, Þórlaug Bjarnadóttir, f. 27.10. 1918, d. 3.9. 2004, Antonía Jóna Bjarnadóttir, f. 22.11. 1920, Berg- þóra Bjarnadóttir, f. 3.11. 1923, Rebekka Bjarnadóttir, f. 24.11. 1924. d. 25.6. 1950, og Gunnar Bjarnason, f. 17.9. 1927. Magnea giftist 1934 Guðmundi M. Magnússyni, f. 27.6. 1897, d. 23.11. 1969. Börn þeirra eru: 1) Magnús Kristinn, f. 24.8. 1934, maki Guðrún Reynisdóttir, Grís- hóli, Helgafellssveit. 2) Bjarni, f. 14.5. 1936, d. 7.9. 1944, 3) Gyða Ólöf, f. 7.11. 1940, maki Kolbeinn Kristinsson Garðabæ. 4) Hjördís Karen Guðmundsdóttir, f. 11.12. 1943, d. 29.6. 1999, maki Haukur Kjart- ansson, f. 20.8. 1941, d. 2.12. 1986. 5) Bjarni Ragnar, f. 16.7. 1945, maki Ólöf Brynja Sveins- dóttir, Hafnarfirði. 6) Ragnheiður, f. 22.11. 1946, maki Lars Davíð Níelsen, Hveragerði. 7) Sveinn Halldór, f. 5.9. 1948, maki Ingibjörg Erna Þórðardóttir, Hveragerði. 8) Hildur Rebekka, f. 23.10. 1950, Kópavogi. Afkom- endur Magneu og Guðmundar eru 86, börn, barnabörn, barna- barnabörn og barnabarnabarna- börn. Magnea fluttist ung með for- eldrum sínum til Fáskrúðsfjarð- ar. Eftir barnaskólann fór hún í Héraðsskólann að Laugarvatni 1931-32 og síðan í Húsmæðra- skólann á Ísafirði, stundaði hún ýmis störf þess á milli. Þaðan lá leiðin að Kleifum og síðan að Borg í Skötufirði N-Ísafjarðar- sýslu 1940, og stunduðu þau sam- hliða landbúnað og sjósókn. Þar ólu þau upp 8 börn auk margra sumarbarna. Útför Magneu verður gerð frá Bústaðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Elsku mamma, þú varst hjartahlý kona sem vildir allt fyrir alla gera, þú varst hagsýn, pass- aðir alltaf upp á að allir hefðu fengið nóg að borða. Þú prjónaðir hverja flík og saumaðir. Auraráð voru lítil á þessum árum svo oft þurfti að spretta upp gömlum flíkum og sauma nýjar. Áberandi bernskuminningar eru frá því þegar þú leiddir eða barst okkur barnahópinn í skógarferðir á sumrin, fyrst í skógarlund undir Selhjöllum og síðar við Katlholtin þar sem gjarnan var veiddur sil- ungur og hann eldaður við sprek úr skóginum, að kvöldi var haldið heim með þreytta litla fætur. Börnin stækkuðu og fluttu eitt af öðru, þú fluttir til Hveragerðis, og það hættu ekki hvatningarorðin um nauðsyn þess að læra. Sjálf tókst þú þig til og lærðir ensku þannig að vel var og fórst að ferðast, þær eru ógleymanlegar minningarnar frá því þegar þú varst að segja mér sögur, sýna mér myndir og póstkort sem þú keyptir á ferðalögum á hinum ýmsu stöðum bæði innanlands og erlendis. Elsku mamma, ég kveð þig um stundarsakir, ævin er stutt en minningar hrannast upp í hugann þegar þú ert ekki lengur á meðal okkar. Ó, Drottinn Jesú, dvel hjá mér um daga lífsins alla, en einkum þegar aftna fer og ævi tekur halla. Og þegar svífur svefn á brá og sjónum loka ég mínum, þær aftur lát þú opnast þá í unaðssölum þínum (Vald. Briem.) Guð veri með þér. Sveinn Guðmundsson og fjölskylda. Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein, né blómstígar gullskrýddir alla leið heim. Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar, á göngu til himinsins helgu borgar. En ég hefi lofað þér aðstoð og styrk, og alltaf þér birtu þó leiðin sér myrk. Mitt ljúfasta barn ég lofað þér hef, að leiða þig sjálfur hvert einasta skref. (Höf. ók.) Elsku mamma, hjartans þakkir fyrir allt. Guð geymi þig. Ragnheiður og Hildur Rebekka. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma og langamma, takk fyrir allt. Snjólaug, Einar, Guð- mundur og fjölskyldur. SNJÓLAUG MAGNEA BJARNADÓTTIR Rangt farið með hlutfall Í frétt um skólamál í blaðinu sl. miðvikudag var ranglega haft eftir Gunnari Gíslasyni, deild- arstjóra Skóladeildar Akureyr- ar, að 78-80% grunnskólakenn- ara bæjarins væru með kennsluréttindi. Hið rétta er að hlutfall grunnskólakennara með réttindi er allt að 100% á Akureyri. Eru hlutaaðeigendur beðnir velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Elding, ekki Efling Félag smábátasjómanna á norðanverðum Vestfjörðum heitir að sjálfsögðu Elding en ekki Efling eins og sagt var í blaðinu í gær. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.