Morgunblaðið - 26.08.2005, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Næring ekki
refsing
Opið 8-24 alla daga
í Lágmúla og Smáratorgi
Mundu
eftir ostinum
... í nestisboxið
KULDI, rigning og rok hefur verið
víða um norðan- og austanvert land
að undanförnu. Víða er farið að verða
vart við snjó í fjöllum og haustið virð-
ist vera að gera vart við sig.
Samkvæmt upplýsingum hjá Veð-
urstofu Íslands hefur hitastig á
Norður- og Austurlandi víðast hvar
verið um 4–8 gráður að undanförnu.
Klukkan 18 í gærkvöldi var hitinn á
Hveravöllum ein gráða og sex gráð-
ur á Akureyri og Raufarhöfn en á
síðastnefnda staðnum var vindur 15
metrar á sekúndu. Spáð var slyddu
til fjalla á sumum stöðum í nótt. Veð-
ur hefur hins vegar verið betra á
Suður- og Vesturlandi síðustu daga
og var hitinn í Reykjavík um 11 gráð-
ur í gærkvöldi. Í gærmorgun var við
frostmark á Akureyri og kalt. Mikil
rigning var í gærdag og slydda til
fjalla.
Veðurfræðingar vilja þó ekki slá
því föstu að haustið sé komið þótt
sumri sé farið að halla.
Ljósmynd/Pétur Kristjánsson
Snjór er í fjöllum við Seyðisfjörð.
Haustveður og
snjór í fjöllum
ÁTTA sýningar verða settar á svið
hjá Leikfélagi Akureyrar í vetur,
þar á meðal rokksöngleikurinn Litla
hryllingsbúðin – viðamesta verkefni
vetrarins – gamanleikurinn Full-
komið brúðkaup og nýtt rússneskt
verk, Maríubjallan, sem sýnt verður
í nýju leikrými LA, Húsinu.
Magnús Geir Þórðarson, leik-
hússtjóri LA, segir leikárið einkenn-
ast af fjölbreytni og hann stefnir að
því að laða enn fleiri áhorfendur á
sýningar en á síðasta vetri en aðsókn
þá var ein sú mesta í sögu leikhúss-
ins.
Fjórir nýir leikarar eru fastráðnir
hjá LA í vetur; Álfrún Örnólfsdóttir,
Esther Thalia Casey, Guðjón Davíð
Karlsson og Jóhannes Haukur Jó-
hannesson. „Stefna LA er að fá til
liðs við okkur unga leikara sem eru
að stíga sín fyrstu skref og eru að
springa af metnaði; leikara sem fá
bitastæð hlutverk, vinna mikið og
leggja allt í listina meðan þeir eru
hér,“ segir Magnús Geir. | 24
Morgunblaðið/Kristján
Þráinn að hefja
50. leikárið
Fjölbreytt verkefni hjá
LA í vetur
STARFANDI dagforeldrar í
Reykjavík eru nú um 140 talsins og
hefur fækkað um 20 í sumar. Alls
mættu yfir 100 dagmæður og -feður
á fund sem félag dagforeldra, Barna-
vistun, stóð fyrir í fyrrakvöld. Þar
var lýst þungum áhyggjum af starfs-
umhverfi dagforeldra en borgaryfir-
völd hafa ekki orðið við þeirra ósk
um að niðurgreiðslur verði auknar til
foreldra sem eru með börn í þessari
vistun. Einnig er óánægja með hert
eftirlit og álögur skattayfirvalda.
Rut Kjartansdóttir dagmóðir er í
stjórn Barnavistunar. Hún segir að
ófremdarástand ríki í þessum málum
víða í borginni og staðan hafi ekki
verið jafnslæm í þau 17 ár sem hún
hafi starfað á þessum vettvangi.
Verst sé staðan í Árbænum og Vest-
urbænum. Ef engin breyting verði á
aðbúnaði dagforeldra muni enn fleiri
hætta störfum. Í allri umræðu um
dagvistunarmál og leikskólapláss
hafi málefni dagforeldra gleymst.
„Þetta er orðið skelfilegt ástand.
Foreldrar yngri barna eru í algjör-
um vandræðum. Sem dæmi get ég
nefnt að daglega fæ ég margar
hringingar frá konum sem þurfa að
koma börnum sínum í gæslu. Sam-
kvæmt reglugerð megum við aðeins
hafa fimm börn hver. Við erum stöð-
ugt að vísa fólki frá og það nánast
stendur hérna við dyrnar með börn-
in, bíðandi eftir plássi,“ segir Rut.
Stefán Jón Hafstein, formaður
menntaráðs, sat fundinn með dag-
foreldrum í fyrrakvöld. Hann segir
að borgin geti ekki lofað neinu varð-
andi kröfur um auknar niður-
greiðslur. Engar skyndilausnir séu
til staðar en ljóst sé að styrkja þurfi
stöðu dagforeldra á margan hátt,
bæði með aðkomu Reykjavíkurborg-
ar og ríkisins. Hart sé að þeim vegið í
skattamálum og réttlátt að dagfor-
eldrar fái meiri skattafrádrátt vegna
kostnaðar við reksturinn.
Ófremdarástand sagt hjá
dagforeldrum í borginni
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Þetta er | 10
„VINIR okkar eru farnir að kvíða
haustinu því þá birtumst við með
fullar körfur af vínberjum,“ segir
Guðrún Pétursdóttir en hún og eig-
inmaður hennar, Ólafur Hannibals-
son, eiga stærðarinnar vínvið sem
gefur af sér ríkulegan ávöxt.
Guðrún og Ólafur keyptu hús í
Árbænum fyrir nokkrum árum og
fylgdi því vínviðarplanta og heil-
mikið af rósum. „Vínviðarplantan
lét ekki mikið fyrir sér fara á þeim
árstíma sem við kynntumst henni
fyrst en svo þegar fór að vora
spruttu á hana hinir lengstu angar í
allar áttir svo hún þakti 30 fermetra
loftið í garðskálanum.“
Nú er svo komið að árlega tína
þau hjónin 40 kg af vínberjum en
Guðrún segir að ekkert þurfi að
gera fyrir plöntuna annað en að
vökva hana af og til samhliða rós-
unum. „Þetta köllum við að breyta
vatni í vín,“ segir Guðrún en þau
hjónin hafa gert tilraunir með að
leggja í vín auk þess að sulta heil
ósköp. „Þetta er æðislega gaman.
Berin eru fjólublá, sæt og safamikil
og lífrænustu vínber sem þú finnur.“
Vatni breytt í vín í Árbænum
Morgunblaðið/Kristinn
HARÐUR árekstur tveggja bíla varð
á gatnamótum Strandgötu og Gler-
árgötu á Akureyri í gærkvöldi. Sam-
kvæmt upplýsingum frá lögreglunni á
Akureyri festust þrír í bílunum en vel
gekk að ná þeim út. Sjö voru fluttir á
FSA (Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri) en meiðsli fólksins reyndust
minni en óttast var í fyrstu.
Harður
árekstur
á Akureyri
sækjast eftir efsta sætinu. „Mér sýn-
ist sem ákveðnir stuðningsmenn mín-
ir séu komnir alllangt fram úr sjálfum
sér, en ég bíð spennt eftir því að þeir
hafi samband við mig,“ segir hún.
Vill óflokksbundna með
Hátt í hundrað manns voru á fund-
inum í gærkvöld, að sögn Þorláks, þar
á meðal þingmenn og ráðherrar
flokksins. Hann segir að góður andi
hafi ríkt á fundinum og mikil
stemmning fyrir því að flokkurinn
bjóði fram undir eigin merkjum í
böndunum verður m.a. falið að útfæra
það nánar, að sögn Þorláks Björns-
sonar, formanns kjördæmissam-
bands framsóknarfélaganna í
Reykjavík norður.
Alfreð Þorsteinsson, oddviti fram-
sóknarmanna í borgarstjórn, kveðst
munu gefa kost á sér í efsta sæti
framboðslistans í Reykjavík. „Að öllu
óbreyttu mun ég gefa kost á mér í
efsta sætið,“ segir Alfreð. Anna
Kristinsdóttir, borgarfulltrúi fram-
sóknarmanna, segist aðspurð ekki
hafa ákveðið hvort hún hyggist einnig
KJÖRDÆMISSAMBÖNDUM
framsóknarfélaganna í Reykjavík
hefur verið falið að undirbúa framboð
framsóknarmanna í næstu borgar-
stjórnarkosningum. Þetta var ein
meginniðurstaða almenns fé-
lagsfundar framsóknarmanna í
Reykjavík í gærkvöld. Á fundinum
kom fram vilji til þess að velja fram-
bjóðendur flokksins í Reykjavík með
opnu prófkjöri en kjördæmissam-
komandi borgarstjórnarkosningum.
Menn hafi almennt talað fyrir opnu
prófkjöri en haft mismunandi skoð-
anir á því hversu opið það ætti að
vera. Þá hafi Alfreð Þorsteinsson
varpað fram hugmynd um að óflokks-
bundnir fengju að vera með á fram-
boðslista framsóknarmanna. Ekkert
hafi þó verið ákveðið í þeim efnum.
Kjördæmissamböndunum hafi hins
vegar verið falið að taka ákvörðum – á
sameiginlegum fundi sem haldinn
verður á allra næstu vikum – um end-
anlegt prófkjörsfyrirkomulag.
Framboð undir eigin merkjum
Morgunblaðið/Kristinn
Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi á tali við Alfreð Þorsteinsson, oddvita
framsóknarmanna í borgarstjórn,við upphaf fundarins í gær.
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
HÖRÐ gagnrýni kom fram á þá Sig-
urjón Sighvatsson og Sigurð Gísla
Pálmason, eigendur Eiða, á fundi
með heimamönnum í fyrrakvöld.
Voru þeir sakaðir um vanefndir á lof-
orðum um uppbyggingarstarf, sem
gefin voru við kaup á Eiðum á sínum
tíma.
Sigurjón svaraði gagnrýninni
þannig til að hann hefði eytt tals-
verðum peningum í staðinn en ekki
hefði staðið til að fara í mikla starf-
semi strax frá byrjun.
Eigendur Eiða
gagnrýndir
Hitafundur | 6
♦♦♦
♦♦♦