Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 236 . TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Metsölubók hefst á Íslandi Fjórtán ára gamall Skoti geysist fram á ritvöllinn | Menning Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Léttur og öflugur Opel Speedster  Keppni í spóli  Þolakstur  Vel heppnaður Kia Rio Íþróttir | Lengja þarf spark- tíðina Armstrong ósáttur við Frakka  Guðjón stjóri mánaðarins TUGIR þúsunda manna biðu þess í gær að komast burt frá New Orleans en ástandið í borginni versnar með degi hverjum. Skortir þar mat, vatn og rafmagn og síðan bætist við, að vopnaðir glæpaflokkar fara ránshendi um sum hverfi. Stefnt er að því, að á næstu dögum verði um 30.000 hermenn komnir til aðstoðar og flestir í Louisiana og Mississippi. Unnið var að því í gær að flytja um 25.000 manns, sem leitað höfðu skjóls í Superdome- leikvanginum í New Orleans, í Astrodome- leikvanginn í Houston í Texas en auk þess hóps höfðust tugþúsundir manna við í háhýs- um og hótelum borgarinnar meðan fellibyl- urinn gekk yfir. Beið þetta fólk eftir því í gær að komast burt og sumt ekki vel á sig komið. Fréttamenn sögðu í gær, að í stórri ráð- stefnuhöll, sem notuð var eftir að Superdome yfirfylltist af fólki, væru þúsundir manna, alls- lausar og hrópandi á hjálp. Sums staðar hefði mátt sjá látið fólk. Ray Nagin, borgarstjóri í New Orleans, sagði í gær, að algert neyðar- ástand ríkti í ráðstefnuhöllinni enda vistir þrotnar. Sagði hann, að þúsundir manna hefð- ust við úti fyrir henni, gamalt fólk og sjúkt og barnafjölskyldur. Er ástandið um sumt farið að minna á flótta- mannavanda, sem Bandaríkjamenn og aðrir Vesturlandamenn hafa hingað til aðeins kynnst á sjónvarpsskjánum. Staðfest manntjón í Mississippi var í gær komið vel á þriðja hundraðið og hækkaði talan stöðugt og Nagin, borgarstjóri í New Orleans, ítrekaði, að líklega hefðu þúsundir manna far- ist í borginni. Margra er saknað, meðal ann- arra söngvarans Fats Dominos. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, ætlar að koma til hamfarasvæðanna í dag og hann hefur beðið forsetana fyrrverandi, George Bush, föður sinn, og Bill Clinton, að leggja sitt af mörkum til hjálparstarfsins. Nokkur stórblöð í Bandaríkjunum gagnrýndu í gær Bush forseta fyrir andvaraleysi og sein viðbrögð í þessu mikla máli. Um 4.000 þjóðvarðliðar fengu í gær það verkefni að halda uppi lögum og reglu í New Orleans en í sumum hverfum var óöldin svo mikil, að hún truflaði björgunarstarfið. Í gær var skýrt frá því, að birgðir af þotu- eldsneyti hefðu minnkað allmikið og þá rauk upp verð á bensíni í sumum Suðurríkjanna. Fór það allt upp í sex dollara gallonið en til jafnaðar er það nokkuð innan við þrjá dollara í Bandaríkjunum. Vaxandi neyð í New Orleans  Hermönnum beitt gegn óaldarflokkum  Bandaríkin glíma við flóttamannavanda Reuters Grátandi barn í fanginu á lögreglukonu. Því var nýbúið að bjarga úr umflotnu húsi. Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is  Bush heitir | 18 SÆNSKA stjórnin stefnir að því, að árið 2012 verði allir nýir bílar með búnað, sem kemur í veg fyrir, að drukkinn maður geti ekið þeim. Ulrica Messing, samgönguráðherra Svíþjóð- ar, skýrði frá þessu í grein, sem hún skrifaði í Göteborgs-Posten, en þar kemur fram, að ætl- unin sé að setja búnaðinn í strætisvagna og aðra stóra bíla nokkru fyrr. Búnaðurinn er mjög einfaldur og kemur í veg fyrir, að unnt sé að ræsa bílvélina ef áfeng- ismagn í andardrætti ökumanns er of mikið. Messing sagði, að á hverjum einasta degi ækju um 15.000 Svíar bíl undir áhrifum. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði í viðtali við Morgunblaðið, að á fundi sam- gönguráðherra Norðurlanda í Vejle fyrr í vik- unni hefði þetta mál verið til umræðu og einnig annar búnaður, sem varar ökumenn við, fari þeir of hratt. Sagði hann engar ákvarðanir hafa verið teknar hér en mikilvægt væri að fylgjast vel með og vera samferða hinum Norðurlandaþjóðunum í þessum efnum. | 4 Áfengislás í bíla 2012 Dubai. AFP. | Ayman al-Zawahiri, næstæðsti maður al-Qaeda-hryðjuverkasamtakanna, lýsti í gær yfir ábyrgð þeirra á hryðjuverkunum í London 7. júlí síðastliðinn. Kom þetta fram á myndbandi, sem sýnt var í sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera. Á myndbandinu sést einnig Mohammad Sidique Khan, einn hryðjuverkamannanna í London, réttlæta hryðjuverkin en hann og al- Zawahiri kenndu stefnu Tony Blairs, forsætis- ráðherra Bretlands, um þau. Hótaði al-Zawah- iri fleiri árásum á vestræn ríki. Al-Qaeda segjast ábyrg Reuters Sundurtættur strætisvagn í London 7. júlí. „ÉG VAR mjög heppinn að hljóta ekki höfuð- högg þegar ég lenti,“ segir Björn Hafsteinsson vagnstjóri hjá Strætó bs um strætisvagnsslysið á mótum Laugavegar og Kringlumýrarbrautar þann 19. ágúst sem varð til þess að hann missti báða fætur. Vagninn sem Björn ók lenti í harka- legum árekstri við vörubíl á gatnamótunum. Björn hefur legið á Landspítalanum undanfar- inn hálfan mánuð og er nú á leið í endurhæfingu á gervifótum. Í slysinu missti Björn samstundis annan fótinn neðan við hné en hinn fóturinn var tekinn af honum á Landspítalanum. Björn missti aldrei meðvitund eftir sjálft slysið. „Þarna sat ég í götunni með stúfinn í hendinni og var að hugsa um að fá mér smók! Fólk dreif að til að aðstoða mig stórslasaðan en ég rak alla burtu og bað þá að athuga með farþegana. Mér fannst ég ekki vera mikið slasaður og fann ekki fyrir miklum sársauka,“ segir hann. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í slysinu missti Björn Hafsteinsson vagnstjóri samstundis annan fótinn neðan við hné en hinn fóturinn var tekinn af honum á Landspítalanum. „Þarna sat ég í götunni með stúfinn í hendinni“  Heppinn að hljóta ekki | 4 ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.