Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristján FriðrikHagalínsson vél- stjóri fæddist í gamla torfbænum í Bræðratungu í Hvammi í Dýrafirði hinn 24. maí 1924. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi hinn 24. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru Hans Hagalín Ás- björnsson bóndi í Bræðratungu og sjómaður, f. 1.5. 1896, d. 14.5. 1964, og kona hans Guðmunda Lárusdóttir, f. 20.6. 1895, d. 27.3. 1985. Kristján var fjórði í röð 13 systkina en hin eru: Bjarney Pálína, f. 23.3. 1919, Ása, f. 21.4. 1920, d. 21.1. 1931, Ólöf Leógerður, f. 27.11. 1921, Lúther Einar, f. 6.7. 1925, d. 2.9. 1977, Sig- hvatur Steinar, f. 10.9. 1926, Marta Ólafía Rós, f. 24.8. 1928, Guðrún Helga, f. 3.9. 1929, Ásmundur Magnús, f. 14.2. 1931, Óskírð and- vana fædd 19.10. 1932, Kristín Skúlína, f. 28.12. 1933, Lárus 1955, kvæntur Nikolínu Th. Snorradóttur, börn þeirra eru Bergur Þráinn og Svala Ýr. 3. Guðjón, f. 11.12. 1956, kvæntur Ingibjörgu Sigurðardóttur, börn þeirra eru Þorkell, Kristján Haga- lín, Helga Ingibjörg og Guðmund- ur Böðvar. 4) Guðrún Helga, f. 3.9. 1965, gift Vicente Carrasco, börn þeirra eru María, Kristján Helgi og Marta. Barnabarnabörnin eru þrjú. Kristján og Helga bjuggu allan sinn búskap á Akranesi, lengst af á Skólabraut 26 þar sem þau byggðu sér hús ásamt Jóhannesi bróður Helgu. Þau hjónin höfðu síðan búið á Garðabraut 5 frá árinu 2002. Kristján starfaði sem vélvirki og vélstjóri lengst af, fyrst í skipa- smíðastöð Þorgeirs og Ellerts, og síðan hjá Sementsverksmiðju rík- isins. Hann tók svo við starfi hús- varðar hjá Landsbankanum á Akranesi og sinnti því starfi til 65 ára aldurs. Samhliða þessum störf- um gerði Kristján út á grásleppu á hverju vori fram til ársins 1986 en þá eignaðist hann ásamt fjölskyldu sinni jörðina Langeyjarnes á Fells- strönd í Dalasýslu, þar undi hann sér afskaplega vel og sinnti þar æðarvarpi fram til dauðadags. Útför Kristjáns verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Helgi, f. 13.12. 1936, og Björgvin Hólm, f. 11.1. 1938. Kristján ólst upp í Bræðratungu ásamt foreldrum sínum og systkinum. Eftir að hafa gengið í og lokið barnaskóla á Þing- eyri hóf hann nám í vélvirkjun og málm- steypu hjá Vélsmiðju Guðmundar Sigurðs- sonar á Þingeyri, eft- ir það fór hann til Reykjavíkur og lauk vélstjóranámi við Vélskóla Reykja- víkur. Kristján kvæntist hinn 4. apríl 1953 Helgu Guðjónsdóttur frá Ökrum á Akranesi, f. 1.8. 1928. Foreldrar hennar voru Guðjón Þórðarson sjómaður, f. 8.12. 1885, d. 23.6. 1941, og Ingiríður Berg- þórsdóttir, f. 1.11. 1889, d. 3.9. 1958. Börn Kristjáns og Helgu eru: 1) Ingiríður Bergþóra, f. 30.10. 1953, gift Ólafi Ólafssyni, börn þeirra eru Ólafur og Kristjana Helga. 2) Smári Hagalín, f. 24.10. Það er með söknuði í hjarta sem ég sest niður og reyni að koma nokkrum minningarorðum á blað um þig, elsku tengdapabbi. Þú kvaddir þennan heim að kveldi 24. ágúst sl. eftir stutt en erfið veikindi. Þú tókst þessu hlutskipti þínum af einstöku æðru- leysi, eins og reyndar þér var einum lagið. Það er margs að minnast og verður ekki allt upp talið hér. Þín er sárt saknað af hópnum þínum, sem þú varst svo stoltur af. Þú hafðir oft á orði, á meðan þú dvaldir á sjúkrahúsi þessar síðustu vikur, að þú þyrftir nú ekki að kvarta með svona hóp í kring- um þig. Þú varst gæfumaður í lífinu og mik- ill fjölskyldumaður. Saman áttuð þið Helga yndislegt og ástríkt heimili, sem ávallt stóð okkur öllum opið, hve- nær og hvernig sem á stóð. Þú fylgd- ist vel með afabörnum þínum og gladdist með þeim yfir hverju skrefi sem þau stigu út í lífið. Ekki voru tek- in próf, nema fara til afa of ömmu og sýna þeim einkunnir og ef ekki gekk sem skyldi, stappaðir þú í þau stálinu og sagðir, „þið gerið bara betur næst“. Þú varst þeim fyrirmynd í mörgu og kemur oft upp í huga mér lítið atvik, þegar þú komst einu sinni sem oftar, vestur til okkar Guðjóns. Bláberjasulta og kex var á borðinu og þegar þú fékkst þér af því, þá horfði sonarsonur þinn hann Hagalín á þig undrunaraugum, og spurði, „Afi, er þetta gott?“. Hann var 4 ára og hafði aldrei fengist til að smakka þetta. Þú jánkaðir þessu og síðan hefur Hagalín alltaf borðað kex með bláberjasultu með bestu lyst. Svona var það, ef þú sagðir það var það í lagi. Frá því að okkar kynni hófust fyrir 23 árum, minnist ég þess aldrei, að þér félli verk úr hendi. Það sést best vestur í Langeyjarnesi, þar sem verk- in þín tala við hvert fótmál. Þar var þín paradís og þar undir þú þér öllum stundum frá aprílbyrjun og fram á haust, við að sinna æðarvarpinu. Eins og börnin okkar Guðjóns segja, „ Langeyjarnes er einfaldlega afi“. Þaðan eiga barnabörnin þín dýrmæt- an fjársjóð minninga um þig, eins og reyndar við öll. Ég gæti endalaust haldið áfram, sjóður minninganna er stór. En ég get ekki látið hjá líða, að þakka þér hve vel þú tókst á móti okkur Kela, þegar við komum í fjölskylduna, það var ómetanlegt. Það er mér mikils virði að hafa get- að létt undir með þér þessar síðustu vikur, sem þú áttir heima og þakka ég þér fyrir þær. Elsku tengdapabbi, hér er mál að linni, ég gæti haldið áfram, en þú varst ljúfur og lítillátur, og eflaust þykir þér nóg um þetta pár. Elsku tengdamamma og fjölskyld- an öll, mína dýpstu samúð í garð ykk- ar allra. Vertu kært kvaddur, vinur, Um allan geiminn ljómar ljósblátt vorið svo langt sem augað sér, og lítil brum og litlar gróðurnálar þau laumast til að heilsa þér, og vorið, blessað vorið spyr og brosir: Hvað viltu mér? Og úti í okkar garði er verk að vinna og vinir bíða þín. Og vorið spyr: er ást þín góð og göfug, er gjöful höndin þín við börnin mín er hugur þinn í ætt við sól og sumar – – Og sólin skín. Þitt gæfugull er máske í moldu fólgið og máske á þessum stað, og því er gott að sjá þig vernda og vökva hvern víðistilk og kornungt reyniblað. Og þó það komi mold á hné og hendur, þá hvað um það? (Guðmundur Böðvarsson.) Þín tengdadóttir, Ingibjörg. Þegar ég sest hérna niður og ákveð að skrifa nokkrar línur um þig, elsku afi minn, þá veit ég ekki alveg hvar skal byrja. Það veit ég þó að flestir eru sammála mér um það þegar ég segi að ekki sé til eins góður maður og þú. Það var þér svo mikils virði að við, fjölskyldan þín, værum ánægð, þú gerðir margt til að veita okkur þessa ánægju. Ég man ekki eftir mér öðru- vísi en að eiga Langeyjarnes, því það var keypt árið 1986 og ég kom 1985. Þar áttum við saman æðislega daga og einnig í Bræðratungu, sem var þín sveit. Mér er það sérstaklega minn- isstætt þegar við fórum eitt sumarið í Bræðratungu og þú fórst með okkur krakkana að veiða, og við stelpurnar tíndum fjallagrös. Það var alltaf svo mikið líf og fjör í kringum þig. Það var alveg toppurinn að fá að sofa á Skólabrautinni hjá þér og ömmu því maður fékk alltaf ísblóm áður en farið var að sofa, eða kex. Það var alveg sama hvað ég gerði þú varst alltaf ánægður. Það var svo gaman þegar við Steini eignuðumst Gísla Frey hvað þú varst hamingjusamur á svipinn þrátt fyrir að vera orðinn svona mikið veikur, en alltaf varstu ánægður og glaður þegar við litla fjöl- skyldan komum í heimsókn. Það var einnig gott alltaf í hádeg- inu þegar ég kom til ykkar ömmu á Skólabrautina þegar ég var búin í skólanum, og þú sagðir alltaf þessa fleygu setningu áður en það kom mat- ur „bara alltaf veisla hjá ömmu“ og við fengum ávaxtagraut eða rúg- brauðsgraut í eftirmat. Einnig fyrir jólin var alltaf svo gaman þegar við komum og steiktum laufabrauðið og þú sást til þess að nóg væri til með hangikjötinu. Ég veit að ég get örugglega fyllt Moggann með allskonar minningabrotum um þig, elsku afi minn. Þetta eru góðar og yndislegar minningar sem ég geymi í hjarta mínu og á eftir að minnast oft og mörgum sinnum með stolti. Ég held að það hafi enginn verið eins stolt að eiga þig, eins og ég, þegar ég byrjaði að vinna á Dvalarheimilinu Höfða þá sagði ég með stolti að þú værir afi minn, því að allir þekktu þig að góðu. Það er erfitt að kveðja þig, og það geri ég með trega. En svona er lífið, maður tekur þessu eins og öðru því sem höndum ber þótt þetta sé erf- itt fyrir okkur öll. Það var samt svo notalegt að horfa á þig í kistunni því þú brostir svo fallega til okkar, þann- ig munum við ásamt öllum minning- arbrotunum um þig geyma í hjarta okkar. Elsku afi minn, megi allir engl- ar á himnum taka vel á móti þér, hugsuðinum mikla sem var oft á und- an sinni samtíð, hvað skipulag varðar, það var eitt gott dæmi um það þegar þið amma fluttuð af Skólabrautinni, þegar þú skrifaðir utan á hvern bóka- kassann á fætur öðrum, hvaða bækur væru í hvaða kassa. Við dauðann lætur maðurinn eftir starf sitt, sem ber vitni um hæfileika hans. En sjálfur er hann á burtu og líf hans sem ber í sér snilld hans. Elsku amma og fjölskylda megi Guð vera með okkur í sorginni, og fylgja okkur í gegnum þessa erfiðu tíma sem nú eru. Þín Svala Ýr Smáradóttir. Hinsta kveðja til ástkærs föður, með þakklæti fyrir allt. Til hamingju sendi þér lítinn vott, þakklæti mitt nú áttu. Allt er fram fer verði gott, í kærleika vinna máttu. Ég býð þér mína bænastund, og blessa þína veru. Takk ég segi þá létt mín lund, þá saman allir eru. Með kyndil í huga og hönd, fyrir skjöldu vertu. Leið svo aðra um friðarströnd, í blessun ætíð sértu. Þeim sem til þín koma er kalt, megirðu kaunum létta. Gefðu að þeim veitist allt, þú varða á veginum rétta. (Garðar Jónsson.) Þín dóttir Guðrún Helga. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Í dag kveð ég í hinsta sinn tengda- föður minn Kristján Fr. Hagalínsson, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi hinn 24. ágúst síðastliðinn. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir um það bil 30 árum og á svo löngum tíma er margs að minnast. Upp í hugann kemur fyrst og fremst það sem ein- kenndi hans persónuleika hvað mest en það var hans einlægi hugur til fjöl- skyldunnar sinnar. Kristján leit svo á að fjölskyldan væri sinn dýrmæti fjársjóður og var hann duglegur að hlúa að henni og rækta. Honum leið hvað best þegar öll börnin og barna- börnin hans voru nálægt honum og voru það ófáar stundir. Ég var svo heppin að fá að ganga með honum gegnum árin og fá að kynnast honum. Fyrir mér var hann ekki bara tengda- faðir minn heldur líka vinur sem gott var að ræða við og einnig að þegja með. Það sem einkenndi líka Kristján var hvað hann velti lífinu og tilverunni fyrir sér. Það kom bersýnilega í ljós þegar tengdafaðir minn greindist með krabbamein síðastliðið vor hvernig hann tók því með æðruleysi og skynsemi. Því að við tók mjög erfið geislameðferð sem hann gekk að frá degi til dags eins og hverju öðru verk- efni sem þurfti að leysa. Á banalegunni kom mjög vel í ljós hversu vel mannkostum Krisján var búinn því að það þarf kjark og hug- rekki til þess að taka ákvarðanir sem varða leiðarlok hvers og eins og leysti hann það verkefni eins vel og önnur verkefni sem hann tók sér fyrir hend- ur. Alla tíð hef ég borið virðingu fyrir honum en á þeirri stundu bar ég ómælda virðingu fyrir honum. Elsku tengdapabbi, nú er komið að leiðarlokum og vil ég þakka þér sam- fylgdina, samhuginn til mín á erfiðum stundum þar sem þú varst alltaf til staðar fyrir mig. Þín verður sárt saknað en minningin um góðan og mætan mann lifir í hjarta mínu. Hvíl þú í friði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku tengdamamma, tengda- systkini og fjölskylda, ég votta ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur. Þín tengdadóttir, Nikolína Th. Elsku besti afi, okkur langar að minnast þín í nokkrum orðum. Það er svo ótal margt sem þú hefur gefið okkur á þessum árum sem við áttum saman. Aldrei munum við gleyma þér, eða öllum frábæru stund- unum. Í okkar huga ertu heimsins besti afi, þú hafðir alltaf tíma og löng- un til að vera með okkur blíða þín, góðvild, þolinmæði, hjálpsemi og ást til okkar átti sér engin takmörk. Margs er að minnast og margt er að þakka. Það sem er okkur efst í huga eru allar stundirnar á Skóla- brautinni, ferðirnar í Bræðratungu sem þú varst svo stoltur af og allar sögurnar sem þú sagðir okkur frá æsku þinni og fjölskyldu. Síðast en ekki síst eru allar minningarnar frá Langeyjarnesi sem var einn af þínum uppáhaldsstöðum því þar fannst þér og okkur öllum svo gott að vera. Þar kenndir þú okkur svo margt, allt um fuglana, sérstaklega æðarfuglinn, dúntekju, leita að tófusporum á leir- unum, róa og sigla bátunum, að smíða og áfram væri endalaust hægt að telja. Að koma í Langeyjarnes, Bræðra- tungu og upp á Akranes mun aldrei vera eins án þín, en í hjarta okkar vit- um við að þú verður alltaf hjá okkur. Við viljum biðja guð að varðveita elsku ömmu sem syrgir afa. Við munum eftir bestu getu hugsa vel um Langeyjarnes, Bræðratungu og auðvita líka Dropa. Að lokum ætlum við að senda þér litla bæn sem amma kenndi okkur þegar við vorum lítil: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín elskandi barnabörn, María, Kristján Helgi og Marta. KRISTJÁN FR. HAGALÍNSSON Ungur kom Kristján til nokkurrar dvalar á Kirkju- bóli. Þá var stofnað til kynna sem röknuðu aldrei. Þrjár kynslóðir og þó einni betur hafa notið þeirra. Við hverja heimsókn sína á æskuslóðir við Dýrafjörð leit Kristján við, oftar en ekki með Helgu, konu sinni, treysti bönd vin- áttu og lét sér annt um hag heimilisfólksins, bæði í vel- gengni og mótlæti. Kristjáns er saknað, en minningin um hann vekur yl og einlægt þakklæti í hugum okkar, er sendum eftirlifendum sam- úðarkveðjur. Kirkjubólsfólkið. HINSTA KVEÐJA Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, sonar, tengdasonar, afa og bróður, GUÐBRANDAR JÓHANNSSONAR, Grenilundi 6, Akureyri. Við viljum einnig koma fram sérstöku þakklæti til allra starfsmanna á lyflækningadeild FSA fyrir góða umönnun. Sigurbjörg Guðný Björnsdóttir, Jón Arnar Guðbrandsson, Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Sigurður Einar Guðbrandsson, Hafrún Ása Hafsteinsdóttir, Sigrún Guðbrandsdóttir, Ari Jón Arason, Sigrún Guðbrandsdóttir, Björn Guðmundsson, barnabörn og systkini hins látna. Við þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför GUÐMUNDAR BENEDIKTSSONAR fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Kristín Claessen, Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir, Soffía Ingibjörg Guðmundsdóttir, Þorsteinn Einarsson, Solveig Lára Guðmundsdóttir, Gylfi Jónsson, Eggert Benedikt Guðmundsson, Jónína Lýðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.