Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞORBJÖRG Helga Vigfúsdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram í 4. sæti á lista sjálfstæðismanna til borgarstjórnar í Reykjavík. Þorbjörg kveðst vilja leggja áherslu á menntamál, málefni aldraðra og skattamál á vettvangi borgarstjórnar, hljóti hún braut- argengi í prófkjörinu. Hún er menntuð á sviði uppeldis- og menntunarfræða og lauk MA prófi í námssálfræði frá háskólanum í Washington. Þorbjörg starfar sem ráðgjafi menntamálaráðherra í menntamál- um. Hún hóf þátttöku í starfi Sjálfstæðisflokksins fyrir fjórum árum, eftir að hún kom heim frá námi, og er nú 1. varaformaður SUS. Þorbjörg segist vilja vinna að því að menntakerfi borgarinnar, þ.e. leikskólar og grunnskólar, sé fjölbreytt og bjóði upp á valkosti. Það eigi að vera metnaðarfullt og bjóða upp á skapandi skólaum- hverfi. „Mér finnst að hlutverk borgarstjórnar sé að skapa frelsi fyrir skólastjórnendur og kennara til að móta skólastefnu. Kjörnir fulltrúar eiga að sjá um að setja gæðaviðmið, en leyfa hinum fag- menntuðu að sinna störfum sínum,“ sagði Þorbjörg. Hún telur þörf á að tengja skólana betur lífinu í hverfunum, mynda t.d. tengsl við eldri borg- ara, foreldra nemenda og íþrótta- félögin. Íþróttamiðstöðvarnar geti t.d. orðið mun virkari en nú er í frístundastarfi og daggæslu eftir að skóladegi lýkur. Þorbjörg segir að sér þyki ótækt hve litla athygli málefni aldraðra í Reykjavík hafa fengið undanfarið. Hún kveðst vilja að öllum öldruðum sé tryggt val um þá þjónustu sem borgin veitir, t.d. á sviði félags- og hjúkrunarþjón- ustu. „Það hefur ekki verið byggt hjúkrunarheimili í Reykjavík í mörg ár. Afþreying og námskeið fyrir aldraða á vegum borgarinnar eru gamaldags. Þar er þörf á miklu meiri sköpunargleði og að færa námskeiðin nær nútímanum.“ Þorbjörg vill lækka fasteigna- skattinn. „Bæði hefur R-listinn hækkað fasteignagjöldin og svo hafa þau hækkað sjálfkrafa vegna hækkunar á fasteignaverði í Reykjavík. Eldra fólk, sem nýlega hefur fagnað afnámi eignarskatts, horfir nú fram á hækkun fast- eignaskatta. Yngra fólkið skuldar kannski 90-100% í húsnæðinu sínu og er að greiða mjög há fasteigna- gjöld. Ég vil að Reykjavík bjóði lægri fasteignagjöld en önnur sveitarfélög. Fasteignagjöld nema ekki nema 10% af tekjum borg- arinnar og lækkun þeirra er góður leikur í samkeppninni um nýja íbúa.“ Þorbjörg Helga Vigfúsdótt- ir býður sig fram í 4. sæti Þorbjörg Helga BORGARSTJÓRNARFLOKKAR R-listans og sjálfstæðismanna fá sömu meðaleinkunn fyrir frammi- stöðu sína á kjörtímabilinu í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Ís- lands fyrir Morgunblaðið. Þeir fá báðir meðaleinkunnina 5,2. F-listinn fær meðaleinkunnina 3,9. Þátttakendur í könnuninni voru beðnir um að meta frammistöðu þeirra flokka og lista sem nú eiga sæti í borgarstjórn og voru því spurðir eftirfarandi spurningar: „Nú ætla ég að biðja þig að gefa þeim flokkum eða lista sem sitja í borg- arstjórn einkunn á kvarðanum núll til tíu fyrir frammistöðu sína almennt á núverandi kjörtímabili?“ Með- aleinkunn R- listans og D-listans var 5,2 eins og áður sagði og með- aleinkunn F-listans 3,9. Einkunnagjöfin var þó mismun- andi eftir því hvað fólk ætlaði að kjósa. R-listinn fékk t.d. 7,2 í með- aleinkunn hjá þeim sem ætla að kjósa Samfylkinguna, 6,2 hjá þeim sem ætla að kjósa Vinstrihreyf- inguna – grænt framboð og 5,9 hjá þeim sem ætla að kjósa Framsókn- arflokkinn. Þeir sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn gáfu R-listanum hins vegar að meðaltali fjóra í ein- kunn fyrir frammistöðu á kjör- tímabilinu. D-listi sjálfstæðismanna fékk 6,8 í meðaleinkunn hjá þeim sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en á bilinu 3,8 til 5,1 hjá þeim sem ætla að kjósa aðra flokka. F-listinn fékk 7 í meðaleinkunn hjá þeim sem ætla að kjósa Frjálslynda flokkinn, en á bilinu 3,2 til 5,1 hjá þeim sem ætla að kjósa aðra flokka. Konur gefa R-listanum hærri ein- kunn fyrir frammistöðu en karlar, en dæmið snýst við þegar kemur að D- listanum. Karlar og konur gefa F- listanum hins vegar svipaða einkunn. Könnun Félagsvísindastofnunar var gerð dagana 25. til 29. ágúst. Stuðst var við 800 manna slembiúr- tak úr þjóðskrá sem náði til Reykvík- inga á aldrinum 18 til 80 ára. Alls 532 svöruðu könnuninni og var brúttó- svarhlutfall því 66,3%. Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið R- og D-listi fá sömu meðal- einkunn fyrir frammistöðu                                    !"  #   $%&% '% %   ( "    !"   )*  ( "              !  "    !  "                               MÁLEFNI starfskvenna gæsluvalla Reykjavíkurborgar voru rædd í borgarráði í gær, en rekstri gæslu- vallanna var hætt og störf kvennanna lögð niður frá og með gærdeginum. Stefán Jón Haf- stein, formaður borgarráðs, segir að mál flestra gæslukvennanna séu leyst eða muni leysast á næstu dögum. Hann harmar, í tilkynningu til fjöl- miðla, missagnir um starfslokin, og segir að starfsmennirnir hafi notið ívilnana við starfslok umfram það sem samningar segja til um. Stefán bendir á að uppsagnarbréf hafi ekki verið afhent fyrr en 1. september, en ef ekki hefði átt að ívilna starfsmönn- um hefði uppsagnarbréf verið afhent fyrir 1. mars, og því ekki komið til greiðslna eftir 1. september. Sú að- ferð að miða uppsagnarfrest við 1. september hafi því fært starfskonun- um möguleika á launum í 3-6 mánuði eftir að starfið var lagt niður, án þess að til kæmi vinnuskylda á móti. Öllum boðin sambærileg störf Ennfremur segir Stefán að öllum starfskonunum 22 hafi verið boðin sambærileg störf, eins og skylda sé þegar störf á vegum Reykjavíkur- borgar eru lögð niður. „Það er fágætt og heyrir til undantekninga á íslensk- um vinnumarkaði að starfsmaður, sem hefur fengið boð um annað starf við hæfi, geti við þær aðstæður hafn- að starfstilboði og ákveðið í staðinn að gera starfslokasamning um launa- greiðslur í 3-6 mánuði án vinnuskyldu á móti. Þetta gildir eigi að síður um starfsmenn gæsluvalla,“ segir í til- kynningu Stefáns. Að lokum bendir hann á að til und- antekninga heyri að vinnuveitandi geri óformlegt samkomulag við stétt- arfélag um að starfsmaður sem hefur störf á félagssvæði annars stéttar- félags geti áfram verið í sínu gamla stéttarfélagi og lífeyrissjóði, sem hafi þó verið gert í þessu tilviki. Gæslu- konur bentu einmitt á að ekki hefði gengið að fá skriflegt loforð um þetta, en ef það fáist ekki þurfi þær sem hefji störf á leikskólum að byrja að vinna sig upp frá grunni, enda leið- beinendur á leikskólum í Eflingu en gæslukonurnar í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks bók- uðu í borgarráði í gær að þeir hörm- uðu þá meðferð sem gæslukonur hefðu sætt af hálfu borgaryfirvalda, og eins og forystukonur gæslu- kvennanna hefðu bent á hefðu borg- aryfirvöld ekki staðið við fyrirheit um gerð starfslokasamninga. Í bókun fulltrúa Frjálslynda flokksins vegna málsins segir að gæta þurfi sanngirni í samningum við starfsfólk gæsluvalla vegna lokunar þeirra, um sé að ræða kvennastétt í umönnunarstarfi sem hafi þjónað borgarbúum vel um áratugaskeið, og það þurfi að sýna í verki að slíkt sé metið að verðleikum. Í svari Reykjavíkurlistans kemur fram að í öllu hafi verið staðið við fyr- irheit um ívilnandi starfslokakjör og unnið að málinu öllu í nánu samráði og fullkomnu samkomulagi við stétt- arfélag starfsmannanna. Málefni starfsmanna á gæsluvöllum í Reykjavík voru rædd í borgarráði í gær Mál flestra leyst eða að leysast Stefán Jón Hafstein FUNDUR verður haldinn í kjara- deilu SFR, Stéttarfélags í almanna- þjónustu, við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu (SFH) næstkom- andi þriðjudag. Launanefnd SFH semur fyrir hönd Hrafnistu í Reykja- vík og Hafnarfirði, Víðines og Vífils- staði, Skógarbæ, Sunnuhlíð, Grund, Ás, SÁÁ, Sjálfsbjargarheimilið, HNLFÍ. Fundur var haldinn með deiluað- ilum hjá ríkissáttasemjara í gær. Þar kynntu fulltrúar SFR samninganefnd SFH ályktun sem félagsfundur SFR. Í ályktuninni var stjórn SFR falið að hefja undirbúning atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun, að því er segir á heimasíðu SFR. Kristján Sigurðsson, sem fer fyrir samninganefnd SFH, telur að lítið beri á milli deiluaðila. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði hann að SFH myndi skoða málið yfir helgina fyrir fundinn á þriðjudag. Kristján kvaðst vera bjartsýnn á að deilan leystist farsællega og var hann von- góður um að komist yrði hjá verkfalli. Jens Andrésson, formaður SFR, sagði að á samningafundinum í gær hafi verið farið yfir stöðuna. Hann sagði að jákvæður tónn hafi verið í viðsemjendum á fundinum. Engu að síður myndi SFR halda áfram að und- irbúa boðun verkfalls. „Vonandi sjáum við til sólar yfir helgina.“ Kjaradeila SFR og SFH Lítið ber á milli samn- ingsaðila STARFSMANNAFÉLAG Akraness hefur samþykkt að efna til atkvæðagreiðslu um verkfall starfsmanna bæjarins. Tillaga þessa efnis var sam- þykkt samhljóða á félagsfundi. Atkvæðagreiðslan verður í byrjun næstu viku. Verði nið- urstaðan úr henni að boðað skuli til verkfalls tekur það 15 daga frá boðun að verkfallið skellur á. Skelli verkfallið á mun það hafa víðtæk áhrif á þjónustustofnanir bæjarfélags- ins, en það tekur m.a. til starfs- manna skóla, leikskóla, dvalar- heimilis aldraðra og íþróttamannvirkja. Greiða at- kvæði um verkfall
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.