Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÝLEGA voru Kópavogsbúum kynntar breytingar á deiliskipulagi á Kópavogstúni, en skiptar skoð- anir hafa verið um þær eins og jafnan er þegar ráðist er í framkvæmdir á grónum svæðum. Lúta hugmyndir bæjaryf- irvalda að því að á svæðinu rísi um 1.100 manna byggð og ef marka má þær upplýs- ingar og myndefni sem kynnt hefur verið bæj- arbúum verður eflaust mikil prýði að þessu nýja hverfi. Sunnuhlíðarsamtökin hafa staðið fyrir öflugri uppbyggingu á hjúkrunarrými fyr- ir aldraða á þessu svæði og er því málið skylt. Sunnuhlíðarsamtökin voru stofnuð fyrir um aldarfjórð- ungi af ýmsum félagasamtökum í Kópavogi, sem höfðu líknar- og góðgerðarmál á stefnuskrá sinni. Þessi samtök settu sér það mark- mið að koma upp hjúkrunarheimili fyrir aldraða og mun það vera einsdæmi í sögunni að slíkt heimili sé byggt að tilhlutan og af slíkum samtökum. Svona samtök eru sennilega hvergi til nema í Kópa- vogi. Mikil samstaða hefur einnig verið um Sunnuhlíð meðal Kópa- vogsbúa, sem hafa alla tíð litið á hjúkrunarheimilið sem sitt og stutt það dyggilega. Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð leysti á sínum tíma úr mikl- um vanda, sem hafði skapast í Kópavogi vegna skorts á hjúkrunarrými fyrir aldraða og hefur það verið ómetanlegt fyr- ir eldri Kópavogsbúa að hafa átt kost á að komast þar inn þeg- ar kraftar hafa gefið sig og fólk átt erfitt með að sjá um sig sjálft. Hjúkrunarheimilið Sunnu- hlíð er ekki sjúkrahús í venjuleg- um skilningi, heldur er það heimili fyrir aldraða, sem ekki geta eða eiga þess kost að sjá um sig sjálfir og þurfa því aðstoð. Sunnuhlíðarsamtökin hafa einnig reist þrjú hús með 108 þjón- ustuíbúðum fyrir aldraða við Kópa- vogsbraut og í Fannborg 8. Mikil eftirspurn hefur verið eftir íbúðum samtakanna og eru vel á annað hundrað manns á lista eftir íbúð. Stjórn Sunnuhlíðarsamtakanna fagnar þeim deiliskipulagstillögum sem bæjaryfirvöld hafa nú kynnt og vísar á bug ummælum bæj- arstjórans Gunnars Birgissonar sem birtust í Mbl. um að samtökin séu á móti þeim. Tillögurnar gera m.a. ráð fyrir að byggð verði ein hæð ofan á núverandi hjúkr- unarheimili og einnig eru fyrirhug- aðar nýbyggingar þjónustuíbúða fyrir aldraða á Sunnuhlíð- arreitnum. Stækkun hjúkr- unarheimilisins mun leysa úr brýnni og vaxandi þörf fyrir hjúkr- unarrými aldraðra í bænum. Nú eru um 60 manns á biðlista eftir hjúkrunarrými í Sunnuhlíð. Nái framkomnar deiliskipulagstillögur fram að ganga mun greiðast úr vanda þessa fólks. Sunnuhlíð styður deiliskipu- lagstillögur á Kópavogstúni Guðjón Magnússon fjallar um skipulagsmál í Kópavogi ’Stjórn Sunnuhlíðar-samtakanna fagnar þeim deiliskipulags- tillögum sem bæjaryf- irvöld hafa nú kynnt…‘ Guðjón Magnússon Höfundur er formaður Sunnuhlíðarsamtakanna. DAGANA 16. til 17. september nk. ætla konur í Samfylkingunni að stofna formlega kvennahreyfingu innan flokksins. Sam- fylkingin er ungur flokkur en jafnframt með djúpar rætur í for- tíðinni og langa hefð fyrir samstarfi kvenna. Helmingur flokksfélag- anna er konur, eða 10 þúsund manns, og nú er ætlunin að virkja kraft- inn sem í konunum býr enn betur en gert hefur verið hingað til. Þrátt fyrir stórstígar framfarir á sviði jafn- réttismála undanfarin ár og áratugi eiga kon- ur enn langt í land með að ná jafnri stöðu á við karla á öllum sviðum þjóðfélagsins. Hrópandi mismunun í launakjörum karla og kvenna og lítil þátttaka kvenna í forystusveit at- vinnulífsins sýnir svo ekki verður um villst að full ástæða er til að taka jafnréttismálin föstum tökum. Að sjálfsögðu eru þau á ábyrgð bæði karla og kvenna en það breytir því ekki að margar konur þiggja með þökkum þann stuðning og hvatningu sem hreyfing kvenna innan Samfylking- arinnar getur veitt þeim. Samstaðan flytur fjöll Samstaðan getur flutt fjöll. Það sýndu íslenskar konur í kvennaverkfallinu fyr- ir réttum 30 árum og það sýndu landsmenn ekki síður þegar Vig- dís Finnbogadóttir var kjörin forseti fyrir ald- arfjórðungi. Í ár minn- umst við þessara merkisviðburða. En árið 2005 þurfum við að horfast í augu við þá staðreynd að konur eru einungis tæplega þriðjungur fulltrúa í sveitarstjórnum og á Alþingi Ís- lendinga. Í þingflokki Samfylking- arinnar eru 20 þingmenn, þar af níu konur, nokkuð sem við erum stolt af. Í sveitarstjórnum er hlutfallið því miður ekki svona gott og ljóst að virkja þarf konur enn betur fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Þess vegna, m.a., viljum við stofna kvennahreyfingu sem getur staðið vörð um stöðu kvenna og sótt fram þar sem þörf krefur innan Samfylkingarinnar. Ég hvet stuðn- ingskonur Samfylkingarinnar um allt land til þess að skrá sig strax til þátttöku og mæta á stofnfundinn á Hótel Örk í Hveragerði 16. og 17. september. Allar nánari upplýsingar um fundinn má finna á heimasíðu Samfylkingarinnar, www.samfylk- ing.is, og í síma 414-2200. Samfylkingarkonur stofna hreyfingu Þórunn Sveinbjarnardóttir fjallar um hreyfingu samfylk- ingarkvenna ’Helmingur flokks-félaganna, 10 þúsund manns, er konur og nú er ætlunin að virkja kraftinn sem í þeim býr enn betur en gert hefur verið hingað til.‘ Þórunn Sveinbjarnardóttir Höfundur er þingkona fyrir Samfylkinguna. HAUSTIÐ 2004 var skipaður starfshópur til að fara yfir aksturs- mál aldraðra í borginni og hefur hópurinn hist nokkrum sinnum. Ég sit í hópnum fyrir hönd Sjálfstæð- isflokksins, en þarna er jafnframt einn frá R-listanum og tveir frá Félagi eldri borg- ara. Starfshópurinn hef- ur rætt um mikilvægi þess að borgin bjóði þjónustu eldri borg- urum sem ekki geta nýtt sér almennings- samgöngur eða annað til að þess að komast til læknis, í félagsstarf, þjálfun eða annað sem nauðsynlegt getur talist. Hópurinn var nokkuð sammála um með hvaða hætti hann vildi að þetta væri gert og virtist ásáttur um drög að reglum um akstursþjónustu fyrir aldraðra í febrúar sl. Það er eindreginn vilji Félags eldri borgara að íbúar á hjúkr- unarheimilum geti notið þessarar þjónustu líka. Ég er því sammála og tel það vera réttindamál þeirra sem þar búa. Hjúkrunarheimilin sjá um allan akstur sem lýtur að heilbrigð- isþjónustu fyrir íbúa, en þau sjá t.d. ekki um akstur í félagsstarf sem fer fram utan heimilisins. Margir taka þátt í ýmiss kon- ar félagsstarfi áður en þeir flytja á hjúkr- unarheimili. Það er þeim mikilvægt að geta stundað það áfram og hitt áfram sína gömlu félaga. Ég sé ekki mun á því hvort einstaklingur á lögheimili að Sól- túni 2 eða Sóltúni 11. Þurfi hann á akstursþjónustu að halda og upp- fylli þau skilyrði sem fyrir þjónust- unni eru sett þá á að veita hana óháð því hvert lögheimilið er. Samgöngumál í Reykjavík hafa tekið hverri breytingunni af annarri og nýlega var kynnt nýtt leiðakerfi strætós. Gönguleiðir að næstu stoppistöð hafa víða verið lengdar jafnvel í 700 m og augljóst að það getur komið í veg fyrir að eldri borgarar geti nýtt sér strætisvagn- ana. Því miður hefur dregist úr hófi að starfshópur um akstursmál aldr- aðra ljúki störfum. Svo virðist sem málið sitji fast hjá meirihlutanum í Reykjavík og þeim gangi erfiðlega að taka ákvörðun í þessu máli, ekki í fyrsta sinn. Það er ekki nóg að hafa fallega stefnu og göfug markmið, það þarf að standa við það sem ákveðið hef- ur verið að gera. Það er ekki nóg að setja málefni í nefndir eða starfshópa og reyna svo að láta þau þæfast svo lengi í kerfinu að þau gleymist. Akstursmál aldraðra Jórunn Frímannsdóttir fjallar um akstursmál aldraðra ’Því miður hefur dreg-ist úr hófi að starfs- hópur um akstursmál aldraðra ljúki störfum. Svo virðist sem málið sitji fast hjá meirihlut- anum í Reykjavík og þeim gangi erfiðlega að taka ákvörðun í þessu máli, ekki í fyrsta sinn.‘ Jórunn Frímannsdóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur og varaborgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins. SUNNUDAGINN 14. ágúst 2005 var farið í sögulega ferð í Þjórs- árver. Aldrei hafa jafn margir, eða 218 manns, heimsótt verin í einni ferð. Ferðin var farin á vegum Ferðafélags Íslands og Land- verndar. Þjórsárver eru ein stærsta gróð- urvin miðhálendisins. Há grunn- vatnsstaða ásamt yfirborðsvatni viðheldur fjölbreyttum gróðri og ríkulegu plöntulífi. Víðáttumestu gróðurlendin eru votlendi, flóar og flæðiengjar en einnig er í Þjórs- árverum mikið af grávíði og öðrum víðitegundum, víðigrundir og inn á milli víðisins eru bleikir blómkollar geldingahnappsins. Í Þjórsárverum finnast rúmlega 180 tegundir hápl- antna en segja má að að gullbrá setji einna mestan svip á verin með sín stóru gulu blóm og langan blómgunartíma sem er óvenjulegt á hálendinu. Hún er sérstaklega gróskumikil í Þúfuveri. Gullbráin er algeng hér á hálendinu en hún er á lista Bernarsáttmálans yfir teg- undir í útrýmingarhættu í Evrópu. Við leitarmannakofann Gásagust í Þúfuveri snæddu ferðalangar há- degisnestið sitt og það spillti ekki fyrir að sitja innan um gróskumikl- ar blómabrekkur með fjalldeplu, maríustakki og smjörgrasi og síðast en ekki síst burnirót sem er víða gróskumikil í Þjórsárverum en hana er annars helst að finna í klettum og fuglabjörgum þar sem hún er óaðgengileg sauðfé sem er sólgið í burnirótina. Þjórsárver eru einnig eitt stærsta og margbreytilegasta freð- mýrasvæði landsins. Þar eru merki- legar rústir, en rústir eru hæðir með íslinsu að innan. Svæðið ein- kennist einnig af ótal tjörnum, frosttíglum og öðrum frostmynd- unum. Umfangsmikið votlendi er í Þjórsárverum með fjölskrúðugu fuglalífi. Einkum eru það gæsir og álftir sem una sér vel í Þjórs- árverum. Einhvern tímann hefur örninn átt sér þar búsetu og þá væntanlega lifað á gæs og er það hugsanlega skýring á örnefnum fjalla eins og Arnarfells hins mikla. Í ferð Landverndar og FÍ var fólk á öllum aldri, frá 8 til 89 ára. Vaða þurfti kvíslar en hver var tilbúinn að hjálpa öðrum og allt gekk áfallalaust. Þótt kalt væri í veðri blasti við mikilfenglegt útsýni er litið var í átt til Hofsjökuls. Regluleg bunga Múlajökuls teygði sig niður jökulgarðana sem hann hefur ýtt á undan sér, en jökullinn er einn formfegursti jökull landsins. Í Arnarfellsmúlum, sem er ysti jök- ulgarðurinn, er mikið blómskrúð. Til vinstri gat að líta Hjartarfell, Nauthagajökul og Ólafsfell. Arn- arfell hið mikla blasti einnig við vinstra megin við Múlajökul, en huldi topp sinn skýjum. Fjallamynd þessi jafnast á við það sem fegurst gerist á Íslandi, svosem eins og í Skaftafelli þegar litið er til Hvanna- dalshnjúks. Fyrir framan Múlajök- ul eru síðan verin, græn og un- aðsleg, umlukt gráum sandauðnum Sprengisands. Landslagið er ein- stakt og þykir svæðið jafnvel koma til greina á heimsminjaskrá UNESCO. Þegar komið var upp á Bisk- upsþúfu var orðið ansi napurt. Ferðalangarnir mynduðu skjólvegg fyrir prestinn sem tónaði og síðan var sungin messa. Beðið var fyrir framtíð Þjórsárvera og allir tóku vel og hressilega undir þegar sung- ið var: – Fögur er foldin, heiður er Guðs himinn. Um leið færðist slag- veðrið í aukana, skýin duttu ofan á jörðina og rigningin barði ferða- langana þar sem þeir hröðuðu sér að messu lokinni niður Biskupsþúfu í átt að rútunum. Á leiðinni í rúturnar var þó ým- islegt rætt. Einhver spurði hvað hrafntinna væri, en hún finnst á svæðinu. Annar spurði um fuglalíf og sá þriðji útskýrði tilurð líparíts. Skoðað var tófugreni og að lokum komust allir heilu og höldnu í hlýja og notalega bílana. Þótt veðrið hefði mátt vera betra skildu Þjórs- árver eftir í huga ferðalanganna stórfenglega og óafmáanlega mynd af fögrum fjöllum og viðkvæmum gróðri. Eftir þessa ferð er mér al- gjörlega ómögulegt að skilja hvern- ig einhverjir geta látið sér detta í hug að eyðileggja eða spilla Þjórs- árverum með virkjanafram- kvæmdum. Það fer ekki á milli mála að það hefur ætíð verið botn- laus fáviska og heimska að eyði- leggja Þjórsárver, þessa viðkvæmu gróðurvin miðhálendisins. Þjórs- árver ættu að vera á heims- minjaskrá UNESCO ekki síður en Þingvellir eða Skaftafell. Nið- urstaðan er því sú að það má ekki með nokkrum hætti raska við vatnafari Þjórsárvera meira en orð- ið er. Þjórsárver þurfa á öllu því vatni að halda sem þau fá í dag, og ekki er á nokkurn hátt réttlæt- anlegt að raska friðlandinu með lónum. Við skulum því vona að skynsamleg lausn náist um friðun og framtíð Þjórsárvera. Þjórsárver ber að vernda. INGIBJÖRG ELSA BJÖRNSDÓTTIR, jarðfræðingur. Ferðin í verin Ingibjörg Elsa Björnsdóttir segir frá ferð í Þjórsárver Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.