Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN M ikið er gott að eiga kost á því að stunda nám og víkka sjóndeildar- hringinn. Mennt- un er eitt það dýrmætasta sem við eigum en hún er ekki eins sjálf- sagður hlutur og við viljum vera láta. Það er ekki í boði fyrir alla jarð- arbúa að læra að lesa og skrifa. Ennþá er ólæsi algengt þó að al- þjóðastofnanir hafi sett sér það markmið að minnka ólæsi í heim- inum. Yfirleitt eru það líka fátæk- ari ríki heims sem hafa ekki efni á því að mennta alla þegna sína. Það hlýtur að ala á vandamálum ef meirihluti þjóðar er ólæs og ómenntaður. En það má ekki gleyma því að það er hægt að læra ýmislegt sem ekki stendur í bók- um og án þess að eiga stílabók. Það er nefnilega auðvelt fyrir Vest- urlandabúa að tapa sér í vorkunn yfir „aumingja litlu Afríkubúun- um“ sem eiga þess ekki kost að fara í skólann klukkan átta alla morgna. Það er til dæmis tækni að kunna grasalækningar, að byggja hús eða kunna sögu forfeðra sinna. Svo má ekki gleyma því að ólæsi er ekki bundið við þróunarlöndin. Á Íslandi er mest lagt upp úr bóklegri menntun og því við hæfi að tala sérstaklega um hana. Fyrir þann sem hefur lesið frá 6 ára aldri er erfitt að ímynda sér daglegt amstur án þess að lesa nokkurn skapaðan hlut. Það gæti skapað vandamál við matarinn- kaupin og innihaldslýsingarnar, við að lesa textann á sjónvarps- þættinum um kvöldið eða tilkynn- inguna sem berst inn um lúguna, um að heita vatnið verði tekið af í dag. Það er nefnilega ansi hentugt að kunna lesa. En er það nóg? Þótt skólaskylda hérlendis sé til 16 ára aldurs má deila um það hvort allir þeir sem eru 16 ára og eldri á landinu séu læsir og hvað þá skrifandi. Skólakerfið virðist ekki vera að ala upp mjög þenkj- andi nemendur í dag og það er ekki óalgengt að fólk í há- skólanámi kunni til dæmis ekki að skrifa einfalda ritgerð. Ekki fara allir í bóklegt fram- haldsnám og ennþá færri leggja hug á nám á háskólastigi enda seg- ir sig sjálft að það myndi ekki ganga upp ef allir væru bók- menntafræðingar eða lögfræð- ingar (fyrir utan hvað það yrði óstjórnlega leiðinlegt). Þeir sem kjósa hins vegar að fara í há- skólanám þurfa að vera jafnfærir og þeir sem hafa svipaða menntun frá löndunum sem við berum okk- ur saman við. Ég held að það sé ekki alltaf raunin. Hvorki í grunn- skóla né menntaskóla eru íslensk- um krökkum kennd góð vinnu- brögð, að skrifa ritgerðir eða hugsa sjálfstætt. Það er líka engin munur á Jóni og séra Jóni því að flestir klára grunnskylduna án þess að hafa haft fyrir því og sumir jafnvel án þess að kunna að lesa eða skrifa en enginn tekur eftir því. Erlent skólakerfi þar sem gerð er lágmarkskrafa um hæfni nemenda gerir það að verkum að sumir þurfa að endurtaka bekkinn. Það er að sjálfsögðu ekki skemmti- legt en nemendurnir læra á því og ekki eru margir sem falla um bekk oftar en einu sinni. Myndi svoleiðis kerfi ekki ganga í grunnskólum á Íslandi? Það getur vel verið að við séum vel menntuð þjóð á við margar en fyrst við veljum þessa leið, að hafa grunnskyldu til 16 ára aldurs, af hverju ekki að gera það almenni- lega? Sá grunnur gæti nægt sum- um sem færu síðan beint í iðnnám eða hvatt aðra sem hygðu á bók- legt nám til að gera betur. Það er alla vega frekar pínlegt að fá stúd- entspróf tveimur árum á eftir ná- grannalöndunum og standa þeim síðan ekki jafnfætis. Flestir þeir sem ég kannast við og hafa lokið háskólaprófi hafa hins vegar gert það með mikilli prýði enda er aldr- ei of seint að leggja sig fram. Það hefur þó komið frá þeim sjálfum og þeirra dugnaði og erfitt að þakka það skólakerfinu sjálfu. Það má einnig benda á það að stuðningur íslenska ríkisins við námfúst fólk er ekki mikill. Ekki miðað við áherslurnar og það sem við montum okkur af að minnsta kosti. Jújú, það er hægt að ganga inn í lánasjóð íslenskra náms- manna og sækja um lán, sem tekur síðan alla ævi að greiða af, ef mað- ur á góðan að sem er tilbúinn að skrifa undir skuldabréfið. Því er það ekki fýsilegur kostur fyrir þá sem hafa lítið á milli handanna að fara í dýrt háskólanám. Það er líka alveg sama hversu vel þú stendur þig, hér tíðkast ekki að breyta hluta af lánsupphæðinni í styrk eins og á sumum Norðurlönd- unum. Það er jafnvel hægt að fá á tilfinninguna við lántökuna að hér sé verið að gera námsmanni per- sónulegan greiða, þvílík eru skil- yrðin. Þetta eru einu sinni pen- ingar sem greiddir verða margfalt til baka. Það er ansi merkilegt að hjá einu ríkasta landi heims, sem virð- ist leggja mikið upp úr menntun og nýsköpun, að það sé nánast ekkert stutt við bakið á því fólki sem hefur áhuga á að auðga flóruna með nýj- um leiðum. Það getur reynst því erfitt að fá styrki til að leggja stund á fag sem ekki er kennt hér- lendis og ekki eru veittir styrkir eða lán í heilu lagi til skólagjalda. Þeir sem hafa lagt á sig margra ára háskólanám koma svo út á vinnumarkaðinn og fá nánast eng- an aðlögunartíma heldur skella sér beint út í skuldasúpuna. Það þarf menntun til að viðhalda stöðugleik- anum í þjóðfélaginu en til þess þarf gott skólakerfi og stuðning við þá sem hyggja á langa skólagöngu. Það er ekkert sérlega upplífgangi fyrir þann sem hefur 3–5 ára há- skólamenntun að vita til þess að allt þetta hafi nánast verið til einskis þar sem hann er skuldum vafinn en Jói Jóns sem fór aðra leið framhjá bóklega náminu eða hætti bara eftir grunnskólann hefur það ansi gott. Ég kann að lesa Það má benda á það að stuðningur íslenska ríkisins við námfúst fólk er ekki mikill. Ekki miðað við áherslurnar og það sem við montum okkur af að minnsta kosti. VIÐHORF Sara M. Kolka sara@mbl.is Í BYRJUN þessa árs var óhjá- kvæmilegt að loka bráðamóttöku við Sjúkrahúsið Vog sem rekin hefur verið undanfarin tvö ár. Auk þessa var dregið úr innritunum sem nemur 250 á ársgrunni. Síð- ustu mánuði höfum við starfs- mennirnir á Vogi horft upp á af- leiðingar þessa. Aðgerðirnar bitna aðallega á þeim sjúklingum okkar sem verst eru staddir. Þeir þurfa nú að bíða lengur eftir nauðsyn- legri sjúkrahúsvist en áður. Slíkt er kostnaðarsamt fyrir aðrar heil- brigðisstofnanir og þjóðfélagið í heild en hættulegast einstakling- unum sem þurfa að bíða. Átakanlegast er þó að lesa um ógæfu þeirra í dagblöðum og fá tölvupóst frá aðstandendum þeirra sem á biðlistanum voru en fengu hjálpina of seint. Við þessar að- stæður er það skylda okkar hjá SÁÁ að bera þeim sem málið er skyldast tíðindin. Heilbrigðisráðherr- ann er kjörinn tals- maður þessara sjúk- linga og ráðuneyti hans á að tala máli þeirra við fjár- laganefnd Alþingis. Það er því átakanlegt að fylgjast með því hvernig ungur að- stoðarmaður ráð- herra kemur sér hjá því að lesa úr tölulegum upplýs- ingum um vanda sjúklinganna og axlar ekki eðlilega ábyrgð, heldur bregst trausti sjúklinganna sem á biðlistanum eru og tekur til við að skrökva. Ómögulegt er að vita hvaða hagsmuni hann er að verja með því. Annað árið í röð ætlar hann sér að fara inn á Alþingi og halda því fram að fjárveitingar hafi aukist til SÁÁ svo nemi tugum prósenta og halla með því réttu máli. Hið rétta í mál- inu er að árið 1999 vantaði 140 milljónir á núvirði upp á að fjár- veitingar ríkisins greiddu rekstrar- kostnað sjúkrastofn- anna SÁÁ. Þá var fjárveitingin 372 millj- ónir en kostnaður 514 milljónir. SÁÁ greiddi þennan halla. Árið 2004 var fjárveitingin til sjúkrarekstursins 497 milljónir á föstu verðlagi og hefði ekki dugað fyrir rekstrinum eins og hann var 1999. Síðan þá hefur árlegum innrit- unum á sjúkrahúsið Vog verið fjölgað um 350, viðhaldsmeðferð ópíumfíkla tekin upp og sérstök unglingadeild tekin í notkun. Kostnaðurinn við sjúkrekstur SÁÁ var 578 milljónir árið 2004 og þar af var kostnaður vegna Vogs um 400 miljónir. Framlag ríkisins var á sama tíma 497 milljónir eins og áður segir. Þetta eru tölulegar staðreyndir. Að bregða fyrir sig prósentureikningi þar sem rík- isframlagið 1999 er lagt til grund- vallar óverðbætt eru ódrengilegar blekkingar sem bitna á sjúkling- unum sem eru á biðlistanum á Vogi Sjúklingar á biðlistum treysta á heil- brigðisráðherra Þórarinn Tyrfingsson fjallar um vandamál Sjúkrahússins Vogs ’Átakanlegast er þó aðlesa um ógæfu þeirra í dagblöðum og fá tölvu- póst frá aðstandendum þeirra sem á biðlist- anum voru en fengu hjálpina of seint.‘ Þórarinn Tyrfingsson Höfundur hefur borið ábyrgð í heilbrigðisrekstri í 29 ár. UMRÆÐAN síðustu daga um tilvist og framtíð innanlandsflugs á Íslandi hefur leitt af sér ýmsar hugmyndir og ábendingar. Ég leyfi mér að ítreka skoðun mína og rök þar af lútandi, af hverju færa skuli innanlands- flugið til Keflavíkur. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins 23 ágúst sl. hittir í raun naglann á höfuðið og rökstyður í megin at- riðum þá skoðun margra að innan- landsflugið skuli fært suður til Keflavíkur. Stærsta og veiga- mesta atriðið er að sjálfsögðu kostnaðarliðurinn. Í okkar fámenna landi er með öllu óskiljanlegt af hverju reka skuli tvo stóra flugvelli á sama land- svæði. Sjálfur ek ég til borg- arinnar frá Keflavík nær daglega og hef upplifað þá breytingu og tækifæri sem tvöföldun Reykjanes- brautarinnar færir heim. Akstur á milli Keflavíkur og höfuðborg- arsvæðisins mun aðeins taka 20–25 mínútur eftir að búið er að tvö- falda alla Reykjanesbrautina. Sam- gönguþjónusta milli Keflavík- urflugvallar og höfuðborgarinnar er til fyrirmyndar og í raun ódýr kostur. Sjálfur tel ég mikilvægara að stjórnvöld íhugi frekar hvernig tryggja skuli í áföngum tvöföldun vega á öllum leggjum þríhyrnings- ins Borgarnes – Keflavík – Selfoss, með kjarnapunktinn í höfuðborg- inni. Má ætla að sá kostnaður sem falla myndi til byggingar nýs flug- vallar að Lönguskerjum myndi duga langleiðina í eins risavaxið en þarft samgönguverkefni og hér hefur verið lýst. Gera Reykvíkingar sér almennt grein fyr- ir þeim ávinningi sem felst í nýtingu Vatns- mýrarinnar undir byggingarland í fram- tíðinni? Allir sem fylgjast með, vita að byggingarland í Reykjavík er af skornum skammti skv. núverandi skipulagi. Borgaryfirvöld undanfarinna ára hafa í gríð og erg fært byggð upp til fjalla sem ég tel vera arfavit- lausa stefnu. Miðborg Reykjavíkur þarf á byggingarlandinu í Vatns- mýrinni að halda. Annars verður miðborgin skilin eftir í þeirri þró- un sem nú sér stað og um leið mun Reykjavíkurborg glata gullnu tækifæri til að þróast enn frekar sem eftirsótt borg til búsetu og ferðalaga. Hin hliðin á umræðunni er rök fjölmargra íbúa landsbyggðarinnar sem vilja áfram hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Hef ég sjálfur farið víða í sumar og rætt þetta tiltekna mál við fjölmarga aðila. Hef ég fengið ólík sjónarmið frá fólki al- mennt en hef þó á tilfinningunni að helmingur vilji ekki færa flugið suður og almennt engar breytingar en hinn helmingurinn sé á því að skynsamleg leið sé að færa flugið suður til Keflavíkur. Eitt vil ég þó fjölyrða um. Landsbyggðarfólk sem á erindi til byggða sunnan við höfuðborgina, s.s. Kópavog, Garða- bæ eða Hafnarfjörð, tapar ekki miklum tíma ef flugið reynist vera til Keflavíkur í stað Vatnsmýr- arinnar. Landsbyggðarfólk sem á erindi til útlanda græðir tíma og í raun einfaldar ferðatilhögun sína með því að fljúga til Keflavíkur í stað Vatnsmýrarinnar. Erlendir ferðamenn sem hyggjast staldra stutt við vegna erinda úti á landi verða að staldra við í Keflavík áð- ur en lengra er haldið, hvort sem þeim líkar betur eða verr enda hefur Keflavík alþjóðaflugvöll að geyma. Í raun er um takmarkaðan fjölda að ræða sem tapar á því að innanlandsflugið verði fært frá Vatnsmýrinni til Keflavíkur. Og ekki má gleyma þeim ávinningi sem skapast að horfið verði frá því að byggja nýjan stóran flugvöll, steinsnar frá Keflavíkurflugvelli, en slík framkvæmd myndi kosta skattgreiðendur á annan tug millj- arða króna. Innanlandsflugið til Keflavíkur Gunnar Örn Örlygsson fjallar um staðsetningu innan- landsflugvallar ’Í raun er um takmark-aðan fjölda að ræða sem tapar á því að innan- landsflugið verði fært frá Vatnsmýrinni til Keflavíkur.‘ Gunnar Örn Örlygsson Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.