Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Steinunn Þórð-ardóttir fæddist á Grund á Akranesi 26. júlí 1915. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Höfða 29. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Emilía Þorsteins- dóttir frá Grund og Þórður Ásmunds- son, útgerðarmaður frá Háteigi á Akra- nesi. Systkini Stein- unnar eru Ólína Ása, f. 1907, Hans Júlíus, f. 1909, Steinunn, f. 1910, lést í æsku, Ragnheiður, f. 1913, Arndís, f. 1917, Ingibjörg Elín, f. 1920, Þóra, f. 1922, og Emilía, f. 1927. Eftirlifandi eru Ólína, Arndís, Ingi- björg Elín og Emilía. Hinn 5. nóvember 1938 giftist Steinunn Árna H. Árnasyni, vél- stjóra og verslunarmanni, frá Bol- ungarvík, f. 7. júní 1915, d. 11. apríl 1991. Þau eignuðust ellefu börn. Hrafnhildi Jónsdóttur. Þau eiga einn son. 8) Ólína Elín, f. 13. des. 1950. Hún á einn son. 9) Guðmund- ur, f. 30. jan.1952, d. 19. apríl s.á. 10) Steinunn, f. 5. jan. 1954, var gift Viggó Kristinssyni. Þau eiga tvö börn. Maður hennar er Þorkell Einarsson. 11) Guðmundur, f. 3. júlí 1956, kvæntur Sigrúnu Trausta- dóttur. Þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. Afkomendur Steinunn- ar og Árna eru því alls 63 að tölu. Steinunn og Árni hófu búskap sinn í Heimaskaga og síðar Auðn- um á Akranesi, en frá 1944 áttu þau heima á Suðurgötu 16 á Akra- nesi, húsi sem þau reistu sér og fjöl- skyldu sinni. Síðastliðin ár hefur Steinunn búið á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. Steinunn stundaði nám við hús- mæðraskólann á Ísafirði í eitt ár. Hún starfaði með íþróttafélögun- um á Akranesi auk Skátafélags Akraness. Lengst af var hún þó með opið hús á Suðurgötu 16 á Akranesi þar sem hin stóra fjöl- skylda hennar, frændfólk og vinir hittust daglega yfir góðum veiting- um og atlæti. Útför Steinunnar verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Þau eru: 1) Bjarni Ólafsson, f. 13. febr- úar 1939, kvæntur Áslaugu Hjartardótt- ur. Þau eiga tvær dætur og sex barna- börn. 2) Sigríður, f. 23. júní 1941, gift Kristjáni S. Kristjáns- syni. Þau eiga þrjú börn og þrjú barna- börn. 3) Þórður, f. 25. okt. 1942, kvæntur Sesselju S. Engil- bertsdóttur. Þau eiga tvö börn, átta barna- börn og eitt barnabarnabarn. 4) Emilía Petrea, f. 6. okt. 1943, gift Guttormi Jónssyni. Þau eiga tvö börn og fjögur barnabörn. 5) Ingi- björg, f. 27. ágúst 1945, gift Sigurði I. Ingimarssyni. Þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 6) Sigrún, f. 31. okt. 1946, var gift Karli J. Lillien- dahl. Þau eiga þrjá syni og fimm barnabörn. 7) Árni Sigurður, f. 19. júlí 1949, d. 7. sept. 2000, kvæntur Mig langar til að heiðra minningu móður minnar sem verður jarðsett í dag. Hún lést 29. ágúst rúmlega ní- ræð og þrotin að kröftum. Síðustu ár- in voru henni ansi erfið. Það var henni mjög erfitt er hún missti einn son sinn, Árna. Sá missir var henni mjög þungbær. Þrátt fyrir öll áföll sem hún varð fyrir missti hún aldrei kjarkinn eða lífsviljann. Ég hef sagt það við fólkið okkar, að það væri til eftirbreytni fyrir okkur, að feta í hennar spor að þessu leyti. Reyndar er sá arfur sem hún eftirlét okkur af- ar dýrmætur. Hún innprentaði okk- ur að öfunda aldrei nokkra mann- eskju af veraldlegri velgengni né tala illa um náungann. Maður skyldi gera eins vel og maður gæti og una við sitt. Ég man ekki til að hafa heyrt foreldra mína tala illa um nokkurn mann eða öfundast við aðra og eru það mjög gefandi minningar um þau. Hér áður ræddum við mamma oft um lífið og tilveruna, og bar þá oft á góma málefni friðar og ófriðar. Ég held að ég hafi verið að verða fertug- ur þegar ég loksins viðurkenndi að viðhorf mömmu til friðar væri mínu æðra. Ég hélt því fram að friður væri oft keyptur of dýru verði. Mamma sagði aftur á móti að frið væri ein- faldlega ekki hægt að verðleggja. Þetta viðhorf lýsir betur en flest ann- að hennar viðhorfum til lífsins og til fólksins sem á vegi hennar varð um ævina. Ég man þá daga þegar mamma var með þvottadaga, en þá var þvegið í höndum og tauið soðið í stórum þvottapotti sem hitaður var með eldi. Þetta hefur verið mikil vinna því hún átti tíu börn. Aldrei minnist ég þess að hafa heyrt hana eða pabba sýta sitt hlutskipti í lífinu. Þau unnu samhent að heill heimilis- ins og okkar barnanna. Það var þeirra æðsta hlutverk að koma börn- unum til manns og stuðla að sam- heldni fjölskyldunnar. Nú þegar við kveðjum þessa elsku með miklum söknuði og þakklæti, þá treystum við því að henni verði fagnað innilega annars staðar. Fyrir hönd okkar systkinanna, Þórður Árnason. Þegar sorgin bankar upp á er gott að eiga góðar minningar. Minning- arnar um Steinu tengdamömmu eru margar og góðar enda árin orðin yfir 45 sem við höfum átt saman í sorg og gleði. Í gegnum frumburðinn ykkar Árna komst ég í ykkar indælu fjöl- skyldu, ég dáðist að því hvað þið vor- uð sérstök með allan skarann ykkar og alltaf pláss á Suðurgötu 16, allir velkomnir. Þegar við Baddi þinn byrjuðum að búa á neðri hæðinni kunni ég varla að sjóða hafragraut og þó að brunalyktin bærist upp heyrð- ist ekki styggðaryrði frá þér, þó að matargerð væri einn af þínum góðu kostum, enda alin upp á Grund hjá ömmu Emilíu og búin að vera á Hús- mæðraskólanum á Ísafirði. Vand- virkni þín var einstök, ég hef heyrt að sokkarnir þínir hafi þekkst á stopp- inu heima á Grund, og það sem þú ófst í skólanum ber þess líka merki, ég á dúkaservíettur eftir þig þaðan. Einn af þínum mörgu kostum var gjafmildi sem ég naut ómælt af í gegnum tíðina. Ég fékk líka að kynnast veiðitúr- unum í Flekkuna, með Millu Jóns, Pétri og ykkur Árna, þessar ferðir voru alveg einstakar, þið fóruð þess- ar ferðir saman á hverju ári í áratugi. Þú varst svo skemmtilega ákveðin, þurftir ekki að segja mikið til að það skildist. Þið Árni voruð svo góð sam- an, ykkur tókst svo ótrúlega vel að koma upp þessum stóra og mann- vænlega hópi. Þú hlýtur oft að hafa verið þreytt, en létta lundin hefur hjálpað og alltaf stutt í hláturinn. Það var mikið áfall fyrir 14 árum þegar þú misstir lífsförunautinn þinn, mér fannst þú aldrei söm eftir það, og annað áfall dundi yfir árið 2000 þegar Addi dó, en það var þér næstum óbærilegt. Þú varðst 90 ára 26. júlí, þann dag varstu með hressara móti og varst með stóra hópinn þinn í kringum þig og þannig leið þér best. Elsku Steina mín, að lokum vil ég þakka þér fyrir allt það góða sem ég á í minningunni frá þér, og sérstak- lega fyrir strákinn, þú varst frábær tengdamamma og yndisleg amma stelpnanna okkar og langamma barnanna þeirra sex. Guð geymi þig. Ása Hjartardóttir. Morgunninn ber með sér að haust- ið nálgast, raki og þungur ilmur í lofti. Í þann mund sem ég held að skipulag hversdagsins sé að ganga upp birtist fjögurra ára sonur minn á tröppunum með hvítt rúmteppi yfir höfðinu og ýmislegt smálegt úr íbúð- inni í eftirdragi. Ég lygni aftur aug- unum og tel upp að tíu. Hann rennur víst seint upp dagur hins fullkomna skipulags, hjá mér a.m.k. Eins og svo oft verður mér hugsað til heimilis- halds ömmu og afa með börnin tíu og hvaða galdraformúla gerði þeim kleift að halda gleði og jafnaðargeði í fábrotnu lífi sem úr fjarlægð virðist fyrst og fremst hafa einkennst af brauðstriti. Síðdegis þennan sama dag yfirgaf amma Steina þennan heim eftir gæfusamt líf í faðmi stórfjölskyldu. Ég lít til baka og sé heimili búið afar fábrotnum húsbúnaði, heimili sem þó er eins og nafli alheimsins iðandi af lífi frá morgni til kvölds og allir vel- komnir. Eldhús með stóru hjarta þar sem amma stendur og hellir mjólk og kaffi í lítravís í þykk, mött glösin. Heimaframleitt meðlætið; brauð, kæfa og rabarbarasulta að ógleymdri brúnkökunni. Menn og málefni rædd en aldrei þó á meiðandi hátt. Ferðum inn í búr þar sem nesti var laumað í endurnýtta brauðpoka, faðmlag og kveðjukoss. Síðar amma í stólnum góða með mjúkt teppi og værðarsvip sem fékk mann til að líða vel. Auðvitað var lífið ekki alltaf dans á rósum og þó að amma hafi haft yfir sér glaðlegt yfirbragð og stutt í hlát- urinn var hún ekki skaplaus og síð- ustu árin skynjaði maður betur að hún bjó yfir stjórnsemi og festu allra sterkra húsmæðra. Ég hugsa um eigin lífsgildi og störf; ómæld orka í rökræður og fundi. Gefum við okkur tíma til vera til í amstri hversdagsins? Auðmýkt gagnvart lífinu og að gleðjast yfir litlu eru ekki tískuorð dagsins í dag, en þó máttugri fyrirmynd en nokk- urn grunar. Á níræðisafmæli ömmu fyrir rúm- um mánuði átti fjölskyldan yndislega stund á einum fallegasta degi sum- arsins. Sú stund minnir okkur á að viðhalda þeim góðu gildum sem lögð voru til grundvallar af ömmu og afa. Kom mildi og umvefðu okkur þeim kærleik sem gefinn hefur verið. Elsku amma Steina fyrir hönd okkar Lalla, takk fyrir allt. Þitt barnabarn Helena. Mikið er ég stolt og þakklát fyrir að hafa fengið að alast upp með ömmu Steinu. Hún hefur haft mikil áhrif á mig sem manneskju. Hún var mörgum kostum gædd, hún var hlý, góð, gjafmild, þolinmóð og mjög já- kvæð. Jafnframt var hún ótrúlega sterk kona, eins og kletturinn í haf- inu. Með alla þessa góðu kosti var hún samt svo hógvær. Hún vann sem húsmóðir á Suður- götu 16. Þar sinnti hún tíu börnum, tengdabörnum, barnabörnum og þeirra vinum, barnabarnabörnum og öllum þeim fjölmörgu sem leið áttu hjá og gátu kíkt til hennar í kaffi. Steina átti alltaf eitthvað gott og heimalagað með kaffinu. Besta sem ég vissi hins vegar var að koma köld og blaut inn úr rigningunni og fá sjóðheita ekta kjötsúpu. Með öllu þessu heimalagaða fæði fékk maður svo dágóðan skammt af innihaldsríku uppeldi sem ég svo bý að alla ævi. Hún kenndi mér að virða náungan, öfunda ekki aðra. Þakka fyrir allt það sem maður fær og áorkar og umfram allt vera ánægður með hlutskipti sitt. Virða sér eldra fólk, vera góð, kurteis og prúð. Halda friðinn og ekki stríða. Kona sem hefur slík áhrif hlýtur að gegna mikilvægu stjórnunarstarfi og það gerði hún svo sannarlega. Hún stjórnaði öllu sem fram fór á Suð- urgötu 16 og það með miklum sóma. Maður heyrði ömmu aldrei kvarta yf- ir nokkrum hlut eða ergja sig á smá- atriðum. Hún var aldrei þreytt eða neikvæð. Þessi sterka en jafnframt blíða kona. Starf hennar hefur ekki alltaf verið létt og launin kannski ekki eftir einhverjum forstjórataxta. Hennar laun voru ríkulegri en það. Þau voru ómetanleg, hún hafði áhrif á hvernig við horfum á lífið og til- veruna. Hvernig við tökum þátt í því. Ég held að við þyrftum fleiri mann- eskjur eins og hana ömmu Steinu, þá yrði örugglega skemmtilegra, léttara og innihaldsríkara að alast upp sem barn í dag. Ég er alla vega innilega þakklát og gríðarlega stolt af því að hafa fengið að alast upp hjá henni og fengið tæki- færi til að fylgjast með henni. Ég mun gera mitt besta til að halda því við sem hún kenndi mér og gera það með ánægju og sóma. Íris Viggósdóttir. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi sem barn að alast upp með ömmu og afa á hæðinni fyrir ofan. Þar var allt- af einhver heima, ekkert stress eða tímahrak þótt nóg væri að gera, en amma bakaði og eldaði alla tíð eins og hún væri ennþá með börnin tíu á heimilinu. Sem var ekki fjarri sanni því þau komu þar við flest daglega og oft á dag. Það var líf og fjör í eldhús- inu hjá ömmu því börnin hennar eru örugglega með munninn fyrir neðan nefið. Kjaftinn út á öxl eins og það hét ef við börnin ætluðum að blanda okkur í umræður. Það hafa þau þó varla erft frá foreldrum sínum því amma og afi eru það prúðasta og orðvarasta fólk sem ég hef kynnst. Mér er minnisstæð tilfinningin þegar ég kom upp á stigapallinn hjá ömmu, það var svolítið eins og að ganga inn í annan tíma þar sem allt gekk hægar, asalaust en samt nægur tími til alls. Gott ef afi sagði það ekki oft: „Það er nægur tíminn“ með áherslu. Ég man ekki til þess að hafa séð afa flýta sér en hann var alltaf að dytta að og sansa. Herða fisk eða huga að veiði hjá sjómönnum. Alltaf var lágstillt „gufan“ í gangi en hún skapaði oft svolítið hátíðlegt and- rúmsloft með sinni eilífu klassísku tónlist. Sem barni varð mér oft á, í hita leikins eða af hreinum klaufaskap (sem reyndar hefur ekki alveg horf- ið), að brjóta eða skemma. Þá stóð ég bljúg og beið eftir skömmunum. En það var þeim mun notalegra þegar amma sagði ljúflega: „Þetta eru nú smámunir í lífinu“ og svo var ekki minnst á það meir. Það besta var að hún meinti þetta fullkomlega. Veraldlegar eigur var henni ekki umhugað um. Hún átti ekki marga hluti og ef við reyndum að gefa henni eitthvað var hún jafn- óðum búin að gefa það aftur – því hún hafði „ekkert við það að gera“. Það er huggun að hugsa til þess nú þegar þessi stóri partur af lífi manns er ekki lengur til staðar að hún fór eins og hún lifði, í Guðs friði umvafin fólkinu sínu. Steinunn Eva Þórðardóttir. Elsku amma, nú ertu loksins búin að fá langþráða hvíld og komin aftur til afa og Adda. Við getum ekki annað en brosað í gegnum tárin, því þótt við vildum helst hafa þig alltaf hjá okkur vitum við að þér líður miklu betur núna. Við eigum svo margar góðar minn- ingar frá Suðurgötunni sem rifjast upp á skilnaðarstundu. Það var svo gaman að skreppa í kaffi til ömmu og spjalla um lífið og tilveruna. Það var oft margt um manninn og mikið glens og grín í eldhúsinu á 16, enda stutt í prakkarann hjá Suðurgötu- börnunum. Þú gladdist með okkur þegar við fórum að búa og eignast okkar börn og fylgdist spennt með langömmu- börnunum. Þeim fannst svo gaman að koma til ömmu löngu og ekki var verra ef það var til harðfiskur eða brún terta. Þú varst svo dugleg að fylgjast með öllum hópnum þínum, þótt minnið væri farið að gefa sig síð- ustu árin, og mundir lengi vel afmæl- isdaga hjá öllum skaranum og það voru nú ekki fáir. Það er ómetanlegt að hafa átt svona góða ömmu sem var alltaf til staðar með bros á vör og hlýjan faðm. Elsku amma, takk fyrir öll árin sem við áttum með þér. Guð geymi þig. Sigríður Ása og Steinunn Birna. Farin er kona með fallegan rauðan blæ á hári, brosmild og falleg í alla staði. Hún var ekki há í lofti en þrátt fyr- ir það náði hún alltaf sjálf í dósirnar í efstu hillunum, annaðhvort með hreinum viljastyrk eða notaðist við ýmis tæki og tól, s.s. prik og stóla. Al- veg sama hvenær tíma sólarhrings- ins við komum átti amma alltaf kök- ur, mjólk eða annað góðgæti í svanga gogga. Þegar margt var um manninn í eldhúsinu hjá ömmu og afa og hún dró fram frægu brúnkökuna sína varð oft mikill hamagangur við að ná síðustu sneiðinni. Amma var alltaf fljót að slá á puttana á strákunum sínum og gefa síðustu sneiðina til ein- hvers af barnabörnunum, og alltaf hló amma jafn mikið yfir strákapör- unum. Þegar við setjumst niður og hugs- um um ömmu og Suðurgötu 16 koma margar góðar minningar upp í hug- ann. T.d allar stundirnar í eldhúsinu þegar við hjálpuðum ömmu að gera saft, sultur, frómas, kökur og annað góðgæti. Og sunnudagsrúntarnir á E-1155 þar sem amma gaukaði að okkur bláum ópal og súkkulaðidrop- um úr hanskahólfinu. Ömmu Steinu verður sárt saknað og geymum við minningu hennar á sérstökum stað í hjarta okkar þar sem hún mun halda áfram að lifa. Elín, Snorri og Sigríður Guðmundarbörn. Hún amma Steina var besta amma í heimi. Hún var góð við alla og alltaf glöð. Ég var mjög lítill á Suðurgöt- unni þegar ég var farinn að skríða upp stigann til ömmu. Það var líka gott að fá brúna köku, sem var svo góð og amma passaði alltaf að það væri til biti handa mér og pabba. Þegar ég varð eldri heimsótti ég hana oft á elliheimilið og þá var gam- an að fá að kíkja í nammiskápinn. Nú er amma ábyggilega búin að hitta pabba minn, afa Árna og litla Guðmund, og líður örugglega betur. Kveðja. Karl Alex. Elsku amma. Mikið þykir mér leitt að hafa ekki verið hjá þér og kvatt þig þessa seinustu daga þína. Við hittumst oft seinustu tvö sumur og þó að ég hafi séð þér hraka smátt og smátt sá ég alltaf líf í augunum þín- um. Þú hafðir yndislegan húmor og blikkaðir mig oft laumulega á réttum augnablikum, t.d. þegar systurnar voru að fussast í kringum þig eða þegar við sátum á kaffistofunni á Höfða og allar konurnar á háa séinu! Ég á yndislegar minningar frá Suðurgötunni. Það var alltaf spenn- andi að koma til langömmu og fá nammi, heyra sögur og skoða gamlar myndir. Ég á eftir að sakna þín en ég veit að núna líður þér betur og ert á betri stað. Bless, elsku amma. Eva Eiríksdóttir. Mér fannst amma Steina vera mjög góð kona, með sérstakt bros og falleg augu. Við krakkarnir vissum nákvæm- lega hvar nammiskápurinn var. Þeg- ar maður fór fékk maður alltaf faðm- lag og koss. Því miður fer ég ekki oftar að heimsækja hana inn á Höfða því amma er farin til afa Árna og Adda frænda. Þitt barnabarnabarn, Axel Máni. Stóra afmælið var búið, sumri tók að halla og hún sofnaði eins og blóm- in sem eru núna að sofna hvert af öðru. Hún gerði það á sinn einstaka hátt, ljúft og æðrulaust kvaddi hún Steina þennan heim hinn 29. ágúst síðastliðinn. Hún hét fullu nafni Steinunn Þórðardóttir, fæddist 26. júlí 1915. á Grund hér á Akranesi. Minningarnar streyma fram ljúfsæt- ar og fá mig til að muna allt frá bernskunni og fram á þennan dag. Hún kynntist Árna Árnasyni móðurbróður mínum á Ísafirði þar sem hún var ung stúlka í hús- stjórnarskóla og hann ungur maður til sjós. Þau fluttu á Akranes giftu sig og hófu búskap. Ég flutti með for- eldrum mínum tveggja ára til Akra- ness, einnig frá Ísafirði og fyrst um sinn bjuggum við hjá ömmu sem bjó niðri á Suðurgötu 16 en Árni og Steina bjuggu uppi. Þessi tími skipar mjög stóran sess í lífi mínu, bernsk- STEINUNN ÞÓRÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.