Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2005 35 MINNINGAR ✝ Jóhanna SigrúnThorarensen fæddist á Gjögri í Árneshreppi á Ströndum 6. október 1932. Hún lést á líkn- ardeild Landakots miðvikudaginn 24. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Axel Thoraren- sen, f. 24. október 1906, d. 14. maí 1993, og Agnes Guð- ríður Gísladóttir, f. 20. desember 1911, d. 30. júní 1992. Systkini Jóhönnu eru: drengur sem lést óskírður nokkurra vikna gamall 1931, Ölver, f. 6. apríl 1935, d. 10. desember 1982, Ólafur Gísli, f. 3. júní 1938, Steinunn, f. 6. júlí 1940, Kamilla, f. 25. febrúar 1943, Olga Soffía, f. 5. október 1945, Jakob Jens, f. 9. ágúst 1949, og Elva, f. 17. október 1955. Jóhanna giftist 27. desember 1964, Benedikt Bent Ívarssyni frá Hörning á Jótlandi í Danmörku (skírður Bent Nielsen), f. 27. desem- ber 1932. Foreldrar hans eru Iver Nielsen, f. 2. september 1905, d. desember 1988 og Johanne Nielsen, f. 19. mars 1907, d. ágúst 1988. Börn Jóhönnu og Benedikts eru: 1) Svani Guðmundssyni, f. 21. ágúst 1971. Synir þeirra eru Aleksander Helgi, f. 23. september 1996 og Tobias Mikkel, f. 13. febrúar 2000. Synir Jóhönnu Sigrúnar og Stefáns Sturlusonar eru; Reynir Örn, f. 26. október 1987 og Elís Kjaran, f. 5. nóvember 1991. Hinn 4. september 1958 fæddist Jóhönnu Sigrúnu dóttirin Ágústa, faðir hennar er Friðrik Pétursson. Kjörforeldrar Ágústu eru Frímann Björn Hauksson og Þorbjörg Elías- dóttir á Akureyri. Ágústa lést 15. apríl 1995, hún eignaðist þrjú börn. Jóhanna Sigrún ólst upp á Gjögri í Árneshreppi á Ströndum og fór snemma að sinna margvíslegum störfum eins og títt var í þá daga. Rúmlega tvítug flutti hún til Drangsness og síðar Hólmavíkur þar sem hún vann ýmis störf. Árið 1956 flutti Jóhanna Sigrún ásamt dóttur sinni, Sjöfn, til Reykjavíkur og tveimur árum síðar að Álafossi í Mosfellsbæ. Þar hóf hún störf hjá Álafossi. Hjá því fyrirtækinu vann Jóhanna Sigrún þar til það varð gjaldþrota í kringum 1990. Þá varð Jóhanna Sigrún starfsmaður Ístex þar sem hún vann til ársloka 2002 þegar hún hætt sökum aldurs. Jóhanna Sigrún bjó á Álafossi frá 1958 til 1968 þegar hún flutti ásamt eiginmanni sínum í nýbyggt íbúðar- hús þeirra hjóna að Lágholti 17 í Mosfellsbæ hvar hún bjó til ævi- loka. Útför Jóhönnu Sigrúnar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Drengur sem andað- ist við fæðingu 2. nóv- ember 1964. 2) Ívar, f. 28. desember 1965, sambýliskona Kristín Bjarnveig Reynisdótt- ir, f. 12. júní 1965, synir þeirra eru Axel Helgi, f. 25. janúar 1995 og Eiður, f. 4. október 1997. 3) Agnes Guðríður, f. 7. júlí 1971, sambýlis- maður Gunnar Jóns- son, f. 14. september 1967, sonur Agnesar og Ómars Svavarssonar er Almar Snær, f. 21. júlí 1989. Dóttir Jóhönnu Sigrúnar og Benjamíns Ólafssonar er Sjöfn, f. 31. júlí 1954, gift Kristjáni Kjaran Hermannssyni, f. 13. ágúst 1947. Börn þeirra eru: 1) Hermann Bjarni, f. 31. mars 1974, kvæntur Lindu Kristjánsson, f. 22. maí 1972, dóttir þeirra er Henriette, f. 16. september 2004. 2) Gísli Kjaran, f. 13. nóvember 1976, sambýliskona Anne Marit Aalvheim, f. 30. maí 1978. 3) Tinna Ósk, f. 28. júlí 1984, sambýlismaður Aleksander Hen- riksen, f. 30. apríl 1984. Dóttir Sjafnar og Markúsar Kristins Magnússonar er Jóhanna Sigrún, f. 28. nóvember 1971, gift Jóhanni Strandamenn eru sterkir! Á undangengnum mánuðum hefur þessi fullyrðing hljómað í eyrum mér. Í sama mund sást til steytts hnefa þess sem lét fullyrðinguna sér um munn fara. Það var hún móðir mín. Með þessi orð á vörum stóð hún keik í stafni síns lífsins fleys sem þá hafði orðið fyrir einu sínu alvarlegasta broti. Hún tók á sig hvern brimskafl- inn á fætur öðrum án þess að brotna. Og þeir voru margir. Upp úr hverjum öldudalnum á fætur öðrum sigldi hún, ákveðnari en fyrr. Efldist við hverja raun. Þrjóskan jókst. Grátið í kodd- ann. Síðan var vopnum safnað á ný. Kompásinn stilltur, kúrsinn réttur af. Hún var staðráðin í að sigla fleyi sínu heilu heim. Uppgjöf kom aldrei til greina. Strandamenn eru sterkir! Þetta ómaði í gegnum brimgarðinn allt til síðustu stundar þegar snögglega lygndi. Ládautt. Fley móður minnar rann hægt og örugglega inn Bæjar- voginn.Þar mætti henni opinn kær- leiksfaðmur. Hún er komin heil heim. Strandamenn eru sterkir! Einnig þrjóskir og þverir. Þeir gefast aldrei upp, hversu dökkt sem útlitið kann að vera. „Kjörin settu á manninn mark, meitluðu svip og stæltu kjark.“ Hafðu kærar þakkir mamma, við hittumst síðar. Ívar. Kom, svefnsins blíða bylgja, og burt mig tak með þér; lát fagra drauma fylgja því fleyi, sem mig ber. Að ljúfra drauma löndum þinn ljósi faðmur ber frá stormsins bröttu ströndum, – og stundin gleymir sér. Í fjarskans drauma-dvala skín dýrlegt, himneskt ljós. Við loftsins létta svala grær lífsins dýrsta rós. Og horfnar tungur tala þar tryggðum helgað mál. Að baki djúpra dala þar dvelst hin Eina Sál. (Jakob Jóh. Smári.) Svefnsins blíða bylgja kom og bar þig heim með sér. Þú varst þrotin að kröftum eftir hatramma baráttu við erfiðan andstæðing, enda lagt þig alla fram alveg til hins síðasta dags. Við eigum svo fallegar minningar um þig, Strandakonuna sterku og duglegu. Þú kenndir okkur m.a. að það væri alltaf gott veður norður á Gjögri hvernig sem viðraði, sýndir okkur hvernig þú dorgaðir á bryggj- unni með gamla laginu, bakaðir bestu brúntertur og kleinur sem við höfum bragðað, sýndir okkur uppáhalds- staðina þína og sílapollana við Bæj- arvog og úti á Strönd og sagðir okkur margar sögur frá því þegar þú varst ung á Gjögri. Og þú dreifst okkur oft með í skemmtiskokk, drengirnir dást svo sannarlega að öllum verðlauna- peningunum þínum sem þú vannst þér inn. Nú er amma komin á besta staðinn, sagði einn af ömmudrengj- unum þínum. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Fyrir hönd fjölskyldunnar viljum við færa starfsfólki líknardeildar Landakots hjartans þakkir fyrir frá- bæra umönnun, samhygð og stuðning á liðnum mánuðum. Guð blessi þig, elsku amma og tengdamamma. Kristín, Axel Helgi og Eiður. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, – augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Ég mun ávallt geyma minninguna um þig í hjarta mér, elsku amma mín. Þinn Almar Snær. Elsku amma, Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kveðja, Jóhanna Sigrún, Jóhann Svanur, Reynir Örn, Elís Kjaran, Aleksander Helgi og Tobias Mikkel. Kæra mágkona, á haustmánuðum 1958 var til siðs að við strákarnir í Ræktunarsambandinu færum í há- degismat í mötuneyti Álafoss, ætlast var til að við kæmum upp úr 12.30 en þá var starfsfólk fyrirtækisins farið úr salnum. Eitt sinn er við komum í mat var komin ný stúlka í borðstof- una. Þessi unga stúlka var Jóhanna sem komin var þarna til starfa og hafði litla dóttur sína með. Sjöfn, en svo hét litla dóttirin, hændist fljótt að okkur og góður kunningsskapur tókst með okkur öllum. Ósjaldan skrapp Sjöfn með okkur á verkstæðið meðan mamma var að ganga frá eftir hádegið. Kunningsskapurinn stóð styrkum fótum og ekki minnkaði hann eftir áramótin er systir hennar hóf störf hjá Álafossi og bættist í hóp- inn. Steinunn systir hennar og und- irritaður hófu svo sambúð um vorið og hafði þá kunningsskapurinn breyst í vinskap sem aldrei bar skugga á. Þær systur áttu alla tíð heima stutt frá hvor annarri og samgangur var mikill og þá ekki síður hjá börnum þeirra systra. 1965 hófu þau hjónin Jóhanna og Bent að reisa sér hús í Lágholti 17 og mun það vera eina árið sem fjölskyld- urnar fóru ekki saman á æskustöðvar þeirra systra, í Gjögri í Árneshreppi. Þær til að létta undir með móður sinni, en við Bent að ditta að húsinu, úti eða inni. Jóhanna var handlagin kona. Þau eru falleg stólbökin sem hún saumaði út og allar peysurnar sem hún prjónaði. Ekki má gleyma útsaumuðu myndunum sem prýða veggi heimilis þeirra hjóna. Matseld og bakstur var sérgrein hennar og gestrisni þeirra hjóna mikil. Ferðalög heilluðu þau hjón. Það var ekki sú ferð á vegum starfsmannafélagsins hennar að þau færu ekki með og með verkalýðsfélaginu sínu fóru þau oft. Þá fóru þau nokkrar ferðir til ýmissa landa. Fyrsta ferðalag okkar saman var til Gjögurs vorið 1959, það var mikið ferðalag í þá daga og var Sjöfn með okkur. Það var frábær ferð og oft rædd seinna meir. En síðasta ferðin okkar saman var á liðnu vori er við fórum í fermingarveislu til systurson- ar þeirra systra austur á Hellu. Jóhanna ræddi ekki tilfinningar sínar við aðra, það voru ekki nema þeir nánustu sem vissu líðan hennar er hún missti börnin sín tvö og Ölver bróður sinn sem var henni mjög kær. Ekki þarf að efast um að þau hafa tekið á móti henni við brottför hennar héðan, alla vega kom Ölver til sonar míns í draumi og bað um hjálp við að koma bátnum á flot, því hann þyrfti að nota hann eftir nokkra daga. Kæra Jóhanna, síðustu árin voru erfið, þið hjónin bæði farin að heilsu, en þið nutuð mikils öryggis í skjóli barna og tengdabarna. Ég þakka af alhug umhyggju alla, unað og ást við ættingja mína. Bið ég til Guðs að láti hann falla náð sína og styrk á fjölskyldu þína. Nú þegar kveðjustund rennur upp viljum við hjónin þakka þér af alhug allt sem þú hefur gert okkur í hag. Alltaf varst þú tilbúin að rétta hjálp- arhönd, hvernig sem stóð á hjá þér sjálfri. Við kveðjum með virðingu og þökk. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Hvíl þú í friði. Grétar. Okkur langar til að minnast elsku vinkonu okkar, Jóhönnu, með nokkr- um orðum. Vinátta okkar hófst fyrir 16 árum þegar við byrjuðum að ferðast saman. Þær ferðir urðu marg- ar og skemmtilegar enda ferðafélag- arnir góðir og skemmtilegir, ekki síst þau Jóhanna og Bent, maðurinn hennar, þeim var mjög gaman að kynnast. Hún var alltaf glaðlynd og hjálpsöm og því gott að vera í návist hennar. Fyrir einu ári veiktist hún af þeim sjúkdómi sem hún lést af. Elsku Bent og fjölskylda megi guð styrkja ykkur og vernda um ókomin ár. Okkur langar til að kveðja með þessu versi. Vinátta er vorsins blómi vinátta er lífið. Jafnt í æsku og aldurdómi er hún faðmur kærleikans. (Höf. ók.) Þínir vinir að eilífu. Alda, Bára, Auður, Skúli og Jón. Með söknuði kveðjum við Jóhönnu Thorarensen, góðan vinnufélaga til margra ára. Jóhanna vann í ullarverksmiðju Ís- tex í Mosfellsbæ og þar áður hjá Ála- fossi samtals í 44 ár og hætti störfum í lok árs 2002 liðlega 70 ára að aldri. Jó- hanna var alltaf jafn ljúf og brosmild, svo unun var að vinna með henni. Hún var alltaf til staðar og tók virkan þátt bæði í starfseminni og fé- lagsstörfum starfsmanna ásamt eig- inmanni sínum Bent. Jóhönnu var mikið í mun að starfs- menn Ístex tækju þátt í sem flestu sem boðið var upp á hjá starfsmanna- félaginu. Sjálf tók hún þátt í að stjórna laufabrauðsbakstrinum fyrir jólin. Hún var með í öllum ferðum um landið okkar fagra og sagði þær ferð- ir afar skemmtilegar og fræðandi. Léttri lund hennar, áræði og uppá- tæki höfðu allir gaman af. Atvikið við Hvítserk er öllum þeim sem þar voru með henni afar minnisstætt. Þar höfðu nokkrir vaskir piltar tekið sig til og gengið niður allbratta og grýtta hlíðina niður að sandinum til að geta komist sem næst klettinum. Jóhönnu fannst þetta snjallræði og rauk á eftir þeim þrátt fyrir ákafa aðvörun sam- ferðamanna. Ferðin niður gekk vel, en að komast aftur upp var heldur erfiðara. Með góðra manna hjálp tókst þó vel til eftir að kaðli hafði ver- ið brugðið um hana miðja. Þetta fannst Jóhönnu toppurinn á tilver- unni. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast Jó- hönnu Thorarensen og minning hennar mun lifa með okkur um ókomna tíð. Við sendum Bent, börnunum Sjöfn, Ívari, Agnesi og fjölskyldum þeirra innilegar samúðaróskir á þessari sorgarstund. Starfsfólk hjá Ístex í Mosfellsbæ. Lokið er kafla í lífsins miklu bók. Við lútum höfði í bæn á kveðjustund. Biðjum þann Guð, sem gaf þitt líf og tók græðandi hendi að milda sorgarstund. Ó, hve við eigum þér að þakka margt þegar við reikum liðins tíma slóð. Í samfylgd þinni allt var blítt og bjart blessuð hver minning, fögur, ljúf og góð. Okkur í hug er efst á hverri stund ást þín til hvers, sem lífsins anda dró hjálpsemi þín og falslaus fórnarlund. Friðarins Guð þig sveipi helgri ró. (Vigdís Runólfsdóttir.) Með þessu ljóði vil ég kveðja Jó- hönnu, mér finnst það segja allt sem ég vildi segja um hana. Við unnum saman í mörg ár hjá Álafossi og síð- ustu árin hjá Ístex. Þau Bent kynnt- ust á Álafossi og vann hann sína starfstíð þar. Þau byggðu sér hús í Lágholti 17, áttu þau þar fallegt heimili. Ég vil þakka Bent og Jó- hönnu samfylgdina í 50 ár. Ég votta Bent, börnum þeirra og öllum afkomendum mína dýpstu sam- úð. Hulda Jakobsdóttir. Þá er langri og erfiðri sjúkdóms- göngu lokið hjá Jóhönnu frænku okk- ar. Ótímabært með öllu en samt sem áður bitur veruleiki. Minningarnar streyma fram, allar góðar, frá liðnum árum. Tignarlegri gesti í brúðkaup- um, skírnarveislum, fermingum og ótal afmælisboðum var ekki hægt að hugsa sér, alltaf svo hugguleg og ynd- isleg bæði hjónin. Og alltaf fjör. Það var alltaf svo notalegt að koma í heim- sókn til þeirra, gestrisnin í hávegum höfð og aldrei neitt nógu gott fyrir mann. Þér fannst haustið yndislegur tími, þá á að koma sér inn eftir úti- veru sumarsins og kveikja á kertum. Reyndar fannst þér allar árstíðir skemmtilegar og þú kunnir að njóta þeirra og hlakka til. Eins með veðrið, þér fannst aldrei vera vont veður þótt við hin kvörtuðum, þú sagðir eitt sinn: Þið vitið ekki hvernig vont veður er, það komu slæm veður fyrir norðan (á Gjögri) en það hefur aldrei neitt kom- ið í líkingu við það hér! Þú varst ein- staklega jákvæð manneskja og fannst alltaf eitthvað jákvætt við allt og alla. Það er gott að eiga allar þessar ljúfu minningar nú þegar lífsgöngunni er lokið á þessari jörð elsku Jóhanna, það er svo óraunverulegt að þú sért ekki lengur hjá okkur og algjörlega óviðunandi þar sem, að okkur finnst, öll bestu árin voru eftir. Hafðu þökk fyrir allt elsku frænka okkar. Elsku Bent, Sjöfn, Ívar, Agnes og fjölskyldur, hugur okkar er hjá ykk- ur. Innilegar samúðarkveðjur til ykk- ar allra, megi minning um yndislega konu verða ljós í lífi ykkar um alla framtíð. Kveðja, Ragna, Katrín, Hildur, Alma Rún og fjölskyldur. JÓHANNA SIGRÚN THORARENSEN Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.