Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NEYÐ OG ÓÖLD Vaxandi neyð og óöld er í New Or- leans en talið er, að allt að 300.000 manns séu enn í borginni. Eru vistir á þrotum fyrir þúsundir manna, sem hafast við í ráðstefnuhöll í borginni, og hefur borgarstjórinn sent frá sér neyðarkall vegna þess. Þá fara vopn- aðir glæpaflokkar rænandi um borg- ina og hafa skotið á fólk, sem er að sinna björgunarstöfum. Búist er við, að 30.000 hermenn og jafnvel fleiri muni taka þátt í hjálparstarfinu og meðal annars við löggæslu. Vinna í níu olíuhreinsunarstöðvum hefur lagst niður og bensínverð rokið upp. Hafa yfirvöld vaxandi áhyggjur af afleiðingum hamfaranna fyrir efna- hagslífið. Með stúfinn í hendinni Björn Hafsteinsson, sem slasaðist alvarlega í árekstri strætisvagns og vörubíls 19. ágúst, segist telja sig vera heppinn að hafa ekki hlotið höfuðhögg í slysinu. Björn missti strax annan fótinn neðan við hné. „Og þarna sat ég í götunni með stúfinn í hendinni og var að hugsa um að fá mér smók!“ segir Björn, en taka varð hinn fótinn af honum einnig. Flýta samningum Steinunn V. Óskardóttir borgar- stjóri ætlar að leggja til að aukið fé verði veitt til yfirvinnu og álags- greiðslna fyrir starfsfólk á leik- skólum og tómstundaheimilum. Hún ætlar að fela samninganefnd að skrifa undir nýja kjarasamninga fyr- ir 1. október, en þeir eru lausir í lok nóvember. Nýr bankastjóri Ingólfur Helgason hefur verið ráðinn forstjóri Kaupþings banka á Íslandi. Hreiðar Már Sigurðsson mun alfarið einbeita sér að rekstri Kaupþing banka-samstæðunnar. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Viðhorf 32 Úr verinu 11 Bréf 33 Viðskipti 14 Minningar 35/45 Erlent 18/19 Myndasögur 48 Minn staður 20 Dagbók 48/50 Höfuðborgin 22 Víkverji 48 Akureyri 22 Staður og stund 50 Austurland 23 Menning 51 Landið 23 Leikhús 52 Daglegt líf 24/25 Bíó 54/57 Menning 26 Ljósvakamiðlar 58 Umræðan 28/34 Veður 59 Forystugrein 30 Staksteinar 59 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                   ! " # $ %        &         '() * +,,,               VERÐ á 95 oktana bens- íni hækkaði um fjórar krónur í gær og verð á dísilolíu um 1,50 kr. Ástæðan er miklar elds- neytishækkanir á Rotter- dammarkaði síðustu daga sem einkum eru raktar nú til afleiðinga fellibylsins Katrínar sem hafði veruleg áhrif á olíu- vinnslu í Mexíkóflóa og koma til viðbótar verð- hækkunum á eldsneyti sem þegar höfðu orðið fyrr í sumar. Algengt verð í sjálfsafgreiðslu er nú 117,70 kr. og dísilolíu 114,70 kr. Verð á bensíni er nú 17 krónum hærra hér á landi en það var 1. apríl í vor. Algengt verð með fullri þjón- ustu er 122,70 kr. en fyrir fimm mán- uðum var verðið með fullri þjónustu 105,60 kr. Hækkunin á tímabilinu hefði orðið enn meiri ef styrking gengis íslensku krónunnar gagn- vart Bandaríkjadal á tímabilinu hefði ekki kom- ið til. 150 Bandaríkjadala hækkun Magnús Ásgeirsson hjá olíufélaginu ESSO sagði að ástæðan fyrir hækkun- inni væri hækkun á heims- markaðasverði á eldsneyti sem hefði tekið þvílíkt stökk síðustu dagana. Þannig hefði verð á bensíni á Rotter- dammarkaði verið 828 Bandaríkja- dalir tonnið um miðja þessa viku, en verðið síðastliðinn föstudag hefði verið 663 dalir. Það er hækkun sem nemur rúmum 150 dölum og þar af var hækkunin á þriðjudag um 100 dalir sem er sambærilegt og hækk- unin sem varð á eldsneytisverði í upphafi Persaflóastríðsins 1990. Magnús sagði að nú þegar ekki væri hægt að framleiða bensín í olíu- hreinsunarstöðvum sunnarlega í Bandaríkjunum ykist eftirspurnin eftir eldsneyti í Evrópu og því mætti búast við talsverðum þrýstingi á eldsneytisverð þar í kjölfarið á ham- förunum. Verð á bensíni á Rotterdammark- aði var 530 Bandaríkjadalir í apríl í vor og fyrir ári var það 401 Banda- ríkjadalur. Þá var gengi dalsins um 72 kr. en í dag er það rúmar 62 krón- ur. Bensínið hækkar enn um fjórar krónur Verð á bensíni á Rotterdammarkaði meira en tvöfalt hærra en fyrir ári Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Löng biðröð var hjá Atlantsolíu í gærkvöldi, en félagið hækkaði ekki verð á bensíni í gær. Félagið ætlar hins vegar að hækka um 4 kr. í dag. -../0 (.. 1.. 2..            3.. 4.. 5 PÁLL Magnússon tók í gærmorg- un við starfi útvarpsstjóra Ríkisút- varpsins. Kveðst hann glaður og ánægður með að vera kominn á sinn nýja vinnustað. „Það var tekið afar vel og hlýlega á móti mér í morgun,“ sagði Páll í gær. Páll segir mikilvægt að taka á rekstri stofnunarinnar og að ný lög ættu að gera mögulegt að stýra RÚV með skilvirkari hætti en áður. „Ég held að menn þurfi að vaka yf- ir því á hverjum einasta degi að sem stærstur hluti tekna RÚV skili sér aftur út um hinn endann á hús- inu sem dagskrá í sjónvarpi og út- varpi og sem minnst fjármagn rýrni á leiðinni,“ sagði Páll og bætti við að hann teldi brýnt að lagt yrði fram frumvarp til nýrra laga um Ríkisútvarpið. „Það er grundvall- arforsenda þess að stofnuninni verði stýrt með skilvirkum og nú- tímalegum hætti til hagsbóta fyrir þá sem borga brúsann, þ.e.a.s. áhorfendur og hlustendur.“ Páll Magnússon útvarpsstjóri Vill auka skilvirkni Morgunblaðið/Kristinn HÁTÍÐARGRÓÐURSETNING fór fram í Esjuhlíðum í gær. Þar voru gróðursettar fyrstu trjáplönturnar úr höfðinglegri gjöf Páls Sam- úelssonar til Skógræktarfélags Ís- lands. Páll gaf 35 þúsund trjá- plöntur í tilefni þess að félagið fagnar 75 ára afmæli á þessu ári og Toyotaumboðið, P. Samúelsson hf., fagnar 35 ára afmæli. Í samtali við Morgunblaðið sagð- ist Páll hafa gefið þúsund plöntur fyrir hvert starfsár fyrirtækis síns. Gjöfina tileinkaði hann Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi for- seta Íslands, og Sigurði Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóra. Páll sagði að þau hefðu haft mikil áhrif á sig, varðandi skógrækt, eins og miklu fleiri. Nærri lætur að þessi gjöf nægi til að gróðursetja í 15 hektara lands í Esjuhlíðum. Páll sagði að skógræktaráhugi sinn hefði vaknað fyrir nokkuð löngu, en hann sagði eiginkonu sína, Elínu S. Jóhannesdóttur, vera með mun „grænni fingur“ og hún hefði verið sér hvatning á þessu sviði. Þau hefðu fengið land austur í Tungum fyrir 18–19 árum og byrj- að að planta þar trjám. Að skila hluta af ágóðanum Þegar fyrirtækið P. Samúelsson hf. varð 20 ára gaf það, ásamt Toyota í Japan, 10 þúsund trjá- plöntur til Skógræktarfélagsins. Þar með hófst samvinna Toyota- umboðsins og Skógræktarfélags- ins. Umboðið hefur m.a. verið fé- laginu innan handar með útvegun bíla til starfseminnar og gaf það Skógræktarfélaginu bíl þegar fé- lagið varð 70 ára. „Þetta hefur verið ánægjuleg samvinna. Það hefur verið stefna fyrirtækis míns, allt frá upphafi, að þegar vel gengur þá sé það siðferði- leg skylda okkar að skila hluta af þeim ágóða sem myndast aftur til þjóðfélagsins. Það kemur öllum vel að við styðjum skógræktina.“ Páll Samúelsson gaf 35.000 trjáplöntur á 75 ára afmæli Skógræktarfélagsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Hátíðargróðursetning í Esjuhlíðum í gær. F.v.: Alfreð Þorsteinsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, hjónin Páll Samúelsson, stjórnarformaður Toyotaumboðsins P. Samúelssonar hf., og Elín S. Jóhannesdóttir, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Stefán P. Eggertsson, formaður Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur, Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktar- stjóri, og Magnús Jóhannesson, formaður Skógræktarfélags Íslands. Skógræktin kemur öllum vel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.