Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 37
lingunum sem oft leyndust í jóla- pökkum. Við vorum oft öfunduð af vettlingunum fínu og meira að segja vöktu listileg mynstur vettlinganna oftar en ekki umræður, hvort sem var innanlands eða erlendis. Enda var amma listakona með prjónana. Síðast en ekki síst munum við eftir ömmu fyrir hlýju orðin. Við vorum öll „gullið mitt“ og hún þakkaði okkur alltaf fyr- ir „gæðin ykkar“. Þótt við værum lítil og vissum ekki alveg hvað orðin þýddu, þá vissum við að þau voru góð því oftar en ekki fylgdi stroka um vangana og þær hættu ekki þó við værum orðin fullorðin, sem betur fer. Þau fylgja okkur líka alltaf. Við systkinin fórum á yngri árum í réttir og alltaf var gist hjá ömmu og afa í Borgarnesi í góðu atlæti. Það var allt- af gott að koma í heimsókn. Amma var líka einstaklega dugleg við að fylgjast með okkur, hvar sem við vor- um í heiminum, skrifa bréf og spyrj- ast fyrir um hagi og líðan okkar. Hún átt stóran Atlas og fylgdist vel með bröltinu í okkur, í hvaða heimsálfu sem við vorum stödd. Við vissum að amma hugsaði til okkar. Við viljum þakka þér fyrir tímann sem við áttum með þér, elsku amma, við munum sakna þín. Þín Veigubörn, barnabörn og makar. Amma var best í heimi, það var al- veg sama hvað við vorum að gera í líf- inu, alltaf stóð hún með okkur. Ef eitthvað gekk illa klappaði hún á kinn og sagði: „Þetta kemur.“ Það þurfti ekki að hafa mörg orð um hlutina heldur gat amma sér til um ýmislegt sem hvíldi á okkur og virtist hún alltaf vita þegar hennar var þörf. Við minnumst hennar sitj- andi við eldhúsborðið að leggja kapal eða með prjónana í kjöltunni. Hún var vel að sér um alla hluti og „ferð- aðist“ með börnum og barnabörnum vítt og breitt um heiminn með hjálp landabréfabókarinnar. Alltaf var hún með í för, allavega í anda. Hún hafði mikinn áhuga á þjóð- og heimsmálum og var vel að sér um það sem var að gerast hvar sem var í heiminum. Tón- list skipaði stóran sess í lífi ömmu. Ung byrjaði hún að spila á orgelið við messur í Álftártungukirkju og bjó að þeirri þekkingu alla tíð og kenndi okkur að stauta í gegnum nótnablöð- in. Hún hlustaði mikið á tónlist, ekki síst popptónlist, sem og aðra. Umhyggjusemi hennar var með eindæmum. Hún laðaði það besta fram í öllum og fólk hlustaði á hana og tók mikið mark á því sem hún sagði. Hún mátti ekki neitt aumt sjá og talaði aldrei illa um nokkurn mann, blótaði aldrei, nema helst þeg- ar stjórnmál bar á góma, þá gat hún sagt: „déskotans vitleysa“. Amma hafði mikinn áhuga á mönnum og málefnum og vildi hún vita „hverra manna“ fólkið var sem hún hitti eða var áberandi í þjóðlífinu. Síðustu vikur í lífi ömmu reyndust henni erfiðar vegna veikinda, en þrátt fyrir að líkaminn væri þreyttur var andinn sterkur og hugurinn skýr. Við minnumst ömmu með miklum söknuði og alls þess sem hún hefur gefið okkur á lífsleiðinni. Amma og afi höfðu verið gift í 64 ár og mjög samrýnd og verður hennar sárt saknað af öllum þekktu hana. Elsku afi, guð styrki þig. Birna, Davíð, Guðmundur, Eygló, Elín og fjölskylda. Nú er hún elsku amma okkar dáin. Við vitum þó að hún er hér enn, þó við sjáum hana ekki. Amma okkar var alltaf glaðlynd og svo góð og kom eins fram við alla. Hún var sú viljasterkasta kona sem við höfum kynnst, þótt hún væri bæði lítil og grönn og talaði aldrei hátt. Hún kvartaði heldur aldrei, þótt hún væri oft þungt haldin og liði illa. Hún komst það sem hún ætlaði sér nema það að verða 100 ára og að komast á ættarmótið sem átti að halda daginn eftir að hún dó. Samt var hún þar örugglega því við fundum öll svo vel fyrir henni í kirkjunni. Þegar svo einstök manneskja eins og amma deyr verða það oft smáat- riðin úr lífinu sem hafa mest áhrif þegar hún er horfin. Þess vegna minnumst við með miklum söknuði allra góðu og ógleymanlegu kvöld- stundanna þegar við sátum í eldhús- inu hjá ömmu í Ánahlíðinni og maul- uðum hrískex með smjöri og spiluðum eða prjónuðum og spjölluð- um um öll heimsins mál. Þá var allt í lagi að vaka fram á nótt þótt afi væri kannski löngu sofnaður. Elsku amma, við erum óendanlega þakklát fyrir að hafa átt þig sem ömmu og fyrir alla þá visku sem þú gafst okkur, bæði um menn og dýr og allan heiminn. Þú varst og verður alltaf efst í huga okkar og það er svo gott að finna mýktina þína og hlýjuna áfram hjá sér. Hvíldu í friði í miklu ljósi. Við biðjum góðan Guð að hugga elsku afa og okkur öll. Þínir „englar“, Sigríður og Finnur. Liðið er hátt í öld síðan hjónin, þau Sesselja Þorvaldsdóttir og Guðmund- ur Árnason í Álftártungu, áttu von á frumburði sínum árið 1917. Barnsins var að vænta í júlíbyrjun en þar kom að fæðingin var ekki langt undan en það var samt bara 4. júní. Bóndi fór ríðandi til að sækja ljósmóður. Svo hröð varð atburðarásin að þegar Guð- mundur kom til baka með Kristínu ljósmóður frá Hraundal voru fædd tvö undursmá stúlkubörn sem vógu sex og sjö merkur. Fyrirfram vissi enginn að börnin yrðu tvö og hægt er að gera sér í hugarlund að aðstæður voru erfiðar og lítið af þeim þægind- um sem við teljum nauðsynleg í dag. En þarna komu í heiminn Elín Guð- mundsdóttir sem lést sl. föstudag og Gróa tvíburasystir hennar sem lifir systur sína 88 ára að aldri. Ella frænka var eftir að við kom- umst til vits og ára oftast kennd við Gufuá í Borgarhreppi þar sem hún bjó ásamt manni sínum Finni Ein- arssyni um árabil. Þau hjón voru afar samrýnd enda oftast nefnd í sama orðinu. Á Gufuá ólust börnin upp og þar dvöldu foreldrar hennar sín síð- ustu æviár. Þar var stundaður hefð- bundinn sveitabúskapur eins og tíðk- aðist um og eftir miðja 20. öld. Síðar fluttu þau Ella og Finnur að Stað- arhúsum en frá árinu 1968 hafa þau búið í Borgarnesi. Eftir þau vista- skipti komu þau sér upp sumarbú- stað í Hrísnesi í Gufuárlandi, sem þau nefndu Árnes. Þar dvöldu þau mikið og nutu náttúrufegurðar og gróðurs en Ella var mikill náttúruunnandi og allar skepnur hafði hún að vinum. Álftártunga er kirkjustaður og börnin þar ólust upp við iðkun krist- innar trúar þar sem þau önnuðust messusönginn undir dyggri forystu móður sinnar en Ella spilaði jafn- framt á orgelið. Vitaskuld hafði slíkt uppeldi áhrif á Ellu enda var hún trú- uð kona og ekki í vafa um að þegar jarðlífsvist lyki tæki annað við. Hún var víðsýn, algjörlega for- dómalaus og áhugasöm um allt sem lifir og hrærist. Hafði jafnt gaman af því að hlýða á sálmasöng og Bubba Morthens flytja lög sín. Eins og algilt er um ömmur hafði hún mikið yndi af því að fylgjast með barnabörnunum en sum þeirra hafa tekið sér fyrir hendur störf í fjarlægum heimsálf- um. Enda er það svo að í vistlegu stofunni hjá Ellu og Finni í Ánahlíð kom Finnur fyrir vegghillu fyrir heimsatlasinn. Sú bók var ávallt opin á þeim stað þar sem barnabörnin voru hverju sinni. Þar gat ýmist að líta kort af þjóðríkjum Afríku, Asíu eða Mið-Ameríku og hún sagði frá af lifandi innsæi hvar þau héldu sig og hvað þau voru að fást við. Undir þeim frásögnum tifuðu prjónarnir. Lengi voru það lopapeysur sem urðu til á færibandi en eftir því sem krafta þraut urðu plöggin fíngerðari og um leið enn fegurri. Prjónaðir voru einkar fallegir rósavettlingar með hefðbundnu munstri. Oftsinnis voru þeir ætlaðir litlum lófum og prjón- arnir sem prjónað var á varla meira en númer eitt. Ella var alla tíð heilsuveil. Átti við hjartveiki að stríða frá unga aldri og varð þess vegna að dvelja mikið á sjúkrahúsum. Það setti vitaskuld mark sitt á persónuleika hennar sem var nokkuð sérstakur. Hún bjó yfir feiknarlegum sálarstyrk og svo virt- ist sem hún kæmist langt á vilja- styrknum einum saman. Sjálf hafði hún óbilandi trú á læknastéttinni og virti mikils alla þá sem urðu á vegi hennar í áratuga veikindabasli. Hún var afar umtalsgóð og kastaði ekki hnjóðsyrði til nokkurs manns. Ella var lágvaxin kona en samsvaraði sér vel. Hendur hennar voru litlar svo eftirtektarvert var. Hún hafði fallega rithönd og liggur eftir hana nokkuð af samanteknu efni t.d. í Þjóðháttasafni Þjóðminjasafns Íslands og í sendi- bréfum sem hún skrifaði frændfólki og vinum. Hún bjó yfir stálminni og var gott að leita í brunn hennar þegar rifja þurfti upp atburði liðins tíma eða finna út ættartengsl og persónusögu. Þessir eiginleikar samanlagðir gerðu það að verkum að Ella átti góða og gjöfula ævi en síðasta árið var ansi erfitt og svo fór að lokum eft- ir að hún hafði farið 11 sinnum frá áramótum á Akranesspítala að lík- aminn gafst upp, en hugur og sálar- styrkur hélst fullkomlega til hinstu stundar. Síðustu vikurnar kepptist hún við að lifa til þess að komast á ættarmót afkomenda Sesselju og Guðmundar sem fyrirhugað var 27. ágúst í Álftártungu og hún átti ríkan þátt í að því var hrint í framkvæmd. Mótið var haldið þann dag þótt minna í sniðum væri og án þátttöku Ellu en hún er annar tveggja afkomenda Guðmundar og Sesselju í Álftártungu sem kveður þetta jarðlíf. Það var stór frændgarður, afkomendur Álftár- tunguhjóna með fylgdarliði, sem söng guðþjónustu í litlu kirkjunni í Álftártungu sl. laugardag og minntist Ellu. Fjölgar sífellt í þeim hópi og þeir hinir yngstu sýndu rétta tilburði við sálmasönginn. Komið er að kveðjustund og við kveðjum með þakklátum huga góða konu og frænku sem var okkur öllum mjög kær og mikils virði. Með henni var gott að deila bæði gleði og sorg- um. Þá kom vel í ljós hvern mann hún hafði að geyma. Við Beigaldasystkin vottum Finni og afkomendum öllum samúð um leið og við þökkum ómetanlega samfylgd við mæta konu gegnum árin. Lilja Árnadóttir. Mig langar að minnast hennar El- ínar móðursystur minnar með örfá- um orðum. Ég minnist þess hversu hlý og elskuleg hún ávallt var. Glaðleg og góð, falleg og fíngerð. Ég minnist virðingar hennar fyrir öllu og öllum, börnum og fullorðnum, dýrum og gróðri. Ef allir byggju yfir þeim eðl- iskostum sem einkenndu Ellu frænku væri veröldin betri. Fram á síðustu stundu hélt hún andlegri reisn og fullkomnu minni. Hún átti oft við líkamlegt heilsuleysi að stríða, en reis alltaf upp aftur, lífs- krafturinn og lífsgleðin voru ótrúleg. Ella var elst af sínum systkinum, nokkrum mínútum eldri en Gróa tví- burasystir hennar. Systkini hennar lifa, öll komin yfir áttrætt. „Ótrúlega seigt í þessu,“ orðaði einn frænda minna það fyrir nokkrum dögum þegar við vorum að undirbúa ættar- mót sem átti að halda og haldið var að hluta til um síðustu helgi. Ella frænka ætlaði sér á það ættarmót og örugglega var hún með okkur þar á sinn hátt. Ég sendi Finni og öllum þeirra af- komendum innilegar samúðarkveðj- ur. Sesselja Hauksdóttir. Yndisleg kona, Elín Guðmunds- dóttir, er látin. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 26. ágúst síðastliðinn, 88 ára að aldri. Ég og börnin mín höfum ósjaldan talað um hana sem bestu konu sem við höfum kynnst. Eins og við segjum stundum: „Hún er svona engill.“ Hvert skipti er við komum á heimili hennar og Finns, eftirlifandi eigin- manns hennar, eða hittumst, var það alltaf mikil hlýja og faðmlög og ein- stök góðmennska sem mætti manni, enda var Ella mín alveg einstök manneskja af Guði gerð. Hún hafði góða nærveru og var hvers manns hugljúfi. Hlý, góðhjörtuð og gjöful alla tíð. Ég á góðar æskuminningar frá því að ég var í sveitinni hjá þeim hjónum. Með þessum orðum viljum við, ég og börnin mín, Pálmi Ívar og Halldóra Janet, minnast hennar og þakka henni fyrir allar þær stundir er við áttum með henni. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér í Paradís. Guð blessi þig, elsku Ella. Elsku Finnur minn og fjölskylda, við vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð og biðjum guð að blessa ykkur öll. Sigurbjörg (Sibba). Núna er hún elsku hjartans amma mín fallin frá. Betri og fallegri mann- eskju var hvergi hægt að finna, hvorki að innan né utan. Að amma var alltaf til staðar fyrir mig hefur margoft hjálpað mér þegar ég hef haldið að allar lausnir stórra og smárra mála hafi verið uppurnar. Þegar ég hef átt það til að vera fljótur að draga ályktanir, dæma of fljótt, verða reiður, þá einmitt var svo gott að geta leitað til ömmu, heyra hana segja: „Þetta verður allt í lagi.“ Í hennar huga gerði maður eiginlega aldrei neitt rangt, heldur var það þá bara hluti af leiðinni til meiri þroska. Samband ömmu minnar og afa var einstakt og mættu flest hjón taka sér það til fyrirmyndar. Ég sá það heldur ekki svona sterkt fyrr en í seinni tíð, þegar ég sjálfur fór að vita hvað það er að vera ástfangin, hvað amma og afi voru yfir sig hrifin hvort af öðru. Núna síðast í júlí spurði ég ömmu hvort þeirra samband hefði alltaf ver- ið svona gott. Hún sagði: „Daði, ég hef alltaf verið ástfangin af honum afa þínum og veit að ég hefði ekki get- að hugsað mér betri eiginmann!“ Þessi orð ömmu glöddu mig því ég hafði í rauninni aldrei spáð í ást milli ömmu og afa. Þau voru bara afi og amma, stoðir og styttur stórfjöl- skyldunnar sem gerðu allt fyrir fólkið sitt, þó mest með því að vera bara til. Það er mér mikils virði að hafa fengið að sjá þessa ást líka og ég veit að amma var ánægð með lífið sitt þrátt fyrir öll sín veikindi. Hún naut hvers dags eins og hann væri stórkostleg gjöf Guðs og mættum við flest taka okkur það til fyrirmyndar. Mér finnst erfitt að sætta mig við þegar ég skrifa þetta að hún sé ekki lengur hér meðal okkar. En sannar- lega er hún þó alltaf hjá okkur, held- ur verndarhendi yfir okkur og í hjarta mínu mun hún dvelja að eilífu. Ég hugsa alltaf til þín, amma mín, og mun áfram leita til þín ef ég þarf einhver ráð, eða bara til að spjalla. Sjáumst síðar. Daði Jörgensson Ólafsson. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2005 37 MINNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.