Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning Innimálning Gljástig 3, 7, 20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. Gæða málning á frábæru verði Sætúni 4 ⁄ Sími 517 1500 ÍSLANDS MÁLNING Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli. ÖKUHRAÐAGREIND og áfeng- islásar eru tækninýjungar sem tal- ið er að geti dregið úr alvarlegum umferðarslysum. Umferðaröryggi var helsta um- ræðuefnið á fundi samgönguráð- herra Norðurlandanna, sem hald- inn var í Vejle í Danmörku fyrr í vikunni. Ríkti einhugur meðal ráð- herranna um að umferðarörygg- ismál skyldu áfram hafa forgang. Rætt var m.a. um þá möguleika sem felast í tækninýjungum á borð við ökuhraðagreind, það er tæki sem varar ökumann við, aki hann yfir leyfilegum hraða. Eins áfeng- islása sem ætlað er að koma í veg fyrir að ökumenn undir áhrifum geti ekið bíl. Sturla Böðvarsson, samgöngu- ráðherra, sagði í samtali við Morg- unblaðið að ekki hefði verið tekin ákvörðun um að taka fyrrnefnd tæki í notkun hér á landi. Hann sagði að Svíar hefðu gefið áfeng- islásunum mikinn gaum og bíla- framleiðendurnir Saab og Volvo hefðu þróað tækni í þá veru. Svíar áforma að taka þessa tækni í notkun árið 2012. Sturla benti á að þessi mál væru skoðuð í skugga hrika- legra mannfórna sem umferðin hefði krafist í þessum löndum. Sem betur fer hefði þó tekist að draga úr aukningu alvarlegra umferðar- slysa í nokkrum nágrannalöndum. Bretar og Frakkar hefðu t.d. náð miklum árangri, einnig Danir sem gripu til mjög harðra aðgerða gegn of hröðum akstri. „Ég tel að við þurfum að skoða alla þessa mögu- leika og vera samferða hinum Norðurlandaþjóðunum í þessu,“ sagði Sturla. Tækni, sem fylgist með og varar við of miklum ökuhraða, mun lík- lega verða í bílum framtíðarinnar, að mati Sturlu. Annars vegar er um að ræða tækni sem varar öku- mann við of miklum hraða og hins vegar kerfi á borð við hið íslenska Saga-kerfi sem skráir allan öku- feril bílsins. Nú er unnið eftir umferðarör- yggisáætlun hér á landi. Sturla sagðist mundi beina því til Um- ferðarstofu og Umferðarráðs að kynna sér umræðuna um umferð- aröryggi á Norðurlöndunum og velja það úr sem sérfræðingar okkar telja mikilvægast að taka hér upp. Norrænir samgönguráðherrar ræða umferðaröryggi Ökuhraðagreind og áfengislásar gegn slysum Sturla Böðvarsson „Þurfum að skoða alla möguleika,“ segir ráðherra E f lífsgleðin og já- kvæðnin í Birni Haf- steinssyni stræt- isvagnastjóra sem missti báða fætur í vinnuslysi fyrir hálfum mánuði nægir ekki til að auka okkur bjart- sýni og slá á bölmóðinn í amstri hvunndagsins, þá hljótum við að þurfa að hugsa okkar gang ræki- lega. Björn liggur nú á bækl- unardeild Landspítalans og ber fótamissinn af mikilli karl- mennsku. Hann hefur aldrei fyrr en nú þurft að leggjast inn á sjúkrahús, kominn á miðjan sex- tugsaldur. Björn er ekki óvanur stórum ökutækjum, ók rútum í 30 ár víðs- vegar um landið áður en hann fór að keyra strætisvagna fyrir tveim- ur og hálfu ári. Björn er fæddur og uppalinn í Brynjudal í Hvalfirði og flutti til Reykjavíkur fyrir rösk- um áratug. Eiginkona hans er Hjördís Pétursdóttir. Föstudaginn 19. ágúst hóf Björn morgunakstur sinn á leið 2, stofn- leið nánar tiltekið kl. 6:42 frá Hlemmi. Um klukkan 9 var hann á leið til baka niður á Hlemm með sex farþega í vagninum og ók vest- ur Suðurlandsbraut. Á gatnamót- um Laugavegar og Kringlumýr- arbrautar stöðvaði hann vagninn á rauðu ljósi. Þegar græna ljósið kviknaði og Björn lagði af stað vissi hann ekki fyrr en vörubíll kom frá vinstri og skall á vagn- inum af miklu afli. Þetta var einn mesti árekstur sem orðið hefur í borginni lengi. Litlu mátti muna að verkamenn á nálægri umferð- areyju lentu undir vagninum þegar hann ýttist upp á eyjuna. Sjálfur telur Björn að hann hafi krækst í krana vörubílsins og þannig þeyst út úr vagninum og lent í götunni 20 metrum frá ökutæki sínu. Þarna sat ég í götunni með stúfinn í hendinni „Ég var mjög heppinn að hljóta ekki höfuðhögg þegar ég lenti,“ segir Björn. „Mjaðmirnar sluppu líka en þó skarst ég á lærunum.“ Þetta voru góðu fréttirnar en þær slæmu voru fótamissirinn. Björn missti samstundis annan fótinn neðan við hné. „Og þarna sat ég í götunni með stúfinn í hendinni og var að hugsa um að fá mér smók! Fólk dreif að til að aðstoða mig stórslasaðan en ég rak alla burtu og bað þá að athuga með farþeg- ana. Mér fannst ég ekki vera mik- ið slasaður og fann ekki fyrir mikl- um sársauka. En lögreglumaður nokkur sem hafði beðið fyrir aftan mig við gatnamótin rétt fyrir slys- ið kom strax og hlúði að mér með því að rífa af sér belti og herða að lærinu til að stöðva blæðinguna. Þetta var indælismaður.“ Björn missti aldrei meðvitund á meðan sjúkralið bjó hann undir flutning á Landspítalann en það var ekki fyrr en hann kom á spít- alann sem hann leið út af rétt áður en hann fór í aðgerð. „Við komuna á spítalann sögðu læknarnir mér að það yrði líklegast að taka hinn fótinn af og ég sagði þeim þá bara að gera það. Svo sofnaði ég.“ Björn segist þrátt fyrir allt feginn að hnén skyldu ekki skaddast því það komi til með að hjálpa til í endurhæfingunni. Gert er ráð fyrir að endurhæfingin hefjist í næstu viku á Grensásdeild. Þetta blessast allt Björn segist afskaplega ánægð- ur með aðgerðirnar og segist ekki hafa viljað halda stórsködduðum fætinum og þurfa koma í fleiri að- gerðir. Betra var að losna við hann strax. Í heildina er Björn mjög bjartsýnn á framtíðina og kveinkar sér hvergi. „Ég tók þá ákvörðun að lifa með þessu,“ segir hann. „Þetta blessast allt og ég tek einn dag í einu. Ég þakka mínum sæla fyrir að ekki skyldi fara verr.“ Hann á líka frábæra konu, Hjör- dísi, stoð hans og styttu hvað sem á dynur. Það er ljóst að Björn hefur harla litlar áhyggjur af sjálfum sér og meiðslum sínum en annað mál er með umferðina. Hann segir engan vafa leika á því að slysið endurspegli mikla firringu í um- ferðarmálum. „Eftirlitinu er stór- lega ábótavant, því það virðist sem menn geti keyrt út um borg og bý á óskráðum og ótryggðum bílum. Þetta ætti lögreglan að skoða í stað þess að eltast við einhverja vitleysu. Í umferðinni eru stræt- isvagnastjórar líka flokkaðir sem annars flokks vegfarendur enda er svínað á okkur endalaust. Bílarnir eru alltof margir og oftast eru ekki fleiri en einn í hverjum bíl.“ Björn hefur að þessu slysi und- anskildu sloppið við öll meiriháttar áföll á bílstjóraferli sínum en þó segir hann litlu hafa mátt muna í fáein skipti. „Árið 1983 fauk ég út af þegar ég var að flytja fólk upp í Járnblendiverksmiðju. Þetta gerð- ist rétt innan við Akranes og ég fór heilan hring á veginum. Svo hefur maður lent í kolvitlausum veðrum en allt sloppið til.“ Og það lítur vel út með end- urhæfinguna. Verið er að smíða gervifætur og hulsurnar á hnén eru þegar komnar. Svonefndir draugaverkir í tám og iljum voru að hrjá Björn í fyrstu en hafa minnkað jafnt og þétt. Björn og Hjördís segja aðhlynningu á Land- spítalanum hafa verið eins og best verður á kosið og færa öllu starfs- fólki spítalans bestu þakkir. Enn- fremur þakka þau sjúkraliði, lög- reglu og öllum þeim sem hafa aðstoðað þau og sýnt þeim hlýhug, ekki síst André Bachmann starfs- bróður Björns sem tilkynnti hon- um að haldnir yrðu styrktartón- leikum fyrir Björn á Broadway í annaðkvöld með helstu tónlist- armönnum landsins. Björn Hafsteinsson vagnstjóri að byrja í endurhæfingu eftir að hafa misst báða fætur í bílslysi Morgunblaðið/Júlíus Aðkoma að slysinu var hrikaleg, en Björn lá stórslasaður á götunni eftir áreksturinn. „Heppinn að hljóta ekki höfuðhögg“ Það virðist þurfa meira til en tvöfaldan fóta- missi til að ganga á andlegt þrek Björns Haf- steinssonar frá Brynjudal í Hvalfirði, skrifar Örlygur Steinn Sigurjónsson sem ræddi við Björn um hinn örlagaríka dag, 19. ágúst. orsi@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Björn hefur legið á sjúkradeild síðan 19. ágúst en fer brátt í endurhæfingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.