Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | MATARKISTAN Ég hef alltaf verið fyrir aðhalda matarboð og héltsérstaklega mörg þegarég bjó úti í Þýskalandi því ég hafði gaman af því að bjóða Þjóð- verjum í íslenskan mat,“ segir Harpa en hún bjó ásamt manni sínum, Kristni Ólasyni og þremur börnum þeirra í Þýskalandi í rúm sjö ár, þau fluttu heim til Íslands fyrir tveimur árum. Harpa segist alltaf hafa haft áhuga á matargerð. „Pabbi eldaði mikið þegar ég var barn, hann var líflegur og áhugasamur í eldamennskunni og sýndi manni hvernig átti að gera matinn. Þegar ég var unglingur var ég svo í sveit og þar var húsmóðirin matreiðslukennari, ég lærði mikið af henni og á ennþá uppskriftir síðan þá.“ Hún segist alltaf hafa verið dugleg við að safna uppskriftum. „Það er mikill mataráhugi í fjölskyldunni minni og skiptumst við oft á upp- skriftum. Ég elda líka mikið upp úr uppskriftabókum, klippi út úr blöð- um og finn þær á Netinu.“ Laxinn lostæti Harpa er mikið fyrir að elda rétti úr fiski og lambakjöti. „Eftir að við fluttum heim erum við mikið með fiskrétti. Laxinn er reyndar í mestu uppáhaldi hjá mér,“ segir Harpa og bætir við að henni finnist hann eig- inlega bara vera sælgæti. Hún segir þá Þjóðverja sem hún þekkir finnast íslenskur matur vera sérstaklega góður. „Það sem þeim finnst gaman að smakka er uppstúf og brúnaðar kartöflur, það þekkja þeir ekki.“ Hérna heima heldur Harpa oft matarboð. „Fyrir hvert boð reyni ég að finna upp á einhverju nýju, ég skrifa alltaf niður hvað ég býð hverj- um upp á svo ég bjóði fólki ekki í það sama tvisvar. Ég er yfirleitt með þrí- rétta máltíðir en stundum verða rétt- irnir fleiri. Og svo býð ég gestunum alltaf upp á freyðivín í fordrykk.“ Um leið og Harpa er búin að ákveða að bjóða í mat er hún farin að hugsa um hvað hún ætlar að bjóða upp á og finna út hvað þurfi að leggja mikla vinnu í undirbúninginn. „Ég reyni að undirbúa vel fyrir matarboð svo þetta verði sem einfaldast í snið- inu. Það er svo leiðinlegt að geta ekki notið matarins með gestunum og þeim finnst líka leiðinlegt ef ég er alltaf í eldhúsinu.“ Hörpu finnst vinnan í kringum matarboð vera skemmtileg. „Það er líka svo gaman þegar fólki líkar mat- urinn vel. Stundum er svolítið svekkjandi samt hvað fólk er fljótt að borða matinn miðað við vinnuna sem er lögð í hann. Því reyni ég oft að hafa bil á milli rétta svo fólk spjalli saman á milli og það verði ekkert kappát.“ Karlinn þrífur, hún eldar Uppskriftirnar sem Harpa prófar fá dóm hjá henni og skrifar hún við hverja og eina hvernig hún virkar. „Þetta er svo ég sé ekki að reka mig á sömu hlutina aftur,“ segir Harpa en hún er ekki bara í eldamennsk- unni því hún hefur líka gaman af því að baka. „Ég baka mikið fyrir veislur og slíkt, ég hef örugglega gert yfir hundrað marsipantertur fyrir ýmsa viðburði. Þjóðverjar verða alveg heillaðir af íslensku nammikökunum, þar er meira bakað og borðað af bök- um og formkökum.“ Harpa hefur aldeilis mátt elda og baka ofan í fjölda fólks því eitt sum- arið út í Þýskalandi tóku þau hjónin á móti sjötíu og tveimur gestum, frá enda maí og fram í október, og voru þeir hjá þeim frá einum degi og upp í hálfan mánuð. Harpa og Kristinn eru einmitt að fá vinafólk sitt frá Þýska- landi í heimsókn núna á næstunni og ætlar Harpa að halda matarboð þeim til heiðurs. „Það hefur komið þeim Þjóðverjum, sem dvelja hjá okkur, á óvart hvað matarmenningin hérna er fjölbreytt og góð. Við erum nátt- úrulega með ofsalega gott hráefni í kjöti og fiski.“ Harpa viðurkennir að henni hafi fundist þýskur matur vondur fyrst er hún flutti út, en svo vandist hún hon- um og núna finnst henni hann góður. „Í dag elda ég oftast á hverjum degi hollan og góðan mat. Maðurinn minn hefur ekki sama áhuga á mat og ég en hann hefur áhuga á að borða hann og honum finnst líka gaman að halda matarboð. En hann sér um þrifin og ég um eldamennskuna,“ segir Harpa hin matgóða. Að lokum gefur hún okkur uppskriftir að þeim réttum sem hún bauð upp á í matarboði sem þau hjónin héldu nýlega fyrir þýska vini sína.  MATARKISTAN | Fiskur og lambakjöt eru oft á borðum í matarboðum hjá Hörpu Hallgrímsdóttur Harpa Hallgrímsdóttir er mikil áhugamanneskja um íslenska matargerð. Hún starfar sem leið- sögumaður og bjó í Þýskalandi í rúm sjö ár ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur haldið ófá matarboðin og laxinn er í sérstöku uppáhaldi hjá henni. ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Matargestir eru alltaf sælir, glað- ir og saddir í boðum hjá Hörpu. Frá vinstri eru Harpa, Kristinn, Hall- grímur Viðar sem er elsti sonur þeirra hjóna og Traudl og Rainer frá Bamberg í Þýskalandi sem eru vinir þeirra.  Gratíneruð ýsa 1 kg ýsuflök ½ lítri rjómi 250 g sveppir 200 g rækjur 1 dós sveppasmurostur (250 g) lítil dós ananasbitar (227 g) 1 poki gratínostur (200 g) karrí, salt, pipar, sojasósa Sveppirnir skornir í bita og steiktir á pönnu, kryddað með svörtum pipar. Ýsuflökin skorin í bita og velt upp úr hveiti sem er kryddað með salti, pipar og karríi. Léttsteikt á pönnu og sett í eldfast form. Blanda saman á pönnunni rjóma, sveppaosti og sveppum, látið sjóða og síðast sett út í ananasbitar og rækjur. Kryddað með karríi, salti, pipar og sojasósu. Hellt yfir fiskinn og gratínosturinn settur yf- ir. Bakað í ofni við 180°C, eða þar til osturinn er orðinn gullbrúnn. Meðlæti: Hrísgrjón og heitt hvít- lauksbrauð. Má bæði nota sem for- rétt og aðalrétt, uppskriftin er fyrir 6 manns sem aðalréttur.  Hunangslambalæri Lambalæri kryddað með salti og pipar Kryddsósa á kjötið 4 msk. hunang 2 msk. dijonsinnep 2 tsk. rósmarín Í ofnskúffu fer síðan vatn 1 laukur 1–2 gulrætur 4 lárviðarlauf nokkur svört piparkorn Ofninn er hitaður í 200°C, lærið er sett á grind og kryddað með salti og pipar. Sett inn í heitan ofn í 10– 15 mín. Hráefnið í kryddsósuna sett í pott og hitað. Ofninn lækk- aður niður í 150°C og kryddsósu er smurt yfir lærið. Henni er svo smurt yfir lærið tvisvar til þrisvar sinnum á steikingartímanum. Lærið þarf í kringum klukku- stund í steikingu á hvert kíló. Sósa: Soðið úr ofnskúffunni er sett í pott og bakað upp, bætt við rjóma og kjötkrafti eftir smekk. Meðlæti: Brúnaðar kartöflur og salat.  Marsipanterta Hörpu 300 g sykur 6 stk. egg 100 g hveiti 100 g kartöflumjöl 1½ tsk. lyftiduft Skipt í þrjá botna og sett í 26 cm kökuform. Bakað við 180°C. Fylling á neðri botn 3 dl rjómi ½ dós jarðarber 6 makkarónukökur Botninn bleyttur með jarð- arberjasafanum. Rjóminn þeyttur, stöppuðum jarðarberjum og muld- um makkarónukökum blandað saman við. Fylling á efri botn 3 dl rjómi ½ dós perur 6 stk. after eight-súkkulaði Botninn bleyttur með perusaf- anum. Rjóminn þeyttur, perur og súkkulaðið brytjað niður. Gott er að geyma súkkulaðið í ísskáp, því þá er auðveldara að skera það í bita. Blandað saman við rjómann. Þriðji botninn settur yfir og bleyttur örlítið með perusafanum. Síðan er 4 dl af rjóma smurt á kök- una að utan áður en marsipanið er sett yfir. 600 g marsipan Hægt er að kaupa marsipanið og láta fletja út hjá bakara. Skreytt eftir vild með berjum og súkkulaði. Best er að setja á kökuna daginn áður en hún er borin fram. Hunangslæri, ýsuréttur og marsipanterta Morgunblaðið/Sverrir Gaman ef fólki líkar maturinn vel Harpa Hallgrímsdóttir er mikið fyrir að halda matarboð og tekur oft tarnir í þeim. Hún býður aðallega upp á íslenska rétti sem hún útfærir á eigin veg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.