Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 20
Viltu gerast ferðaráðgjafi? Ferðamálaskóli Íslands er eini skólinn hér á landi sem býður upp á alþjóðlegt nám frá IATA/UFTAA, sem eru alþjóðleg samtök flugfélaga og ferðaskrifstofa, og útskrifar skólinn á hverju ári „ferðaráðgjafa“ til starfa hjá flugfélögum, ferðaskrifstofum og við aðra ferðaþjónustu. Með aukningu ferðamanna hefur þörfin eftir fólki með slíka menntun aldrei verið meiri. Flestir, sem útskrifuðust í vor, fengu starf innan ferðaþjónustunnar að loknu námi. www.menntun.is Reykjanesbær | Fjóla Þorkels- dóttir gullsmiður verður með hugann við ástina á Ljósanótt. Hún ætlar að sýna hjartaskart- gripi sína sem hún hefur verið að smíða undanfarna mánuði. „Ég er nú aðallega að sækjast eftir einhverju fersku,“ sagði Fjóla í samtali við blaðamann. „Í fyrra sýndi ég krossa sem ég hafði verið að smíða en ég held að krossar og hjörtu séu gjafir sem flestar konur fá um æv- ina.“ Fjóla leggur áherslu á kven- mannsskartgripi, aðallega hjartaarmbönd með leðri en segir aldrei að vita nema hún einbeiti sér að herrunum næstu Ljósanótt. Hér er Fjóla með eitt af hjartaarmböndum sínum. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Gullsmiður sýnir á Ljósanótt Hjartakær Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Tilþrif í Ketilhúsinu | Fyrsta heila starfs- ár Tónlistarfélags Akureyrar eftir að félag- ið var endurreist á síðasta ári hefst í dag kl. 16.00 með píanótónleikum í Ketilhúsinu. Í vetur leggur félagið svo áherslu á mán- aðarlega hádegistónleika í Ketilhúsinu þar sem starfandi tónlistarfólk á Norðurlandi lætur ljós sitt skína. Á tónleikunum í dag leikur Aladár Rácz, píanóleikari á Húsavík, Goldberg-tilbrigðin eftir Johann Sebastian Bach, eitthvert frægasta verk tónskáldsins. Aladar leikur þetta mikla verk nótnalaust og verður spennandi að heyra það flutt á nýja flyg- ilinn sem tekinn var í notkun í Ketilhúsinu fyrr á þessu ári. Fram undan er svo fjölbreytt vetrardag- skrá Tónlistarfélags Akureyrar. Í hverjum mánuði verða haldnir hádegistónleikar þar sem tónlistarfólk á Akureyri og nágrenni kemur fram.    HÉÐAN OG ÞAÐAN Úr bæjarlífinu Líflegt í byggingaiðnaðinum | Öllum einbýlishúsalóðum sem auglýstar voru í Reykárhverfi í Eyjafjarðarsveit hefur verið úthlutað og framkvæmdir eru hafnar við margar þeirra. Á árunum 2004 og 2005 var 26 lóðum úthlutað en fyrir voru 18 hús í Reykárhverfi svo um er að ræða verulega fjölgun íbúðarhúsa. Farið verður í frekara skipulag með haustinu. Í Hörgárbyggð halda byggingarfram- kvæmdir áfram við Birkihlíð. Flutt hefur verið inn í þau tvö hús sem upp eru komin. Undanfarið hafa verið steyptir grunnar að fimm húsum til viðbótar og verið er að reisa hús á einum þeirra. Þá á aðeins eftir að steypa einn grunn, en áætlað er að húsin við Birkihlíð verði átta. Mikil eftirspurn er eftir lóðum en hörgull er á þeim.    Umferðareftirlit aukið | Framundan er aukið umferðareftirlit og ómerktir eftirlits- bílar verða frá og með nú á götum Akra- ness. Þetta er gert vegna aukins hraðakst- urs innanbæjar með tilheyrandi slysahættu. Sýslumaðurinn á Akranesi, Ólafur Þór Hauksson, varpar fram spurn- ingunni hvort ökumenn hafi virkilega ekki þroska fyrir malbikið. Mikil umræða hefur átt sér stað und- anfarið bæði meðal almennings og í fjöl- miðlum um aukna tíðni hraðaksturs með vaxandi hættu á umferðarslysum á götum Akraneskaupstaðar. Endurtekinn hrað- akstur ungra ökumanna t.d. á Faxabraut og Kirkjubraut veldur verulegri hættu fyrir þá sjálfa og aðra vegfarendur og er því þessa dagana öllum spjótum beint að löggæsl- unni, segir á vef sveitarfélagsins. koma beininu fyrir á góðum stað til að ferða- menn geti skoðað lista- verkið frá báðum hlið- um. Ásbjörn segir listamanninn gefa alla vinnu sína við verkið enda mikill áhugamaður Þýski listamaðurinnGerhard König,sem undanfarin ár hefur unnið að end- urbyggingu listaverka Samúels Jónssonar í Sel- árdal, er einnig orðinn góðvinur Hvalasafnsins á Húsavík. Á síðasta ári kom Ger- hard í heimsókn og hóf að skera út hvali í stórt kjálkabein sem stendur fyrir utan Hvalasafnið. Hann var aftur á ferð- inni í sumar og í síðustu viku lauk hann við lista- verkið með því að skera út hvali og kolkrabba á bakhlið kjálkabeinsins. Ásbjörn Björgvinsson, forstöðumaður safnsins, segir að næsta verk sé að um hvali og hvala- skoðun. „Við á Hvalasafninu erum Gerhard ákaflega þakklát fyrir framlagið og hlökkum til að sjá hann aftur að ári,“ sagði Ásbjörn að lokum. Morgunblaðið/Hafþór Íslandsvinurinn Gerhard König við hvalbeinið góða sem hann hefur gert að listaverki. Góðvinur Hvala- safnsins Davíð Hjálmar Har-aldsson yrkir umjarðar gróður: Grænmetið oss gerir hraust – gulrót, kálið, næpan – og berin tínum blá í haust þótt bölvuð fylgi ræpan. Einar Kolbeinsson sendir honum kjötkveðju: Af grænmetinu glöggir sjá, að gefst mjög lítill batinn, og ég vil ekki éta frá jórturdýrum matinn. Fréttablaðið greindi frá bræðrum sem „byggðu höfn við túnfót móður sinnar“. Konráð Erlendsson yrkir: Bræður sjö með haga hönd, haka, skóflu og taugar stinnar höfn sér byggðu á Höfðaströnd, við hægri túnfót móður sinnar. Björn Ingólfsson yrkir af sama tilefni: Aftur hef ég af því spurn sem ekki er talið minna að maður byggði mikinn turn milli túnfóta sinna. Jarðar gróður pebl@mbl.is Ísafjörður | Stofnuð hafa verið verðlaun ísfirskrar alþýðu. Verðlaunin má rekja til Heimastjórnarhátíðar alþýðu sem haldin var á Ísafirði fyrir ári. Með verðlaun- unum er ætlunin að þakka þeim sem lagt hafa mikið af mörkum til mannlífs og byggðar á Ísafirði. Jón Fanndal Þórð- arson veitingamaður á Ísafirði var frum- kvöðull að Heimastjórnarhátíð alþýðu og hann stendur einnig að stofnun þessara verðlauna. Hann segir raunveruleg grett- istök, sem lyft hefur verið til styrktar byggð, gleymist oft í pólitískri samtrygg- ingu og skjallbandalögum. Með verðlaun- unum eigi að gera tilraun til þess að benda á raunverulegan árangur sem skil- að hefur alþýðu manna bættu mannlífi og betri hag. Fyrir skömmu var eitt ár liðið frá því að haldin var Heimastjórnarhátíð alþýð- unnar á Ísafirði. Til hátíðarinnar var boð- að til þess að allur almenningur mætti fagna 100 ára afmæli heimstjórnar á Ís- landi. Hátíðin, sem haldin var á Ísafirði, tókst mjög vel og sóttu hana þúsundir manna. Jón segir nafn verðlaunanna ekki end- anlega ákveðið. Hins vegar sé ætlunin með þeim að heiðra þá sem lagt hafa byggð á Ísafirði og nágrenni lið með störfum sínum. „Þar geta komið til greina félög, fyrirtæki og einstaklingar.“ Að- spurður segir hann ekki ákveðið hver hljóti verðlaunin þegar þau verða veitt í fyrsta skipti. Hann segir hinsvegar stefnt að afhendingu fyrstu verðlaunanna fljót- lega og það verði gert þannig að sómi verði að. Verðlaun ísfirskrar alþýðu Bláskógabyggð | Dýragarðurinn í Slakka verður opinn um helgina, þetta er síðasta helgin á þessu sumri sem úti- svæðið er opið. Mjög góð aðsókn hefur verið og hafa um 20.000 manns heimsótt garðinn í sumar. Inniaðstaða með mini- golfi og púttvelli hefur verið vel nýtt og verður opið í vetur í golfið og inni- dýragarð fyrir hópa. Hægt verður að panta ýmsar gerðir af frábærum veit- ingum og er þetta því tilvalinn staður fyrir óvissuferðir fyrir t.d. fyrirtæki og aðra hópa í vetur, segir í fréttatilkynn- ingu. Dýragarður- inn opinn ♦♦♦ Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.