Morgunblaðið - 02.09.2005, Page 20

Morgunblaðið - 02.09.2005, Page 20
Viltu gerast ferðaráðgjafi? Ferðamálaskóli Íslands er eini skólinn hér á landi sem býður upp á alþjóðlegt nám frá IATA/UFTAA, sem eru alþjóðleg samtök flugfélaga og ferðaskrifstofa, og útskrifar skólinn á hverju ári „ferðaráðgjafa“ til starfa hjá flugfélögum, ferðaskrifstofum og við aðra ferðaþjónustu. Með aukningu ferðamanna hefur þörfin eftir fólki með slíka menntun aldrei verið meiri. Flestir, sem útskrifuðust í vor, fengu starf innan ferðaþjónustunnar að loknu námi. www.menntun.is Reykjanesbær | Fjóla Þorkels- dóttir gullsmiður verður með hugann við ástina á Ljósanótt. Hún ætlar að sýna hjartaskart- gripi sína sem hún hefur verið að smíða undanfarna mánuði. „Ég er nú aðallega að sækjast eftir einhverju fersku,“ sagði Fjóla í samtali við blaðamann. „Í fyrra sýndi ég krossa sem ég hafði verið að smíða en ég held að krossar og hjörtu séu gjafir sem flestar konur fá um æv- ina.“ Fjóla leggur áherslu á kven- mannsskartgripi, aðallega hjartaarmbönd með leðri en segir aldrei að vita nema hún einbeiti sér að herrunum næstu Ljósanótt. Hér er Fjóla með eitt af hjartaarmböndum sínum. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Gullsmiður sýnir á Ljósanótt Hjartakær Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Tilþrif í Ketilhúsinu | Fyrsta heila starfs- ár Tónlistarfélags Akureyrar eftir að félag- ið var endurreist á síðasta ári hefst í dag kl. 16.00 með píanótónleikum í Ketilhúsinu. Í vetur leggur félagið svo áherslu á mán- aðarlega hádegistónleika í Ketilhúsinu þar sem starfandi tónlistarfólk á Norðurlandi lætur ljós sitt skína. Á tónleikunum í dag leikur Aladár Rácz, píanóleikari á Húsavík, Goldberg-tilbrigðin eftir Johann Sebastian Bach, eitthvert frægasta verk tónskáldsins. Aladar leikur þetta mikla verk nótnalaust og verður spennandi að heyra það flutt á nýja flyg- ilinn sem tekinn var í notkun í Ketilhúsinu fyrr á þessu ári. Fram undan er svo fjölbreytt vetrardag- skrá Tónlistarfélags Akureyrar. Í hverjum mánuði verða haldnir hádegistónleikar þar sem tónlistarfólk á Akureyri og nágrenni kemur fram.    HÉÐAN OG ÞAÐAN Úr bæjarlífinu Líflegt í byggingaiðnaðinum | Öllum einbýlishúsalóðum sem auglýstar voru í Reykárhverfi í Eyjafjarðarsveit hefur verið úthlutað og framkvæmdir eru hafnar við margar þeirra. Á árunum 2004 og 2005 var 26 lóðum úthlutað en fyrir voru 18 hús í Reykárhverfi svo um er að ræða verulega fjölgun íbúðarhúsa. Farið verður í frekara skipulag með haustinu. Í Hörgárbyggð halda byggingarfram- kvæmdir áfram við Birkihlíð. Flutt hefur verið inn í þau tvö hús sem upp eru komin. Undanfarið hafa verið steyptir grunnar að fimm húsum til viðbótar og verið er að reisa hús á einum þeirra. Þá á aðeins eftir að steypa einn grunn, en áætlað er að húsin við Birkihlíð verði átta. Mikil eftirspurn er eftir lóðum en hörgull er á þeim.    Umferðareftirlit aukið | Framundan er aukið umferðareftirlit og ómerktir eftirlits- bílar verða frá og með nú á götum Akra- ness. Þetta er gert vegna aukins hraðakst- urs innanbæjar með tilheyrandi slysahættu. Sýslumaðurinn á Akranesi, Ólafur Þór Hauksson, varpar fram spurn- ingunni hvort ökumenn hafi virkilega ekki þroska fyrir malbikið. Mikil umræða hefur átt sér stað und- anfarið bæði meðal almennings og í fjöl- miðlum um aukna tíðni hraðaksturs með vaxandi hættu á umferðarslysum á götum Akraneskaupstaðar. Endurtekinn hrað- akstur ungra ökumanna t.d. á Faxabraut og Kirkjubraut veldur verulegri hættu fyrir þá sjálfa og aðra vegfarendur og er því þessa dagana öllum spjótum beint að löggæsl- unni, segir á vef sveitarfélagsins. koma beininu fyrir á góðum stað til að ferða- menn geti skoðað lista- verkið frá báðum hlið- um. Ásbjörn segir listamanninn gefa alla vinnu sína við verkið enda mikill áhugamaður Þýski listamaðurinnGerhard König,sem undanfarin ár hefur unnið að end- urbyggingu listaverka Samúels Jónssonar í Sel- árdal, er einnig orðinn góðvinur Hvalasafnsins á Húsavík. Á síðasta ári kom Ger- hard í heimsókn og hóf að skera út hvali í stórt kjálkabein sem stendur fyrir utan Hvalasafnið. Hann var aftur á ferð- inni í sumar og í síðustu viku lauk hann við lista- verkið með því að skera út hvali og kolkrabba á bakhlið kjálkabeinsins. Ásbjörn Björgvinsson, forstöðumaður safnsins, segir að næsta verk sé að um hvali og hvala- skoðun. „Við á Hvalasafninu erum Gerhard ákaflega þakklát fyrir framlagið og hlökkum til að sjá hann aftur að ári,“ sagði Ásbjörn að lokum. Morgunblaðið/Hafþór Íslandsvinurinn Gerhard König við hvalbeinið góða sem hann hefur gert að listaverki. Góðvinur Hvala- safnsins Davíð Hjálmar Har-aldsson yrkir umjarðar gróður: Grænmetið oss gerir hraust – gulrót, kálið, næpan – og berin tínum blá í haust þótt bölvuð fylgi ræpan. Einar Kolbeinsson sendir honum kjötkveðju: Af grænmetinu glöggir sjá, að gefst mjög lítill batinn, og ég vil ekki éta frá jórturdýrum matinn. Fréttablaðið greindi frá bræðrum sem „byggðu höfn við túnfót móður sinnar“. Konráð Erlendsson yrkir: Bræður sjö með haga hönd, haka, skóflu og taugar stinnar höfn sér byggðu á Höfðaströnd, við hægri túnfót móður sinnar. Björn Ingólfsson yrkir af sama tilefni: Aftur hef ég af því spurn sem ekki er talið minna að maður byggði mikinn turn milli túnfóta sinna. Jarðar gróður pebl@mbl.is Ísafjörður | Stofnuð hafa verið verðlaun ísfirskrar alþýðu. Verðlaunin má rekja til Heimastjórnarhátíðar alþýðu sem haldin var á Ísafirði fyrir ári. Með verðlaun- unum er ætlunin að þakka þeim sem lagt hafa mikið af mörkum til mannlífs og byggðar á Ísafirði. Jón Fanndal Þórð- arson veitingamaður á Ísafirði var frum- kvöðull að Heimastjórnarhátíð alþýðu og hann stendur einnig að stofnun þessara verðlauna. Hann segir raunveruleg grett- istök, sem lyft hefur verið til styrktar byggð, gleymist oft í pólitískri samtrygg- ingu og skjallbandalögum. Með verðlaun- unum eigi að gera tilraun til þess að benda á raunverulegan árangur sem skil- að hefur alþýðu manna bættu mannlífi og betri hag. Fyrir skömmu var eitt ár liðið frá því að haldin var Heimastjórnarhátíð alþýð- unnar á Ísafirði. Til hátíðarinnar var boð- að til þess að allur almenningur mætti fagna 100 ára afmæli heimstjórnar á Ís- landi. Hátíðin, sem haldin var á Ísafirði, tókst mjög vel og sóttu hana þúsundir manna. Jón segir nafn verðlaunanna ekki end- anlega ákveðið. Hins vegar sé ætlunin með þeim að heiðra þá sem lagt hafa byggð á Ísafirði og nágrenni lið með störfum sínum. „Þar geta komið til greina félög, fyrirtæki og einstaklingar.“ Að- spurður segir hann ekki ákveðið hver hljóti verðlaunin þegar þau verða veitt í fyrsta skipti. Hann segir hinsvegar stefnt að afhendingu fyrstu verðlaunanna fljót- lega og það verði gert þannig að sómi verði að. Verðlaun ísfirskrar alþýðu Bláskógabyggð | Dýragarðurinn í Slakka verður opinn um helgina, þetta er síðasta helgin á þessu sumri sem úti- svæðið er opið. Mjög góð aðsókn hefur verið og hafa um 20.000 manns heimsótt garðinn í sumar. Inniaðstaða með mini- golfi og púttvelli hefur verið vel nýtt og verður opið í vetur í golfið og inni- dýragarð fyrir hópa. Hægt verður að panta ýmsar gerðir af frábærum veit- ingum og er þetta því tilvalinn staður fyrir óvissuferðir fyrir t.d. fyrirtæki og aðra hópa í vetur, segir í fréttatilkynn- ingu. Dýragarður- inn opinn ♦♦♦ Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.