Morgunblaðið - 14.09.2005, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
edda.is
„Roy Jacobsen er sagnameistari
af guðs náð.“
– Dagbladet
„Frost hefur allt, glæsileg
skáldsaga og frábært ævintýri.“
- Aftenposten
Mögnuð saga byggð á efni úr
Íslendingasögum.
Bókmenntahátíðin:
Roy Jacobsen les úr
bók sinni í IÐNÓ í
kvöld klukkan 20 -
Aðgangur ókeypis!
Tilnefnd til Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs.
„Þessi bók er algjör gullnáma“
- VG
ATVINNULEYSI í ágústmánuði
reyndist vera 1,8% af áætluðum
mannafla á vinnumarkaði og hefur
ekki verið minna í einstökum mán-
uði frá því í nóvembermánuði 2001.
Þetta kemur fram í nýjum tölum
Vinnumálastofnunar um atvinnu-
leysið í ágúst. Atvinnuleysið var
2% af mannafla í júlímánuði og því
er um talsverða lækkun að ræða
milli mánaða. Segir Vinnumála-
stofnun að gera megi ráð fyrir að
atvinnuleysi minnki enn í septem-
bermánuði og fari niður í allt að
1,6% af mannafla á vinnumarkaði.
Gangi það eftir hefur atvinnuleysi
á þessum árstíma ekki verið lægra
frá árunum 1999–2001.
1,8% atvinnuleysi
DAVÍÐ Oddsson utanríkisráðherra
átti í gær fund með japönskum
starfsbróður sínum, Nobutaka Mac-
himura. Meðal þess sem kom til tals
voru fríverslunartvísköttunarsamn-
ingar milli landanna sem og áform
um nýjan loftferðasamning sem gerir
íslenskum flugfélögum kleift að hefja
áætlunarflug til Japans, ekki ein-
göngu leiguflug, og þá til fleiri
áfangastaða en Tókýó.
Davíð sagði í samtali við Morg-
unblaðið að fundurinn með Machim-
ura hefði verið stuttur en ánægju-
legur. Farið hefði verið yfir
sameiginleg hagsmunamál þjóðanna,
sem og málefni öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna. Þar deildu ríkin
áhyggjum af endurskipulagningu
ráðsins.
Davíð sagði íslensk stjórnvöld hafa
verið að reyna að ýta á eftir Japönum
með gerð fríverslunarsamnings. Þeir
væru reyndar á kafi við annan slíkan
samning en á fundinum hefði verið
rætt að fara í alvöru viðræður milli
ríkjanna eftir eitt eða tvö ár.
Um loftferðasamninga sagði Davíð
þá hafa verið í undirbúningi um nokk-
urt skeið. Áhugi væri fyrir því að
binda slíka samninga ekki eingöngu
til leiguflugs til Tókýó heldur til áætl-
unar- og vöruflugs þangað og á fleiri
flugvelli, t.d. í Osaka og Nagoya.
„Einnig ræddum við tvískött-
unarsamninga milli Íslands og Jap-
ans og ég hafði á tilfinningunni að því
yrði vel tekið að setja slíka samninga í
gang,“ sagði Davíð.
Miklir möguleikar í Japan
Aðspurður um möguleika íslenskra
fyrirtækja í Japan sagði Davíð þá
vera mikla. Mörg fyrirtæki væru nú
þegar búin að koma sér vel fyrir. Jap-
anskt efnahagslíf væri á ný að taka
við sér, gert væri ráð fyrir hagvexti
upp á 3% á þessu ári. Því mættu ís-
lensk fyrirtæki horfa í auknum mæli í
átt til Japans.
Davíð Oddsson hitti Nobutaka Machimura, utanríkisráðherra Japans, í gær
Morgunblaðið/Jónas Hallgrímsson
Nobutaka Machimura, utanríkisráðherra Japans, og Davíð Oddsson á fundi sínum í Tókýó í gær, að viðstöddum túlki.
Ræddu loftferðasamning um
áætlunarflug milli landanna
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
TINNA Gunnarsdóttir list-
hönnuður hefur verið með
bás í norræna skálanum á
heimssýningunni í Aichi í
Japan og meðal þeirra sem
kynntu sér hönnun hennar
voru utanríkisráðherra-
hjónin, Davíð Oddsson og
Ástríður Thorarensen, er
þau heimsóttu skálann í
vikunni í fylgd Kristínar
Ingvarsdóttur, kynning-
arstjóra norræna skálans.
Tinna verður á heimssýn-
ingunni til 17. september
en þetta er hennar þriðja
sýning í Japan. Hún hefur
farið víða um heim með
listmuni sína, m.a. til Lond-
on, New York, Amsterdam
og Mílanó.
Kynntu sér hönnun Tinnu Gunnarsdóttur
YFIRVÖLD í Danmörku hafa sam-
þykkt kaup Fons Eignarhaldsfélags,
sem er í eigu þeirra Pálma Haralds-
sonar og og Jóhannesar Kristinsson-
ar, á Maersk Air í Danmörku. Hið
sameinaða félag heitir Sterling Air-
lines A/S og það mun verða markaðs-
sett undir nafni Sterling.
„Ég er auðvitað afar ánægður með
að þessi samruni sé nú formlega orð-
inn að veruleika. Þetta hefur verið
löng og ströng törn,“ sagði Almar Örn
Hilmarsson, forstjóri Sterling, í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Almar Örn sagði að það væri mjög
ánægjulegt, að þetta ferli hefði ekki
með nokkrum hætti komið niður á
farþegum félagsins.
Almar Örn segir að nú hefjist 90
daga áætlun, við að hrinda nauðsyn-
legum breytingum í framkvæmd.
Reikna megi með því að í upphafi
verði 150 til 200 starfsmönnum sagt
upp störfum og á næstu 12 mánuðum
verði gripið til ýmissa hagræðingar-
aðgerða og hugsanlega verði þá um
frekari fækkun starfsmanna að ræða.
Ætla megi að kostnaðurinn við sam-
runa félaganna geti losað um milljarð
króna, leggja þurfi í umtalsverða fjár-
festingu í hugbúnaði og þá þurfi að
koma merki Sterling á flugvélar, bif-
reiðar, byggingar o.s.frv. hjá Maersk.
En á móti vegur ýmis sparnaður sem
ná á fram í sameinuðu félagi.
„Við sjáum þegar fyrir okkur sam-
legðaráhrif upp á hundruð milljóna
króna. Við munum endurskipuleggja
leiðakerfi okkar og fækka ferðum í
þeim tilvikum þar sem Sterling og
Maersk hafa verið að fljúga á svip-
uðum eða sömu leiðum,“ sagði hann.
Þrátt fyrir að mikil vinna blasi við
að samhæfa reksturinn hafa stjórn-
endur Sterling alls ekki lagt á hilluna
hugmyndir sínar um að fljúga til Am-
eríku. Í raun telja þeir þær vera orðn-
ar áhugaverðari þar sem félagið fljúgi
nú á fleiri staði og tiltölulega auðvelt
sé að bæta inn flugleiðum frá Kaup-
mannahöfn, Ósló og Stokkhólmi vest-
ur um haf til Bandaríkjanna. Almar
Örn útilokar þannig ekki að slíkt flug
geti orðið að veruleika næsta sumar.
Stjórnendur Sterling hafa unnið ít-
arlega samrunaáætlun fyrir félögin
tvö og er reiknað með að það taki um
það bil 18 mánuði að hrinda henni að
fullu í framkvæmd. „Loks getum við
nýtt þau tækifæri og kosti sem við
okkur blasa. Í dag fagna allir starfs-
menn því að hið nýja Sterling-félag er
orðið að veruleika og farþegum í
fyrstu ferðum hins sameinaða félags
verður að sjálfsögðu boðið upp á
kampavínsglas,“ segir Almar Örn.
Kaupin á Maersk í höfn
Eftir Agnesi Bragadóttur
og Arnór Gísla Ólafsson
ÞRJÁR alþjóðlegar tískuverslanir
verða á næstu vikum opnaðar hver á
fætur annarri í Kringlunni þar sem
áður var Hard Rock Café. Um er að
ræða verslanirnar Warehouse, All
Saints og Whistles auk þess sem
Shoe Studio opnar á ný eftir tíma-
bundna lokun vegna endur-
skipulagningar á svæðinu þar sem
áður var Hard Rock Café.
Aðspurður segir Hermann Guð-
mundsson, markaðstjóri Kringl-
unnar, það hafa mjög jákvæð áhrif
fyrir Kringluna að fá þar inn þrjár
nýjar tískuverslanir sem ekki eru á
landinu nú þegar. „Þetta eru versl-
anir sem margir Íslendingar þekkja
frá Englandi og við höfum heyrt það
á markaðnum að fólk kann vel við
það úrval sem þessar verslanir hafa
upp á að bjóða. Þannig að ég held að
þetta komi til með að styrkja Kringl-
una verulega og auki enn á það
breidd sem við viljum bjóða upp á og
muni þannig festa Kringluna enn
betur í sessi sem miðstöð tískuversl-
ana á Íslandi.“
Að sögn Hermanns eru nýju tísku-
verslanirnar allar samnefndum
tískukeðjum en hafa að öðru leyti
gjörólíkar áherslur og höfða til mis-
munandi hópa. „Whistles er hátísku-
hús sem höfðar til kvenna sem vilja
klæðast tískufatnaði með sígildu yf-
irbragði. Keðjan er í eigu Mosaic
Fashions og vakti haustlína hennar
mikla athygli á tískusýningunni
Cool Fashion í Skautahöllinni í sum-
ar. Warehouse leggur áherslu á
mikla fjölbreytni en þar er að finna
þá fatastíla sem ber hæst hverju
sinni á mjög hagkvæmu verði. All
Saints hefur vakið athygli í Bret-
landi fyrir framsækna og villta tísku
fyrir konur og karla,“ segir Her-
mann og bendir á að verslunin í
Kringlunni verði sú eina í All Saints
keðjunni sem er utan Bretlandseyja.
Þrjár alþjóðlegar
tískuverslanir í
Kringluna
BROTIST var inn í tölvuverslunina Start í Bæjarlind í
Kópavogi um fimmleytið í gærmorgun. Ekki er vitað
hversu margir voru að verki. Innbrotið þykir óvenjulegt í
meira lagi en við verknaðinn var notuð stóreflis vinnuvél
með ámoksturstækjum, sem stolið var fyrr um nóttina í
Jörfalind. Var gröfunni ekið að versluninni og armur
hennar notaður til að brjóta þjófunum leið inn í verslunina.
Að sögn lögreglunnar var tölvubúnaði stolið og þjóf-
arnir flúnir þegar lögregluna bar að. Málið er í rannsókn.
Notuðu stolna
gröfu við innbrot
Morgunblaðið/Júlíus