Morgunblaðið - 14.09.2005, Síða 11

Morgunblaðið - 14.09.2005, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 11 FRÉTTIR SLAGKRAFTUR viðbragðsaðila, þ.e. björgunarfólks á höfuðborgar- svæðinu, getur verið býsna mikill í stóráföllum að mati Jóns Viðars Matthíassonar slökkviliðsstjóra á höfuðborgarsvæðinu (SHS), en það þarf að fá því svarað hvað viðbragðs- aðilarnir geta nákvæmlega ráðið við stór áföll og hvort til séu viðbragð- sáætlanir til að mæta þeim. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps Al- mannavarna á höfuðborgarsvæðinu sem lokið var við í febrúar á þessu ári. Yfirskrift skýrslunnar er Val og hönnun björgunartilfella fyrir höf- uðborgarsvæðið og var hún tekin saman í framhaldi af gerð áhættu- greiningar fyrir höfuðborgarsvæðið. Er áhættugreiningin skýrsla um undirbúning áhættumats sem út kom árið 2002. Að þessu sinni voru hönnuð björgunartilfelli fyrir nokkra af þeim áhættuflokkum sem komu fyrir í fyrri skýrslunni. Flokk- arnir eru alls þrettán; efnaslys og mengunaróhöpp, eldgos, eldsvoðar, fjarskipti, fjöldasýkingar og farsótt- ir, geislavirkni, jarðskjálftar, ofan- flóð, óeirðir og hryðjuverk, óveður, samgöngur og aðfærsla aðfanga, sjávarflóð og veitustofnanir, truflan- ir í rekstri. Í lokaorðum skýrsluhöfunda kem- ur fram að frekari úrvinnsla þeirra björgunartilfella sem lögð eru fram í skýrslunni ætti að varpa skýrara ljósi á áfallaþol höfuðborgarsvæðis- ins. Gert er ráð fyrir að hvert björg- unartilfelli fyrir sig verði sent í vinnslu til þeirra stjórnvalda og að- ila sem koma eiga að hverju sinni. Starfshópurinn vonast til þess að hver aðili fari yfir sinn verkþátt og verði reiðubúinn að koma að gerð viðbragðsáætlana. Niðurstaðan ætti að gefa ágæta mynd af þeim viðbún- aði, tækjakosti og mannafla á svæð- inu, sem tiltækur er til að takast á við hin ýmsu áföll sem geta dunið á íbúum höfuðborgarsvæðisins. Þegar allir hlutaðeigandi aðilar hafa unnið viðbragðsáætlanir er gert ráð fyrir að haldin verði svo- kölluð skrifborðsæfing fyrir ákveðin björgunartilfelli. Jón Viðar Matt- híasson telur að þessi allsherjaræf- ing gæti farið fram innan 1–3 ára ef allt gengur eftir. Fárviðri í Reykjavík og heimili 1.700 manna rýmd Megintilgangurinn með vinnu starfshópsins var að auka áfallaþol höfuðborgarsvæðisins með því að líkja eftir hugsanlegum atburðum sem gætu átt sér stað með það að leiðarljósi að kanna hvort stjórnvöld og viðbragðsaðilar séu í stakk búnir til að takast á við þá og hvort frekari samræmingar og búnaðar sé þörf. Í skýrslunni eru búin til allná- kvæm dæmi um stóráföll og hvernig brugðist yrði við þeim. Til dæmis er búið til óveðurstilfelli sem gerist í febrúar 2005 og hefur í för með sér mikið umhverfistjón og mikla skerð- ingu á þjónustu. Lýst er SSA stormi samfara hárri sjávarstöðu með þeim afleiðingum að foktjón verður mikið og sjór gengur á land í miklum flóð- öldum. Meðalvindhraði mælist 35 m/ sek. og hviður slá í allt að 60 m/sek. Öllum skólum er lokað og fólk hvatt til að halda sig heima. Rýma þarf mestu hættusvæðin og reikna má með skömmtun á rafmagni í 12 klst. Áætlað er að rýma þurfi heimili 1.700 manna. Þeir viðbragðsaðilar sem yrðu virkjaðir, auk lögreglu, SHS, Landsbjargar og Almanna- varnanefndar rls, væru RKÍ, Orku- veitan, Veðurstofan, Flugmála- stjórn, sviðsstjóri Fram- kvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, Landsvirkjun, Landsnet og Al- mannavarnanefnd höfuðborgar- svæðisins. Allt tiltækt björgunarlið ásamt starfsmönnum bæjarfélaga og margra verktaka yrðu kallaðir til vinnu við að hefta fok og festa þök og fjúkandi byggingarhluta. Hvernig á að nýta mannafla og búnað? Umræða meðal almennings um viðbrögð í stóráföllum hefur staðið yfir í kjölfar hamfaranna í Banda- ríkjunum vegna fellibylsins Katrínar en fyrrnefndar skýrslur er til marks um að viðbragðsaðilar eru sífellt að fá svör við mikilvægum spurningum, að mati Jóns Viðars Matthíassonar. „Einn þáttur í því að hugsa um áhættur á höfuðborgarsvæðinu felst í að huga að hvernig er hægt að nýta mannafla og tækjabúnað sem til er,“ bendir hann á og vísar ekki síst til annarra en sérhæfðra björgunar- aðila. Hann tekur dæmi af fyrirækj- um á borð við ET flutninga sem hefðu staðið sig frábærlega í Hring- rásarbrunanum mikla í nóvember 2004. „Menn horfa á mörg tilvik erlend- is og spyrja hvers vegna ekki hafi tekist að ráða betur við ástandið en raunin varð, en þegar farið er rýna betur í hlutina var e.t.v. ekki svo mikill skortur á uppsettu afli, heldur skortur á einföldum hlutum á borð við upplýsingagjöf til yfirvalda og milli viðbragðsaðila. Samræming og samhæfing verður að vera öflug,“ bendir Jón Viðar á. Hann segir mikilvægt að geta gripið fyrr en ella inn í atburðarás, hvort heldur er um að ræða hamfar- ir af náttúrulegum völdum eða mannavöldum, ef oddvitar sveitarfé- laga og ríkis eru vel upplýstir, því þetta séu einmitt þeir aðilar sem hafa vald til að taka stærri ákvarð- anir. „Og með því má draga úr af- leiðingum sem annars hefðu orðið,“ segir hann. „Vonandi leiðir sú vinna sem nú stendur yfir til þess að okkur tekst að kortleggja hvað höfuðborgar- svæðið þolir mikil og stór áföll. Við leitum svara við því hvað við ráðum við og hvað ekki. E.t.v. kemur fram við þessa skoðun hvort nauðsynlegt sé að hafa skipulag um brottflutn- inga af svæðinu. Það þarf líka að hugsa um í hvaða þáttum þarf að vinna meira og ekki síst í hvað á að verja fjármagninu sem er til ráðstöf- unar. Við erum jú að vinna fyrir skattgreiðendur með þeirra fé og þess vegna verður að gæta þess að fjárfesta ekki í neinum búnaði sem ekki nýtist í raun. Ég vona að þessi skýrsla hjálpi okkur að komast að því hvar við stöndum. Vinna af þessu tagi hefur reynst Norðmönnum mjög vel og í Osló hefur svipuð skýrsla haft mikil og góð áhrif. Þess má geta að á ný- legu þingi almannavarnanefnda höf- uðborga í Evrópu í Róm kom fram mikil hrifning á vinnu Norðmanna í þessum efnum. Og það er ánægju- legt fyrir okkur á Íslandi að feta í þeirra fótspor.“ Í næstu viku verður haldin stó- ræfing í Osló þar sem sett verður upp dæmi á borð við það sem að ofan var nefnt og munu fulltrúar SHS og lögreglunnar í Reykjavík fara utan og fylgjast með. Æfð verða viðbrögð við hryðjuverkaárás og í lok október munu Norðmenn í samstarfi við Ís- lendinga halda undirbúningsfund vegna málsþings í Reykjavík um stóráföll og viðbrögð. „Við erum því að leggja töluvert í þessi mál, SHS auk fjöldamagra annarra innlendra aðila. Ég geri ráð fyrir að halda megi stóra æfingu innan þriggja ára, t.d. skrifborðsæfingu til að byrja með, sem hefði það að markmiði að fá fram ágalla á viðbragðsáætlun- inni. Það myndi styrkja okkur í að gera stóra og kostnaðarsama æfingu þar sem öllu yrði tjaldað til.“ Í SKÝRSLUNNI eru búin til allná- kvæm dæmi um stóráföll og hvernig brugðist yrði við þeim. Eitt dæmi um þetta er efnaslys og mengunaróhapp sem valinn er staður í miðri Reykja- vík. Klórgas, sem er eitrað og æt- andi, fer að leka úr flutningabíl eftir umferðarslys. Í bílnum eru tólf 1.000 lítra hylki og fimm hylki fara að leka. Fimm manns látast á fyrstu klukkustundinni og a.m.k. 100 manns slasast eða veikjast. Þegar svo hættulegt gas berst út í andrúmsloftið í miklum mæli getur skapast lífshætta á stóru svæði. Rýma þarf 3 km svæði umhverfis slysstað sem í skýrslunni er látinn vera á Kringlumýrarbraut. Klórgas- ið dreifist fremur hægt nema ein- hver vindur sé og miðað við 5 m/sek vindhraða er ólíklegt að gasið fari mikið í átt að Kringlunni en líklegt er að hverfið við Öskjuhlíðarskóla og nágrenni sé í mikilli hættu. Einn- ig má gera ráð fyrir að Landspít- alinn í Fossvogi sé á hættusvæði auk mikillar bílaumferðar, miðað við að slysið verði um miðjan virkan dag. Þegar viðbragðsaðilar koma á vettvang og sjá umfang slyssins og áhrif þess er almannavarnarástandi lýst yfir og viðbragðsáætlun virkjuð, og eiga m.a. SHS, lögregla, Neyð- arlína, LSH o.fl. að koma að málinu. Hvað er hægt að ráða við stór áföll á höfuðborgarsvæðinu? Áfallaþol höfuðborgar- svæðisins kortlagt Morgunblaðið/Þorkell „Við erum jú að vinna fyrir skattgreiðendur með þeirra fé og þess vegna verður að gæta þess að fjárfesta ekki í neinum búnaði sem ekki nýtist í raun,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Rýma þyrfti svæði í 3 km radíus frá hugsanlegu klórgasslysi á Kringlumýrarbraut í dæmi starfshópsins. Klórgas lekur á Kringlumýrarbraut KRISTJÁN Sturluson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands og tekur hann við því starfi af Sigrúnu Árnadóttur, sem gegnt hefur starfinu síðustu 12 ár. Kristján hefur stundað nám í sál- fræði og félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og lauk framhaldsnámi í sál- fræði við Háskólann í Árósum með áherslu á vinnusálfræði. Hann hefur löggildingu sem félagsráðgjafi og sálfræðingur. Auk þessa hefur Kristján lokið MBA-námi við Há- skóla Íslands. Kristján var starfsmannastjóri hjá Hagkaupum hf. 1986–1994, skrif- stofustjóri innanlandsskrifstofu Rauða kross Íslands 1994–1999 en þá tók hann við starfi fram- kvæmdastjóra starfsmanna- og um- hverfissviðs hjá Norðuráli ehf. Hann hefur einnig mikla reynslu af kennslu og námskeiðahaldi. Kristján hefur frá árinu 2000 verið sjálf- boðaliði í Kjósarsýsludeild Rauða kross Íslands, verið formaður deild- arinnar frá 2001 og setið í stjórn Rauða kross Íslands í þrjú ár. Krist- ján er kvæntur Sigrúnu M. Arnars- dóttur skrifstofumanni og eiga þau tvö börn. Kristján tekur væntanlega við starfinu í lok október. Ráðinn fram- kvæmdastjóri Rauða kross Íslands VEGAGERÐIN á nú í viðræðum við landeigendur í Blönduhlíð og Norð- urárdal í Skagafirði vegna lagn- ingar nýs vegar um Norðurárdal úr Blönduhlíð að heiðarsporði Öxna- dalsheiðar. Vegaframkvæmdin hefur lengi verið í undirbúningi og framan af átti Vegagerðin í samninga- viðræðum við Akrahrepp, sem á endanum gaf framkvæmdaleyfi sitt í sumar. Vegurinn er kominn á vega- áætlun áranna 2005 til 2008 og er stefnt að því að hann fari í útboð fyr- ir lok þessa árs og þá í einum áfanga. Um stórt verk er að ræða þar sem m.a. þarf að byggja nýja brú yfir Norðurá. Með nýjum vegi fara úr notkun fjórar einbreiðar brýr á núverandi þjóðvegi, sem flestar hafa löngum skapað mikla slysahættu. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stefnir allt í að mál einhverra landeigenda fari fyrir matsnefnd eignarnámsbóta. Nefnd- in tekur fyrir ágreiningsmál sem rísa vegna lands sem fer undir vega- gerð en landeigendur á Fremri- Kotum í Norðurárdal hafa m.a. verið ósáttir við þá skerðingu á landi þeirra sem nýr vegur hefur í för með sér. Viðræður við landeigendur NEMENDUM á háskólastigi hefur fjölgað hratt undanfarin ár á Íslandi, eins og í mörgum OECD-löndum. Þetta kemur fram í ritinu Education at a Glance. Frá 1995 til 2003 fjölg- aði nemendum á háskólastigi á Ís- landi um 83%. Ef núverandi innrit- unarhlutfall í háskólanám helst óbreytt mun rúmlega helmingur ungs fólks eða 53% í OECD-löndum stunda fræðilegt háskólanám ein- hvern tímann á lífsleiðinni. Ísland hefur hæsta innrit- unarhlutfall allra OECD-landa í fræðilegt háskólanám og mun 83% ungs fólks á Íslandi stunda fræðilegt háskólanám ef núverandi innrit- unarhlutfall helst. Þess má geta að innritunarhlutfall er reiknað þannig að fundið er hlutfall nýinnritaðra eftir aldri af mannfjölda á sama aldri og síðan lagt saman fyrir alla aldurshópa. Þetta háa innrit- unarhlutfall skýrist að hluta til af fjölda eldri nema, en mun vænt- anlega ekki haldast þar sem fjöldi eldra fólks sem aldrei hefur stundað háskólanám er takmarkaður. Nemendum á háskólastigi fjölgar hratt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.