Morgunblaðið - 14.09.2005, Page 16
DÖNSK HÚSGAGNAHÖNNUN
Ef þú hefur áhuga á danskri húsgagnahönnun í hæsta gæðaflokki,
skoðaðu þá heimasíðu okkar á www.soeborg-moebler.dk og fáðu
nánari upplýsingar eða bæklinga og tilboð frá fyrirtæki okkar.
Næst þegar þú ert í Kaupmannahöfn, ertu velkomin/n að heimsækja
okkur í sýningarsal okkar (800 m2), sem er í aðeins 6 km fjarlægð
frá miðbænum.
A/S Søborg Møbelfabrik, Gladsaxevej 400, 2860 Søborg,
sími +45 39 69 42 22, www.soeborg-moebler.dk
Opnunartímar: mánudag-þriðjudag 8.30-16.30, föstudag 8.30-15
Akureyri | „Það er ekkert að
veðrinu, við erum ýmsu vanar og
þetta er í góðu lagi,“ sögðu þær
Guðrún Kristín Björgvinsdóttir
og Margrét Sigurðardóttir,
starfsmenn umhverfisdeildar
einum rómi, er ljósmyndari
Morgunblaðsins rakst á þær í
gær. Þær voru þá að grisja tré í
gróðurreit milli Seljahlíðar og
Skarðshlíðar, svona hefðbundin
haustverk en einnig hafa þær
verið að klippa gróður frá götu-
og umferðarskiltum og ýmislegt
fleira. Þótt þær stöllur hafi verið
sáttar við veðrið í gær, var það
bæði blautt og kalt. Þær sögðu
að samkvæmt veðurspánni væri
bjartara framundan „en það er
nú sjaldnast að marka veð-
urspána,“ sagði Guðrún.
Morgunblaðið/Kristján
Það er ekkert að veðrinu
Haustverkin
Akureyri | Höfuðborgin | Landið | Suðurnes
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Heimavist til sölu | Heimavist Verk-
menntaskólans á Akureyri á Dalvík hefur
verið auglýst til sölu. Það eru Ríkiskaup
sem auglýsa eignina en
vefmiðillinn dagur.net
segir frá þessu. Húsið var
byggt árið 1973 og þá
sem heimavist fyrir nem-
endur frá Hrísey og víðar
að sem komu til náms í
grunnskólanum á Dalvík.
Síðar eignaðist ríkið hús-
ið að fullu og nýtti það
sem heimavist og að hluta kennsluhúsnæði
fyrir útvegssvið VMA á Dalvík. Á sumrin
hefur verið hótelrekstur í húsinu. Tilboð í
húsið eiga að berast fyrir 21. september nk.
Brunabótamat hússins er 139.432.000 kr. en
fasteignamat 56.763.000 kr.
Sjoppan farin | Hús Vídeóleigunnar á
Kópaskeri var selt og fjarlægt um helgina.
Verður það notað sem sumarhús í Mývatns-
sveit í framtíðinni. Til að flytja það á
áfangastað þurfti að fara upp á hálendið, að
Upptyppingum, til að finna nógu breiða brú
fyrir húsið. Þetta kemur fram á vef sveitar-
félagsins.
kvæmda frá og með
sunnudeginum 18. sept-
ember nk.
Þeir sem vilja fá gist-
ingu í þessum skálum,
geta fengið lykil gegn
tryggingu hjá FFA. Vin-
Ferðafélag Ak-ureyrar (FFA)mun læsa skálum
sínum við Drekagil og í
Herðubreiðarlindum vet-
urinn 2005–2006. Lok-
unin kemur til fram-
samlega sendið félaginu
tölvupóst með beiðni um
gistingu á netfangið:
ffa@ffa.is eða hringið í
formann FFA, Ingvar
Teitsson, í síma 462 7866,
eftir kl. 19 á kvöldin.
Skálar Ferðafélags Akureyrar við Drekagil í Ódáðahrauni.
Ferðafélagsskálum læst
Á nýafstöðnu Lands-móti hagyrðingaorti Hjálmar Jóns-
son um Baug:
Á nú að fjalla enn um Baug
allt frá bát að káli.
Það er engin ærleg taug
eftir í þessu máli.
Vítt um heiminn fréttin flaug
um ferli viðskiptanna.
Eitt er það sem er ort um Baug
annað hvað má sanna.
Um Vatnsmýrina orti
Hjálmar svo:
Af öllum mýrum öðrum hún bar
en ei má nú verjast tári;
neyðin er mikil því nú eru þar
Norræna húsið og Kári.
Daginn eftir kveðju
Davíðs tafðist útburður
Mbl. Ólafur G. Krist-
jánsson orti:
Fréttin um Davíð varð mörg-
um um megn
og Morgunblaðsprentvélar
hrundu.
Hún þyngdi svo blaðið sú
þungbæra fregn
að þrautpíndir blaðberar
stundu.
Af Baugi
pebl@mbl.is
Dalvíkurbyggð | Reykjavíkur-flugvöllur
er sameign þjóðarinnar allrar, en ekki að-
eins þess hluta hennar sem byggir höf-
uðborgarsvæðið. Þetta segir í ályktun frá
Áfram, Hagsmunasamtökum íbúa í Dal-
víkurbyggð. „Afmarkaðir hópar, s.s. kjós-
endur borgarinnar geta fráleitt tekið sér
einhliða ráðstöfunarrétt á þessum flug-
velli, eða ákvarðað framtíð hans án tillits
til þarfa eða öryggishagsmuna lands-
byggðarinnar,“ segir í ályktuninni.
Stærstu og best búnu sjúkrahús lands-
ins eru innan borgarmarkanna og segir í
ályktuninni að þau séu einnig eign allra
landsmanna, „sem þar með eiga sama rétt
á greiðu aðgengi þeirra, þegar á þarf að
halda.“ Reykjavíkurflugvöllur er tenging
landsbyggðarinnar við sjúkrahúsin, innan
við fimm mínútur tekur að aka frá flugvelli
og að þeim. Hins vegar tekur hálftíma að
aka frá Keflavíkurflugvelli og að sjúkra-
húsunum í Reykjavík, miðað við bestu
skilyrði en þar við bætist um tíu mínútum
lengri flugtími. „Því má ljóst vera að úti-
lokað er með öllu að Keflavíkurflugvöllur
geti þjónað sjúkraflugi. Þar sem sjúkra-
húsin eru, þar verður flugvöllur að vera.“
Nauðsynlegt er því að mati hagsmuna-
félagsins, að landsbyggðarfólk sameinist
um að standa á þeim rétti sínum að að-
gengi þess að þjónustu sjúkrahúsanna í
Reykjavík verði um ókomna tíð með jafn-
greiðum hætti og nú er. „Það að bæta
rúmum hálftíma við flutningstíma bráð-
veikra og slasaðra utan af landi til þessara
sjúkrahúsa, er ekki og verður aldrei val-
kostur.“
Útilokað að
Keflavíkurflug-
völlur þjóni
sjúkraflugi
Hofsós | Jón Rúnar Hilmarsson tók á
dögunum við starfi skólastjóra við
grunnskólann á Hofsósi. Jón er Keflvík-
ingur að uppruna en kom frá Bakkafirði
þar sem hann gegndi starfi skólastjóra.
Á Hofsósi tók Jón við starfinu af Birni
Björnssyni sem þar hafði starfað í nokk-
ur ár og áður verið mörg ár skólastjóri á
Sauðárkróki.
Í Hofsósskóla eru nú 45 nemendur og
kennt í bekkjadeildum frá 1 til 10. Auk
þess er Sólgarðaskóli í Fljótum útibú frá
skólanum á Hofsósi, þar eru nú 12 nem-
endur.
Nýr
skólastjóri
♦♦♦
Töfragarði lokað | Nú er komið að lokun
Töfragarðsins á Stokkseyri og fer hver að
verða síðastur að heimsækja hann í ár en
garðinum verður lokað á sunnudag, 18.
september. Viðtökurnar í sumar hafa verið
hreint frábærar en um 13.000 gestir hafa
komið við í Töfragarðinum þetta fyrsta
sumar sem hann er opinn. Ýmislegt hefur
verið um að vera í Töfragarðinum í sumar,
t.d. fór Tommi bangsi, sem býr í Töfragarð-
inum, reglulega um garðinn og fræddi
krakkana um dýrin sem þar búa , en þau
eru: refir, kanínur, kindur, geitur, kálfar,
hestar, grísir, hænur, kalkúnar, endur,
gæsir, naggrísir og páfagaukar.
Einnig nutu leiktækin í garðinum mikilla
vinsælda.
Töfragarðurinn verður opnaður á ný í
byrjun maí á næsta ári.