Morgunblaðið - 14.09.2005, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 14.09.2005, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VEIÐAR á rjúpu munu hefjast í haust og á umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórð- ardóttir, hrós skilið vegna þess. Undirrit- aður var meðal þeirra stjórnarþing- manna sem voru and- snúnir því rjúpna- veiðibanni sem nú hefur verið aflétt. Miklar deilur hafa staðið yfir undanfarin tvö ár vegna rjúpna- veiðibannsins. Þetta mál var oft rætt á Al- þingi, enda efni og ástæður til þess. Veiðimenn voru afar ósáttir og töldu á sér brotið. Ljóst er að eitt af því sem við höfum lært er að ekki verð- ur gripið til svo rót- tækra aðgerða, sem algers veiðibanns, nema í samráði við veiðimenn. Breytt viðhorf Á undanförnum 30 árum hefur íslenski rjúpnastofninn minnkað töluvert eða um það bil um 4% á ári. Ekki er vitað hvernig á þessum samdrætti stendur, ugglaust eru það ýmsar ástæður sem því valda. Þýðingarmesti þátturinn er senni- lega náttúruleg skilyrði rjúp- unnar. Þá er trúlegt að veiðar úr stofninum, þegar hann er í lág- marki, hafi einhver áhrif. Almenn sátt er um að grípa til vernd- araðgerða til að byggja stofninn upp aftur og bera tillögur um- hverfisráðherra þess glöggt merki. Ein þessara aðgerða er að banna sölu á rjúpum á almennum mark- aði. Það ætti þetta ekki að koma að sök því að tekjur af rjúpnaveið- um eru ekki slíkar að þær séu samkeppnishæfar við aðra launa- vinnu. Uppbygging ferðaþjónustunnar Hagsmunir ferðaþjónustunnar eru gríðarlegir í þessu samhengi. Þjónusta við veiðimenn er mik- ilvæg og góð aukabúgrein fyrir ferðaþjónustuna. Þróa má þessa þjónustu enn frekar. Bjóða mætti rjúpnaveiðimönnum á refaveiðar, andaveiðar og svartfuglsveiðar. Rétt er að taka það fram að und- irritaður er ekki skot- veiðimaður en á marga góða kunningja og vini í þeirra hópi. Þýðingarmikill þáttur í veiðunum er að um- gangast góða félaga og þess vegna eru veiðimenn tilbúnir að greiða fyrir gistingu og aðra þjónustu eins og leiðsögn um veiði- lendur. Hér eru ýmis tækifæri fyrir ferða- þjónustuaðila á lands- byggðinni, að þróa þjónustu fyrir íslenska og erlenda skotveiðimenn, á þeim tíma ársins þar sem gistinætur eru fáar og tekjur lág- ar. Rannsóknir til Akureyrar Afar óheppilegt er að tvær ríkisstofnanir, sem báðar tilheyra umhverfisráðuneytinu, voru ekki sammála um nauðsyn veiðibanns á rjúpu. Veiðistjórn- unarsvið Umhverf- isstofnunar hefur yf- irstjórn á skipulagi veiða á Íslandi og fræðslu og nám- skeiðahald fyrir veiðimenn. Ég tel afar brýnt að veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar verði eflt enn frekar en nú er. Rjúpnarannsóknir hafa lengst af verið stundaðar á NA-landi og á þessu svæði er til mest vitneskja um íslenska rjúpnastofninn. Þá má segja að kjarni rjúpnarannsókna á Íslandi fari fram í Hrísey. Það ætti því að vera eðlilegt að höfuðstöðvar og miðstöð rjúpnarannsókna séu á Akureyri. Fyrsta skrefið í þessari framkvæmd er að efla samstarf Náttúrufræðistofnunar og veiði- stjórnunarsviðs Umhverfisstofn- unar. Allir sem hafa kynnt sér þessi mál hljóta að vera sammála um að ekki er til heppilegri staður sem miðstöð rjúpnarannsókna á Íslandi en Akureyri. Til hamingju, rjúpnaveiðimenn Birkir J. Jónsson fjallar um rjúpnaveiðar ’Allir sem hafakynnt sér þessi mál hljóta að vera sammála um að ekki er til heppilegri stað- ur sem miðstöð rjúpnarann- sókna á Íslandi en Akureyri.‘ Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Birkir Jón Jónsson NÚ VIRÐIST sem alger einhugur sé að skapast um að Vatnsmýrin sé framtíðarbyggingarland og að flugvöll- urinn fari annað. Eftir áratuga langar deilur um flugvallarmálið er að mótast sameiginleg sýn í borgarstjórn Reykjavík- ur á þróun þessa mik- ilvægis svæðis rétt sunnan miðborgarinnar. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan málið var allt í frosti. Umræðan var afar fyr- irsjáanleg og erfitt að sjá fram á að deilendur ættu eftir að koma upp úr skotgröfunum. Í febr- úar gerðist það hins- vegar að við samgönguráðherra skrif- uðum undir minnisblað þar sem flugvallarmálið var tekið á dagskrá. Það segir svo sína sögu um þróun mála síðan, að nú eru borg og ríki sameig- inlega að kanna aðra kosti fyrir stað- setningu flugvallar. Háskólaráð Háskólans í Reykjavík ákvað síðan í apríl að taka tilboði borg- arinnar um að byggja sig upp til fram- tíðar við rætur Öskjuhlíðarinnar. Þessi framsýna ákvörðun háskólans átti verulegan þátt í að umræðan hefur þróast sem raun ber vitni. Þá skiptir ekki síður máli að flugrekendur eru einnig komnir að borðinu og horfast þar með blákalt í augu við að svo kunni að fara að flugvöllurinn hverfi úr Vatnsmýrinni. Það var við þessar að- stæður sem íhaldið í borgarstjórn Reykjavík- ur skipti um skoðun. Það var ekki fyrr en allir aðr- ir voru búnir að átta sig á því að flugvöllurinn væri trúlega að fara, að oddviti Sjálfstæðis- flokksins lýsti því yfir að hann væri búinn að hugsa málið. Hann og keppinautur hans standa hinsvegar báðir á bremsunni gagnvart því að borgarbúar komist að í umræðunni. Borgarbúar eiga Vatnsmýrina ým- ist sjálfir eða í félagi við aðra lands- menn. Umræðan á því ekki eingöngu að vera í farvegi samræðna s.k. hags- munaaðila, því allir eru hags- munaaðilar í umræðunni um Vatns- mýrina. Nú er að fara af stað alþjóðleg skipulagssamkeppni um Vatnsmýr- arsvæðið og þessa dagana gefst eig- endunum kostur á að leggja sitt til málanna á sýningunni „Hvernig borg má bjóða þér?“ í Listasafni Reykjavík- ur. Framundan er talsverð uppbygging í grennd flugvallarins, á Landspít- alalóðinni, hjá Háskólanum í Reykja- vík og á svæði Vals. Það er því ekki seinna vænna að draga upp heild- armynd af væntanlegri þróun svæð- isins. Sú samkeppni sem nú stendur fyrir dyrum hefur það að markmiði að kalla fram hugmyndir snjallasta fólks um heildarskipulag svæðisins. Við er- um að móta borg nýrra tíma. Valkostir í Vatnsmýrinni Steinunn Valdís Óskarsdóttir fjallar um Vatnsmýrina ’Það var ekki fyrr enallir aðrir voru búnir að átta sig á því að flugvöll- urinn væri trúlega að fara, að oddviti Sjálf- stæðisflokksins lýsti því yfir að hann væri búinn að hugsa málið. Hann og keppinautur hans standa hinsvegar báðir á bremsunni gagnvart því að borgarbúar kom- ist að í umræðunni.‘Steinunn Valdís Óskarsdóttir Höfundur er borgarstjóri. Á MEÐAN ríkisstjórnin slær sér á brjóst og dreifir símasilfrinu eru byggðirnar í landinu sveltar og þegn- arnir njóta ekki lög- bundinnar þjónustu. Hvernig má það vera að svona er komið fyrir einni af ríkustu þjóðum veraldar? Davíð Oddsson, sem nú hverfur af vettvangi stjórnmálanna inn í það sem í Danmörku kallast „skånejob“ (verndaða vinnu) í Seðlabankanum, og flokkur hans bera ábyrgð á efnahagsstefn- unni eins og hún er í dag. Ríkisstjórnin studd af horrenglunni Framsóknarflokknum kokgleypir tilskipanir EES- samningsins um aukna þjónustu við þegnana. Þessum tilskipunum er nær öllum varpað á sveitarfélögin sem verða að koma þeim í verk. Ólíkt öðr- um ríkjum sem eru aðilar að EES eins og t.d. Noregi fylgja engir tekjustofnar frá ríkisvaldinu á Íslandi þessum auknu kvöðum á sveitarfélögin. Rík- isstjórnin gefur síðan út fréttatilkynn- ingar um lækkun tekjuskatts á þegn- ana og gerir athugasemdir við rekstur sveitarfélaganna og óskir þeirra um aukna tekjumöguleika. Þetta eru lúabrögð og sjónhverf- ingar sem þarf að uppræta úr íslensk- um stjórnmálum. Hvaða rugl er það að gera sveitarfélög eins og Ólafsfjörð gjaldþrota og ýta sveitarfélaginu Reykjanesbæ í það að selja allar fast- eignir sínar? Hvernig eiga þessi sveit- arfélög að skrimta eftir nokkur ár þeg- ar sölugróðinn er uppurinn? Blekkingar ríkisstjórnar Davíðs Odds- sonar – já, þið skulið ekki halda að Framsóknarflokkurinn ráði nokkru öðru en líminu sem heldur þessu sam- an – eru ósmekklegar og eyðandi fyrir nærsamfélagið út um allt land. Hvernig stendur á því að 26 af stærstu sveitarfélögum landsins skuli velja sér D-lista til að fara með völdin? D-listinn er að drepa þessi sveitarfélög með endalausum álögum sem kastað er á þau án greiðslu eða möguleika á sjálfshjálparfé. Við skulum líka muna að þeir málaflokkar sem verst verða úti í þessum kúgunum stjórnvalda eru málefni barna, eldri borgara, og fólks með fatlanir. Þessir hópar þurfa að líða fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar. Fólkið í þessum sveitarfélögum verður að muna þetta þegar það gengur inn í kosningaveturinn. Í stærsta sveitarfélagi landsins Reykjavík eru erfiðleikar með að manna stöður leikskólakennara og bitnar það á börnum. Fólk kærir sig ekki um að vinna við störf eins og leikskóla- kennslu. Útsvarið er í botni í sveitarfélögum landsins og fæst þeirra eiga möguleika á að bæta kjör þeirra hópa sem eru hornsteinn sam- félagsins. Eru Íslend- ingar ánægðir með þá þróun að fólk fáist ekki til þessara starfa? Ég held ekki. Vandinn er eins og fram hefur kom- ið fyrst og fremst stefna stjórnvalda í efnahags- málum. Þeirra útspil að lækka skatta og senda verkefnin án peninga til sveitarfélaganna og ásaka síðan sveit- arfélögin um óráðsíu er ómerkilegt. Við verðum að sjá við þessu drullu- malli stjórnvalda og senda D-listann í frí sem víðast og litli leppurinn sem kennir sig við Bé þarf að fjúka líka. Telji Íslendingar að það mikilvægasta í hverju samfélagi séu málefni barna og fjölskyldna þá er valkosturinn fé- lagshyggja og hún er ómenguðust í VG. Í kaupbæti fá Íslendingar síðan ómengaða náttúru og fjölbreytt at- vinnulíf í stað endalausra álversstækk- ana og ótrúlegrar einsýni. Er þetta ekki bara nokkuð freistandi? D-listinn og leppur í orlof Grímur Atlason fjallar um stjórnmál ’Við verðum að sjá viðþessu drullumalli stjórnvalda og senda D- listann í frí sem víðast og litli leppurinn sem kennir sig við Bé þarf að fjúka líka.‘ Grímur Atlason Höfundur situr í stjórn VGR. NÚ ER ljóst að fimm jafnvel sex stjórnmálaflokk- ar geta átt fulltrúa í næstu borgarstjórn. Upp úr því kraðaki geta risið margs kon- ar meirihlutar, allt frá eins upp í fimm flokka. Það er því mikils vert að borgarbúar viti fyrir kosningar hver afstaða flokka og frambjóðenda er í þeim málum, sem mestu varða. Að mínu viti rís þar einn málaflokkur hærra en allt annað. Hann er svo dýrmætur að mér finnst að við borgarbúar eigum að taka höndum saman og slá um hann þverpólitíska skjaldborg hvar í flokki sem við annars stöndum. Hér á ég við Orkuveitu Reykjavíkur. Á stjórnartíma R-listans voru þrjú ágæt fyrirtæki, Vatnsveita, Rafveita og Hitaveita sameinuð í Orkuveitu Reykjavíkur. Með þeim gjörningi var lagður grunn- ur að uppsprettu þvílíks auðs fyr- ir Reykvíkinga og nágrannasveit- ir, að jafna má við olíulindir. Á síðastliðnu ári greiddi Orkuveitan í borgarsjóð Reykja- víkur um einn og hálfan milljarð króna. Nýlega var und- irritað samkomulag við álverið í Straums- vík um orkusölu, en áður höfðu verið und- irritaðir samningar um frekari sölu raf- orku til Norðuráls í Hvalfirði. Gera má ráð fyrir að þessir orkusölusamn- ingar skili um eitt hundrað millj- örðum á næstu 25 árum eða um fjórum milljörðum árlega. Hvimleið ásælni Stjórn fyrirtækisins og starfs- fólk þess á skilið mikið þakklæti og hrós fyrir frábærar ákvarð- anir og árangur í störfum. Það er ástæða til að hafa þetta í huga nú þegar dregur að kosningum. Þá freistast sumir til að eigna sínum flokki sem mestan hlut af því af- reki, sem uppbygging Orkuveit- unnar er. Öllum ætti þó að vera ljóst að sá mikli árangur er ekk- ert eins manns verk. Það er stjórn fyrirtækisins, sem hefur tekið þær ákvarðanir, sem skila munu borgarsjóði milljörðum á hverju ári. Það er því hvimleið ásælni þeirra framsóknarmanna, sem þykjast nú einir þá Lilju kveðið hafa og eigna Alfreð Þorsteins- syni allan heiðurinn af glæsileika Orkuveitunnar og þeim millj- örðum, sem hún skilar nú og síð- ar í borgarsjóð. Stóra spurningin Það er eftirsóknarvert að eiga fyrirtæki eins og Orkuveituna og margir hafa bæði burði og löng- un, til að kaupa þessa gullkvörn Reykvíkinga. Hingað til hefur viljinn til að selja ekki verið til staðar. En verður sá vilji orðinn til staðar eftir kosningar? Það er stóra spurningin. Brátt hefjast prófkjör flokk- anna. Ég vil því beina þeirri áskorun til allra kjósenda í Reykjavík hvar í flokki, sem þeir standa, að þeir krefji hvern og einn frambjóðanda þess flokks, sem þeir ætla sér að kjósa, um ótvíræða yfirlýsingu um að hann muni ekki taka þátt í að breyta Orkuveitunni í hlutafélag og auð- velda þar með að selja hana og hann muni ekki standa að sölu hennar með öðrum hætti. Orkuveitan er Lilja R-listans Birgir Dýrfjörð fjallar um Orkuveituna ’… að þeir krefji hvernog einn frambjóðanda þess flokks, sem þeir ætla sér að kjósa, um ótvíræða yfirlýsingu um að hann muni ekki taka þátt í að breyta Orku- veitunni í hlutafélag …‘ Birgir Dýrfjörð Höfundur situr í stjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.