Morgunblaðið - 14.09.2005, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 23
UMRÆÐAN
MÁLIÐ
MOGGANU
M Á MOR
GUNMÁLIÐ FY
LGIR MEÐ
UNNUR B
IRNA
VILHJÁLM
SDÓTTIR
Í NÝJU LJ
ÓSI
EINKAVIÐ
TAL VIÐ R
USSEL CR
OWE
NÝRÁÐINN bæjarstjóri á
Álftanesi reiðir hátt til höggs í
fjölmiðlum í þeim tilgangi að berja
niður meintar skoðanir mínar um
að staðsetja nýjan flugvöll á Álfta-
nesi. Hann vísar til
yfirlýsinga sem hann
telur mig hafa viðhaft
í nýlegu sjónvarps-
viðtali um innan-
landsflugvöll á Álfta-
nesi. Formaður
Samfylkingarfélags-
ins á Álftanesi skrifar
í kjölfarið grein í
Morgunblaðið þar
sem hún, rétt eins og
bæjarstjórinn, heldur
því fram að ég hafi í
sama viðtali snúið við
blaðinu og reifað eig-
in hugmyndir um flutning Reykja-
víkurflugvallar út á Álftanes.
Bæði eru þau á villigötum og
nokkuð ljóst að hvorugt þeirra
hefur séð viðtalið sem þau gera að
umtalsefni, eða að minnsta kosti
ekki heyrt hvað þar var sagt. Í
upphrópunum sínum fara þau með
staðlausa stafi með því að leggja
mér orð í munn og því er réttast
að rifja upp fyrir þeim, og öðrum
áhugasömum, orðrétt það sem ég
sagði í viðtali sem Stöð 2 átti við
mig. ,,...ef við finnum leið sem er
betri en sú að hafa völlinn í Vatns-
mýrinni þá er ég tilbúinn til þess
að skoða það.“ Á öðrum stað í við-
talinu sagði ég aðspurður um
flutning vallarins úr Vatnsmýrinni
„Ef það eru fjárhagslegar for-
sendur fyrir því að þá tel ég að
samgönguráðherra hver sem hann
yrði á þeim tíma að hann gæti ekki
vikist undan því að fara í samn-
ingaviðræður við borgina um það.
Ég tel að við verðum að ná sam-
komulagi og þess vegna fagna ég
þessum mikla áhuga sem er núna
hjá frambjóðendum til borg-
arstjórnar að ganga
til þessa verks en þeir
geta ekki tekið neinar
ákvarðanir fyrr en að
búið er að stilla upp
kostum og þið eruð að
láta kjósa núna hér
um hvar völlurinn eigi
að vera og það er nú
þrautin þyngri fyrir
áhorfendur að gera
það vegna þess að
þeir vita ekki hvort að
þetta er raunhæft
með Lönguskerin.
Þeir vita ekki hvort
það er raunhæft með Álftanesið.
Vegna þess að bæjaryfirvöld þar
þau ráða þeirri för, hvort það
verður byggður flugvöllur á Álfta-
nesi eða ekki.“
Nýlega var gert samkomulag
milli mín og borgarstjórans í
Reykjavík um sérstakan vinnuhóp
sem nú starfar undir stjórn Helga
Hallgrímssonar verkfræðings að
því að endurskoða landnotkun og
skipulag flugvallarsvæðisins og
meta hagkvæmni þeirra kosta sem
til greina koma. Í þeirri vinnu
verða allir valkostir skoðaðir og
m.a. rætt við fulltrúa allra sveit-
arstjórna á höfuðborgarsvæðinu.
Ég hef verið talsmaður þess að
innanlandsflugvöllur landsmanna
verði á, eða sem allra næst, höf-
uðborgarsvæðinu. Sú skoðun mín
hefur ekkert breyst og ég hef
enga ástæðu til þess að gefa frek-
ari yfirlýsingar um framtíð-
arstaðsetningu flugvallarins fyrr
en niðurstöður vinnuhópsins
liggja fyrir og frekari umræða á
sér stað um einstaka valkosti í
þessum efnum. Vert er að minna á
að Reykjavíkurflugvöllur er ný-
endurbyggður og var það gert
með öllum leyfum borgaryf-
irvalda.
Enginn fótur er þess vegna fyr-
ir því að ég stefni sérstaklega að
því að ,,þröngva flugvelli upp á
Álftnesinga“ eins og formaður
Samfylkingarinnar á Álftanesi
heldur fram í Morgunblaðsgrein
sinni. Upphlaup formannsins og
sömuleiðis bæjarstjórans á Álfta-
nesi eru óskiljanleg vindhögg.
Staðlausir stafir
frá Álftanesi
Sturla Böðvarsson svarar bæj-
arstjóranum á Álftanesi ’Formaður Samfylking-arfélagsins á Álftanesi
skrifar í kjölfarið grein í
Morgunblaðið þar sem
hún, rétt eins og bæj-
arstjórinn, heldur því
fram að ég hafi í sama
viðtali snúið við blaðinu
og reifað eigin hug-
myndir um flutning
Reykjavíkurflugvallar
út á Álftanes.‘
Sturla Böðvarsson
Höfundur er samgönguráðherra.
Jónína Benediktsdóttir: Sem
dæmi um kaldrifjaðan sið-
blindan mann fyrri tíma má
nefna Rockefeller sem Hare tel-
ur einn spilltasta mógúl spillt-
ustu tíma.
Sturla Kristjánsson: Bráðger
börn í búrum eða á afgirtu svæði
munu naumast sýna getu sína í
verki; þeim er það fyrirmunað
og þau munu trúlega aldrei ná
þeim greindarþroska sem líf-
fræðileg hönnun þeirra gaf fyr-
irheit um.
Kristján Guðmundsson: Því
miður eru umræddar reglur nr.
122/2004 sundurtættar af
óskýru orðalagi og í sumum til-
vikum óskiljanlegar.
Sigurjón Bjarnason gerir grein
fyrir og metur stöðu og áhrif
þeirra opinberu stofnana, sem
heyra undir samkeppnislög,
hvern vanda þær eiga við að
glíma og leitar lausna á honum.
Þorsteinn H. Gunnarsson:
Nauðsynlegt er að ræða þessi
mál með heildaryfirsýn og
dýpka umræðuna og ná um
þessi málefni sátt og með hags-
muni allra að leiðarljósi, bæði
núverandi bænda og fyrrver-
andi.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
UM ÞESSAR mundir eru skoð-
anaskipti á milli Sigurðar Jónssonar,
framkvæmdastjóra SVÞ og fyrrum
starfsmanns Kred-
itkorta hf. (Mbl. 9/9
þ.m.) og hinsvegar
Ragnars Önund-
arsonar, fram-
kvæmdastjóra Kred-
itkorta hf. (Mbl. 11/9
þ.m.). Deiluefni þeirra
snýst fyrst og fremst
um bannregluna í
samningum beggja
kreditkortafyrirtækj-
anna. Regluna sem
Euro Commerce, sem
eru samtök verslana í
Evrópu kalla „Reglan
um að notandinn borgar
ekki.“ Þeir kaupmenn
og aðrir greiðsluviðtak-
endur sem undirrita
samninga við svikamyll-
una sem greiðslukorta-
fyrirtækin vissulega
eru, eru í reynd að af-
sala sér frelsinu. Frels-
inu til að haga við-
skiptum og verði í
samræmi við markaðs-
hagkerfið með samkeppni að leið-
arljósi. Korthafar eru viðskiptamenn
bankakerfisins og þangað og aðeins
þangað eiga þeir að sækja þjónustuna í
núverandi kerfi. Kaupmenn eiga ekki
að vera hórur fyrir bankakerfið og
borga með sér að auki. Bankakerfið á
að rukka sína eigin viðskiptamenn, þ.e.
korthafa. Þannig og aðeins þannig nást
markmið samkeppnislaga um gegnsæ
viðskipti og grundvöllur skapast fyrir
eðlilega og heiðarlega samkeppni.
Greiðslumiðlunarkerfið er nú mið-
stýrt sósíalskt fyrirbæri sem setur
kaupmenn og aðra greiðsluviðtak-
endur í hlutverk félagsmálastofnunar
við að úthluta einhverjum félagsmála-
pökkum (niðurgreiðslurnar sem kaup-
menn standa straum af). Miðstýringin
nær beint inn í Reiknistofu bankanna
og er stjórnað þar af öllum bönkunum
sameiginlega (allir bankarnir eiga hluti
í báðum kreditkortafyrirtækjunum) og
með ólögmætu samráði. Auk þess fer
þessi starfsemi fram undir stjórn
tveggja erlendra auðhringa, Visa Int-
ernational og Mastercard. Hér eru á
ferðinni stærstu, mestu og alvarleg-
ustu brot á samkeppnislögum sem
hægt er að hugsa sér. Mál olíufélag-
anna sem eru alvarleg munu líta út
eins og krækiber í helvíti í samanburð-
inum. Samkeppnisyfirvöldum ber
skylda til að brjóta upp miðstýringuna,
samstarfið og samráðið nú þegar.
Bullið í Ragnari um það ef kaup-
mönnum væri heimilt að
innheimta kostnað af
korthöfum (ath. þeir eru
framleiðendur að kostn-
aði á hendur kaup-
mönnum í núverandi
kerfi), þ. e. kortaverðlag
plús þóknun venga korta,
fellur um sjálft sig EF
markaðshagkerfið er
virkt, samkeppnin sér til
þess. Því miður er mark-
aðshagkerfið ekki virkt í
dag vegna áhrifa
greiðslumiðlunarkerf-
isins með debet- og kred-
itkortum. Engin sam-
keppni er á milli
einstakra banka eða fjár-
málafyrirtækja á þessum
markaði. Það sem verra
er: Enginn grundvöllur
er fyrir slíku í núverandi
kerfi vegna miðstýring-
arinnar, samráðsins,
samstarfsins og nið-
urgreiðslnanna sem
kaupmenn eru neyddir
til að taka á sig. Hér er sami graut-
urinn í sömu skálinni eða er einhver
munur á kúk og skít? Greiðslukortin
eru í dag tæknivæddur þjófnaður og
ekkert annað.
Kæri Sigurður og kæri Ragnar,
reynið nú að sjá skóginn fyrir trjám.
Skoðið heildarmyndina.
Enn um rugl
og rangindi
Sigurður Lárusson svarar Sig-
urði Jónssyni og Ragnari Ön-
undarsyni
Sigurður Lárusson
’Kæri Sigurðurog kæri Ragnar,
reynið nú að sjá
skóginn fyrir
trjám. Skoðið
heildarmynd-
ina.‘
Höfundur er kaupmaður.