Morgunblaðið - 14.09.2005, Page 25

Morgunblaðið - 14.09.2005, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 25 ÞAÐ hefur spurst út aðleikhópurinn Þíbilja ætlií samvinnu við Leik-félag Reykjavíkur að setja upp Manntafl Stefans Zweigs. Manntafl verður í leik- gerð Þórs Tulinius sem jafnframt er eini leikarinn því um einleik er að ræða. Margir munu forvitnir að sjá hvernig Þór fer höndum um þessa frægu smásögu sem sumir telja einhverja fegurstu perlu smásagnagerðar í heim- inum og er þá langt til jafnað. Íslendingar halda margir mikið upp á Manntafl, sem kom á sín- um tíma út hjá Menningarsjóði í þýðingu Þórarins Guðnasonar. Sagan var fyrir mörgum árum kvikmynduð og lék þá þýski leik- arinn Curd Jürgens aðal- hlutverkið. Fyrir nokkrum árum var sagan sett upp sem ópera í Vín og nú fá Íslendingar eigin út- gáfu á leiksviði. En Manntafl höfðar ekki bara til Íslendinga vegna listarinnar, frábærrar frá- sagnarsnilli og ótrúlegra örlaga. Í nokkra áratugi hefur verið á kreiki getgáta um að að- alsöguhetjan, dr B, sé Íslending- urinn Björn Kalman. Tilgátan er heillandi og studd röð af líklegum burðarásum og stoðum. Hún er fyrst og fremst byggð á sam- anburði og samlestri ævisögu Zweigs, veröld sem var, og ævi- sögu Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar. Líklega er það Gylfi Gröndal sem kemur þeirri getgátu fyrst á prent með viðtali sínu við Jón Ólafsson hæstarétt- arlögmann, sem hann birti síðar í bók sinni Menn og minningar sem kom út 1981. Garðar Sverr- isson ritaði stórmerka grein um þetta efni í Lesbók Morgunblaðs- ins árið 1982. Und- irritaður ritaði um þetta stutta grein í skákblað Ólympíu- mótsins í Luzern gef- ið út í Sviss árið 1982 og fékk reyndar nokkur andmælabréf frá erlendum mönn- um sem lögðu aðal- áherslu á tengsl sög- unnar við nasismann. Sagan Manntafl Manntafl er síðasta sagan sem austurríski snillingurinn Stefan Zweig skrifaði, stuttu áður en hann og síðari kona hans sviptu sig lífi í Brasilíu árið 1942. Sadd- ur lífdaga hvarf hann af sjón- arsviðinu og undarlegt er til þess að hugsa að slík sköpunargáfa skuli leiftra í síðasta verki hans, Manntafli, á þeim tíma sem upp- gjöf er að heltaka huga þessa mikla meistara hins ritaða máls. Í ritum sínum fjallar Zweig um einstaklinginn sjálfan, sálar- ástand hans og sálarbaráttu. Oft ritar hann um einstaklinga sem eru reknir áfram af hálfmeðvit- uðum og ómeðvituðum kröftum, stundum í yfirþyrmandi ein- hyggju með demonískum eld- móði. Í Manntafli varpar Zweig fram spurningunni hvað hefur skák fram yfir aðra leiki eins og t.d. lúdó? Hvernig geta fullorðnir menn varið allri ævinni í að færa trémenn af hvítum reitum á svarta? Og svarið er einfaldlega fegursti óður til skáklistarinnar sem ritaður hefur verið. Skákin er svo gömul að enginn þekkir uppruna hennar. Samt nær enginn langt í skák án þess að fylgjast stöðugt með nýj- ungum. Allir geta lært að tefla en aðeins örfáum er gefið að höndla kjarna listarinnar og verða meist- arar. Skákin er takmörkuð við sextíu og fjögurra reita borð en er þó algjörlega takmarkalaus í flækjum sínum. Þótt leikreglur skáklistarinnar séu strangar eru máttarviðir þeirra listaverka sem verða til á skákborðinu hugarflug og ímyndunarafl. Og skákin hefur skapað listamenn ekki síður en tónlist, ritlist eða höggmynda- og málaralist, listamenn sem lifa í verkum sínum meðan heimur byggist. Í Manntafli teflir Zweig saman um- gjörð nasismans, snilli manns, dr B, sem á engra úr- kosta völ annarra en tefla til þess að afla hugsun sinni viðfangsefna í fang- elsi, og heimsmeist- ara í skák, sveita- dreng, sem virðist ekki hafa aðra hæfi- leika en skákgáf- una, „þar skín skák- gáfan í andlegri eyðimörk eins og gullæð í gráu bergi“. En skákin heimtar sína fórn. Annar helgar sig skákinni, líf hans er skák og innan þess hrings er allt sem er. Hinn flýr á síðustu stundu vald skákgyðj- unnar og nær þannig að bjarga geðheilsu sinni. Sagan gerist á millilandaskipi sem er eini stað- urinn þar sem unnt er að setja svo ólíka menn í návígi í nægi- lega langan tíma. Frásögnin er þrungin spennu og persónulýs- ingar Zweigs bera vott um snilli höfundar. Þó nokkrir hafa komið að máli við mig og séð ákveðnar hliðstæður með Manntafli og heimsmeistaraeinvíginu sem hér var 1972. Ég held að þar sé nokkuð langt seilst þó leita megi einhverrar samsvörunar. Dr B og Björn Kalman Íslendingar hafa gaman af til- gátum um að frægar persónur séu af íslenskum uppruna. Við teljum að Hamlet sé í raun þjóð- sögupersónan Amlóði, að Pétur Gautur sé Grímur Thomsen, að James Bond sé Vestur- Íslend- ingurinn William Stevenson, að franska stjórnarbyltingin eigi uppruna sinn á Íslandi og for- faðir Shakespeares hafi verið Ís- lendingur að nafni Jón. Upp úr 1970 kom til mín full- orðinn maður, Jón Ólafsson, og varpaði fram þeirri tilgátu að dr B í Manntafli væri Björn Kalman en Björn og Jón höfðu rekið sam- an lögmannsstofu. Eftir að hafa hlustað á rök hans hvatti ég hann mjög til að rita þessa tilgátu sína og birta hana. Í bók Gylfa Grön- dal kemur fram að nemandi Björns hafði varpað fram tilgát- unni í eyru Jóns og Gylfi skráir frásögnina og bjargar henni frá gleymsku. Garðar Sverrisson heillaðist af tilgátunni og ritaði um hana. Svo margt fellur saman í frá- sögninni að ósjálfrátt telur maður að þetta geti ekki allt verið til- viljun. Tilgátan byggist á að Zweig hafi á fyrirlestraferð sinni í Harvard heyrt frásögnina af Birni sem var þar námsmaður um skeið. Allt kemur heim og saman, taflmennska Björns við meistarana á skipinu til Ameríku, hræðsla hans við að hann sé að missa vitið vegna þess að hann geti ekki gleymt neinni skák og hvernig hann hleypur burt eftir skák sína við Marshall með orð- um um að tefla aldrei framar. Björn vinnur meistarana eins og dr B, og nafnið – af hverju velur Zweig nafnið B, skyldi það vera Björn? Báðir voru lögmenn. Leikritið og tilgátan Meðan Íslendingar unna sagnalistinni munu þeir lesa Manntafl, dást að list höfund- arins og hrífast með atburða- rásinni. Þegar þeir hafa lesið Manntafl munu þeir velta fyrir sér hinni undarlegu tilgátu um að dr B sé í raun Björn Kalman, sonur Páls Ólafssonar skálds. En við eignum okkur ekki bara höf- uðpersónuna. Við eru nú að eign- ast íslenska leikgerð af sögunni og bíðum full eftirvæntingar eftir að sjá hana. Manntafl Zweigs á fjöl- um Borgarleikhússins Eftir Guðmund G. Þórarinsson ’Þegar þeir hafa lesiðManntafl munu þeir velta fyrir sér hinni undarlegu tilgátu um að dr B sé í raun Björn Kalman, sonur Páls Ólafssonar skálds.‘ Guðmundur G. Þórarinsson Höfundur er verkfræðingur. Einleikurinn Manntafl: Einn maður margar persónur! Þór Tulinius í hlutverkum sínum. Björn Kalman Stefan Zweig hannesdóttir ákærð fyrir að veita liðsinni við meint brot án þess að því væri nokkurs staðar lýst í hverju það liðsinni hefði falist. Gestur benti á að í lögum um meðferð op- inberra mála væri ákæruvaldinu gefinn kost- ur á að leiðrétta augljósar villur og breyta ákæru ef nýjar upplýsingar bærust. Í þessu tilfelli ætti hvorug ástæðan við. Reyndar væru augljósar villur í ákærunni s.s. að kennitala Fjárfestingarfélagsins Gaums væri röng og slíka villu væri auðveldlega hægt að leiðrétta. Annmarkarnir sem dómararnir hefðu bent á vörðuðu hins vegar sjálfan kjarna málsins, þ.e. verknaðarlýsingarnar, og úr slíkum vill- um væri ekki hægt að bæta úr með fram- haldsákæru. Gestur sagði að gallarnir í ákær- unni hlytu að leiða til þess að málinu yrði vísað frá í heild eða að hluta og að honum þætti rök- rétt að málinu yrði vísað frá í heild sinni. Yrði málinu vísað frá að hluta stæðist það ekki að ákæruvaldið fengi annað tækifæri til að koma ákæruefnunum að því með því móti hefði dóm- urinn tekið að sér leiðbeinandi hlutverk gagn- vart ákæruvaldinu en slíkt stæðist ekki kröfur um óvilhalla dómstóla. Mögulega væri hægt að gefa út nýja ákæru vegna þeirra 22 ákæru- liða sem eftir stæðu en sú ákæra yrði veikur grundvöllur til að reisa dóm á. Að mati Gests skorti verulega á að nauð- synleg vandvirkni hefði verið höfð í fyrirrúmi við undirbúning ákærunnar. Ákæran hefði verið unnin í miklum flýti og til marks um það vakti hann athygli dómsins á að síðustu skýrslutökunni í málinu hefði lokið klukkan 16.45 hinn 30. júní og ákæran verið gefin út strax daginn eftir, meira að segja að morgni. Það væri með ólíkindum að gefa út ákæru daginn eftir að þriggja ára langri rannsókn- inni lauk. Röng og villandi Þegar Gestur hafði lokið máli sínu flutti Kristín Edwald hrl., verjandi Kristínar Jó- hannesdóttur, stutta ræðu en aðrir verjendur tóku ekki til máls að öðru leyti en því að þeir lýstu yfir stuðningi við málflutning Gests. Kristín benti á að lýsing á meintum refsiverð- um verknaði síns skjólstæðings væri beinlínis röng og að ákæran væri villandi. Í inngangi að 4. kafla ákærunnar væri hún sökuð um fjár- drátt og/eða umboðssvik og brot gegn hluta- félagalögum en þegar kaflinn væri lesinn til enda kæmi í ljós að hún væri alls ekki sökuð um þessi brot heldur um hylmingu. Að ræðuhöldum loknum lögðu lögmenn fram yfirlit yfir málskostnað og samkvæmt þeim nemur hann um 40 milljónum króna, þar af er hlutur Gests Jónssonar rúmlega 19 millj- ónir. enn verið ákærðir fyrir að hafa ætlað veiða í Borgarfirði en hefðu með réttu era ákærðir fyrir tilraun til ólöglegra ða. Í þeim tilfellum sem hann nefndi ómararnir talið að þrátt fyrir ann- ákærunum væri ljóst að hinir ákærðu yllilega gert sér grein fyrir því hvað ru í raun ákærðir fyrir og því hefðu r ekki komið niður á málsvörninni. ómar hefðu bæði verið kveðnir upp í g í Hæstarétti. Jón tók skýrt fram að di ekki að ákæran í Baugsmálinu væri g hann gerði þá kröfu til dómsins að i látin standa. Kæmist dómurinn að niðurstöðu krafðist hann að úrskurð- ði rökstuddur. Hann sagðist að lokum búinn til þess að svara spurningum nna en þeir nýttu það tækifæri ekki. ómarar búnir að ákveða sig r Jónsson hrl., verjandi Jóns Ásgeirs essonar, vakti athygli á því að dóm- fði að eigin frumkvæði vakið athygli á kunum í ákærunni og að engin krafa hefði borist frá sakborningum. Hann einvörðungu sú staðreynd að bréfið rði sent bæri með sér að dómararnir þeirri skoðun að svo miklir annmarkar ákærunni að ekki væri hægt að bæta og því ekki hægt að fella dóm í málinu. r lýsti því yfir að verjendur væru a dómurunum um að verulega skorti á naðarlýsingar væru skýrar. Ætti það við um fleiri ákæruliði en tilteknir voru ómsins og benti hann á að í 1. lið ákær- æri Jóhannes Jónsson og Kristín Jó- málinu væntanlegur eftir sex daga að málinu frá í heild ni Morgunblaðið/Jim Smart nar, og Einar Þór Sverrisson hdl., íkur í gær. Í kafla VIII. er Jóni Ásgeiri, Tryggva, og endurskoðend- unum Stefáni Hilmari Stefánssyni og Önnu Þórðardóttur gefin að sök brot á alm. hegningarlögum og lögum um ársreikninga. 33. liður: Jón Ásgeir og Tryggvi eru sakaðir um setja fram rangar og villandi upplýsingar um lán til hluthafa, stjórnar- manna, framkvæmdastjóra og aðila þeim nátengdum í árs- reikningi fyrir árið 1998. Ársreikninginn áritaði ákærði Stefán Hilmar án fyrirvara. 34. liður: Jón Ásgeir og Tryggvi eru sakaðir um setja fram rangar og villandi upplýsingar um lán til hluthafa, stjórnar- manna, framkvæmdastjóra og aðila þeim nátengdum í árs- reikningi fyrir árið 1999. Ársreikninginn áritaði ákærði Stefán Hilmar án fyrirvara. 35. liður: Jón Ásgeir og Tryggvi eru sakaðir um setja fram rangar og villandi upplýsingar um lán til hluthafa, stjórnar- manna, framkvæmdastjóra og aðila þeim nátengdum í árs- reikningi fyrir árið 2000. Ársreikninginn árituðu Stefán Hilm- ar og Anna án fyrirvara. 36. liður: Jón Ásgeir og Tryggvi eru sakaðir um setja fram rangar og villandi upplýsingar um lán til hluthafa, stjórnar- manna, framkvæmdastjóra og aðila þeim nátengdum í árs- reikningi fyrir árið 2001. Ársreikninginn árituðu Stefán Hilm- ar og Anna án fyrirvara. Í kafla IX. er Jóni Ásgeiri, Jóhannesi og Kristínu gefin að sök tollsvik og rangfærslu skjala í tengslum við innflutning á bílum frá Bandaríkjunum. 37. liður: Jón Ásgeir er ákærður fyrir að koma sér undan að greiða 530.000 krónur í skatt og og vörugjald. 38. liður: Jón Ásgeir er ákærður fyrir að koma sér undan að greiða 590.000 krónur í skatt og og vörugjald. 39. liður: Jóhannes er ákærður fyrir að koma sér undan því að greiða 525.000 krónur í skatt og vörugjald. 40. liður: Kristín er ákærð fyrir að koma sér undan því að greiða 697.000 krónur í skatt og vörugjald. mi lán vegna þriggja um 13 milljónir. mi, lán vegna sautján ónir. i, lán vegna fjögurra . i, lán vegna fjögurra . gefið að sök brot á al- khald, lögum um árs- reindum tilvikum: því að hafa í samein- khaldi Baugs hinn 30. m ekki áttu stoð í við- eyska verslunarfélag- g hins vegar frá Nor- Með þessu hafi þeir ssu nam. ð því að hafa fært og ærslur um viðskipti og gar þeir létu færa eig- verði um 330,8 millj- embourg, eins og um ma tíma og voru bréfin því að hafa fært eða slur í bókhald Baugs gnar í bókhaldi. ð því að hafa fært og rslur í bókhald Baugs ar þeir létu færa sölu aupthing Bank Lux- hafi Baugur komist í mdir við 22 ákæruliði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.