Morgunblaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN U mræðan um framtíð Vatnsmýrarinnar og þar með Reykjavíkur- flugvallar er farin á loft rétt eina ferðina en með harla undarlegum formerkjum, svo ekki sé meira sagt. Flokk- arnir sem sjá fram á að berjast um hituna í borgarstjórnarkosn- ingum, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin, hafa gert flugvall- armálið að einu helsta bitbeini kosningabaráttunnar þótt flug- völlurinn heyri alls ekki undir borgarstjórn heldur samgöngu- ráðuneytið. (Og Sturla hefur staðið sig með mikilli prýði í mál- inu.) Það er vægast sagt undarleg barátta í uppsiglingu þarna. Menn keppast um að taka sem einarðasta og flottasta afstöðu til hluta sem þeir ráða í rauninni engu um. Kannski eru þarna komin umræðustjórnmálin frægu – hreinræktuð umræða, tært rifr- ildi, alveg án tengsla við nokkurn áþreifanlegan veruleika. Ekkert nema orðasennur. Baráttan fyrir þessar kosningar verður orð- ræðubarátta. Að vissu leyti er flugvallar- málið hið fullkomna mál fyrir orðræðubaráttu. Borgarstjórnar- flokkarnir geta óhræddir látið vaða hvaða fullyrðingu sem er, því að undir niðri er vitað að þeir bera enga ábyrgð á flugvellinum og þar af leiðandi er gulltryggt að þeir þurfa aldrei að standa við nokkurn skapaðan hlut af því sem þeir segja. Enda hafa menn ekki dregið af sér. Nýjasta snilldin er tillaga vinstrimanna um að efna til hug- myndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar miðað við að flugvöllurinn hverfi þaðan. (Þeg- ar Steinunn Valdís var spurð hvað ef flugvöllurinn fer ekki, fór hún undan í flæmingi.) Og ekki nóg með það. Það á að fá heims- frægan arkitekt til að taka þátt. Gott ef Hollendingurinn Rem Koolhas var ekki nefndur í því sambandi. Að vísu alveg óljóst með hvaða hætti Koolhas skyldi „koma að málinu“ og fróðlegt væri að vita hvort hann veit sjálf- ur að hugmyndin er að stimpla Vatnsmýrarskipulag með nafninu hans. Það virðist því sem borgar- stjórn sé tilbúin að eyða stórfé í að fá heimsfrægt nafn bendlað við skipulag sem borgarstjórn hefur aftur á móti ekki sjálf vald til að framfylgja. Þarna er því enn á ferðinni hrein umræða, án beinna tengsla við áþreifanlegan veruleika. Verst hvað þetta ætlar að verða dýr umræða, dýrt nafn. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hafa hingað til ekki sagt margt um flugvallarmálið, og maður hafði haldið að það væri einfaldlega vegna þess að þeir væru að því leyti raunsærri en Samfylkingarfulltrúarnir að þeir gerðu sér grein fyrir því hvernig málið er í rauninni vaxið. En nú hefur brugðið svo við að uppúr foringja sjálfstæðismanna skreppa stórar fullyrðingar um að flugvöllurinn skuli burt. Þetta er í fyrstu illskiljanlegt upphlaup, þangað til það rennur upp fyrir manni að Vilhjálmur er greini- lega búinn að fatta eðli flug- vallarumræðunnar – að hún er hrein orðræða og honum er óhætt að segja hvað sem er. Staksteinaskrifari Morgun- blaðsins lét svo til sín taka í þess- ari orðræðu um daginn og full- yrti að sjálfstæðismenn hefðu nú „tekið forustuna“ í flugvallar- málinu. Það er erfitt að koma auga á í hverju þessi meinta „for- usta“ sjálfstæðismanna getur verið fólgin. Nema þá ef væri því að hafa tekið hvað afdráttar- lausasta afstöðu, notað há- stemmdustu og gildishlöðnustu orðin. En verður Staksteinahöf- undur þá ekki að viðurkenna að með því að nefna nafnið á heims- frægum arkitekt hafi Samfylk- ingarmenn átt ansi sterkan leik? Gott ef ekki tekið forustuna aft- ur. Sjálfstæðismenn eiga því varla annars úrkosti en reyna að nefna arkitekt sem er frægari en Koolhas. Ég sting upp á Kan- adamanninum Frank Gehry, sem teiknaði Guggenheim-safnið í Bilbao og er að segja má í kjöl- farið frægasti arkitekt í heimi einmitt núna. Í þessu orðakapphlaupi, sem hafið er milli Sjálfstæðisflokks og vinstrimanna í borginni, virðist ýmislegt ætla að fara fyrir ofan garð og neðan. Engum virðist þykja merkilegt að í Vatnsmýr- inni er ekki bara mannlíf heldur líka dýralíf, og þá kannski ekki síst fuglalíf. Hafa kríurnar verið spurðar? Svona alveg án gamans, hefur eitthvað verið spáð í það hvaða áhrif þétt íbúðabyggð í Vatnsmýrinni muni hafa á kríu- byggðina í Tjörninni? (Athyglis- verðan og fágætan vinkil á Vatnsmýrarmálið mátti sjá í grein Sigríðar Ásgeirsdóttur, for- manns Dýraverndunarsambands Íslands, á bls. 36 í Morgun- blaðinu á sunnudaginn). Og það virðist líka ætla að gleymast alveg í flugvallar- orðræðunni í kosningabaráttunni í borginni að þessi blessaði flug- völlur er fjarri því að vera eitt- hvert einkamál Reykvíkinga. Mætti jafnvel ganga svo langt að segja að hann komi þeim mun minna við en öðrum lands- mönnum. Reykvíkingar þurfa ekki á flugvellinum að halda til að komast á fullkomnasta sjúkra- hús landsins í hvelli ef mikið ligg- ur við. Reykvíkingar þurfa ekki á flugvellinum að halda til að eiga greiða leið að höfuðborginni. Það verður að segjast eins og er, að utan af landi séð lítur flug- vallarumræðan í Reykjavík hálf- hjákátlega út. Það er erfitt að koma auga á um hvað fólkið er eiginlega að tala. Að minnsta kosti verður ekki séð að umræð- an snúist um neitt áþreifanlegt. Það er í mesta lagi deilt um hvernig pótemkíntjöldin, sem kjósendum eru sýnd, skuli líta út. Umræðu- flugvöllur Hafa kríurnar verið spurðar? Svona al- veg án gamans, hefur eitthvað verið spáð í það hvaða áhrif þétt íbúðabyggð í Vatnsmýrinni muni hafa á kríubyggð- ina í Tjörninni? VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is NÝLEGA gerði ég tilraun til að útskýra í grein afstöðu mína til samþykktar menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur um leigugreiðslur vegna sýning- arréttar á Blind Pavilion eftir Ólaf Elíasson. Ég hafði þá viðrað ákveðnar efa- semdir um ágæti samþykktarinnar í fjölmiðlum. Það sem helst hefur vafist fyrir mér er að lista- verkasafnarar og kaupsýslumenn séu farnir að keppa við listamenn og „non- profit“-menning- arstofnanir um op- inbert fé til menn- ingarmála – og hafi að því er virðist greiðari aðgang að sjóðum en hinir. Í framhaldi langar mig að ræða frekar um kostun eða menningarstyrki en lítið hefur farið fyrir umræðu um þann sprota í okkar menningar- umhverfi. Líkleg skýring á því er að við séum bara ánægð með að einhver skuli vilja borga fyrir menninguna. Hugsanlega stafar hikið þó af ótta við að opinber umræða styggi þá sem peningana eiga með þeim afleiðingum að þeir hætti að styðja menningarlíf á Íslandi. Að því hlýtur þó að koma að við opnum þessa um- ræðu enda eru ávallt margar hliðar á hverju máli. Kostun er tiltölulega nýtt fyr- irbæri í íslensku menningar- umhverfi. Þegar ég segi þetta er ég fyllilega meðvituð um alla þá stórhuga menn sem í gegnum söguna hafa borið menningarlífið uppi, menn á borð við Ragnar í Smára og Þorvald í Síld og fiski sem vel má segja að hafi verið kostunaraðilar (þvílíkt orðskrípi!) síns tíma. Ég efast þó um að þeir hafi skilgreint sjálfa sig þannig og ég hef á tilfinningunni að for- sendur þeirra hafi verið eilítið aðrar en þær eru hjá kostunar- aðilum dagsins í dag. Nú ætla ég alls ekki að halda því fram að kostunaraðilar hafi verið göfugir í gamla daga en séu eitthvað síðri í dag. Ég ber að sjálfsögðu mikla virð- ingu fyrir því fólki sem í dag leggur menningunni lið, hvort sem það kostar hana eða styrkir, og ég er mjög þakklát fyrir að svoleiðis fólk skuli yfirleitt vera til. Hins vegar þykir mér rétt að gera kröfu um að sanngirni sé gætt í hvívetna gagn- vart listaverkum, menningar- viðburðum og þeim sem að þeim standa. Samkvæmt minni máltilfinn- ingu felst munurinn á kostunar- aðila og styrktaraðila (sem er engu skárra orðskrípi) í því að kostun nær yfir allan kostnað á meðan styrkur er framlag upp í kostnað. En hver kannast ekki við orðalagið að eitthvað sé „í boði“ hins eða þessa? Skyldi framlag þess sem „býður“ í öllum tilvikum standa undir orðalaginu? Á heimasíðu KB-banka er að finna eftirfarandi upplýsingar um vaxtalaus lán til listaverkakaupa: „KB banki býður vaxtalaus lán til kaupa á listmunum í því skyni að styrkja listalíf í landinu. Um leið er listunnendum gert kleift að festa kaup á verkum sem þá dreymir um að eignast.“ Bankinn eignar sjálfum sér góðverkið í heild sinni. Það er ekki langt síð- an ég sá heilsíðuauglýsingu frá bankanum um þessi lán og þar kom ekkert fram um hverjir það eru sem í raun niðurgreiða lánin. Sannleikurinn er sá að afföllin af lánunum eru niðurgreidd af fjór- um aðilum til jafns; bankanum, Reykjavíkurborg, viðkomandi galleríi og listamanni. Segjum að bankinn láni féð með 10% vöxtum (prósentutalan er skáldskapur). Þá greiðir hver málsaðili 2,5%. Borgin greiðir sinn hluta úr sér- stökum sjóði, listamaðurinn veitir afslátt af verði verksins og gall- eríið gefur hlutfall af sínum sölu- tekjum eftir. Framlag bankans er það að hann tekur lægri vexti af lánunum. Bankinn fær þá í sinn hlut 7,5% vexti (að frádregnum lántökukostnaði) sem er þokka- legur hagnaður þótt ef til vill séu til dýrari lán! Ég sé ekkert sem réttlætir það að KB-banki upphefji sig með þessum hætti á kostnað lista- manna, gallería og almennings en ef grannt er skoðað er það vænt- anlega oftast galleríið sem ber hlutfallslega mestan þunga kostnaðarins. Ég skora á KB- banka að snúa við blaðinu og taka þennan kostnað á sig að fullu – gerast sannur kostunar- aðili. Það væri góð auglýsing og verðskulduð – og áreiðanlega ekki sú dýrasta. Í lokin auglýsi ég eftir betri orðum en „kostunaraðili“ og „styrktaraðili“. Við þurfum svo sannarlega á þessum „aðilum“ að halda og því er mikilvægt að eiga yfir þá falleg orð. Að gæta sanngirni – Meira um kostun og kostnað Áslaug Thorlacius fjallar um „kostun“ á íslenskri menningu ’Ég skora á KB-bankaað snúa við blaðinu og taka þennan kostnað á sig að fullu – gerast sannur kostunaraðili.‘ Áslaug Thorlacius Höfundur er myndlistarmaður og kennari og formaður Sambands ís- lenskra myndlistarmanna. ÞESSA dagana er verið að dreifa málefnaskrá um samein- ingu Eyjafjarðar inná öll heimili í firðinum. Hún er sameiginleg nið- urstaða samstarfs- nefndar. Tveir fulltrúar frá hverju sveitarfélagi voru skipaðir í hana í apríl sl. og hefur síðan verið unnið í nefnd- inni og vinnuhópum að gerð málefnaskrár sem nú lítur dagsins ljós. Í henni er brugðið upp nokkuð skýrri mynd af skipu- lagi og gerð samein- aðs sveitarfélags. Miklu skiptir að hún nýtist íbúunum til að meta kosti og galla og taka upp- lýsta ákvörðum um sameiningu sveitarfélaganna. Ég hvet Eyfirð- inga til að kynna sér þetta kynn- ingarefni vel og ákveða þann kost sem vænlegri sýnist. Hér í Eyjafirði hefur verið rætt um sameiningu sveitarfélaga í nokkur ár og skref verið stigin í þá átt nú þegar. Í aðdraganda kosninganna nú höfðu sveit- arfélögin út með firði að vestan rætt mögulega sameiningu og þróuðust mál þannig að fleiri sveitarfélög bættust í hópinn og rætt var um víðtækari samein- ingu. Tillaga um sameiningu níu sveitarfélaga við fjörðinn var síð- an sett fram af sameiningarnefnd átaks til eflingar sveitarstjórn- arstigsins sem skipuð var af fé- lagsmálaráðherra og Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga að undangengnum viðræðum hennar við sveitarfélögin hér á heimavelli. Ég er sannfærð um að sameining Eyja- fjarðar í eitt sveitar- félag sé rétt skref fram á við í þróun sveitarfélagsstigsins. Við sjáum hliðstæða þróun í nágranna- löndunum og þar er jafnvel verið að stíga miklu stærra skref í sameiningarátt og sameina stærri svæði og mun fleiri íbúa en er hér gerð tillaga um. Ljóst er að nokkur mál eru enn óleyst í samskiptum ríkis og sveitarfélaga og samstarfsnefnd hefur á fundum sínum rætt mik- ilvægi þess að náð verði sam- komulagi við ríkið um flutning og fjármögnun nýrra verkefna til sveitarfélaga. Eins er brýnt að ná því markmiði sem sveitarfélögin hafa stefnt að lengi, að treysta fastan tekjugrunn þeirra til fram- tíðar og um leið að leiðrétta þá tekjuskerðingu og útgjaldaaukn- ingu sem þau hafa orðið fyrir á umliðnum árum. Í vor náðist ákveðinn áfangi með niðurstöðum tekjustofnanefndar en ljóst er að þar er um tímabundna ráðstöfun að ræða sem leiðir ekki nema að takmörkuðu leyti til varanlegrar styrkingar á tekjustofnum sveit- arfélaga. Eyjafjörður er að mínu mati dreifð sveitaborg, skemmtilegt og sérkennilegt sambland af sveit og borgarsamfélagi í nálægð við fal- lega náttúru. Öll höfum við Ey- firðingar metnað fyrir hönd hér- aðsins en spurningin sem brennur á okkur er sú hvort skynsamlegt sé að gera breytingar á skipan sveitarfélaganna á svæðinu. Þeirri spurningu svara íbúarnir og er ástæða til að hvetja þá til að nýta sinn kosningarétt. Kynningafundir verða haldnir í sveitarfélögunum næstu dagana og við hefjumst handa á Siglufirði hinn 19. september og endum á Akureyri hinn 4. október. Frekari upplýsingar um fund- arstaði og tíma eru að finna á heimasíðu verkefnisins, www.eyf- irdingar.is. Sameining Eyjafjarðar – val Eyfirðinga Sigrún Björk Jakobsdóttir skrifar um sameiningu Eyja- fjarðar ’Ég hvet Eyfirðinga tilað kynna sér þetta kynningarefni vel og ákveða þann kost sem vænlegri sýnist.‘ Sigrún Björk Jakobsdóttir Höfundur er formaður samstarfsnefndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.