Morgunblaðið - 14.09.2005, Side 40
40 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Stóra svið
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
ENDURNÝJUN ÁSKRIFTARKORTA HAFIN
Nýja svið
KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren
Í samstarfi við Á þakinu
Su 18/9 kl 14
Su 25/9 kl. 14
Lau 1/10 kl. 14
Su 2/10 kl. 14
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Fi 15/9 kl. 20 - UPPSELT
Fö 16/9 kl. 20 - UPPSELT
Lau 17/9 kl. 20 - UPPSELT
Fi 22/9 kl. 20
Fö 23/9 kl. 20
ENDURNÝJUN
ÁSKRIFTARKORTA HAFIN!
Ef þú gerist áskrifandi fyrir 20. september færðu að
auki gjafakort á leiksýningu að eigin vali
- Það borgar sig að vera áskrifandi -
MANNTAFL
Miðaverð á forsýningar aðeins kr. 1.000-
Mið 14/9 kl. 20 Forsýning
Lau 17/9 kl. 14 Forsýning
Su 18/9 kl. 20 FRUMSÝNING - UPPSELT
Su 25/9 kl. 20
Su 2/10 kl. 20, Fö 7/10 kl. 20
HÖRÐUR TORFA Hausttónleikar
Fös 16/9 kl. 19:30
Fös 16/9 kl. 22:00
WOYZECK – 5 FORSÝNINGAR Í SEPTEMBER
Frumsýnt í London 12. okt. og á Íslandi 28. okt
Miðaverð á forsýningar aðeins kr. 2.000
Su 18/9 kl. 21
Fö 23/9 kl. 20
Fi 29/9 kl. 20 - UPPSELT
Fö 30/9 kl. 20
Lau 1/10 kl. 20 (Sýning á ensku)
HÍBÝLI VINDANNA
Örfáar aukasýningar í haust
Lau 24/9 kl. 20
Su 25/9 kl. 20
Su 2/10 kl. 20
Fö 7/10 kl. 20
www.leikhusid.is
Sala á netinu allan sólarhringinn.
Afgreiðsla í húsinu frá kl. 12.30
Sími 55 11 200 - opinn frá 10:00
StórA Sviðið kl. 20.00 SmíðAverkStæðið kl. 20.00
LitLA Sviðið kl. 20.00
RAMBÓ 7
Fös. 16/9, lau. 17/9, fim. 22/9.
Takmarkaður sýningafjöldi.
KODDAMAÐURINN
fös. 16/9 örfá sæti laus, lau.
17/9 örfá sæti laus, fös. 23/9,
lau. 24/9.
Takmarkaður sýningafjöldi.
VELKOMIN Í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
– Leikárið kynnt með leik, söng
og dansi. Fös 16/9, lau. 17/9.
Allir velkomnir!
KLAUFAR OG KÓNGSDÆTUR
Sun. 18/9 kl. 14:00 nokkur sæti
laus, sun. 25/9 kl. 14:00, sun. 2/10
kl. 14:0, sun. 9/10 kl. 14:00
EDITH PIAF
Sun. 18/9 örfá sæti laus, fim. 22/9 ,
fös. 23/9 nokkur sæti laus, lau. 24/9
nokkur sæti laus, fim. 29/9, fös.
30/9. Sýningum lýkur í október.
Áskriftar-
kortasala
stendur
yfir
Pakkið á móti
- örfáar aukasýningar:
lau. 17. sept. kl. 20 nokkur sæti laus
fös. 23. sept. kl. 20
Belgíska kongó
- gestasýning:
fös. 30. sept. kl. 20
lau. 1. okt. kl. 20
FRUMSÝNING 16. september kl. 20.00 UPPSELT
2. SÝN LAU 17. kl. 20.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS
3. SÝN FÖS 23. kl. 20.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS
4. SÝN LAU 24. kl. 20.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS
5. SÝN FÖS 30. kl. 20.00
6. SÝN LAU 1. OKT kl. 20.00
Kabarett
í Íslensku óperunni
Miðar í síma 511 4200, og á www.kabarett.is
Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við SPRON
“Söngur Þórunnar
er í einu orði sagt
stórfenglegur...”
SH, Mbl.
laugardaginn 17. september kl. 20
föstudaginn 23. september kl. 20
föstudaginn 30. september kl. 20
laugardaginn 1. október kl. 20
Næstu sýningar Tungumál okkar, íslenskan, erokkur Íslendingum oft hug-leikið. Stór hluti af sjálfs-
mynd okkar sem þjóðar felst í mál-
inu, sérstöðu þess og fegurð.
Ýmislegt hefur verið gert til að við-
halda tungunni gegn um tíðina;
ótal nefndir starfa í hennar þágu,
mjólkurfernur eru skreyttar og
ráðamenn og fólk í æðstu emb-
ættum ræða mikilvægi hennar á
hátíðastundum. Það telst til mann-
kosta að tala gott mál. Enda er það
ekkert skrítið – sjálfstæði okkar og
aðgreining frá öðrum þjóðum felst
meðal annars í fallega, gamla
tungumálinu okkar. Sjálfstæði sem
lengi var barist fyrir.
Fyrir okkur ætti því að vera
nokkuð auðvelt að skilja rithöfund
sem tekur þá ákvörðun að skrifa á
sínu eigin móðurmáli, þrátt fyrir
að það sé bannað með lögum í landi
hans og komi nafni hans ítrekað
efst á aftökulista stjórnvalda. Eða
hvað?
Með þessar vangaveltur í far-teskinu fór ég á fund Meh-
meds Uzun, sem staddur er hér á
landi í tilefni af Bókmenntahátíð í
Reykjavík, og hefur gefið út átta
skáldsögur á móðurmáli sínu – kúr-
dísku. Bann hefur legið við tungu-
málinu í Tyrklandi, þar sem það er
talað að hluta, svo áratugum skipt-
ir.
Hvorki sú staðreynd, né afleið-
ingar hennar – að hið bannaða
tungumál hafði dregist saman til
muna og samanstóð einungis af um
150 orðum – öftruðu Uzun þó frá
því að gerast rithöfundur á kúr-
dísku. „Ég hafði samt bara í hönd-
unum það mál sem ég talaði við
fjölskyldu mína og vini. Við mátt-
um aðeins tala það heima, í okkar
eigin umhverfi. Í skólanum var það
bannað, einnig í öllum fjölmiðlum. Í
öllu opinberu lífi var það bannað.
Þannig hafði það útþynnst smátt
og smátt, þannig að þegar ég
ákvað að gerast rithöfundur varð
mitt fyrsta verkefni að skapa mál,
kúrdískt ritmál.“
Það kann að virðast furðulegstaðreynd, en í tilfelli Meh-
meds Uzuns telst það til forréttinda
fyrir rithöfund að eiga sér tungu-
mál sem þegar er hægt að skrifa á.
Hann nefnir íslenskuna sem dæmi
um mjög svo „tilbúið“ bókmennta-
mál, með langa sögu góðra rithöf-
unda. „Flestir rithöfundar ganga
að slíku máli sem vísu, og ekki nóg
með það, heldur hafa þeir líka alls
kyns stofnanir sem auðvelda þeim
skrif sín og að koma þeim á fram-
færi. Það eru bókasöfn og háskólar
og sérfræðingar og bókaforlög –
ekkert af þessu hef ég. Ég á ekki
einu sinni ritmál, því tungumál mitt
er fornt. Því hefur aðalstarfi minn
sem rithöfundar legið í að þróa og
nútímavæða þetta tungumál. Ég
skrifa jú skáldsögur, og fyrir slík
skrifa duga tæpast 100–150 orð.
Tungumálið verður að vera fjöl-
breytt, ljóðrænt og kraftmikið til
að hægt sé að skrifa á þann hátt,
og það hefur verið mitt meginverk-
efni – að búa til slíkt mál,“ segir
Uzun og líkir starfi sínu við ritstörf
Dantes, sem þróaði ítalskt talmál
yfir í bókmenntir þegar latína var
aðalritmálið, og Pushkins sem
gerði hið sama með rússneskt al-
þýðumál.
Það hefur kostað Uzun miklavinnu að þróa ritmál sitt og
hefur hann heimildir sínar að
mestu úr þremur uppsprettum;
hinu talaða tungumáli Kúrda nú-
tímans, klassískum kúrdískum bók-
menntum frá 15.–18. öld, og munn-
legum frásögnum, sem hann segir
afar ríkar í kúrdískri hefð, rétt
eins og íslenskri.
En hvers vegna skyldi Uzun hafa
valið sér þennan flókna starfa? Eft-
ir nám í tyrkneskum skóla og ára-
langa búsetu í Svíþjóð sem flótta-
maður talar hann reiprennandi
bæði tyrknesku og sænsku, auk
kúrdísku, og hefði því hæglega get-
að valið auðveldari leið en að
endurskapa kúrdísku. Hann segir
að það sé spurning um siðferðislegt
val. „Þegar ég tók þá ákvörðun að
gerast skáldsagnarithöfundur
hafði ég úr þessum þremur tungu-
málum að velja. Og ég var svo vit-
laus að velja það erfiðasta, hið
ómögulega í raun, því ég hafði ekk-
ert til að byggja á, hvorki ritmál,
útgefendur né stofnanir.
En fyrir mér snerist það um að
taka siðferðislega afstöðu. Ég valdi
aldrei kúrdísku sem móðurmál
mitt, heldur fæddist inn í það. Og
því bar ég siðferðislega ábyrgð á
því tungumáli, ekki síst þar sem
það var bannað með lögum. Mér
bar skylda til að segja stopp við því
og skapa ritlist, sem gæti snúið við
þeirri þróun. Ef ég hefði ekki valið
kúrdísku, hefði mér liðið eins og
hræsnara.“
Ég segi Uzun frá vangaveltummínum, um að Íslendingar
skilji afstöðu hans sjálfsagt vel þar
sem tungumál okkar sé svo stór
Íslenski rithöfundur-
inn Mehmed Uzun
’Nú í sumar, þegar Uz-un og fjölskylda hans
reyndu að flytjast aftur
búferlum til Tyrklands,
gengu sögusagnir fjöll-
unum hærra um að nafn
hans væri efst á aftöku-
lista stjórnvalda sem
hafði verið dreift.‘
AF LISTUM
Inga María Leifsdóttir
Morgunblaðið/Jim Smart
„Fyrir mér snerist það um að taka siðferðislega afstöðu. Ef ég hefði ekki valið kúrdísku hefði mér liðið eins og
hræsnara,“ segir Mehmed Uzun sem hefur átt stóran þátt í að endurskapa kúrdíska rithefð með bókum sínum.
Heimsins besti tangóari, smásaga
eftir Kristínu Bjarnadóttur, kom út í
bókarformi í tilefni Tangóhátíðar í
Reykjavík 1.– 4. september sl.
Spænsk þýðing smásögunnar, El
mejor tanguero del mundo, er eftir
Kristin R. Ólafsson rithöfund og birt-
ist nú á prenti í fyrsta sinn.
Bókin er fjörutíu blaðsíður, með
ljósmyndum eftir textahöfund en útlit
og hönnun er eftir Birgittu Jóns-
dóttur.
Kristín byggir á eigin reynslu í
Mekka tangó-
sins – Buenos
Aires – sem hún
sótti heim í
fyrsta sinn árið
2002. Nýlega
flutti hún í fyrsta
sinn úr óbirtum
ljóðaflokkum
sínum um sama
efni, þ.e. heim
tangófífla og tangóferðalanga frá
ýmsum sjónarhólum, á kvölddagskrá
í Norræna húsinu undir samnefn-
aranum „Ég halla mér að þér og flýg“
þar sem hún kom fram ásamt band-
oneonleikaranum Carlos Quilici, og
síðan í Iðnó á Menningarnótt ásamt
Carlosi og tangódönsurunum Hany
og Bryndísi.
Heimsins besti tangóari/El mejor
tanguero del mundo, fæst í Bókabúð
Máls og menningar, Laugavegi;
Pennanum í Austurstræti.
Bókin er til sölu hjá höfundi (sem
er á landinu til 20.sept. næstkom-
andi) á 1500 kr., og áhugasömum
bent á að senda tölvupóst á krist-
inbjarna@hotmail.com. Einnig er bók-
in til sölu á sama verði hjá Möggu
Rósu í Iðnó við Tjörnina (opið er alla
virka daga frá kl. 11 til 16).
Smásaga
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík