Morgunblaðið - 19.09.2005, Page 30
30 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigríður Gunn-arsdóttir fædd-
ist í Grænumýrar-
tungu í Hrútafirði í
Strandasýslu 21.
ágúst 1916. Hún
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
10. september síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Ingv-
eldur Björnsdóttir,
f. 7. maí 1894, d. 9.
ágúst 1981, og
Gunnar Þórðarson,
f. 19. febrúar 1890,
d. 11. mars 1980. Systir Sigríðar
var Steinunn Gunnarsdóttir, f. 28.
júní 1919, d. 31. mars 2002, gift
Benedikt Jóhannessyni, f. 4. jan-
úar 1914, d. 25. október 1983.
Uppeldisbræður voru Þórður
Guðmundsson, látinn, kona hans
var Ísgerður Kristjánsdóttir, lát-
in, og Björn Svanbergsson, látinn,
kona hans var Bergþóra Jónsdótt-
ir, látin.
Sigríður giftist 25. desember
1937 Ragnari Guðmundssyni, f.
17. júlí 1911, d. 25. febrúar 2003.
Þau bjuggu í Grænumýrartungu í
Hrútafirði til ársins 1966 og síðar
í Bogahlíð 10 í Reykjavík til ársins
2001 að þau hjón fluttu í þjónustu-
íbúðir á Dalbraut 21 í Reykjavík.
Þau eignuðust fimm börn og eru
fjögur á lífi. Þau eru: 1) Þórunn
Nanna, f. 13.4. 1940, maki Jóhann
Óskar Hólmgrímsson, f. 16.10.
1938. Börn þeirra eru: a) Sigríður,
f. 1963, maki Jón Skúli Indriða-
son, f. 1963, þau eiga tvö börn, Jó-
hann Skúla og Kristínu Ýri. b)
hildur Ágústsdóttir, f. 24.12. 1955.
Börn þeirra eru: a) Ragnar Axel,
f. 1973, maki Þorbjörg Þorgríms-
dóttir, f. 1968, hún á þrjú börn,
Helenu Rós, Emelíu og Benjamín.
b) Ágúst, f. 1978, maki Berglind
Kristjánsdóttir, f. 1978, þau eiga
tvö börn, Kristján Kára og Ást-
hildi Elísu, fyrir átti Ágúst soninn
Hafstein Einar, móðir hans er Íris
Aðalsteinsdóttir. Sigríður, f. 1982,
hún á dótturina Melkorku Mist,
faðir hennar er Einar Ásgeir Ás-
geirsson. 5) Heiðar, f. 31.1. 1956,
maki Sigrún Guðjónsdóttir, f.
23.10. 1961. Börn þeirra eru: a)
Ragnhildur, f. 1981, maki Hjörtur
Líndal Hauksson, f. 1979, hann á
einn son, Almar Loga Líndal. b)
Hulda, f. 1983, maki Guðmundur
Andrésson, f. 1983, c) Ásdís, f.
1992.
Sigríður fæddist og ólst upp í
Grænumýrartungu í Hrútafirði.
Hún stundaði barnaskólanám við
farskólann í Grænumýrartungu
og lauk námi frá Kvennaskólan-
um á Blönduósi vorið 1935. Hún
var matráðskona í Héraðsskólan-
um Reykjum í Hrútafirði 1936–
1937 og húsmóðir í Grænumýr-
artungu til 1966. Hún starfaði í
kvenfélagi Staðarhrepps og í
kirkjukór Staðarkirkju. Eftir að
þau hjón fluttu til Reykjavíkur
starfaði hún við ræstingar í Hlíða-
skóla, einnig hjá Kjötiðnaðarstöð
Sambandsins og síðar starfsmað-
ur Þjóðminjasafns Íslands um ára-
bil, ásamt húsmóðurstörfum í
Bogahlíð 10. Haustið 2001 flytja
þau hjónin í þjónustuíbúðir fyrir
aldraða á Dalbraut 21 og eftir
missi eiginmanns síns flytur Sig-
ríður í þjónustumiðstöðina á Dal-
braut 27.
Útför Sigríðar verður gerð frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Hólmgrímur, f. 1964,
maki Ingibjörg
Gylfadóttir, f. 1969,
þau eiga þrjú börn,
Maríu, Jóhann Þór
og Ínu Soffíu, fyrir
átti Hólmgrímur son-
inn Siguringa, móðir
hans er Lára Soffía
Hrafnsdóttir. c)
Svanhvít, f. 1966,
maki Djamel Seba, f.
1964, þeirra börn
eru: Sonja, látin,
Elías Samywalid,
Lydia og Kenza. d)
Ragnar Axel, f. 1969, maki Olga
Friðriksdóttir, f. 1969, þau eiga
tvö börn, Þórunni Nönnu og Frið-
rik Þór. e) Ingvaldur, f. 1974,
maki Ásdís Hallgrímsdóttir, f.
1978, þau eiga tvö börn, Petru
Maríu og Viktor Inga. 2) Gunnar
Ingi, f. 26.7. 1942, d. 8.8. 1942. 3)
Ingunn, f. 27. 4. 1944, maki Már
Óskar Óskarsson, f. 21.11. 1945.
Börn þeirra eru: a) Harpa Sól-
björt, f. 1972, hún á þrjú börn,
Sigurbjörn Má, Bergmann Óla og
Ársól Ingveldi, faðir þeirra er Að-
alsteinn Ólafsson. b) Ingimar Ósk-
ar, f. 1975, maki Erla Björk Theo-
dórsdóttir, f. 1976, þau eiga tvö
börn, Margréti Lísu og Sindra Má,
fyrir átti Ingimar soninn Ottó
Inga, móðir hans er Eva Ósk Ár-
mannsdóttir. Fyrir átti Ingunn
dótturina Rögnu Heiðbjörtu Þór-
isdóttur, f. 1966, maki Kristján
Guðmundsson, f. 1965, þau eiga
þrjú börn, Vilhjálm Ragnar,
Heiðu Björgu og Hugrúnu Birtu.
4) Gunnar, f. 4.11. 1949, maki Ást-
Ferð þín er hafin
fjarlægjast heimatún.
Nú fylgir þú vötnum
sem falla til nýrra staða
og sjónhringar nýir
sindra þér fyrir augum.
(Hannes Pét.)
Móðir mín kær hefur nú lagt í
sína ferð, hið kunnuglega að baki og
við taka ný lönd og ný tún, þá ferð
og þann veg sem ástvinir kærir hafa
áður farið og nú undirbúið komu
hennar. Hún hefur beðið eftir því að
ferð þessi hæfist allt frá því að pabbi
dó, fyrir tveimur og hálfu ári síðan.
Þau voru ákaflega samrýnd mamma
og pabbi, alin upp á sitt hvorum
bænum og höfðu þekkst allt frá
barnæsku. Þau voru af þeirri kyn-
slóð sem hefur lifað tímana tvenna,
ef ekki þrenna og þeirra bernska
hófst í torfbæjum liðinnar aldar.
Mamma var tíu ára þegar flutt er í
nýtt steinhús og hún minntist þess
oft þegar flutt var í nýja húsið og
harmonikuspil og dans dunaði um
bæinn. Hún minntist þess líka með
gleði þegar fyrstu rafmagnsljósin
voru kveikt, þegar útvarpið kom og
þegar síminn var tengdur. Hún ólst
upp við öll algeng störf í sveit og
mikil umsvif innanhúss, en í Græn-
umýrartungu var ferðamannaþjón-
usta. Oft var þröngt setinn bekk-
urinn og algengt að heimafólk gengi
úr rúmi til að gestir fengju næt-
urhvíld, en Grænumýrartunga og
Fornihvammur voru ferðamanna-
skjólin sitt hvorum megin Holta-
vörðuheiðar á tímum tveggja ætt-
liða. Mikil gestakoma fylgdi þeim
líka mömmu og pabba inn í þeirra
búskap þó svo ferðamannaþjónusta
legðist af, þar sem aðrir tímar voru
gengnir í garð, breytingin var helst í
fólgin í því að nú komu færri gestir
að vetrinum en þess fleiri að sumr-
inu. Enn sem fyrr eru gestir boðnir
velkomnir, matur á borð borinn,
jafnvel í báðum stofum, heimafólk
gengur úr rúmum og krakkar sofa í
tjaldi þegar svo stendur á. Margt af
skyldfólkinu okkar dvaldi um lengri
eða skemmri tíma að sumrinu og
þessum vinum og frændliði var vel
fagnað og börn og unglingar dvelja
yfir sumarið á heimilinu. Mamma
var á Kvennaskólanum á Blönduósi
og þar vann hún marga fallega
handavinnuna, vefnað, prjón og
sauma. Ég minnist þess að það var
alltaf mikið að gera heima, mamma
á hlaupum upp og niður stiga í þessu
stóra húsi, hún fer í fjós og mjólkar,
og áður en við er litið heyrist í skil-
vindunni. Ég sé hana fyrir mér að
strokka og á augabragði er hún búin
að slá í smjörtöflu, maturinn er
kominn á borðið og svo er mamma
sest við prjónavélina. Mamma er í
eldhúsinu og matarilminn leggur um
allt, hún er komin út á tún og farin
að snúa heyi og í kaffinu eru komnar
pönnukökur á borðið. Allur þvottur
er handþveginn í bala og á bretti; ég
hef ekki undan að hengja upp á
snúrur og verð að vanda mig því
þvotturinn er drifhvítur. Ég minnist
þess líka að hún renndi upp hand-
prjónuðu sokkapari á einni kvöld-
stund eins og ekkert væri. Allt ger-
ist þetta svo áreynslulaust að maður
tekur ekki eftir því fyrr en árin eru
liðin og undrast hversu miklu var
hægt að koma í verk utandyra sem
innan. Þegar rafmagnið fer á vetr-
um þá eldar hún á kolavél eða olíu-
vél og olíulamparnir eru fægðir og
það er komið ljós og bjart um allt
hús. Móðir mín lærði að spila á orgel
og ég á minningar um björt kvöld er
hún settist við orgelið og spilaði fyr-
ir okkur. Allt lék í höndunum á
henni. Hún hafði alla tíð ánægju af
hestum og þeim gleðistundum sem
þeir veita og nú á seinni árum þótti
henni gaman að koma í hesthúsið
hjá okkur. Mamma hafði mikinn
áhuga á íslenskum fræðum, bók-
menntum og skáldskap. Henni var
leikur einn að setja saman vísu og
orti reyndar heilu ljóðabálkana og
þá oft af tilefni þess sem var á döf-
inni hverju sinni og þegar hún var
flutt til Reykjavíkur sótti hún mörg
námskeið, m.a. í íslensku og brag-
fræði. Það var oft gaman áður fyrr
að hlusta á mömmu og föðurafa
minn spjalla saman um bækur og
skáldskap, en heima var alltaf mikið
af góðum bókum, og nýjar bækur
komu hver jól. Mamma hafði yndi af
ljóðunum hans Davíðs, ljóðum
Huldu, sögum Sigrid Undset og
mikið fannst henni gaman að heim-
sækja hús Selmu Lagerlöf í bænda-
ferð til Norðurlandanna. Nú síðast
var hún að lesa ljóð Hannesar Pét-
urssonar og svo spjölluðum við sam-
an um ljóðin og stílinn.
Eftir tæplega þrjátíu ára búskap
sjá foreldrar mínir, að nú er ekki til
setunnar boðið í búskap lengur. Þau
eru samstiga eins og ævinlega, bæði
fyrr og síðar; ákvörðun er tekin og
haustið 1966 flytja þau til Reykja-
víkur, byrja upp á nýtt og festa
kaup á íbúð í Bogahlíð 10. Þar verð-
ur aftur miðstöð alls, þar er hægt að
ganga að gistingu og mat, móttök-
urnar eru slíkar, þarna eru „allir
alltaf heima“. Það er eins hjá okkur
systkinunum og ömmu- og afabörn-
unum, öll segjum við „heim í Boga-
hlíð“. Þar eiga mörg okkar sitt
heimili fyrst um sinn. Þar búa bræð-
ur mínir þar til þeir festa ráð sitt og
ég með dóttur minni, Rögnu, hennar
fyrstu ár og þar á hún sitt heimili
fyrsta árið með sínum manni. Og
þeir eru margir sem áttu sitt skjól í
Bogahlíðinni fyrstu stundir ævinnar
og jafnvel aftur þegar verið var að
feta sig fyrstu sporin inn í fullorð-
insárin. Í mörg ár vinnur mamma
utan heimilis og var þó af nógu að
taka heimafyrir, því ég minnist ekki
annars en að alltaf hafi verið fullt
hús af fólki og því ærinn starfi að
annast heimilishald. Barnabörnin og
seinna barnabarnabörnin sóttu mik-
ið í að koma til ömmu og afa í Boga-
hlíðina og ég minnist jóladaganna í
Bogahlíð hjá mömmu og pabba, þær
stundir tilheyra nú einum af perlum
minninganna.
Á áttræðisaldri ræðst móðir mín í
það verk að taka saman niðjatal afa
síns og ömmu í föðurætt. Mörg bréf-
in þurfti að skrifa og mörg voru sím-
tölin og hún var tíður gestur á Þjóð-
skjalasafninu. Sem fyrr er hún fljót
að læra og tileinka sér fagleg vinnu-
brögð og nú er sest við tölvuskriftir
og það er eins og annað sem hún
snertir á, hún er ekki lengi að kom-
ast inn í það að vinna við tölvu. Út-
gáfa „Niðjatals Þórðar Sigurðssonar
og Sigríðar Jónsdóttur í Grænumýr-
artungu“ leit dagsins ljós haustið
1991. Þessari bók, „Grænu bókinni“
var ákaflega vel tekið og er það við-
kvæðið er frændur taka tal saman
og upp kemur vafaatriði varðandi
skyldleika: „Lítum í grænu bókina.“
Síðustu árin bjuggu þau mamma
og pabbi á Dalbrautinni, fyrst í lítilli
íbúð og nú síðast eftir að mamma
varð ein, þá flutti hún inn í þjónustu-
miðstöðina. Þar er yndislegt starfs-
fólk, sem ég færi nú hjartans þakk-
læti fyrir alla þá umhyggju og hlýju,
sem allir þar sýndu henni og þeim
báðum.
Mamma mín kær, ekkert verður
sem áður er þú ert farin en verkin
þín lifa, öll þín góðvild og umhyggja,
þó ekki væri margt sagt. Þú varst
dul en við vissum hvað innra bjó –
og þá er allt sagt sem máli skiptir.
Ég man alla handavinnu þinna fyrri
daga, vefnað og útsaum, handprjón
og vélprjón. Barnabörnin þín og
barnabarnabörnin sjá og muna
þinna seinni tíma handavinnu, út-
saumaða stóla, borð og hekluð teppi
að ógleymdum öllum vettlingum og
sokkum, sem hlýjað hafa köldum
höndum og fótum.
Mamma mín góð, ég minnist allra
stundanna er þú miðlaðir mér þín-
um fróðleik, raktir heilu ættirnar
saman, ræddir um ljóð og skáldskap
og lífshlaup höfuðskáldanna okkar.
Hún sagði mér frá fólki sem hún
hafði verið samvistum við um langa
eða skamma hríð, sem og skyldfólki
okkar. Sagði mér frá langömmu
minni Ingibjörgu, sem eignaðist tólf
börn og þurfti að sjá á eftir tveimur
dætrum sínum á besta aldri í gröf-
ina. Ungum stúlkum og mönnum
sem urðu berklum að bráð. Ömmu
minni Ragnheiði, sem þurfti að láta
frá sér lítil börn í fóstur vegna
heilsuleysis og mörgu fleira. Móðir
mín hafði líka kynnst barnsmissi
sjálf, en þau mamma og pabbi urðu
fyrir þeirri raun á sínum fyrstu bú-
skaparárum að gleðistund við fæð-
ingu lítils drengs varð að sorg er
hann lést fárra daga gamall.
Mamma mín, sat ég nógu hljóð við
þína hlið, hlustaði ég nógu vel, lét ég
erilinn og asann í tilverunni trufla
dýpt þessara stunda. Nú er ekki aft-
ur snúið til að rifja eitthvað upp,
óbrigðult minni mömmu til hinstu
stundar er ekki lengur til staðar,
hún er farin til fundar við ástvini
sem hún hafði átt samfylgd með um
æviveginn, til fundar við pabba,
hennar kæra lífsförunaut, sem hún
þráði að fylgja og bast tryggðabönd-
um í æsku, þeim böndum er aldrei
brustu. Þeirra sambúð einkenndist
af kærleika og virðingu.
Fjölskylda mín og við öll kveðjum
móður mína með trega og þökk fyrir
þann styrk og þá umhyggju sem
hún gaf okkur.
Ferðin er hafin og í kvöldroða
dagsins hefst ferð móður minnar inn
í bjarma hins nýja dags. Megi elsku-
leg móðir mín vera umvafin ljósinu
eilífa.
Ingunn Ragnarsdóttir.
Nú í dag kveð ég elskulega ömmu
mína. Þakklæti er mér efst í huga til
hennar sem reyndist mér á allan
hátt vel. Sérstakt samband mynd-
aðist milli okkar ömmu á fyrstu ár-
um ævi minnar, því mitt annað
heimili var hjá ömmu og afa í Boga-
hlíð og dvaldist ég þar ýmist til
skemmri eða lengri tíma. Amma og
afi hafa því alla tíð verið óaðskilj-
anlegur hluti af lífi mínu. Þau um-
vöfðu mig með hlýju sinni og voru
mér styrk stoð á uppvaxtarárum
mínum. Hlýjar og kærar minningar
eru nú dýrmæt eign.
Þegar ég hugsa til baka birtast
mörg minningabrot. Amma situr og
prjónar á bekk á leikvellinum í
Stigahlíðinni og fylgist með okkur
ömmubörnunum. Hvert sem hún fór
þá voru prjónarnir með í tösku
hennar því hún var ætíð með sokka
eða vettlinga á prjónum til að gauka
að ömmu- og langömmubörnum sín-
um þegar kólna fór í veðri.
Ýmislegt brölluðum við saman á
fyrstu æviárum mínum. Við hrærð-
um saman í pottunum fyrir matinn,
brutum saman þvottinn, skiptum
með okkur verkum í þrifum á sam-
eigninni, gerðum ýmsa handavinnu,
spiluðum Marías og gengum stund-
um upp í Suðurver til afa. Og
ógleymanlegar eru sögurnar hennar
ömmu. Það voru sögur um allt milli
himins og jarðar, en sagan af Hlyni
kóngsson var lengi vel efst á vin-
sældalistanum.
Margar fróðleiksferðir voru farn-
ar í fylgd ömmu um höfuðborgina,
þar sem hún var mjög menningar-
lega sinnuð. Amma sinnti því hlut-
verki af kostgæfni og voru margar
ferðir farnar með ömmu á söfn og
aðra menningarviðburði. Ég var
ekki há í loftinu þegar við gengum
saman niður á Miklatún með nesti
og skoðuðum Kjarvalsstaði. Ein
ferðin með ömmu var í Þjóðminja-
safnið og auðséð var að hún var
mjög fróð um alla hluti er þar voru.
Hún sagði manni margan fróðleik er
tengdist þessum gömlu hlutum sem
hún þekkti úr barnæsku. Margar
aðrar ferðir voru farnar og reglu-
lega bauð amma í leikhús við mikinn
fögnuð.
Amma var einstök kona og segja
má að hún hafi átt svör við öllu. Eitt
sinn voru þeir frændurnir Vilhjálm-
ur Ragnar og Jóhann Skúli að
hlusta á handboltaleik og héldu þeir
hvor með sínu liðinu. Allt í einu
sneri Vilhjálmur sér að langömmu
sinni og spurði hana með hvaða liði
hún héldi. Hún hugsaði sig stutta
stund um og sagði: „Ég vona að það
verði jafntefli“.
Amma var mjög fróð kona og þeg-
ar ég hóf háskólanám mitt í íslensku
þá var gott að leita í smiðju hennar
því hún var svo fróð um íslenskar
bókmenntir. Ef eitthvert vafaatriði
var í umræðu er tengdist bókmennt-
um þá var það víst að amma leysti
úr þeim vanda. Hún átti mikið safn
af merkum bókmenntum og var vel
lesin.
Í sumar sem leið þegar við vorum
á heimleið eftir að hafa komið til
ömmu á Dalbrautina sagði fimm ára
dóttir mín: „Leiðist langömmu ekki
að vera ein og hafa engan langafa?“
Jú, hún amma bar mikinn söknuð
í brjósti sér eftir að afi yfirgaf þessa
tilvist í febrúar 2003. Þau voru alla
tíð mjög samrýnd, enda bar heim-
ilisbragur þeirra vott um það. Það
ríkti mikill friður og kærleikur á
heimili þeirra og þar var ekki tog-
streita um heimilisverk og kynja-
misrétti. Yndislegar minningar þess
efnis eru bundnar laugardags-
morgnum þegar ég vakna og fer
fram í eldhús til ömmu. Þá er amma
búin að hnoða upp í kleinur. Og þá
er framundan að taka þátt í að snúa
upp á og amma tekur sér stöðu við
steikingapottinn. Síðan hellir hún
upp á könnuna eða sýður kakó. Þeg-
ar allt er tilbúið förum við amma inn
til afa og bjóðum upp á nýsteiktar
kleinur og gott kaffi. Að loknum
morgunverði uppi í rúmi hjá afa för-
um við afi upp í Suðurver en amma
lítur í bók eða tekur í prjóna áður en
hún fer að taka til matinn. Þetta
voru yndislegir dagar.
Já, amma var alltaf að hugsa um
fólkið sitt, ýmist að gefa því eitthvað
gott að borða, styðja það í námi eða
veita góðar ráðleggingar. Auk þess
SIGRÍÐUR
GUNNARSDÓTTIR
Morgunblaðið birtir minningargrein-
ar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið
í fliparöndinni – þá birtist valkostur-
inn „Senda inn minningar/afmæli“
ásamt frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count). Ekki
er unnt að senda lengri grein. Hægt
er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim
sem kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein. Ekki
er unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsing-
ar um hvar og hvenær sá, sem fjallað
er um, fæddist, hvar og hvenær hann
lést, um foreldra hans, systkini,
maka og börn og loks hvaðan útförin
fer fram og klukkan hvað athöfnin
hefst. Ætlast er til að þetta komi að-
eins fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í minningargreinun-
um.
Undirskrift Minningargreinahöfund-
ar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar