Morgunblaðið - 19.09.2005, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 39
MINNINGAR
✝ SveinbjörgGeorgsdóttir
fæddist á Ísafirði
30. ágúst 1922. Hún
lést 8. september
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Kristín Adolfína
Einarsdóttir, f. 24.
okt. 1898, d. 6. júlí
1966, og Georg
Hólmbergsson, f.
30. nóv. 1902, d. 13.
ágúst 1991. Hálf-
systkini Sveinbjarg-
ar eru: Magnús Ein-
ar Þórarinsson, f. 17. mars 1918,
d. 1982, Hörður Adolfsson, f. 10.
nóvember 1923, Karl Adolfsson,
f. 21. febrúar 1927, Steinólfur
Adolfsson, f. 6. apríl 1928, d.
1984, Valgerður Ólöf Adolfsdótt-
ir, f. 3. ágúst 1929, d. 2005, Sig-
urður Ásgrímur Adolfsson, f. 6.
sept. 1930, d. 1996, og Svava Eve-
lyn Adolfsdóttir, f. 6. júní 1934.
Sveinbjörg giftist árið 1946
Haraldi Hannessyni vélstjóra, f.
13. júlí 1924, d. 19. júlí 1990.
Börn þeirra eru: 1) Ólöf Haralds-
dóttir, f. 3. júní 1946, gift Stefáni
Aðalsteinssyni. Sonur þeirra er
Haraldur Þór. 2) Einar Haralds-
son, f. 20. júní 1947, kvæntur
Guðrúnu Ásgeirsdóttur. Börn
þeirra eru Gunnar Ásgeir, Svein-
björn Freyr og Kristín Adda.
Uppeldisdóttir þeirra er Elín
Björk. 3) Ólafur
Haraldsson, f. 20.
júní 1947, kvæntur
Jónu Jóhannsdótt-
ur. Börn þeirra eru
Árni Brynjar, Har-
aldur Óli, Svein-
björg Rósalind og
Jóhann, látinn. 4)
Helgi Már Haralds-
son, f. 6. nóvember
1956, kvæntur Ingi-
björgu Heiðrúnu
Sigfúsdóttur. Börn
þeirra eru Bogey
Rún og Andrea Rós.
Áður á Helgi Þórmund, Fjólu og
Alex Frey. Áður á Ingibjörg son-
inn Aron Leví Stefánsson. 5)
Magnús Þór Haraldsson, f. 27.
ágúst 1958, kvæntur Þóreyju
Bergljótu Magnúsdóttur. Barn
þeirra er Kristín Heiða. Áður á
Magnús dótturina Ingibjörgu. 6)
Sveinbjörg og Haraldur ólu upp
dótturson sinn, Harald Þór,
sambýliskona hans er Kolbrún
Tobiasdóttir.
Sveinbjörg ólst upp á Ísafirði
hjá ömmu sinni og afa, Ólöfu Hin-
riksdóttur og Einari Gunnars-
syni. Hún flutti til Reykjavíkur
1944 og bjó þar alla tíð.
Sveinbjörg verður jarðsungin
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 11. Jarðsett
verður síðdegis sama dag á
Stóra-Núpi.
Nú er hún horfin okkur sjónum,
konan sem allir þeir elskuðu og
dáðu, sem fengu að kynnast henni.
Konan sem dansaði brosandi í gegn
um lífsins brimsjói og boðaföll og lét
okkur hin finna hvað æðruleysið er
mikill mannkostur.
80 ára afmæli minnar yndislegu
tengdamömmu Sveinu 30. ágúst
2002:
Gleðin er gæfusjóður
sem grandað ekkert fær,
jafn töfrandi tengdamóður
trúlega enginn nær.
Með hlátri og góðu geði
gefur þú okkur kraft
móðurást, mildi og gleði
miðlar þú öllum jafnt.
Æskunnar æðasláttur
eyðist og dvín og þver
en hlátursins mikli máttur
mun alla tíð fylgja þér.
Þú ert sú einasta eina
sem ellin ræður ei við.
Til hamingju, síunga Sveina,
með sextugsafmælið...
Það er ekki lengra en þrjú ár síð-
an þessar vísur voru ortar og Sveina
um það leyti að læra ný dansspor
með dillandi hlátur og glens og bros
á vör. Aldur og aldur er tvennt ólíkt.
Það er aðeins heilsan sem skilur á
milli feigs og ófeigs í þessu lífsins
lotteríi, nema þar sem hamfarir, slys
og heimska taka völdin, og það sem
við skiljum eftir er tilfinningin sem
við miðluðum öðrum og samferða-
fólkið ber í brjósti eftir að lífsgöngu
okkar lýkur.
Alltaf mun ég minnast hennar í
gleði og einlægri væntumþykju.
...Ég kveð þig nú, síunga Sveina,
sjáumst við Drottins hlið.
Stefán.
Elsku amma, ég vil byrja á því að
þakka þér fyrir allar þær yndislegu
stundir sem við áttum saman og fyr-
ir að kenna mér svo margt um lífið
sjálft. Ég var svo lánsamur að eiga
tvær mömmur sem báðar lögðu sig
mikið fram við að koma mér til
manns og leiðbeina mér í frumskógi
lífsins. Flestum hefði þótt nóg komið
af barnauppeldi eftir að hafa alið
upp fimm börn en þegar ég kom í
heiminn tókst þú mér opnum örmum
og tókst fullan þátt í uppeldinu
ásamt mömmu. Þegar mamma og
pabbi tóku saman og fluttu burt þá
var ég nú bara lítill strákur en var
þó alveg búinn að ákveða að hjá þér
vildi ég vera og alast upp. Þrátt fyrir
að það hafi eflaust verið erfitt fyrir
mömmu að skilja son sinn eftir þá
skildi hún svo vel hvað það var mér
mikilvægt að ég fengi að vera áfram
hjá ömmu og afa, en ég var mikill
afastrákur og brölluðum við margt
saman. En á síðari árum hef ég gert
mér betur grein fyrir hversu sterkt
tilfinningasamband okkar var og
hversu mikið þú hefur mótað líf mitt.
Þú kenndir mér heiðarleika, hrein-
skilni og hvernig ég ætti að vera
ófeiminn við að sýna tilfinningar og
það hefur gert mig að þeirri mann-
eskju sem ég er í dag.
Við náðum ávallt að tala um allt
milli himins og jarðar, þú leiðbeindir
mér þegar ég þurfti á ráðleggingum
að halda og þegar ég fullorðnaðist þá
var ég svo lánsamur að geta stund-
um ráðlagt þér og það voru ynd-
islegar stundir. Við vorum líka svo
heppin að hafa sama tónlistarsmekk
þrátt fyrir aldursmuninn og ég
minnist þeirra stunda þegar við sát-
um og hlustuðum á tónlist og ég
spurði þig um hina og þessa söngv-
ara.
Ég minnist engra örðugleika í
okkar samskiptum því þú varst al-
gjör snillingur í að gera gott úr öllu
með sanngirni og réttsýni að leið-
arljósi. Þannig hefur þú eflaust alltaf
kallað fram það besta í mér á hverj-
um tíma. Þegar mig langaði að
kaupa skellinöðru þá studdir þú mig,
þó svo það ætti eftir að valda þér
hugarangri á kvöldin, þegar ég var
úti að hjóla, en aldrei lést þú mig
finna fyrir því að þú værir hrædd um
mig. Þú vildir ávallt að ég nyti lífsins
sem best og skemmtilegast.
Síðustu árin hafa verið lærdóms-
rík og gefandi fyrir mig þar sem
samband okkar þróaðist á enn
hærra stig og við gátum á svo
skemmtilegan hátt notið samveru-
stunda. Föstudagskvöldin síðustu ár
voru mér ómetanleg þar sem við
borðuðum saman og áttum síðan
skemmtilegt spjall eða horfðum
saman á sjónvarpið. Þrátt fyrir erfið
veikindi varstu alltaf svo gefandi og
bjartsýn og kenndir mér að meta líf-
ið eins og það er. Mér er sérstaklega
minnisstætt þegar þú varst nýbúin
að ná þér eftir erfitt veikindatímabil
og sagðir mér að þú værir að vissu
leyti fegin að hafa lent í þessum
veikindum og að ef maður vissi ekki
hvernig væri að vera veikur þá
kynni maður ekki að gleðjast yfir því
að vera heilbrigður.
Nú skilja leiðir okkar og þú ert
komin á nýjan stað þar sem þú hittir
afa aftur og vonandi njótið þið þess
að vera saman á ný, líkt og þið gerð-
uð í lifanda lífi. Ég mun ávallt geyma
allar yndislegu minningarnar um þig
í hjarta mínu og nýta mér visku
þína, og læra að njóta lífsins líkt og
þú kenndir mér svo vel.
Megi guð fylgja þér um alla tíð.
Haraldur Þór.
Amma mín er farin, farin til afa
sem dó fyrir svo mörgum árum að
jafnvel lítil afastelpa man ekki svo
glöggt eftir honum. Ég man þó hvað
við vorum góðir vinir, við afi og
amma heima í Bakkagerðinu. Okkur
afa fannst svo gaman að sitja í stóln-
um hans og fíflast og afi var vanur
að kitla mig með skegginu sínu í
hálsakotið við mikinn fögnuð af
minni hálfu. Amma var aldrei langt
undan og þegar ég lít til baka finnst
mér alveg hreint ótrúlegt hvað þau
gátu haldið í við fjöruga stelpu eins
og ég var. Amma leyfði mér að róta í
slæðunum sínum og ég var dugleg
við að sýna þeim alls konar út-
færslur af slæðudönsum. Við vorum
líka vön að syngja lög eins og Meyj-
anna mesta yndi og Nálin mín og að
sjálfsögðu dönsuðum við út um allt
hús eins og herforingjar.
Hún er líka fræg í fjölskyldunni
sagan af því þegar ég hljóp á staur-
inn. Þá var ég að sýna ömmu og afa
hvað ég gæti hlaupið hratt og þau
hlupu á eftir mér en þegar ég sneri
mér við til að athuga hvort þau væru
nú ekki örugglega að horfa þá vildi
ekki betur til en svo að ég hljóp
beint á staur. Afi sagði að ég hefði
beyglað staurinn af því ég væri svo
sterk og það varð að samkomulagi
að hver sá sem ætti leið framhjá
staurnum myndi sparka í hann,
svona fyrir Fjóluna.
Við fórum í marga göngutúrana í
hverfinu og gengum þá oft framhjá
blokkunum í Hæðargarði, sem þá
voru í byggingu, og amma sagði að
þangað myndi ég koma og heim-
sækja þau og við myndum dansa
saman. Afi blessaður lifði það ekki
að geta flutt inn. En löngu eftir að ég
hætti að fara til pabba á pabbahelg-
um hélt ég samt áfram að fara til
ömmu og gista hjá henni. Þá horfð-
um við á Derrick og Matlock og
amma átti alltaf til diet kók og prins
póló.
Það fannst mörgum samband okk-
ar ömmu svolítið sérstakt, sem það
og var. Ég var mikið með þeim
ömmu og afa sem krakki og þegar
ég eltist urðum við amma svo góðar
vinkonur.
Ég minnist ömmu minnar sem
engils í mannsmynd, hún var svo
ótrúlega fallegur persónuleiki, svo
hlý og yndisleg.
Ég kveð bestu ömmu í heimi með
söknuð í brjósti en líka með þá vitn-
eskju að hún gerði mig að betri
manneskju því hún kenndi mér svo
margt um lífið.
Elsku amma, ég segi eins og við
vorum vanar að segja, ég elska þig
svo mikið. Takk fyrir allt. Við
sjáumst öll aftur.
Þín ömmustelpa,
Fjólan.
Elsku amma Sveina. Nú vitum við
að þú ert farin til afa og hinna engl-
anna, þar sem þér á eftir að líða bet-
ur af því að þú ert búin að vera svo
veik.
Við fórum alltaf að heimsækja þig
á sunnudögum og það var svo skrýt-
ið hvað við urðum alltaf svangar
þegar við komum til þín og þá var
gott að fá sér nokkrar brauðsneiðar
með osti í gogginn sem hvergi
brögðuðust eins vel og hjá þér. Þú
varst alltaf svo góð við okkur og áttir
alltaf diet-kók í ísskápnum og
nammi til að gefa okkur.
Við erum litlu ömmustelpurnar
sem þú varst svo stolt af. Þér fannst
alltaf svo skemmtilegt þegar við
sungum fyrir þig og sýndum þér
hvað við erum duglegar í fimleikum
eða að dansa. Að dansa var það sem
þér fannst skemmtilegast og þú vild-
ir alltaf hafa sem mest af fólki í
kringum þig.
Guð blessi þig, elsku amma, við
söknum þín og langar til að enda
þetta með bæn sem við förum oft
með á kvöldin og við vitum að þú
verður ein af englunum sem mun
vaka yfir okkur:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji guðs englar saman í hring,
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Þínar ömmustelpur,
Bogey Rún og Andrea Rós.
SVEINBJÖRG
GEORGSDÓTTIR
Hinn 14. septem-
ber sl. var borin til
grafar móðir vinar
míns Ævars, Þorbjörg Steingríms-
dóttir. Hún var mikil gæðakona
sem við vinirnir kölluðum alltaf
Obbu.
Ég kynntist henni fyrir liðlega
fjörutíu og fimm árum þegar við
Ævar urðum vinir. Þá um leið varð
heimili þeirra í Þingholtsstrætinu
okkar heimili, þar sem vinahóp-
ÞORBJÖRG STEIN-
GRÍMSDÓTTIR
✝ Þorbjörg Stein-grímsdóttir
fæddist á Hóli í
Presthólahreppi í
N-Þing. 14. septem-
ber 1915. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Eir í Reykjavík 5.
september síðastlið-
inn og var jarðsung-
in frá Fossvogskap-
ellu 14. september.
urinn var alltaf vel-
kominn. Þrátt fyrir
mannmargt heimili
og mikla vinnu, tók
hún alltaf vel á móti
okkur og bauð okkur
upp á kaffi og kökur.
Þegar ég hugsa til
baka, skil ég ekki hve
mikinn átroðning hún
þoldi okkur. Við
strákarnir, ég, Siggi,
Þorvaldur og fleiri
gátum setið og spjall-
að eða spilað bridge
með Ævari fram í
morgunsárið allt fram til fullorð-
insára. Aldrei var hægt að heyra
annað en að við værum hjartanlega
velkomnir, enda leið okkur vel þar.
Ég vil kveðja Obbu og þakka
henni fyrir allt og um leið færa öllu
hennar fólki innilegar samúðar-
kveðjur mínar og hinna strákanna.
Helgi Baldursson.
Elsku afi minn, þá
er komið að hinni
óumflýjanlegu kveðjustund. Það er
svo sárt að hugsa til þess að ég fái
ekki að hitta þig aftur.
Þegar ég hugsa um þig er svo
ótalmargt sem kemur upp í hug-
ann. Allar veiðiferðirnar, ættar-
mótin, fjöruferðirnar og svo ég tali
nú ekki um skautaferðirnar. Ætli
þú eigir ekki stóran þátt í skauta-
kunnáttu okkar systkinanna. Þú að
koma í land á Skúlanum og við
systkinin að hlaupa niður að
bryggju til þín að fá að fara um
borð og eins siglingarnar á sjó-
mannadaginn. Ég er svo þakklát
fyrir þær ótal minningar sem ég á
um þig og ég mun alltaf geyma
þær í huga mér.
Ég er alveg óneitanlega þakklát
fyrir það hvernig hlutirnir æxluð-
ust hjá mér í fyrra haust. Þar sem
TORFI
JÓNSSON
✝ Torfi Jónssonskipstjóri, Mýr-
um 6, Patreksfirði,
fæddist í Kollsvík í
Rauðasandshreppi
27. mars 1927. Hann
lést laugardaginn
10. september síð-
astliðinn og var út-
för hans gerð frá
Patreksfjarðar-
kirkju 17. septem-
ber.
það varð til þess að
ég átti mitt annað
heimili hjá ykkur
ömmu allan síðasta
vetur. Það var svo
notalegt að koma
heim úr vinnunni þar
sem þið amma tókuð
á móti mér. Þá var
mikið spjallað og not-
aði ég oft tækifærið
og leitaði ráða hjá
þér varðandi allt milli
himins og jarðar.
Alltaf gafstu þér tíma
fyrir mig og eins
gafstu mér ótal mörg ráð og oft
aðra sýn á hlutina. Svo fékk ég
ótakmörkuð afnot af „Skreppnum“
svo að ég kæmist nú út í sveit. Ég
var þó iðulega í beinu símasam-
bandi við þig til að fá nýjustu veð-
urfregnirnar því ég varð auðvitað
að komast í vinnuna.
Mér finnsts svo sárt að hugsa til
þess að Styrmir eigi ekki eftir að
muna eftir þér. Ég mun segja hon-
um frá þér og ávallt muna þig að
leika við hann eða syngja.
Elsku afi, ég veit að þú ert á góð-
um stað og átt eftir að fylgjast með
okkur og halda áfram að taka þátt í
lífi okkar sem eftir erum, bara með
öðrum hætti en áður.
Takk fyrir allt, afi minn
Þín
Íris.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virð-
ingu sína án þess að það sé gert
með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram
upplýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjallað er um, fæddist,
hvar og hvenær hann lést, um for-
eldra hans, systkini, maka og börn
og loks hvaðan útförin fer fram og
klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl-
ast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í minningargrein-
unum.
Undirskrift Minningargreinahöf-
undar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Myndir Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
er ráðlegt að senda hana á
myndamóttöku: pix@mbl.is og
láta umsjónarmenn minningar-
greina vita.
Minningar-
greinar