Morgunblaðið - 19.09.2005, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 19.09.2005, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 43 DAGBÓK Brynhildur Ólafsdóttir fréttamaður, semsinnir starfi forstöðumanns Alþjóða-málastofnunar og Rannsóknarsetursum smáríki við Háskóla Íslands næsta árið, í fjarveru Ásthildar Elvu Bernharðsdóttur, er ánægð með að víkka sjóndeildarhringinn og efla andann með tímabundinni breytingu. „Ég verð í hlutastarfi á Stöð 2 á meðan ég verð hér. Verð aðeins með puttana í erlendu fréttunum þó ég gangi ekki vaktir. En að ári liðnu fer ég aftur „heim“ á Stöð 2,“ segir Brynhildur. Það stóð þá aldrei til að hætta í frétta- mennsku? „Nei. Ég held maður sé orðinn svolítið háður hraðanum í því starfi og það tekur tíma að venj- ast því sem ég er að gera núna. Ég var vön að sjá alltaf eitthvað liggja eftir mig á hverju kvöldi, en hér tekur allt lengri tíma; alltaf er verið að und- irbúa eitthvað sem kemur svo í ljós síðar. En það er líka ágætt að breyta til vegna þess að í frétta- mennskunni krafsar maður aðallega í yfirborð- inu, sérstaklega í sjónvarpsfréttum, en í þessu starfi fær maður tækifæri til að kafa dýpra og skoða málin nánar. Það er því ágætt að blanda þessu saman.“ Þannig að þér hlotnast ef til vill góð reynsla fyrir áframhaldið í gamla starfinu eftir ár? „Já, þetta styður mjög vel hvað við annað. Ég hef verið í stundakennslu hér við háskólann und- anfarin ár og hefur fundist það voða gaman, vegna þess að það gefur mér tækifæri til að halda tengslum við fræðin og fá þá djúpu nálgun sem mér finnst oft vanta í fréttirnar. Ég held það sé bæði gott fyrir háskólasamfélagið að fá ut- anaðkomandi inn í turninn og öfugt, að fá fræði- legt blóð inn í fréttaumfjöllunina.“ Í hverju felst nýja starfið? „Það er margvíslegt. Þetta eru tvær stofnanir; Alþjóðamálastofnun og undir henni er svo Rann- sóknarsetur um smáríki. Þverfaglegar stofnanir og vettvangur fyrir rannsóknir, en Ísland er að verða helsta miðstöð smáþjóðarannsókna í heim- inum. Hér er líka blómleg útgáfustarfsemi og þrjár bækur væntanlegar eftir áramót; í fyrsta lagi bók um smáríkjafræði, síðan mjög spennandi bók um utanríkisstefnu Íslands eftir lok kalda stríðsins – bók sem á eftir að vekja umræðu því þar eru mjög beittar og gagnrýnar greinar – og síðan bók um alþjóðamál almennt þar sem ungir fræðimenn fá tækifæri til að koma sínum verkum á framfæri. Loks tökum við þátt í ýmiskonar ráð- stefnuhaldi og málstofum. Sendum til dæmis ís- lenska fræðimenn til Líbanon í lok mánaðarins og ætlum að koma á samstarfi við líbanska fræði- menn. Þótt annað kunni að virðast eiga löndin margt sameiginlegt; hvort tveggja lítil lönd í jaðri hins stóra og sterka Evrópusambands.“ HÍ | Forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknarseturs um smáríki Kafa dýpra í málin næsta árið  Brynhildur Ólafs- dóttir er Grundfirðingur í húð og hár, fædd 1967. Hún er stjórnmála- fræðingur frá HÍ og með mastersgráðu í al- þjóðastjórnmálum frá Columbia-háskóla í New York í Bandaríkj- unum. Brynhildur hefur undanfarin 17 ár starf- að við fjölmiðla; á dag- blöðum, í útvarpi og sjónvarpi og hefur síðustu árin verið yfirmaður erlendra frétta á frétta- stofu Stöðvar 2. Unnusti og verðandi eig- inmaður hennar er Róbert Marshall for- stöðumaður fréttasviðs 365 ljósvakamiðla. Jákvæð hugsun. Norður ♠97642 ♥KD5 ♦4 ♣ÁD103 Suður ♠ÁG3 ♥Á ♦Á9876532 ♣G Suður verður sagnhafi með sex tígl- um og fær út smátt lauf. Hvernig er best að spila? Oft er auðveldara að spila veika samninga, því þá þarf að gefa sér já- kvæðar forsendur varðandi leguna. Í þessu tilfelli er það augljóslega skilyrði að trompið komi 2-2. En það eitt dugir ekki eftir þetta eitraða útspil, því eitt- hvað verður að gera við tapslagina heima á spaða. Nú, það verður að halda áfram að hugsa jákvætt – vestur þarf að eiga laufkóng. Norður ♠97642 ♥KD5 ♦4 ♣ÁD103 Vestur Austur ♠D108 ♠K5 ♥10972 ♥G8643 ♦KG ♦D10 ♣K764 ♣9852 Suður ♠ÁG3 ♥Á ♦Á9876532 ♣G Laufdrottningu er svínað, hjartaás hent í laufás (sem er alltaf gaman), og svo fara þristur og gosi í spaða niður í hjartahjónin. Allt gengur þetta að ósk- um og þá er bara að spila tígulás og tígli. Vinningslíkur eru tæplega 20%. (Líkur á 2-2 legu eru 40%, sem lækkar í 20% þegar vestur þarf að eiga lauf- kóng, og einhver stunguhætta er líka til staðar.) BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 9 með Guðnýju, boccia kl. 10, vinnustofa opin frá kl. 9–16.30. Félagsvist alla mánudaga kl. 14. Allir velkomir. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14. Handa- vinna kl. 9–16.30. Smíði/útskurður kl. 9–16.30. Félagsvist kl. 13.30. Púttvöllur kl. 10–16. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, bútasaumur, fótaaðgerð, samverustund. Dalbraut 18 – 20 | Félagsstarfið er öllum opið kl. 9–16. Fastir liðir eins og venjulega. Skráning stendur yfir í postulíns- og framsagnarnám- skeið. Komdu í heimsókn, kíktu í blöðin, fáðu þér kaffisopa og kynntu þér haustdagskrána. Við getum líka sent þér netbréf. Sím- inn okkar er 588 9533. FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, mánudagur 19. sept. kl. 13–16. Ilm- andi kertagerð í umsjón Vilborgar. Kaffiveitingar að hætti Álftnesinga. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan er opin í dag frá kl. 10. til 11.30. Félagsvist verður spiluð í kvöld í Gullsmára kl 20.30. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Gullsmárabids. Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilar alla mánu- og fimmtudaga. Þátttökugjöld kr. 200. Skráning kl. 12.45. Spil hefst stundvíslega kl. 13. Kaffi og heima- bakað meðlæti fáanlegt í spilahléi. Allir eldri borgarar velkomnir. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9, 9.45, 10.30 og 11.15 í Kirkjuhvoli. Glerskurður og postulínsmálun kl. 13 í Kirkjuhvoli. Tölvur kl. 17 í Garðaskóla. Opið í Garðabergi kl. 12.30–16.30. Félagsstarfið Langahlíð 3 | Nám- skeið í geisladiskasaum kl. 9–12. Námskeið í postulínsmálun kl. 13– 17. Handmennt í iðjustofu kl. 13–17. Gerðuberg, félagsstarf | Kl. 9– 16.30 vinnustofur opnar, m.a. al- menn handavinna, umsjón Eliane Hommersand. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 14.45 kóræfing hjá Gerðubergskór, stjórnandi Kári Friðriksson, nýir félagar velkomnir. Allar uppl. á staðnum og í síma 575 7720. Hraunbær 105 | Kl. 9 perlusaumur, kaffi, spjall, dagblöðin. Kl. 10 fóta- aðgerð, bænastund. Kl. 12 hádeg- ismatur. Kl. 13 skrautskrift. Kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnu- stofa kl. 9–16 hjá Sigrúnu, silki- og glermálun, kortagerð. Jóga kl. 9–11. Böðun virka daga fyrir hádegi. Frjáls spilamennska kl. 13–16. Fóta- aðgerðir 588 2320. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er opið öllum 9–16. Fastir liðir eins og venjulega. Skráning á tölvu-, list- þæfingar- og framsagnarnámskeið stendur yfir. Síminn er 568 3132. Korpúlfar, Grafarvogi | Sund- leikfimi í Grafarvogssundlaug á morgun kl. 9.30. Laugardalshópurinn í Þróttar- heimilinu | Leikfimi í dag kl. 14 í Þrótti. Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, kl. 10 ganga, kl. 13–16.30 opin vinnustofa. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–15.30 handavinna. Kl. 9–10 boccia. Kl. 11– 12 leikfimi. Kl. 11.45–12.45 hádeg- isverður. Kl. 13–16 kóræfing. Kl. 13.30–14.30 leshópur. Kl. 14.30– 15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðjan, bókband og bútasaumur kl. 9, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10, handmennt, glerbræðsla og frjáls spil kl. 13. Kirkjustarf Árbæjarkirkja | STN – 7–9 ára starf. Hittumst í skóla Norð- lingaholts á mánudögum kl. 15.00. Söngur, sögur, leikir og ferðalög fyrir hressa krakka. Helgi- og fyr- irbænastund í Hraunbæ 103 alla mánudaga 10–10.30. Umsjón sr. Þór Hauksson og Krisztina Kalló Sklen- ár, organisti. Fella- og Hólakirkja | Stelpustarf, 6.–7. bekkur, alla mánudaga kl. 16.30–17.30. Æskulýðsstarf – KGB, 8.–10. bekkur, alla mánudaga kl. 20–22. Grafarvogskirkja | Haustferð eldri borgara verður farinn 20. sept. kl. 10 frá Grafarvogskirkju. Farið verð- ur í Stykkishólm, norska húsið og kirkjan skoðuð. Komið verður við í Bjarnarnesi á leiðinni heim. Hafnarfjarðarkirkja | Alfa- námskeið. Á námskeiðinu er rætt um 14 veigamiklar spurningar um tilgang lífsins og kristna trú. Kynn- ingarkvöld verður haldið í Hafn- arfjarðarkirkju mánudaginn 19. sept. kl. 19, námskeiðið hefst síðan mánudaginn 26. sept. kl. 19. Skrán- ingar í símum 821 6466, 555 4166, 862 5877. Hjallakirkja | Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk er með fundi á mánudög- um kl. 20–21.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Kl. 19 er Alfa 2 námskeið. Ef þú hefur ekki enn skráð þig láttu þá sjá þig, það eru enn laus pláss – eða hringdu í síma 535 4700 og skráðu þig. www.gospel.is. Laugarneskirkja | Vakin er athygli á tónleikunum „Sorgin og lífið“ sem fram munu fara í Laugarnes- kirkju fimmtudagskvöldið 22. sept. kl. 20. Þar mun Erna Blöndal, ásamt hljómsveit, flytja sálma sem orðið hafa henni til styrktar í sorg. Að tónleikum loknum býður sókn- arprestur til samtals í safnaðar- heimilinu. Gamla kerfið aftur á? ÉG er komin á þá skoðun að af tvennu illu er gamla strætókerfið skárra. Ég er ein af þeim sem eru bú- in að gefast upp á nýja kerfinu. Ég á barn sem gengur í skóla í öðru hverfi og nú er ég farin að taka leigubíl fram og til baka með barnið mitt í skóla því ég er búin að gefast upp á strætókerfinu, það tekur það mig einn og hálfan tíma að fara með strætó því ég þarf að ganga langa leið. Ég er sammála konu sem skrifar í Velvakanda um vöntun á strætó í Álfheima og Sólheima. Ég er viss um að ef hlustað væri meira á strætó- vagnsbílstjórana mundi kerfið stór- lagast. Þeir eru jú að keyra vagnana allan daginn og þekkja þarfir farþeg- anna. Ég vil líka koma á framfæri að nú ganga sumir vagnar á 10 mín. fresti og aðrir á 20 mín fresti – en því ekki að láta jafnt yfir alla ganga og allir vagnar gangi á ca. 15 mín. fresti. Fyrir okkur sem erum háð strætó sem samgöngutæki er nýja kerfið ekki að virka. Farþegi. Leikið var á mig ÉG var orðinn nokkuð ellimóður þegar ég flutti í Sólheimana. Ég ók bíl og ætlaði að halda því áfram í lengstu lög. En svo fóru börnin mín að nudda í mér. Ég hefði svo ágætar strætisvagnasamgöngur, leið 2 flytti mig fljótt og vel í Glæsibæ og heim og niður í bæ, ef ég vildi. Ég fór illu heilli að ráðum þeirra og seldi bílinn. Borgin plataði mig illilega þegar hún tók strætisvagninn úr götunni. Nú verð ég að fara að keyra aftur og kaupa mér notaðan bíl. Ég er orðinn sjóndapur og veld vonandi ekki slysi. Fleiri en ég hafa lýst yfir von- brigðum með að missa strætisvagn- inn héðan. Þarf nú ekki borgin að átta sig á mistökum sínum? Vonsvikinn og gamall. Enn um leiðakerfi strætós ÉG vil koma á framfæri kvörtun vegna breytinga á leiðarkerfi Strætó bs. í Hamrahlíð. Þar er bæði Menntaskóli og Blindrafélagshúsið við götuna og kemur það sér mjög illa fyrir blinda fólkið og nemendur í skólum við götuna. Nú ekur leið 13 aðra leið og fer hringtorgið við Lönguhlíð og fyrir ofan Fossvogs- kirkjugarð og framhjá Veðurstof- unni. Það eru fáir sem taka vagninn á þessari leið. Ég þarf að fara öðru hvoru í Borgarspítalann og nú er bú- ið að fjarlægja strætóskýlið sem var við spítalann og færa það fyrir utan lóðina. Hugsa ég til þess með hryllingi að þurfa að ganga alla þessa leið í strætó eftir breytingarnar. Vilhjálmur Sigurðsson. Fallegt á Djúpuvík FYRIR stuttu síðan fór ég fljúgandi norður á Gjögur og kom við á Norð- urfirði og á Djúpuvík. Djúpavík er mjög fallegur staður og þar fékk ég alveg frábærar móttökur á hótelinu. Allir voru mjög vinalegir og hreifst ég mjög af staðnum. Vil ég hvetja fólk til að koma þarna við og skoða staðinn. Unnur Elíasardóttir. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir ANNAÐ kvöld kl. 20 sýnir Kvik- myndasafnið amerísku myndina Woman of the Year frá 1942 í leik- stjórn George Stevens. Þetta er fyrsta myndin sem hið ódauðlega kvikmyndapar Katherine Hepburn og Spencer Tracy léku í. Þetta er gamanmynd um baráttu kynjanna. Tess (Hepburn) er frægur dálka- höfundur á dagblaði í New York sem gerir grín að Sam (Tracy) sem skrifar um íþróttir fyrir sama blað. Þegar leiðir þeirra liggja saman til þess að þau megi ná sáttum verða þau yfir sig ástfangin. Sýningar Kvikmyndasafnsins fara að vanda fram í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði á þriðju- dagskvöldum kl. 20 og er sama mynd endursýnd á laugardögum kl. 16. Ný mynd er tekin til sýninga í hverri viku. Miðaverð er kr. 500 og miðasala er opnuð hálftíma fyrir sýningu. ZUMA Press Hepburn og Tracy í Kvikmyndasafninu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.