Morgunblaðið - 19.09.2005, Page 47

Morgunblaðið - 19.09.2005, Page 47
ÁHORFENDUR fögnuðu með látum þegar leikrit Árna Ibsen, Himnaríki, var „endursýnt“ eftir tíu ár í Hafnarfjarðarleikhúsinu, en Himnaríki var fyrsta leikritið sem leikhúsið setti upp. Í þetta skipti fóru þau Elma Lísa Gunnarsdóttir, Erling Jóhannesson, Friðrik Friðriksson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Jó- hann G. Jóhannsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir með aðalhlutverkin, en leikstjórn var í hönd- um Hilmars Jónssonar. Þá var leikskáldinu klappað lof í lófa, en hann fékk heilablóðfall fyrir nokkru og kom því á svið í hjólastól. Eitt af sérkennum Himnaríkis er að það ger- ist í raun á tveimur sviðum og fá áhorfendur að sjá sinn hvorn hlutann fyrir og eftir hlé. Þannig varpar nýtt sjónarhorn nýju ljósi á sög- una, sem gerist annars vegar inni í sum- arbústað og hins vegar úti á sólpalli bústað- arins. Verkið var sýnt hundrað sinnum veturinn 1995 og hætti fyrir fullu húsi. Segja má að það hafi verið vísir að mikilli velgengni Hafn- arfjarðarleikhússins, en það hefur blómstrað alla tíð síðan. Leikhús | Tíu ára afmælissýningu Hafnarfjarðarleikhússins á Himnaríki vel fagnað Upphafið að velgengninni Árni Ibsen og Hilmar Jónsson voru klappaðir upp og fengu mikið lof þakk- látra aðdáenda, en tíu ár eru síðan verkið var síðast sett upp hjá leikhúsinu. Leikhópurinn fagnaði baksviðs að sýningu lokinni og var ekki annað að sjá en að allir væru ánægðir með hvernig til tókst. Morgunblaðið/Kristinn Steindór Hjörleifsson, Margrét Ólafsdóttir og Kristbjörg Kjeld voru ánægð með hina nýju uppfærslu á Himnaríki. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 47 HINN þekkti kvikmyndaleikstjóri Pawel Pawlikowski kemur hingað til lands vegna Al- þjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík dag- ana 29. sept.–9. okt nk., en hann mun verða við- staddur sýningar á mynd sinni „My Summer of Love“ auk þess sem hann veitir dómnefnd hátíð- arinnar forstöðu. Pawlikowski vann bresku BAFTA-verðlaunin fyrir „My Summer of Love“ fyrr á þessu ári. Á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík verða veitt glæsileg verðlaun sem kennd eru við Uppgötvun ársins. Leiknar myndir eftir upp- rennandi leikstjóra úr ólíkum flokkum hátíð- arinnar munu keppa um verðlaunin sem veitt verða af fimm manna dómnefnd, skipaðri auk Pawlikowskis, Hilmi Snæ Guðnasyni leikara, Kristínu Jóhannesdóttur kvikmyndaleikstjóra, Nínu Dögg Filippusdóttur leikkonu og norska blaðamanninum Dag Sødtholt en hann er jafn- framt fulltrúi FIPRESCI, alþjóðlegra samtaka kvikmyndagagnrýnenda og blaðamanna. Pawlikowski er fæddur í Varsjá í Póllandi en hefur búið í Bretlandi frá árinu 1971, en þangað fluttist hann fjórtán ára gamall. Hann lagði stund á bókmenntir og heimspeki og starfaði síðar við rannsóknir hjá Oxford-háskóla. Snemma á tíunda áratugnum gerði hann nokkr- ar heimildarmyndir fyrir BBC sem fjölluðu á einn eða annan hátt um Austur-Evrópu. Mynd- irnar þóttu heppnast vel og unnu til verðlauna á hátíðum víðsvegar um heim. Árið 2000 gerði Pawlikowski sína fyrstu leiknu mynd í fullri lengd, Last Resort. Fyrir þá mynd hlaut hann verðlaun sem efnilegasti kvik- myndaleikstjóri Breta á BAFTA-hátíðinni, en myndin var líka tilnefnd sem besta mynd. Auk þess var hún tilnefnd til evrópsku kvikmynda- verðlaunanna. Last Resort fjallar um rússneska hælisleitendur í Bretlandi. My Summer of Love fjallar um samband tveggja vinkvenna, Monu (Natalie Press) og Tamsin (Emily Blunt), en þær eru hvor af sinni stéttinni. Hugmyndin að myndinni er fengin að láni úr samnefndri skáldsögu eftir Helen Cross. Mona er táningsstúlka sem býr með bróður sín- um Phil í gamalli krá sem hann sá um áður en hann tók heilagan anda fram yfir vínandann. Hún er einfari í eðli sínu og dálítil strákastelpa. Dag einn hittir hún hina ríku og rótlausu Tasmin ofan við þorpið þeirra í Yorkshire, en Tasmin hefur nýverið verið rekin úr enn einum heima- vistarskólanum. Þær vilja báðar flýja líf sitt meðan Phil vill bjarga þeim, eins og hann vill bjarga öllum öðrum. Þegar þessir þrír ein- staklingar mætast fer sérkennileg atburðarás af stað sem tekur óvænta beygju undir lokin. Myndin sýnir á stórkostlegan en látlausan hátt skin og skúri sumarsins hjá þremur ensk- um ungmennum. My Summer of Love vann verðlaun sem besta mynd á Edinborgarhátíðinni árið 2004. Auk þess var hún valin besta breska myndin á BAFTA-verðlaunahátíðinni 2005. Kvikmyndir | Pawel Pawlikwski formaður dómnefndar á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík Sumar ástarinnar er fullt af birtu, fegurð og freistingum, bæði holds og anda. Nýtur mikillar virðingar fyrir kvikmyndir sínar 400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningar merktar meðrauðu Sýnd kl. 8 og 10.20 B.i 10 áraSýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 O.H.H. / DV. . . / H.J. / Mbl.. . / l. kvikmyndir.comkvik yndir.co Sýnd kl. 6 ísl tal Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sprenghlægileg gamanmynd! Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 14 ára Sýnd kl. 8 og 10.15 Sýnd kl. 8 KVIKMYNDIR.COM  RÁS 2 Ó.H.T  S.K. DV  KVIKMYNDIR.IS  VINCE VAUGHN OWEN WILSON Sýnd kl. 6 ísl talSýnd kl. 6, 8 og 10 B.i 16 ára ÞEGAR EKKI ER MEIRA PLÁSS Í HELVÍTI MUNU HINIR DAUÐU RÁFA UM JÖRÐINA  TOPPFIMM.IS  DV  KVIKMYNDIR.IS ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA! MEISTARI HROLLVEKJUNNA R SNÝR AFTUR TIL AÐ HRÆÐA ÚR OKKUR LÍFTÓRUNA BESTA GRÍNMYND SUMARSINS „FGG“ FBL. Fyrsti hluti í epískum fantasíu þríleik Aldrei annað eins hefur sést í bíó hérlendis áður! Mynd sem slegið hefur í gegn! Missið ekki af þessari Night Watch is F***ING COOL! Quentin Tarantino i t t i I ! ti r ti Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 16 ára FRÁBÆR GRÍN OG SPENNU MYND Harðasta löggan í bænum er þann mund að fá stórs krýtinn f élaga! Miðasala opnar kl. 17.15 Sími 551 9000 553 2075☎ Sýnd kl. 6, 8 og 10

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.