Morgunblaðið - 06.10.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.10.2005, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VILJA BANN Umhverfissamtök sem berjast fyrir verndun úthafanna segjast að- eins vera einu atkvæði frá því að fá teknar upp viðræður á allsherjar- þingi SÞ um bann við botnvörpu- veiðum á úthafinu. Ísland hefur lagst gegn slíku banni. Rafmagnslaust í borginni Netsamband raskaðist víða auk þess sem slokknaði á útsendingum margra útvarpsstöðva í kjölfar raf- magnsleysis, sem varð rétt fyrir klukkan 18 í gærkvöld. Rafmagns- leysið náði til stórs hluta Reykjavík- ur og slökkti m.a. á umferðarljósum víða á Miklubrautinni. Húsleit vegna fjársvikamáls Starfsmenn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra gerðu húsleit í fyrirtækinu Skúlason og í heimahúsi í gær. Var leitin gerð að beiðni breskra lögregluyfirvalda í tengslum við viðamikið fjársvikamál. Eigendur Skúlason segjast vilja sýna fullan samstarfsvilja. Aðstoða uppreisnarmenn Bretar saka íranska bylting- arverði um að láta uppreisnar- mönnum í Írak í té búnað og tækni- þekkingu til að útbúa flugskeyti, sem hafa kostað átta breska her- menn lífið í nokkrum árásum það sem af er þessu ári. Íranar neita sök og væna Bretana um lygar. Þeir krefjast sannana fyrir því sem þeir séu ásakaðir um. Breytingin afturkölluð Íraska þingið hætti í gær við breytingar sem fyrirhugaðar voru á kosningalögum. Með breytingunni átti að koma í veg fyrir að súnnítar í Írak gætu fellt drög að nýrri stjórn- arskrá. Í lögunum felst nú, sem og áður, að drög að stjórnarskrá teljist felld með tveimur þriðju atkvæða í þremur héruðum. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %           &         '() * +,,,                                 Í dag Sigmund 8 Viðhorf 34 Fréttaskýring 8 Umræðan 34/41 Erlent 16/18 Bréf 41 Minn staður 20 Minningar 42/46 Höfuðborgin 21 Myndasögur 50 Akureyri 22 Dagbók 50/52 Austurland 22 Staður og stund 52 Landið 23 Leikhús 54 Daglegt líf 24 Bíó 58/61 Neytendur 25/27 Ljósvakamiðlar 62 Menning 28/19 Veður 62 Forystugrein 32 Staksteinar 63 * * * RICK Perry, ríkisstjóri í Texas, synjaði á þriðjudag náðunarbeiðni Arons Pálma Ágústssonar, sem ríkisþing Texas hafði samþykkt og mælt með fyrir sitt leyti í ágúst síðastliðnum, að því er fram kemur í tilkynningu frá RJF-hópnum, stuðningshópi Arons Pálma. Þessar fréttir bárust Aroni Pálma síðdegis á þriðjudag. Segja stuðningsmenn hans að hann hafi sagt að hann mætti jafnframt bú- ast við að verða að fara í fangelsi á ný, því óvíst væri hversu lengi hann fengi að dveljast þar sem hann nú er og hann kæmist ekki til Beaumont í bráð þar sem þar væri enn rafmagnslaust eftir að fellibylurinn Ríta gekk þar yfir. Fram kemur að Knut S. John- son, lögfræðingur RJF-hópsins, hafi stuttu síðar staðfest fréttir ríkisstjórans. „Knut mun ganga eftir skriflegu svari á morgun og jafnframt kanna hvort synjunin nái aðeins til náðunarbeiðninnar eða til varakröfunnar líka, sem er sú að Aron Pálmi fái að ljúka af- plánun sinni heima á Íslandi,“ seg- ir í tilkynningunni. Málið rætt á Alþingi Ágúst Ólafur Ágústsson, vara- formaður Samfylkingarinnar, hef- ur óskað eftir utandagskrárum- ræðu á Alþingi um máefni Arons Pálma. Í fréttatilkynningu frá Ólafi Ágústi segir að eftir að rík- isstjórinn í Texas hafnaði náðunar- beiðni Arons Pálma sé ljóst að að- koma íslenskra stjórnmálamanna að málinu sé nauðsynleg. Þess vegna hafi verið beðið um að mál Arons Pálma verði rætt á Alþingi í þeirri von að hægt sé að koma hreyfingu á málið. „Hér er um að ræða íslenskan ríkisborgara sem hefur verið beittur miklum órétti og því ber að beita öllum tiltækum leiðum til að koma honum til hjálp- ar,“ segir í tilkynningu frá Ólafi Ágústi. Náðunarbeiðni Arons Pálma synjað MIÐSTJÓRN Alþýðusam- bands Íslands sendi frá sér ályktun í gær þar sem hún lýsir yfir vonbrigðum með þá efna- hags-, atvinnu- og félagsmála- stefnu sem birtist í fjárlaga- frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Í ályktuninni segir, að á grundvelli eigin fjárlagafrum- varps spái fjármálaráðuneytið um 4% verðbólgu næstu árin, miklu ójafnvægi í þjóðarbú- skapnum og áframhaldandi háum vöxtum og sterku gengi með tilheyrandi vandræðum fyrir útflutnings- og samkeppn- isatvinnuvegina. Þetta gerist þrátt fyrir að ASÍ, Seðlabankinn og fleiri aðilar hafi kallað eftir ábyrgri efnahagsstefnu og meiri festu í ríkisfjármálum. Ekki verði heldur séð á frumvarpinu að sátt geti orðið um þá félags- málastefnu sem þar birtist. ASÍ vill beita ríkisfjármálum „Miðstjórn ASÍ skorar á rík- isstjórn og Alþingi að taka með ábyrgum hætti þátt í efnahags- stjórninni og beita ríkisfjármál- unum með þeim hætti að það dragi úr þörf fyrir harkalegar aðgerðir Seðlabankans í pen- ingamálum samhliða því sem verðbólga lækki. Jafnframt leggur miðstjórn ASÍ áherslu á mikilvægi velferðarkerfisins,“ segir í ályktun miðstjórnar. Í samtali við Morgunblaðið sagði Grétar Þorsteinsson, for- seti ASÍ, forsvarsmenn sam- bandsins hafa verið þeirrar skoðunar nokkur undanfarin misseri að stjórnvöld þyrftu að haga efnahagsstjórninni með ábyrgari hætti. „Það sem er at- hyglisvert í þeirri stöðu er að við höfum ekkert verið einir með það viðhorf. Seðlabankinn hefur ítrekað áréttað þetta, sama er að segja um OECD og greiningar- deildir bankanna. Ég man raun- ar ekki eftir því að það hafi áður verið svona sameiginlegur tónn eiginlega allra aðila um að stjórnvöld þyrftu að taka með afdráttarlausari hætti á.“ Aðspurður segir Grétar Þor- steinsson að of snemmt sé að segja til um hvort kjarasamn- ingar haldi eða þeim verði sagt upp. „Vinna forsendunefndar við endurskoðun á kjarasamn- ingum er rétt að hefjast, en ein- dagi samningsins er 15. nóvem- ber nk. Úttekt nefndarinnar er ekki lokið, en hins vegar er ljóst að verðlagsforsendurnar eru brostnar og var það ljóst fyrir alllöngu síðan,“ segir Grétar, en forsendur kjarasamningsins verði til umræðu á ársfundi Starfsgreinasambandsins sem hefst í dag. Ójafn- vægi er í efnahags- málunum FJÖLDI kvenna lagði leið sína á konukvöld í Debenhams í Smára- lindinni í gærkvöldi. Konukvöldið var haldið til styrktar V-dags- samtökunum og veitti Debenhams samtökunum styrk að upphæð ein milljón króna til stuðnings barátt- unni gegn ofbeldi á konum. „Þessi stuðningur hefur mjög mikla þýðingu. Hann gerir okkur kleift að halda áfram að gera góða hluti. En þetta er frábær leið fyrir einkafyrirtæki til að styðja við svona málstað,“ segir Hildur Sverr- isdóttir, framkvæmdastjóri V- dagsins, og vonast til þess að for- dæmið, sem Debenhams sýni þann- ig, verði öðrum fyrirtækjum til eftirbreytni. Spurð hvernig fjármagninu verði varið segir Hildur helming fjárins eyrnamerktan forvörnum samtak- anna gegn nauðgunum. „Við höfum ákveðið að gefa hinn helming upp- hæðarinnar til samstarfskvenna okkar í Stígamótum. Við höfum alltaf staðið við bakið á þeim með andlegum stuðningi, en núna gafst okkur loks tækifæri til þess að sýna stuðning okkar við þær í verki fjárhagslega.“ Meðal þess sem gestum var boð- ið upp á var tónlistarflutningur, brot úr Píkusögum og upplestur, ásamt tískusýningu þar sem fjöldi þjóðþekktra einstaklinga sýndi föt úr Debenhams. Þeirra á meðal var sjálfur Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra. Aðspurð segir Hildur alla þá sem leitað var til um fyr- irsætustörf hafa tekið umleitan þeirra vel. „Flest þeirra voru að stíga sín fyrstu fyrirsætuskref, en stíga þau til styrktar baráttunni gegn ofbeldi á konum,“ segir Hild- ur og bendir á að þau vilji þannig sýna fram á að málefnið sé ekki hornreka í samfélaginu. „Það ríkir í raun einhugur í samfélaginu um að binda enda á ofbeldi gegn konum, en sú rödd má kannski alveg heyr- ast oftast,“ segir Hildur. Aðrar fyrirsætur kvöldsins voru Arnmundur Ernst Björnsson, Björn Ingi Hilmarsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Petersen, Kol- brún Halldórsdóttir, Inga Lind Karlsdóttir, Ingibjörg Stef- ánsdóttir, Jasmine, Íslenski dans- flokkurinn, Jón Ólafsson, Logi Bergmann Eiðsson, María Björk Sverrisdóttir, Stefán Jón Hafstein, Stefán Hilmarsson, Svanhildur Hólm, Þórunn Clausen og Þórunn Lárusdóttir. Konukvöld til styrktar V-dags samtökunum Morgunblaðið/Kristinn Ýmsir þjóðþekktir einstaklingar stigu sín fyrstu fyrirsætuskref í gær- kvöldi til styrktar baráttunni gegn ofbeldi á konum. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær Scott Mckenna Ramsay í 18 mánaða fangelsi, þar af 15 mánuði skilorðsbundið, fyrir að veita dönskum hermanni hnefa- högg sem leiddi til bana hans. Ákærði var einnig dæmdur til að greiða foreldrum fórnarlambsins 1,5 milljónir íslenskra króna og tæpar 65 þúsund danskar krónur í bætur. Einnig ber hann sakar- kostnað upp á 1,1 milljón króna. Scott Ramsay, sem er breskur ríkisborgari en búsettur hér á landi, var ákærður fyrir stórfellda líkamsárás svo að mannsbani hlaust af, með því að hafa í nóv- ember á síðasta ári slegið Flemm- ing Tolstrup, hnefahöggi efst á háls hægra megin, með þeim af- leiðingum að blæðing sem fórn- arlambið hlaut milli heila og innri heilahimna af völdum höggsins leiddi til dauða. Þetta gerðist á skemmtistað í Keflavík. Ekki ásetningur að vinna manninum tjón Í niðurstöðu dómsins segir, að með skýlausri játningu ákærða og öðrum gögnum málsins teljist sök hans sönnuð. Með krufningar- skýrslu og framburði réttarlæknis fyrir dómi var talið sannað að and- lát fórnarlambsins hefði verið bein afleiðing þess hnefahöggs sem ákærði veitti honum. Ákærði sagð- ist hafa slegið Tolstrup vegna stöðugrar áreitni hans við sam- býliskonu sína. Ákærði á engan sakaferil að baki og segir í dómi að hann sé reglusamur og stundi fasta vinnu. Framlögð sérfræðigögn sýni fram á, að hann geri sér grein fyrir að ekkert réttlætanlegt tilefni hafi verið til viðbragða hans í umrætt sinn og verknaðurinn hafi lagst þungt á hann. Við mat á refsingu var litið til þess að ákærði hafði ekki ásetning til þess að vinna manninum það tjón sem varð. Þá hafi afleiðingar höggsins orðið mun alvarlegri en það gaf tilefni til. Hins vegar yrði ekki litið framhjá hinum alvarlegu afleiðingum sem hlutust af brotinu. Gunnar Aðalsteinsson héraðs- dómari dæmdi málið. Verjandi var Ásgeir Jónsson hdl. og sækjandi Kolbrún Sævarsdóttir frá ríkissak- sóknara. 18 mánaða fangelsi fyr- ir banvænt hnefahögg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.