Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 23 MINNSTAÐUR LANDIÐ Laxamýri | Barnastarf vetrarins í Aðaldal hófst í Grenjaðarstað- arkirkju nýlega með fjölskyldu- guðsþjónustu. Kór Hafralækj- arskóla, sem skipaður er nemendum úr 4.-10. bekk, söng fyr- ir kirkjugesti og ferming- artrúnemar sýndu brúðuleikrit. Presturinn sr. Þorgrímur G. Daníelsson lagði út af dæmisögunni um miskunnsama Samverjann, en Robert Faulkner stjórnaði kórnum við undirleik Juliet Faulkner. Nem- endur tóku virkan þátt í guðsþjón- ustunni með upplestri og hljóðfæra- leik og kirkjubók var dreift til barnanna. Sunnudagaskólinn er jafnan vel sóttur, en ungir sem gamlir hafa þar gaman saman og hittast í kirkjunni hálfsmán- aðarlega yfir vetrartímann. Sunnudagaskóli á Grenjaðarstað Göldrótt geit í Töfragarði? Stokkseyri | Það er ekki laust við að það sé eitthvað galdralegt við geitina sem ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á í Töfragarðinum á Stokkseyri á dögunum. Kannski var það bara einmanaleikinn sem hrjáði geit- ina, enda búið að loka garðinum fyrir veturinn. Töfragarðurinn var opnaður í fyrsta skipti í sumar, og komu um 1.300 gestir í heimsókn í þennan nýja fjöl- skyldu- og skemmtigarð. Þar geta börn og fullorðnir skoðað ýmiskonar dýr, hoppað í hoppukastala, klifrað í klifurkastala og leikið sér í ýmsum leikjum og þrautum. Reiknað er með því að garðurinn verði opnaður aftur næsta sumar, og getur geitin göldrótta því hlakkað til maímánaðar þegar gestirnir fara að sýna henni athygli á ný. Morgunblaðið/RAX Borgarnes | „Það eru mannréttindi að eiga sauðfé,“ segja þeir sauð- meinlausu félagar Bjarki Þor- steinsson og Gísli Einarsson sem enn eru við sama heygarðshornið. Þeir standa í annað sinn fyrir Sauðamessu í Borgarnesi sem verð- ur haldin nk. laugardag. Hátíðin hefst með fjárrekstri frá Hyrnu- torgi í rétt sem er við gamla mjólk- ursamlagið. Þar verða mörg kind- arleg og sJARMerandi skemmtiatriði en nánari dagskrá er að finna á vefnum www.sauda.vefurinn.is. Morgunblaðið/Guðrún Vala Sauða- messa Lækjargata 8 Suðurlandsbraut 32 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.