Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi UMHVERFISSAMTÖK sem berj- ast fyrir verndun úthafanna segjast aðeins vera einu atkvæði frá því að fá teknar upp viðræður um bann við botnvörpuveiðum á úthafinu. Ísland hefur lagst gegn slíku banni. Árlegar samningaviðræður um fiskveiði- og hafréttarályktanir hóf- ust á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær en gert er ráð fyrir að viðræðurnar fari fram daglega allt til 11. nóvember nk. Botnvörpumálið mun koma til umfjöllunar í viðræðum um fisk- veiðiályktunina, væntanlega aðal- lega í næstu viku. Fyrir ári varð nið- urstaða allsherjarþingsins sú að beina því til ríkja og svæðisbund- inna fiskveiðistjórnunarstofnana að bæta stjórnun á botnfiskveiðum, einkum með tilliti til verndunar við- kvæmra vistkerfa á hafsbotninum. Tillögu um hvers konar hnattrænt bann gegn botnvörpuveiðum á út- hafinu var hins vegar hafnað, m.a. fyrir tilstuðlan Íslands. Regnhlífarsamtök sem berjast fyrir verndun úthafanna hafa mjög þrýst á um að sett verði allsherjar bann á veiðar með botnvörpu á út- höfum. Segir í frétt á vef breska rík- isútvarpsins, BBC, að fjölmörg ríki muni nú styðja bannið, til að vernda viðkvæm og lítt þekkt vistkerfi. Þar á meðal ríki sem fram til þessa hafi lýst sig andvíg banninu, s.s. Spánn. Þannig vanti aðeins samþykki einn- ar þjóðar á allsherjarþinginu til að hefja umræður um bannið. Sátt meðal lykilríkja Tómas H. Heiðar, þjóðréttar- fræðingur í utanríkisráðuneytinu, segir að afstaða íslenskra stjórn- valda í þessu máli sé í samræmi við andstöðu þeirra gegn hnattrænum afskiptum af fiskveiðistjórnun, enda sé hún ýmist málefni einstakra ríkja eða svæðisbundið málefni. „Við munum leggja áherslu á það í kom- andi viðræðum um botnvörpuveið- arnar að áfram verði unnið á fram- angreindum grundvelli og hefur verið vaxandi sátt um það meðal lykilríkja á þessum vettvangi. Ís- land hefur fyrir sitt leyti gert ráð- stafanir til að bæta stjórnun botn- fiskveiða og verndun viðkvæmra vistkerfa á hafsbotni, bæði innan efnahagslögsögu sinnar og í gegn- um Norðaustur-Atlantshafsfisk- veiðinefndina, NEAFC, að því er úthafið varðar. Að því er varðar svæði á úthafinu þar sem ekki eru fyrir hendi svæðisbundnar fisk- veiðistjórnunarstofnanir hefur alls- herjarþingið lagt áherslu á að við- komandi ríki komi slíkum stofnunum á fót og hafi fram að því ábyrgt eftirlit með fiskiskipum er sigla undir fána þeirra. Við styðjum þessa nálgun heils hugar,“ segir Tómas. Úthafsbotnvörpuveiðar ræddar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna Vilja banna botnvörpu Vantar eitt atkvæði til að hefja umræður um bannið á vettvangi SÞ Eftir Helga Mar Árnason hema@mbl.is MIKLAR skemmdir urðu en enginn slas- aðist þegar eldur kviknaði í kjallaraíbúð við Háengi rétt fyrir klukkan 21 í gær- kvöld. Þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn var mikill eldur í íbúðinni. Ein stúlka var inni þegar eldurinn kom upp og komst hún út af sjálfsdáðum. Slökkviliðinu tókst fljótlega að ráða nið- urlögum eldsins, en íbúðin er mjög mikið skemmd og er talið að allt sem í henni var sé ónýtt. Talið er að kviknað hafi í út frá kerti. Eldur í kjallaraíbúð á Selfossi VIÐSKIPTARÁÐ gefur í dag út álit þar sem kemur fram að skrifræði íþyngi veit- ingamönnum landsins verulega. Dæmi eru um að vegna opnunar eins kaffihúss hafi þurft að skila inn 35 eyðublöðum og segir Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Við- skiptaráðs, að dæmi séu um að veitinga- menn, sem verið hafi í samfelldum rekstri áratugum saman, kvarti undan afarkostum sem eftirlitsaðilar setja. Viðskiptaráð setur í álitinu fram tillögur til úrbóta. | B1 Skrifræði of mikið ÞAÐ munar einni krónu á 23 vörutegundum af 35 í Bónus og Krónunni í verð- könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í mat- vöruverslunum á höfuðborg- arsvæðinu í fyrradag. Bónus var með lægsta verðið í könnuninni, vörukarfan þar var á 5.431 krónu, en í Krónunni, þar sem karfan var næstódýr- ust, kostaði hún 5.896 krónur. Dýrust var karfan í versluninni 10-11 en þar kostaði hún 8.951 krónu. Í körfunni voru 35 algengar neysluvörur til heimilisins en einungis voru teknar í körfuna vörur sem fengust í öllum versl- ununum í könnuninni. | 24 Lítill verð- munur í Bónus og Krónunni E FG  E HC  C FHI  C *1 1 (  /%1 4    /1J , % D % %   D % % I H I I I IHF C EIH  HE ÞAÐ er kannski ekki tilviljun að Rauðavatn heitir einmitt Rauðavatn. Í gærmorgun þegar þessi piltur var á leið í skólann speglaðist morg- unroðinn í vatninu og allt tók á sig rauðleitan blæ. Það er ekki slæmt að hafa svona útsýni í gönguferðinni. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Morgunroðinn við Rauðavatn GUNNAR Sæmundsson, bóndi í Hrúta- tungu, er allhress eftir alvarlega met- angaseitrun í haughúsinu á bænum 20. september sl. Hann lá á gjörgæsludeild Landspítalans í fáeina daga og var síðan færður yfir á lungnadeild spítalans til frek- ari aðhlynningar. Gunnar er nú kominn heim til sín og farinn að stunda vinnu sína eins og áður. Að sögn Gunnars var aðdragandinn að slysinu stuttur, en hann var með dælu í fjárhúsinu til að hræra upp í haugnum þar. Hann hafði rétt komið dælunni fyrir og hafði gengið inn í hlöðuendann þegar hann hné niður og lá þar meðvitundarlaus. „Lík- lega hefur húsið ekki verið nógu opið og gasið því komið beint í fangið á mér. Ég hlunkast inn um dyrnar og er metra innan við þær. Líklega hef ég legið þar í um þrjú korter.“ Það varð Gunnari til lífs að eig- inkona hans, Sigrún Sigurjónsdóttir, kom fljótt að honum. Vegna rafmagnsleysis á bænum varð hún að aka niður að Brúar- skála til að komast í símasamband. Gunnar var fluttur með sjúkrabíl að Dalsmynni í Norðurárdal og tekinn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti hann til Reykjavíkur. Þetta er ekki fyrsta raun Gunnars því 19. nóvember 2004 kviknaði í hlöðunni á bæn- um með þeim afleiðingum að fjöldi fjár brann inni. Og fyrir rúmum áratug var Gunnar skorinn upp vegna krabbameins og annað nýra hans fjarlægt. „Það er seigt í mér og ég vona að svo verði áfram. Án þess að vera með nokkurt væl, þá finnst mér vera komið nóg, en það ræður enginn sín- um örlögum. Við vitum ekki hvað gerist á næstu klukkustund.“ Gunnar hefur fengið gríðarlega mikil við- brögð frá ættingjum og vinum eftir slysið og hann tekur sérstaklega fram hversu ein- staklega góð hjúkrunin á gjörgæsludeild og lungnadeild hafi verið. | 32 „Það er seigt í mér“ Gunnar í Hrútatungu hefur orðið fyrir nokkrum áföllum á síðustu árum, en staðið þau öll af sér. ♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦♦ RAFMAGNSLEYSI sem náði yfir stóran hluta Reykjavíkur olli talsverðum truflun- um á netsambandi og útvarpssendingum í gær. Keðjuverkun í rafkerfinu olli því að að- veitustöð A5 í Elliðaárdalnum sló út kl. 17.55 í gær og varð því rafmagnslaust í mörgum hverfum í Austurbæ Reykjavíkur. Þá urðu einhverjar rafmagnstruflanir í Vesturbænum. Um tuttugu mínútur tók að koma raf- magni á. Bilunin hafði ekki enn fundist þeg- ar síðast fréttist en starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur munu leita hennar í dag. Talsíma- og GSM-samband hélst stöðugt þrátt fyrir að nokkur önnur kerfi, sérstak- lega tengd ADSL-þjónustu, dyttu út. | 4 Rafmagnsleysi olli truflunum í netsambandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.