Morgunblaðið - 06.10.2005, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 06.10.2005, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 35 UMRÆÐAN Á MEÐGÖNGU verða miklar breytingar á líkama konunnar. Til að undirbúa fæðingu barnsins verða m.a. breytingar á horm- ónum sem valda því að öll liðbönd í lík- ama konunnar verða slakari. Þetta gerist til að undirbúa grindina undir fæð- ingu barnsins. Hormónin vinna þó ekki staðbundið á liðamót mjaðma- grindarinnar heldur verða önnur liðamót einnig fyrir þessum áhrifum. Aðrar breytingar eiga sér einnig stað s.s. stækkun á legi o.fl. sem getur valdið verkjum. Við þær horm- ónabreytingar sem verða á meðgöng- unni, auk þyngd- araukningar og breyttrar þyngd- armiðju, verður meira álag á liðamót mjaðma- grindarinnar. Liðböndin verða slakari og það getur í versta til- felli orsakað grindargliðnun. Við grindargliðnun verða liðbönd mjaðmagrindarinnar of slök og veita ekki lengur þann stuðning sem þau þurfa að veita. Grindin veldur því illa álagi, verður of- hreyfanleg og liðböndin geta tognað. Vegna breytts álags og jafnvel grindargliðnunar fer kon- an að beita sér öðruvísi, sem veld- ur oft mikilli vöðvaspennu í kring- um mjaðmagrindina. Það sem oftar gerist er að kon- ur upplifi þessar breytingar án þess að um raunverulega grind- argliðnun sé að ræða. Þá á sér stað breytt líkamsbeiting vegna slakra liðbanda og breyttrar þyngdarmiðju sem veldur slæmri líkamsstöðu og stífum og aumum vöðvum. Það er því stundum á gráu svæði hvort um eiginlega grindargliðnun sé að ræða þó að vissulega séu ákveðin einkenni fyrir hendi sem þarf að eiga við. Er eðlilegt að vera með verki á meðgöngu? Já og nei. Þær breyt- ingar sem nefndar eru hér að of- an eru líkamanum eðlislægar á meðgöngu og því er ekki óeðlilegt að konan skuli finna fyrir verkj- um. Hins vegar er ekki eðlilegt að sætta sig við verkina þegar ým- islegt annað er til ráða. Það eru til margar lausnir við þessum vandamálum sem oft kosta litla fyrirhöfn. Sjúkraþjálfarar sér- hæfa sig í vanda- málum tengdum stoð- kerfinu og eru þeir því sérfræðingar í að veita ráð og aðstoð við þess konar vanda- málum. Heimsókn til sjúkraþjálfara felur m.a. í sér fræðslu um líkamsbeitingu, æfing- ar og fleira sem hafa ber í huga þegar lík- aminn verður fyrir þessum breytingum á meðgöngu. Einnig eru starfræktir hópar s.s. í vatnsleikfimi sem geta hjálpað mikið við að lina verkina og byggja upp styrk og þol fyrir komandi fæðingu. Á aðalsamskiptamiðli nútímans, internetinu, er mikil umræða um þessi vandamál sem og önnur. Þar starfar fagfólk sem leitast við að ráðleggja fólki en oft á tíðum eru konur að spjalla sín á milli um eigin reynslu og upplifanir. Það sem vakti athygli mína á þessum spjallþráðum er að oft á tíðum ráðleggur ein kona annarri bara að harka af sér því það sé eðlilegt að vera með verki á með- göngu! Þessu er ég ekki sammála. Að fullreyndu á engin kona að sætta sig við að eyða orku á með- göngu í að fást við verki ef hún getur leitað sér aðstoðar við þeim. Ekki bíða of lengi með að vinna á verkjunum. Því fyrr sem þú leitar þér aðstoðar, þeim mun lík- legri ertu til að ná tökum á vandamálinu og njóta meðgöng- unnar. Er eðlilegt að vera með verki á meðgöngu? Sólrún Sverrisdóttir skrifar um verki á meðgöngu Sólrún Sverrisdóttir ’Það eru tilmargar lausnir við þessum vandamálum sem oft kosta litla fyrirhöfn. ‘ Höfundur er sjúkraþjálfari hjá Gáska sjúkraþjálfun og félagi í Félagi sjálf- stætt starfandi sjúkraþjálfara. Á laugardaginn 8. október ganga Hafn- firðingar að kjörborð- inu og kjósa um sam- einingu Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrand- arhrepps. Sameining sveitarfélaga er nauð- synleg ef litið er á hag- ræðingu slíkrar að- gerðar. En það er ekki nóg að sameinast ef bæjarbúar njóta ekki góðs af því. Bæjarbúar eiga rétt á því að slík sameining komi þeim til góða með lækkun fasteignaskatta og annarra skyldra greiðslna til bæj- arfélagsins. Eftir því sem bæjarbúar verða fleiri hlýtur það að skila sér í bæjarsjóð. Þessi sameining er mjög skynsamleg og gefur bænum mikla möguleika landfræðilega séð. Það ættu að opnast gífurlegir mögu- leikar á fjölgun bygg- ingarlóða fyrir nýja íbúa og fyrirtæki. Hafnarfjörður er fal- legur bær og það er nauðsynlegt að stækka hann. Vatnsleysu- ströndin er ósnortin og seiðandi og ef rétt er haldið á málum í bæn- um í framtíðinni og sameiningin verður að veruleika sér maður fyrir sér að hér verði fallegasta bæjarstæði landsins og mjög mikil eftirspurn eftir búsetu hér. Þetta er vonandi bara byrjunin á meiri sameiningu nálægra bæjarfélaga. Það á fyrst og fremst að hugsa um bæjarbúa og hvað þeim er fyrir bestu og láta þá sjálfa taka ákvarðanir með kosningu eins og þess- ari. Þeir eiga jú þennan bæ. Hafnarfjörður – Stærri bær! Magnús Ólafsson fjallar um samein- ingarkosningarnar Magnús Ólafsson ’Kæru Hafn-firðingar, mæt- um á kjörstað 8. október og bjóð- um íbúa Vatns- leysustrand- arhrepps velkomna til Hafnarfjarðar. ‘ Höfundur er leikari og skemmtikraftur. ÖFLUGRA og betra menntakerfi er eitt helsta stefnumið Samfylking- arinnar og hefur verið frá stofnun flokksins. Margt er gott í okkar menntakerfi en margt fer úrskeiðis. Þar kemur ýmislegt til. Skortur á fjár- magni til framhalds- og háskólastiga, skort- ur á námsráðgjöf og seinvirk stjórnsýsla svo eitthvað sé nefnt. Versta dæmið eru fjöldatakmarkanirnar inn í framhaldsskólana vegna fjárskorts skól- anna. Til að geta tekið við nýnemum hefur þeim umsækjendum sem eru að snúa til náms eftir hlé verið vísað frá skólunum. Þetta er alvar- legt mál og áfellisdómur yfir skóla- kerfinu. Aðrar þjóðir gera allt sem hægt er til að lokka fólkið aftur inn í skólana. Við vísum því frá! Þetta hefur margar neikvæðar af- leiðingar. Allt of margir hætta námi áður en útskrift er náð og hlutfall þeirra sem hafa lokið lengri mennt- un en grunnskóla af mannafla á vinnumarkaði er lítið að hækka. Því miður. Og allt of margir fara í bók- nám í framhaldsskóla í stað verk- náms. Bóknám sem þeir ekki ljúka. Þessu þarf að breyta gagngert og sérstaklega þarf að efla framhalds- skólastigið með margvíslegum hætti. T.d. með því að færa fram- haldsskólann frá ríki til sveitarfé- laga í fyllingu tímans. Framhaldsskólinn fluttur til sveitarfélaga Eftir að grunnskólinn var færður til sveitarfélaganna tók hann stakkaskiptum til hins betra. Hann var kominn þangað sem hann á að vera. Þar sem nærþjónustan er og á heima. Því þarf að fara sömu leið með framhaldsskólann nú og grunn- skólann fyrir áratug. Tölur tala sínu máli og strika undir þetta. Framlög til grunnskóla og leikskóla hafa hækkað verulega á síðustu árum og starfsemi þeirra og þjónusta batnað. Framlög Íslend- inga til þessara skólastiga eftir að sveitarfélögin tóku við grunnskól- anum eru nú meðal þeirra hæstu í heimi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD. Á meðan framlögin til háskóla- og framhaldsskólastigs- ins eru undir meðallagi. Há- skólastigið raunar í 17. sæti á listan- um. Til að stíga fyrstu skrefin í þessa átt mun Samfylkingin leggja fram breytingu á lögum um reynslusveit- arfélög þess efnis að mennta- málaráðuneytinu verði heimilað að gera samninga við sveitarfélög um rekstur framhaldsskóla. Tillaga sem Einar Már Sigurðarson, þingmaður flokksins, er fyrsti flutningsmaður að. Fjöltækninámi komið á fót Við upphaf þings kynna flokk- arnir sín áherslumál og þau sem Samfylkingin leggur sérstaka áherslu snúa að eflingu framhalds- skólans og fullorðinsfræðslunnar. Menntaþrennu sem snýr að fram- haldsskólanum og fullorðins- fræðslunni. Við viljum að komið verði á fót fjöltækninámi, nýtt tækifæri til náms verði búið til fyrir þá sem ekki hafa lokið formlegu námi eftir grunnskóla og að verknám fjöl- brautaskólanna verði eflt og end- urnýjað. Í sérstöku þingmáli leggj- um við til að verkmenntun verði efld og komið á fót fjöltækninámi sem sérstökum námsbrautum. M.a. til að auka framboð á fjölbreyttu verk- og tækninámi að loknum framhalds- skóla. Fjöltækninám er skólastig sem tekur við af framhaldsskóla og gegnir m.a. hlutverki frum- greinadeilda fyrir þá sem hafa lokið verknámi en ekki stúdentsprófi og lögð er áhersla á hagnýtt nám í verk- og tæknigreinum. Nýtt tækifæri til náms Á vinnumarkaði eru yfir 40.000 einstaklingar sem ekki hafa lokið viðurkenndu námi úr formlega mennta- kerfinu. Þá lýkur um fjórðungur nemenda hvers árgangs ekki viðurkenndu námi að loknum grunnskóla. Þessi hópur er van- ræktur og afl hans vannýtt. Í því felst só- un fyrir bæði ein- staklinginn og sam- félagið. Þessum hópi ætlar Samfylkingin að skapa nýtt tækifæri til náms með áætlun um átak í menntun þeirra sem ekki hafa lokið námi á grunn- eða framhaldsskólastigi. Markmiðið er að hækka mennt- unarstig þjóðarinnar og skapa nýtt tækifæri til náms og auðvelda fólki að taka aftur upp þráðinn í námi þar sem frá var horfið. Fræðslunet og fullorðinsfræðsla Samræma þarf og treysta fullorð- insfræðsluna með heildarlöggjöf þar sem m.a. verði sköpuð skilyrði til að þekkingargrunnur fólks með stutta skólagöngu að baki eða litla form- lega menntun verði treystur með skipulögðum hætti. Það þarf að búa svo um hnúta að almenn stefna varðandi fullorðinsfræðslu verði skýrð og skilgreint hverjir eigi að bera ábyrgð á hvaða þáttum hennar og hvernig kostnaðurinn eigi að skiptast. Fræðslu- og símenntunarmið- stöðvar á landsbyggðinni hafa starf- að lengi án lagaramma og því leggj- um við fram sérstakt lagafrumvarp um starfsemi þeirra sem Anna Kristín Gunnarsdóttir alþing- ismaður hefur veg og vanda af. Raunverulegur kostnaður hefur ekki fengist viðurkenndur af rík- isvaldinu og bera sveitarfélög m.a. kostnað vegna framhaldsskóla- og háskólanáms sem ríkissjóður ber þar sem viðkomandi skólar eru staðsettir. Fræðslunetin eru bylting fyrir landsbyggðina hvað varðar að- gang að menntun. Þau þarf að styrkja og taka utan um með þess- um hætti. Menntaþrenna Samfylkingarinnar Björgvin G. Sigurðsson fjallar um menntamál ’Styrkja þarf fram-haldsskólastigið með margvíslegum hætti. T.d. með því að færa framhaldsskólann frá ríki til sveitarfélaga.‘ Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.