Morgunblaðið - 06.10.2005, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 06.10.2005, Qupperneq 44
44 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurður BjörnIngólfsson fædd- ist á Akranesi 8. febrúar 1950. Hann lést á líknardeild LSH í Kópavogi 1. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingólfur Sigurðs- son, f. 23. maí 1913, d. 28. sept. 1979, og kona hans Soffía Jónfríður Guð- mundsdóttir, f. 3. júní 1916, d. 25. jan. 2004. Systkini Sig- urðar eru: Helgi Guðmundur, f. 22. september 1935, d. 18. mars 1999 kvæntur Jónínu Þóru Helga- dóttur (þau skildu); Magnús Davíð, f. 11. janúar 1937, kvæntur Krist- ínu Guðmundu Halldórsdóttur; Erla Svanhildur, f. 4. apríl 1938, gift Ólafi Þór Krist- jánssyni; Kristján Árni, f. 12. desem- ber 1941, kvæntur Kristjönu Þorkels- dóttur; Steinunn Sigríður, f. 29. des- ember 1944, gift Magnúsi Birgi Jóns- syni; og Guðbjört, f. 13. ágúst 1953, gift Krisjáni Magnús- syni. Sigurður var fæddur og uppalinn á Akranesi og bjó þar til æviloka. Hann stundaði sjó- mennsku og almenna verka- mannavinnu á yngri árum. Hann var ókvæntur og barnlaus. Útför Sigurðar verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Það bjarmar af morgni á fögrum haustdegi, kveðjustund nálgast, lífið hans Sigga fjarar út, baráttan við illvígan sjúkdóm á enda. Hann fæddist á Akranesi og var sjötta barn foreldra sinna. Hann ólst upp í stórum systkinahópi í gleði og gáska áhyggjulausrar æsku. Strax á unga aldri kom í ljós að hann var mikill fagurkeri og hafði unun af því að halda sér til og vera snyrtilegur til fara. Þá var Siggi gæddur list- rænum hæfileikum og byrjaði snemma að finna þeim farveg. Hann var eins og aðrir strákar á Akranesi fótboltamaður og þótti lipur með boltann. Lífsbaráttan krafðist þó annars og hann fór ungur að vinna fyrir sér sem sjómaður og í land- vinnu til skiptis og naut ungdóms- og manndómsáranna eins og hver annar ungur maður. Hvar sem hann fór var hann hvers manns hugljúfi og ávann sér vinsældir í leik og starfi. Brátt fór þó að draga ský á þann heiða himin. Hann fór að missa heyrn sem ágerðist svo að hann var brátt nær heyrnarlaus. Þetta olli honum mikilli vanlíðan. Hann gat ekki lengur tekið þátt í samræðum með eðlilegum hætti og ekki verið viss um að heyra og skilja rétt það sem honum var ætlað að gera. Og eins og þessi fötlun væri ekki nægur kross að bera, knúði nú ann- ar förunautur dyra og vildi vera þátttakandi í vegferðinni upp frá því. Í byrjun var hann lítið áberandi en smám saman fór hann að taka völdin og snúa öllu upp niður. Birt- ingarmyndirnar voru margar og í sumum tilvikum óskiljanlegar sam- ferðafólkinu. Smám saman kom þó í ljós að hér var um að ræða alvar- legan sjúkdóm sem einungis myndi unnt að halda í skefjum en varan- legur bati var ekki í sjónmáli. Á fáum árum var þessi ungi glað- væri og hugljúfi drengur nú fangi eigin sálar og einangraður að mestu frá eðlilegu samneyti við annað fólk. Framundan stöðug glíma við sitt eigið sjálf. Stundum var Siggi eins og við þekktum hann ungan en aðra stundina aðeins skugginn af sjálfum sér. Þrátt fyrir sjúkdóm sinn og ein- angrun fylgdist hann ótrúlega með málefnum sem vörðuðu fjölskyldu hans og vandamenn. Sjúkdómur Sigga kom í veg fyrir að hann gæti þroskað með sér þá listrænu hæfileika sem hann bjó yf- ir bæði á sviði tónlistar og mynd- listar. Þó að honum hafi ekki auðn- ast að þroska þessa hæfileika nema takmarkað náði sjúkdómurinn aldr- ei að lama þá til fulls. Teikniblokkin lá ávallt á borðinu og hann fylgdist með listviðburðum, sótti listsýning- ar og átti margar heimsóknir á listasöfn. Siggi bjó nær alla tíð í foreldra- húsum og meðan Soffíu móður hans naut við heima á Suðurvöllum var hún helsta stoð hans en síðan þegar hún fór á sjúkrahús bjó hann þar einn. Þau ríflega ellefu ár sem hún dvaldi þar fór Siggi tvær til þrjár ferðir á hverjum degi að heimsækja hana, vakinn og sofinn yfir velferð hennar og margar ferðir fóru þau saman heim á Suðurvelli. Fyrir þessa umhyggju hlaut hann aðdáun allra sem til þekktu. Hann naut margvíslegrar sam- félagslegrar aðstoðar í glímu sinni við sjúkdóm sinn og tilkoma Svæð- issamtaka fatlaðra á Vesturlandi skipti sköpum fyrir hann og sú að- stoð sem hann naut á þeirra vegum. Þó að samtök séu mikils virði þá eru það einstaklingarnir sem vinna verkin sem mestu skipta um árang- urinn. Siggi átti því láni að fagna að allt það fólk sem hann var háður, sinnti honum af fórnfýsi og mikilli alúð og hann átti vináttu þess og virðingu. Á engan mun þó hallað þó liðveislu þeirra Erlings og Hauks sé þar getið sérstaklega. Með þeim Erlingi, sem var hans stoð til margra ára, myndaðist náin vinátta og margt tóku þeir sér fyrir hendur sem var langt umfram það sem skyldan bauð. Með honum fór Siggi í ferðalög, bæði innan lands og er- lendis, þeir fóru saman á táknmál- snámskeið og svo mætti lengi telja. Síðan kom Haukur til sögunnar og var liðveisla hans síðustu misserin og studdi hann og styrkti á erfiðum stundum. Hann kvaddi bernskuheimilið á síðasta ári og flutti sig um set á Akranesi í nýja íbúð og þar hugðist hann eiga nýjan tíma í nýju um- hverfi. En nei, eins og þruma úr heiðskíru lofti kemur ný váfrétt. Ill- vígasti sjúkdómur samtímans grein- ist á háu stigi. Þessi glíma var ekki til að sigrast á og brátt var ekki um annað að ræða en skipta aftur um vist og síðasta áfangann dvaldi hann á líknardeild LSH í Kópavogi. Þar, eins og alls staðar þar sem hann var, ávann hann sér virðingu og vin- áttu. Þar naut hann alúðar þess fórnfúsa starfsfólks sem þar starfar og umönnun eins og best verður á kosið. Í dag er hann borinn til hinstu hvílu, ævisól hans hnigin til viðar og við tekur hið eilífa líf í kærleiks- ríkum náðarfaðmi hins algóða Guðs. Ástvinir kveðja og þakka þær dýr- mætu stundir sem okkur auðnaðist að njóta návistar hans. Lokið er kafla í lífsins miklu bók. Við lútum höfði í bæn á kveðjustund, biðjum þann Guð, sem gaf þitt líf og tók græðandi hendi að milda sorgarstund. (Vigdís Run. frá Gröf.) Blessuð sé minning góðs drengs. Steinunn, Magnús, Soffía, Jón og fjölskyldur. Ég kynntist fjölskyldu Sigurðar þegar við Erla elsta systir hans hóf- um búskap 1958 á Akranesi. Þegar farið er yfir æviskeiðið koma fram ýmsar minningar um Sigurð, hann var hægur og góður strákur en ein- beittur þegar hann vildi. Hann eins og margir strákar á Akranesi var ákveðinn í að verða knattspyrnu- maður þegar hann yrði stór. Til að ná leikni í boltanum æfði hann tækni af kappi við heimili sitt í Ak- urgerðinu, markið var járnklædd hurð fyrir lager Kaupfélagsins. Daginn út og inn small boltinn í hurðinni og með tímanum varð þessi ákveðni tíu ára piltur ótrúlega leikinn með knöttinn. Æskuárin liðu og Sigurður fór að vinna á dekkja- verkstæði föður síns og síðar ýmis störf s.s. sjómennsku og í frystihúsi. Sigurður var listrænn og mikið fyrir tónlist, hann langaði að læra að mála og eru til nokkur verk eftir hann. Þegar hann var á þrítugsaldri fór að bera á veikindum sem áttu eftir að móta allt hans líf upp frá því. Englar alheimsins, mynd Frið- riks Þórs, er eins og saga Sigurðar, óskiljanleg þróun á sér stað, raddir fara að hljóma, ofsóknartilfinning gerir einstaklinginn ófæran um það sem allir vilja gera, vinna fyrir sér og lifa eðlilegu lífi. Fyrst var að átta sig á að eitthvað var að gerast, síðan að leita hjálpar sem sá er í þessu lendir skilur illa eða ekki hvað um er að vera, síðan að leitast við að finna leið út úr vandanum. Það átti þó fyrir Sigurði að liggja að finna færa leið úr þessum ógöng- um og að verða helsta stoð fatlaðrar móður sinnar um árabil á heimili þeirra, einnig eftir að hún flutti á E- deild Akranesspítala. Hann heim- sótti hana oft á dag og létti henni líf- ið eftir mætti. Árið 2004 flutti Sig- urður í íbúð á vegum Svæðisskrif- stofu fatlaðra á Eyrarflöt 6 á Akra- nesi. Heyrnarleysi háði Sigurði snemma á ævinni og torveldaði samskipti við annað fólk. Eftir því sem leið á ævina virtist hann skilja betur veikindi sín og þegar hann veiktist af krabbameini, sem að lok- um lagði hann að velli, hurfu ein- kenni fyrri veikinda. Það var því margt lagt á einn mann, en létt lund var ómetanlegur eiginleiki sem bætti upp margt mótlætið. Sérstakar þakkir sendum við fjöl- skylda Sigurðar starfsfólki líknar- deildar Landspítalans í Kópavogi, sá tími sem Sigurður átti hjá þess- um góðu fagmönnum var honum og fjölskyldu hans dýrmætur. Við þökkum samfylgdina, kæri Sigurður. Erla og Ólafur. Nú hefur Siggi frændi fengið hvíldina eftir erfiða baráttu en okk- ur langar að minnast hans með nokkrum orðum. Það fyrsta sem kemur upp í huga okkar er hvað Siggi frændi var alveg einstakur karakter, svo afskaplega ljúfur og blíður maður. Hann hafði svo skemmtilegan húmor og yndislegan dillandi hlátur svo það var fátt skemmtilegra en að hlusta á hann og ömmu stríða hvort öðru og eins þegar hann var að stríða mömmu. Við systkinin hlógum mikið að þessu með þeim. Í eldhúsinu á Suð- urvöllum gat hann setið tímunum saman í stólnum sínum í horninu við gluggann, spilandi á munnhörpu eða drekkandi kaffið sitt með canderell út í. Tónlistin var honum mjög hugleikin, hann samdi lög á hljómborðið sitt eða bjó til sín eigin hljóðfæri eins og þegar hann var búinn að festa teygjur á mjólkur- fernur og spilaði á þær. Já, hug- myndaríkur var hann Siggi frændi eins og hugmyndin hans með gúmmíhanskann á hátalarann inni í stofu bar merki um. Hann var nú ekkert sérlega hrif- inn af of miklu kossaflensi og gerð- um við systkinin í því að kyssa hann og knúsa þegar við hittum hann þangað til hann skellihló. Þegar við hugsum til baka gekk Siggi frændi okkur í afastað. Þegar við gistum hjá ömmu uppi á Skaga sá hann um að skemmta okkur, fór með okkur á rúntinn á rauða passatinum sínum og fór með okkur í bókabúð eða rölti með okkur niður í Traðabakka og keypti handa okkur nammi. Æðis- legast fannst okkur þó þegar hann sýndi okkur leyndardómsfulla her- bergið sitt. Það herbergi var al- skreytt listaverkum eftir hann, al- gjört ævintýraherbergi. Geðsjúkdómar fá oft neikvæða umfjöllun í þjóðfélaginu sem okkur þykir miður, því okkar kynni af þeim í gegnum Sigga frænda eru allt annað en neikvæð. Má segja að Siggi hafi ekki farið auðveldustu leiðina í gegnum lífið og má læra það af þessum yndislega manni að vera ekkert að kvarta og kveina þó á móti blási. Jafnvel þó hann væri orðinn svo veikur eins og hann var síðustu daga baráttu sinnar. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um réttan veg fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér. Sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Elsku Siggi frændi, við söknum þín sárt. Ingólfur, Magnús, Berglind, Einara, Bergþóra og Soffía. Elsku Siggi frændi, nú ert þú far- inn og skrifa ég þér kveðju í hinsta sinn. Ég átti afskaplega fallegt sam- band við Sigga frænda sem var bróðir mömmu. Siggi var enginn venjulegur frændi, hann þurfti þunga krossa að bera í gegnum lífið, ekki einn og ekki tvo heldur urðu þeir þrír og sá síðasti var sá sem tók hann frá okkur. Ég á margar yndislegar minning- ar frá heimili ömmu og Sigga frá því að ég var lítil stúlka. Ég man vel þegar Siggi var að dansa við mig inni í eldhúsi við lög unga fólksins og hlógum við mikið. Alltaf sat Siggi sem fastast við sjónvarpið á sunnudögum yfir enska boltanum og reyndi ég að fylgja honum þar eftir en áhugi minn var ekki jafnmikill. Svo opnaði Siggi augu mín fyrir allri litadýrð- inni sem leynist í fjöllunum. Mér þótti Siggi mikill listamaður og sýndi hann mér alltaf nýjustu verk- in sín sem hann var mjög stoltur af. Flottar þótti mér margar myndir hans og í síðustu heimsókn minni til hans gaf hann mér eina mynd eftir sig, að mínu mati flottustu myndina sem ég hafði svo oft dáðst að. Ynd- islegast af öllu fannst mér hvernig Siggi hlúði að ömmu í hennar veik- indum. Hann var alltaf til staðar fyrir hana. Oft kíkti ég til Sigga þegar ég fór í heimsóknir mínar til ömmu og drakk hjá honum einn kaffibolla, ég veit að Sigga þótti vænt um það því hann var alltaf kát- ur þegar ég kom og stutt í hlát- urinn. Siggi kom mér skemmtilega á óvart þegar ég eignaðist fyrsta barnið mitt þá sendi hann mér mjög fallega sængurgjöf sem hann valdi sjálfur og er sá hlutur sem gull fyrir mér. En vegna brottflutnings míns til Svíþjóðar gat ég ekki verið með Sigga síðasta spölinn og þótti mér það mjög erfitt, en, elsku Siggi, nú veit ég að þér líður betur og að hún amma hefur tekið vel á móti þér. Ég kveð þig með söknuði, elsku Siggi frændi. Hinsta kveðja. Einara. Þegar ég hóf störf hjá Sigurði fyrir um átta árum, þá óraði mig ekki fyrir því að vinnan yrði fljótt algjört aukaatriði, því við Siggi urð- um fljótt vinir og skemmtum okkur við spil, stöku gönguferðir og ferðir á söfn fyrir sunnan. Fræg er innan fjölskyldu hans ferð okkar austur á land í siglingu á Lagarfljótsormin- um, en ég held að við Siggi höfum skemmt okkur mest sjálfir, bæði í ferðinni og ekki síður við að hlusta á umræður fjölskyldunnar um þetta ævintýri okkar. Ég get ekki annað en glaðst við þær minningar sem mér áskotnuðust með Sigga, og ég álít það forréttindi að hafa fengið að kynnast þessum lífsglaða og sterka manni, sem lét ekki bugast, þótt stundum væri róðurinn þyngri og erfiðari en hjá meðbræðrum hans. Ég á eftir að sakna Sigga, en ég vil líka þakka honum, því ég álít mig betri mann að hafa fengið að kynn- ast honum. Erlingur Birgir. SIGURÐUR BJÖRN INGÓLFSSON Elsku pabbi, ég trúi því ekki að þú sért farinn. Mér finnst enn eins og þú sért bara í einni af þínum löngu ferðum um landið og komir bráðum heim. Ég veit að á endanum er óumflýjanlegt að horfast í augu við það að þú kem- ur ekki aftur til okkar. Samt sem áð- ur sit ég oft og horfi á útidyrnar, bíð og vona að þú komir gangandi inn. Að þetta hafi allt saman bara verið draumur, ímyndun. En, eftir því sem fleiri dagar líða, þá finn ég að þetta eru og verða bara draumórar í mér. Ég sakna þín svo ólýsanlega mik- ið. Þegar Einar og Guðrún komu til mín og sögðu mér að þú værir dáinn, stóð ég bara, starði á þau. Á end- anum sagði ég það eina sem kom upp í hug mér: „Þið eruð að grín- ast.“ Það var ekki fyrr en löngu seinna sem rökhugsunin hrekkur í gang, þau myndu aldrei ljúga þessu. Á leiðinni heim til mömmu þá flugu alls kyns minningar í kollinum á mér: Þegar ég hjálpaði þér að ÞORSTEINN GUNNAR GUÐMUNDSSON ✝ Þorsteinn Gunn-ar Guðmunds- son fæddist í Ytri- Njarðvík 17. októ- ber 1948. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu Fífu- sundi 5 á Hvamms- tanga 17. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hvammstanga- kirkju 26. septem- ber. svindla á heimavinn- unni þinni í ensku, þegar við fórum tvö saman í messu á jól- unum og þú smíðaðir handa mér sleða. Þetta gerðist allt svo óvænt. Á föstu- deginum sextánda var ég í skýjunum yfir sautján ára afmælinu mínu. Daginn eftir hrundi heimurinn sem ég þekkti, daginn sem þú lést. Þá fyrst áttaði ég mig á því hversu stutt er á milli skins og skúra. Sumir segja að efri árin séu þau bestu í lífi hvers manns, þá fyrst sérðu hverju þú hefur áorkað í líf- inu. Það var leitt að þú fékkst aldrei að kynnast þessum árum. Pabbi, ég vona að þú sjáir þaðan sem þú ert núna til okkar, og áttir þig á því hversu miklu þú áorkaðir og hversu margir sakna þín. Sama hvað ég geri og tek mér fyr- ir hendur í framtíðinni, þá vona ég þú getir alltaf verið stoltur af litlu stelpunni þinni, pabbi minn. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þín dóttir Berglind Rós.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.