Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Stokkhólmi. AP, AFP. | Frakkinn Yves Chauvin og Bandaríkjamenn- irnir Robert H. Grubbs og Rich- ard R. Schrock fengu í gær Nób- elsverðlaunin í efnafræði. Voru þau veitt fyrir rannsóknir þeirra á aðferðum við að draga úr hættunni af úrgangi með því að breyta honum í önnur efni. Vísindamennirnir þrír hafa stund- að rannsóknir á efnahvörfum við samruna lífrænna efna og snúast þær um það hvernig efnasambönd eru rofin og endurnýjuð milli kolefn- isfrumeinda. Í tilkynningu Nób- elnefndarinnar var þessu líkt við dans þar sem pörin skiptast á um dansfélaga. „Stórt skref í framfaraátt“ „Um er að ræða stórt skref í fram- faraátt fyrir hina „grænu efnafræði“ og stuðlar að því að draga stórlega úr hættunni af úrgangi. Þetta er gott dæmi um hvernig grundvallarvísindi hafa verið notuð til hagsbóta fyrir manninn, samfélagið og umhverfið,“ sagði í tilkynningunni. Chauvin, sem er 74 ára, er heið- ursrannsóknastjóri við „Institut Francais du Petrol“ skammt frá París og hann er fyrsti Frakkinn, sem fær Nóbelsverðlaun, síðan Claude Cohen-Tannoudji fékk eðl- isfræðiverðlaunin 1997. Er Chauvin nú kominn á bekk með þeim Pierre og Marie Curie, sem deildu efna- fræðiverðlaununum með Antoine Henri Becquerel 1903. Grubbs, sem er 63 ára, er efnafræðiprófessor við Tæknihá- skóla Kaliforníu og Schrock er efnafræðiprófessor við Tæknihá- skóla Massaschusetts (MIT). Rannsóknir á umbreyt- ingu hættulegs úrgangs Yves Chauvin Richard Schrock Robert Grubbs Bagdad. AP. | Íraska þingið sneri í gær við samþykkt sinni frá því á sunnudag um breytingar á kosninga- lögum. Miðuðu þær að því að koma í veg fyrir, að súnnítar í Írak gætu fellt drög að nýrri stjórnarskrá en um þau verður þjóðaratkvæða- greiðsla 15. þessa mánaðar. Lögin voru og eru nú aftur þannig, að verði drögin felld með tveim þriðju atkvæða í þremur héruðum, þá eru þau þar með úr sögunni. Þessu breyttu sjítar og Kúrdar, sem hafa mikinn meirihluta á þingi, fyr- irvaralaust á sunnudag og ákváðu, að til að fella drögin þyrfti tvo þriðju allra kjósenda á kjörskrá. Brugðust súnnítar æfir við þessu og sögðu, að þetta jafngilti því, að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar hefði verið fölsuð fyrirfram. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna lýstu líka mikilli vanþóknun á breyting- unni, sem þeir sögðu stangast á við alþjóðalög, og undir það tóku Banda- ríkjamenn. Vegna þessarar gagnrýni kom íraska þingið saman í gær, að vísu ekki nema helmingur þingmanna, og samþykkti með 119 atkvæðum gegn 28 að ógilda breytinguna. Varað við auknu ofbeldi William Webster hershöfðingi og yfirmaður bandaríska herliðsins í Bagdad sagði í gær, að búast mætti við auknu ofbeldi og hryðjuverkum í Írak í aðdraganda þjóðaratkvæða- greiðslunnar, einkum þó í höfuð- borginni. Taldi hann, að „Græna svæðið“, afgirt aðsetur stjórnar- stofnana, og kjörstaðir yrðu einkum skotmark skæruliða. Sagði Webster, að leyniþjónustu- heimildir bentu til, að enn streymdu erlendir öfgamenn til Íraks í gegn- um Sýrland. Sprengja sprakk í gær við mosku sjíta í bænum Hilla fyrir sunnan Bagdad og varð að minnsta kosti 22 mönnum að bana. Nærri 80 særðust. Er þetta önnur árásin á sjíta í borg- inni á einni viku en al-Qaeda-hryðju- verkasamtökin hafa lýst yfir alls- herjarstríði gegn þeim. Sjítar eru um 60% íbúa Íraks. Íraksþing afturkallar umdeilda lagabreytingu Búist við að skæruliðar herði á árásum fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna Reuters Bandarískir landgönguliðar í pálmalundi við borgina Barwana í vestanverðu Írak í gær. Þeir taka þátt í leiðangri bandarískra og íraskra hermanna sem nú stendur yfir gegn meintum hermdarverkamönnum á svæðinu. Genf. AFP. | Jarðskjálftinn og flóð- bylgjurnar í Indlandshafi urðu til þess að dauðsföllin af völdum nátt- úruhamfara í heiminum voru þrisvar sinnum fleiri á síðasta ári en árið áður. Um 250.000 manns létu lífið í hamförunum á síðasta ári og er það mesta manntjón af völdum náttúruhamfara í nær 30 ár. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu sem Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmán- ans birti í gær. Ef hamfarirnar við Indlandshaf 26. desember eru und- anskildar var manntjónið um 25.000. Heildarmanntjónið af völdum náttúruhamfara var mest árið 1970, þegar um hálf milljón manna lét lífið af völdum fellibyls í Bangladesh. Dauðsföllin þrefölduðust                  !"#$%$&'$() $*#$ +,-%%.(% -/ $*#$ 012&1($(% %3/., $# *& 4 &$((% 0$2. 15.# 62.# $2 78)*& (1559,*0$&2$,$ 6 03.&.(*& 1 %6#$%5$ 1,.4 $&2$,.,($, 0$2. 3.((./ 0$25 10,.2 1 62  &.!"($ &$(($4                                         !"#                                        $% #       4 : 4 7,";$ <!$12$ 4 &3,6+$ %6$ 4 2,6+$ $*#%28= &'( ) ::       ?     4:       : 4 $&2$,., $*#%28 *+,-. /- 01# / ,  New Orleans. AFP. | Yfirvöld í banda- rísku borginni New Orleans hafa ákveðið að segja upp um það bil helmingi allra starfsmanna borgar- innar, alls um 3.000 manns, eftir að fellibylurinn Katrín fór þar yfir. Ray Nagin, borgarstjóri í New Or- leans, segist óska þess að hægt væri að hafa fólkið áfram í vinnu, en tekjur borgarinnar dugi ekki til. Nagin sagði í gær að fólkinu yrði sagt upp störfum næstu tvær vik- urnar, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Sagði hann að það tæki „borgaryfirvöld sárt“ að „geta ekki áfram haldið í suma af trygg- ustu starfsmönnum borgarinnar“. Alls dóu um 1.200 manns Nagin sagði að borgaryfirvöld hefðu víða reynt að sækja sér fjár- magn og farið fram á aðstoð alrík- isyfirvalda í Washington vegna málsins. Hann sagðist ekki búast við því að uppsagnirnar yrðu dregn- ar til baka en lagði áherslu á að engum slökkviliðsmönnum eða lög- reglumönnum yrði sagt upp störf- um í borginni. Starfsmenn stjórnvalda í Loui- siana-ríki hafa hætt að fara hús úr húsi í leit að fórnarlömbum felli- bylsins. Vitað er um 972 dauðsföll af völdum hans í ríkinu, en upp- haflega var óttast að allt að 10.000 manns hefðu farist þar. Í Miss- issippi er vitað um 221 dauðsfall, samkvæmt upplýsingum yfirvalda þar. New Orleans segir upp starfsfólki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.