Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 37 UMRÆÐAN GEÐTEYMI heimahjúkrunar hefur starfað frá því í apríl 2004. Að- dragandi að stofnun teymisins var vaxandi þörf fyrir þjónustu við geð- sjúka utan stofnana. Haustið 2003 kom heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið að máli við heilsugæsluna og óskaði eftir því að sett yrði á laggirnar geðteymi við heimahjúkrun sem sinnti þeim sem ættu við geðræn vandamál að stríða og byggju heima. Nokkur undirbún- ingur var að stofnun teymisins og var haft samráð bæði við geðsvið Landspítala – háskólasjúkrahúss og Geðhjálp auk annarra aðila sem hafa sinnt þessum hópi. Meginmarkmið með þjónustu teymisins er að: Tryggja samfellda meðferð ein- staklinga með geðraskanir 18 ára og eldri Að efla sálrænt og félagslegt heil- brigði Að koma í veg fyrir endur- innlagnir Að styrkja aðlögunarhæfni ein- staklinga eftir útskrift af sjúkra- húsum Að hvetja einstaklinginn til sjálfs- hjálpar og sjálfsvirðingar Að finna viðeigandi úrræði til að auka félagslega og andlega færni eftir því sem við á hverju sinni. Sækja þarf um þjónustuna og eru það oftast meðferðaraðilar ein- staklingsins sem sjá um það. Þjón- ustan getur verið frá því að vera vitj- un einu sinni í viku í að vera daglegar vitjanir. Hver vitjun tekur að meðaltali um eina klukkustund. Þjónustutíminn er alla virka daga frá klukkan 8.00–20.00 og þjón- ustusvæðið er um 118.000 íbúar (Reykjavíkur og Seltjarnarness). Mikilvægur þáttur í starfseminni er að vinna á forsendum skjólstæð- ingsins þannig að hann setji sér markmið með þjónustunni. Þessi markmið eru síðan endurskoðuð eft- ir ákveðinn tíma. Til að tryggja við- eigandi meðferð og að skjólstæðing- urinn njóti þeirra réttinda sem hann á rétt á er lögð áhersla á góða sam- vinnu við Landspítala – háskóla- sjúkrahús, heilsugæsluna, miðstöð heimahjúkrunar, félagsþjónustuna, svæðisskrifstofu og aðra aðila sem vinna að málefnum geðsjúkra utan stofnana. Í dag eru fjögur stöðugildi starfsfólks við teymið og starfa við það tveir geðhjúkr- unarfræðingar, þrír sjúkraliðar og einn hjúkrunarfræðingur sem hefur það sérsvið að fylgja eftir konum sem greinst hafa með þunglyndi á meðgöngu eða eftir fæðingu barns. Á fyrsta starfsári geðteymisins voru alls 136 einstaklingar í um- sjón þess. Skjólstæð- ingar að jafnaði í með- ferð í hverjum mánuði voru 52 og vitjanir 4.084. Algengasta með- ferðin var í formi stuðnings eða 34%, lyfjagjafir og eftirlit 28% og að hjálpa til við að rjúfa félagslega ein- angrun var 17% af veittri meðferð. Þetta fyrsta starfsár voru 35% af skjólstæðingum geðteymisins greind með þunglyndi, með geðklofa 24% og með geðhvörf 15% . Starfsemi geðteymisins er í stöð- ugri þróun með sýn á þarfir geð- sjúkra hverju sinni. Mikilvægt er að stefna að því að hlúa að heima- hjúkrun og auka starfsemi geðteym- isins. Samfélagshjúkrun er mik- ilvægt form hjúkrunar og sú leið sem líklegust er til að auka lífsgæði einstaklinga og koma í veg fyrir end- urinnlagnir. Geðteymi heimahjúkrunar Sigríður H. Bjarnadóttir fjallar um aðstoð við geðsjúka utan stofnana ’Starfsemi geðteym-isins er í stöðugri þróun með sýn á þarfir geð- sjúkra hverju sinni. ‘ Sigríður H. Bjarnadóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri geðteymis heima- hjúkrunar.                       Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.