Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Málaðu bara tólið grænt, og vertu stíf á taumunum, gamla mín. Nýr áfangi í lækkunheildsöluverðs ályfjum hér á landi gekk í gildi nú um mánaða- mótin er verð margra lyfja lækkaði í samræmi við samkomulag þar um. Lyfjagreiðslunefnd gerir ráð fyrir að lækkunin nú nemi um 260 milljónum króna á ársgrundvelli, en það gæti jafngilt um 330 milljón króna lækkun á smásöluveltu. Lækkunin nú er einn þáttur í samningi sem heil- brigðisráðuneytið og Lyfjagreiðslunefnd gerðu við lyfja- innflytjendur og lyfjaframleiðend- ur fyrir nokkrum missernum síð- an, en samningurinn hefur það að markmiði að lækka heildsöluverð á lyfjum hér á landi til jafns við það sem almennt gerist á Norðurlönd- um. Jafnhliða stendur einnig yfir átak til að lækka smásöluálagningu í lyfjabúðum hér á landi, þannig að lyfjaverð í smásölu hér verði sam- bærilegt við það sem gerist í Dan- mörku og í Finnlandi. Stefnt er að því að þessi markmið náist að fullu síðla næsta ár eða í árslok 2006, en fleiri áfangar í þessum efnum eru fyrirhugaðir á næsta ári. Samningurinn hefur þegar skil- að þeim árangri að heildsöluverð á lyfjum stóð nánast í stað í fyrra eða hækkaði einungis um 0,3% milli ár- anna 2003 og 2004, þrátt fyrir aukna notkun lyfja, en lyfjadeild Tryggingastofnunar hefur áætlað að kostnaður vegna lyfja hefði auk- ist um 300 milljónir kr. í fyrra hefði þessi samningur ekki komið til. Markmið er sambærilegt verð Páll Pétursson, formaður Lyfja- greiðslunefndar, sagði að margir áfangar hefðu verið ákveðnir í lækkun á heildsölu- og smásölu- verði lyfja á síðustu misserum. Segja mætti að þetta hefði byrjað í mars árið 2004 þegar sett hefði verið hámark á álagningu allra dýrustu lyfjanna, þannig að ekki mætti leggja meira í smásölu á verð hvers lyfs, hversu dýr sem þau væru, en 2.450 krónur. Fleiri áfangar hefði verið teknir af og til síðasta ár og það sem af væri þessu ári, bæði hvað varðaði smásölu- og heildsöluálagningu, nú síðast 1. október síðastliðinn að heildsölu- álagningin lækkaði. Þá væri stefnt að því að smásöluverð lækkaði 15. nóvember næstkomandi, auk þess sem nokkrir áfangar í þessum efn- um væru fyrirhugaðir á næsta ári. Í lok árs eða í árslok 2006 væri síð- an ráðgert að markmiðin um sam- bærilegt lyfjaverð hér og í næstu nágrannalöndum okkar hefðu náðst að fullu. Páll benti á að þetta lækkunar- ferli hefði þegar skilað miklum ár- angri á síðasta ári þegar tekist hefði að halda alveg aftur af út- gjöldum í þessum efnum, þrátt fyr- ir 5-7% árlega aukningu í lyfja- notkun frá ári til árs. Þannig hefði kostnaðaraukningin ekki verið nema 0,3% milli 2003 og 2004. Til samanburðar mætti benda á að lyfjakostnaður hefði aukist ár frá ári undanfarin ár eða mest um tæpan fjórðung eða 24% árið 2001. Páll bætti því við að enn frekari lækkanir hefðu orðið á lyfjum það sem af væri þessu ári og fleiri áfangar væru framundan á næsta ári. Þannig væru tveir áfangar í lækkun smásöluálagningar fyrir- hugaðir á næsta ári, að vori og hausti, og einn áfangi í lækkun álagningarinnar næsta haust. Páll sagði að hann gæti ímyndað sér að lyf hefðu lækkað að með- altali um upp undir 10% vegna þessara aðgerða hingað til þegar miðað við væri sömu lyf. Hins veg- ar væru alltaf að koma fram ný og ný lyf og reglan væri sú að þau væru yfirleitt dýrari en þau sem fyrir væru á markaðnum. Páll benti jafnframt á að lyfja- greiðslunefnd hefði eingöngu að gera með lyfseðilsskyld lyf. Samn- ingurinn næði ekki til lausasölu- lyfja eða annarra vörutegunda í apótekum. „Ég er býsna sáttur við þann árangur sem náðst hefur. Það hefur ekki þurft að fara í þessar að- gerðir með valdboði. Það hefur tekist samvinna um það að ná þess- um markmiðum og vissulega leggja þeir töluvert á sig hvað þetta snertir heildsalarnir og reyndar smásalarnir líka.“ Hann bætti því við að lyfjamark- aðurinn hér á landi væri um margt sérstakur. Þannig væru innflytj- endur fáir og smásölukeðjurnar í reynd bara tvær, auk fáeinna sjálf- stætt starfandi apótekara. Þá væri þjónusta í þessum efnum hér miklu meiri en þekktist annars staðar. Bara hér á höfuðborgarsvæðinu væru fjörutíu apótek, sem væri býsna mikið. Áfengisútsölurnar væru hins vegar ekki nema tólf svo dæmi væri tekið. Það væru því miklu færri einstaklingar á hvert apótek hér á landi heldur en í þeim löndum sem við værum að bera okkur saman við. „Það auðvitað kostar að halda úti þessari þjónustu, en eftir laga- breytinguna árið 1996 spruttu apó- tekin upp alveg eins og gorkúlur. Áður var stjórn á þessu og við héld- um að þetta mundi allt þróast til betri vegar með því að auka frelsið, en það hafði væntanlega í för með sér miklu óhagkvæmari dreifingu en áður,“ sagði Páll. Fréttaskýring | Heildsöluálagning á lyfjum lækkar á þessu ári í nokkrum áföngum Lyfjakostnað- ur lækkar Lækkun heildsöluálagningar 1. okt. sl. talin spara 260 milljónir á ársgrundvelli Lyf eru dýrari hér en í nágrannalöndunum. Keyptum lyf fyrir 14 millj- arða króna árið 2003  Íslendingar keyptu lyf fyrir 14 milljarða króna árið 2003. Þegar á heildina er litið er lyfjanotk- unin hér að meðaltali nokkru minni en í Noregi og Danmörku, en kostnaðurinn hér var samt að meðaltali um 46% hærri á mann en í þessum löndum. Ef lyfja- kostnaður hér hefði verið hlut- fallslega sá sami og í þessum löndum hefði hann lækkað um 4,4 milljarða árið 2003, en 3,5 milljarða ef virðisaukskatti er sleppt. Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.