Morgunblaðið - 06.10.2005, Side 11

Morgunblaðið - 06.10.2005, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 11 FRÉTTIR FRÍMERKI sem Íslandspóstur gaf út í vor hefur hlotið fyrstu verðlaun sem fallegasta og best hannaða Evr- ópufrímerki ársins 2005. Slík verð- laun eru jafnan veitt á aðalfundi PostEurop, samtaka 43 póststjórna í Evrópu, og greiða fulltrúar aðild- arfélaganna atkvæði um útnefningu þeirra. Aðalfundinum í ár lauk í Portúgal nú um helgina og veitti Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, verðlaununum viðtöku. Efni íslenska frímerkisins er fisk- meti, en matargerðarlist var sameig- inlegt myndefni Evrópufrímerkj- anna í ár. Íslandspóstur segir, að snið frímerkisins sé óvenjulegt því það er hringlaga og er gengið út frá matardisk sem forsendu hönnunar- innar. Hany Hadaya hjá H2 hönnun hannaði frímerkið, sem hefur verð- gildið 70 kr. Íslandspóstur segir, að nær allar póststjórnir í Evrópu gefi árlega út frímerki með sameiginlegu mynd- efni sem er ákveðið af PostEurop og eigi þau að vera tákn fyrir samvinnu Evrópulanda á sviði póstmála og auka skilning á sameiginlegri sögu og menningu þjóðanna sem að þeim standa. Þessi frímerki séu auðkennd með árituninni Europa. Árið 2006 verði haldið upp á hálfr- ar aldar afmæli fyrstu Evrópufrímerkjanna og muni Íslandspóstur minnast 50 ára sam- vinnu á sviði frímerkja- útgáfu í Evrópu með útgáfu smáarkar. Löndin sex sem und- irrituðu Rómarsáttmál- ann, stofnsáttmála Evr- ópusambandsins, gáfu út fyrstu Evrópufrímerkin 15. september 1956. Íslandspóstur hlaut í ágúst fyrstu verðlaun í alþjóðlegri sam- keppni um þýðing- armestu frímerkjaút- gáfur í Evrópu á síðasta ári. Sam- keppnin var haldin á vegum Riccione- sýningarinnar á Ítalíu en póstrekendur í öll- um Evrópulöndum, sem eru með- limir í Alþjóðapóstsambandinu, sendu frímerki í keppnina. Íslenskt frímerki valið fallegasta Evrópufrímerkið 2005 Dúnúlpur Hettukápur Ullarkápur Mikið úrval haust M J Ó D D I N N I S : 5 5 7 1 2 9 1 Ný sending - Gæðaskór á góðu verði ! Vandaðir & þægilegir Eddufelli 2, sími 557 1730 Bæjarlind 6, sími 554 7030 NÝIR TOPPAR undirfataverslun Síðumúla 3, sími 553 7355 Kringlunni · sími 568 4900 OPIÐ TI L 21.00 Í KVÖLD Þokkafullur stíll Laugavegi 54, sími 552 5201 Stærðir 36-46 Sígaunapils kr. 2.990 Flíspeysur kr. 1.990 Vatteruð vesti kr. 3.990 Gallabuxur háar í mittið kr. 3.990

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.