Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 31
skilanefndir, „þannig að menn færu ekkert að hræra því saman.“ Á kynningarfundi var fjallað um eignir og skuldir Þórshafnar- hrepps og fram kom að mörgum þótti skuldir hreppsins háar. Björn benti á að íbúar dreifbýlis- ins nytu ákveðinna hlunninda af því að búa í nágrenni við Þórs- höfn, margir íbúanna sæktu þang- að atvinnu og þar væri þjónustan. „Sama á við um íbúa Þórshafnar, það eru klár hlunnindi af því að hafa aðgang að sveitinni.“ Þrátt fyrir að mikil samvinna sé nú á milli sveitarfélaganna og að ótvíræður hagur sé af sameiningu þeirra hafði Björn ekki trú á að hún yrði samþykkt. „Að mínu mati væri skynsam- legt að stíga skrefið nú. Það eru hagræðingarmöguleikar fyrir hendi og sóknarfæri eru fleiri fyr- ir eitt sveitarfélag frekar en tvö, betra að vera með eina hrepps- nefnd en tvær til að taka ákvarð- anir,“ sagði Björn en bætti við að samstarf sveitarfélaganna tveggja hefði ávallt verið farsælt. „Það hefur ekki verið nein sundrung hér, við höfum náð að vera mjög samstiga í áherslum.“ fjarðar telja aftur á móti að vanga- veltur um framtíð skólans séu ótímabærar „Það er á valdi viðkom- andi sveitarstjórnar hverju sinni hvernig rekstri skóla er háttað. Á þetta við hvort heldur sameining verður samþykkt eða felld í komandi kosningum,“ segja fulltrúarnir. Ársæll sagði að Sveitarfélagið Skagafjörður ræki nú þegar nánast alla málaflokka fyrir Akrahrepp gegn þjónustugjaldi og Skagafjarð- arveitur væru að leggja hitaveitu í hreppnum. Þá væri samstarf um rekstur Varmahlíðarskóla, sem Akrahrepp- ur ætti fjórðungshlut í og eins um félagsheimilið Miðgarð. „Það er mikil samvinna milli okkar og í raun og vera er Skagafjörður vegna menningar, sögu og landfræði eitt samfélag,“ sagði Ársæll, „menn syngja í sömu kórunum og eiga í þessu eina kaupfélagi og þar fram eftir götunum, sækja viðburði og af- þreyingu þvers og kruss um fjörðinn og sækja vinnu hingað og þangað.“ Það eina sem væri að í Skagafirði væru tvær sveitarstjórnir. „Og spurningin er hvort við viljum hafa þetta sveitarfélags sem nánast er samrekið nú með tvær sveitar- stjórnir.“ Ársæll sagði samstarfið ávallt hafa verið með ágætum og sam- komulag milli manna gott. BLENDNAR tilfinningar eru meðal íbúa þeirra sjö sveit- arfélaga í Suður- Þingeyjarsýslu sem lagt er til að sameinist – sum- ir hafa efasemd- ir um ágæti sam- einingar, aðrir telja slíkt mikið framfaraspor. Kristján Þ. Halldórsson, for- maður samstarfsnefndar um sam- einingu sveitarfélaga, sagði að fyr- ir lægi málefnaskrá þar sem dregin eru fram helstu málefni, þau sem skipti íbúana mestu máli komi til sameiningar. Málefni hafi þannig verið dregin fram fremur en að fjalla um kosti og galla sam- einingar, enda væri misjafnt hvað mönnum þætti í þeim efnum. Haldnir hafa verið kynningar- fundir í öllum sveitarfélögunum og hafa þeir að sögn Kristjáns verið fróðlegir, málefnalegir og skemmtilegir. „Þátttakan hefði mátt verið meiri,“ sagði Kristján og þá einkum í stærsta sveitarfé- laginu, Húsavík, en þar í bæ væru menn þó fremur jákvæðir almennt fyrir sameiningu. Íbúar hafa bent á að fyrir liggi að störf sveitarstjóra í minni sveit- arfélögunum yrðu ekki lengur til, verði sameining samþykkt. „Menn hafa áhyggjur af því að störf fær- ist til þéttbýlisins, sameining muni leiða til fækkunar á störfum á sveitarstjórnarskrifstofum og að skólar verði lagðir niður,“ sagði Kristján um þau atriði sem helst brenna á mönnum og vekja ugg. Nú eru starfandi grunnskólar í öll- um sveitarfélögunum og í Öxar- fjarðarhreppi er kennt á tveimur stöðum, Kópaskeri og Lundi, en undir einni stjórn. „Sumir óttast að störfum fækki kringum skóla- haldið og aðrir ganga svo langt að fullyrða að meira og minna öll stjórnsýslustörf muni færast úr dreifbýli og til Húsavíkur.“ Kristján nefndi einnig að bent hefði verið á að sú staða gæti kom- ið upp að ríkið færði æ fleiri verk- efni yfir á sveitarfélögin án þess að tekjustofnar fylgdu með. Hvað varðar kosti við samein- ingu nefndi Kristján að nálægð yrði minni í stærra sveitarfélagi, „hér í þessum litlu hreppum erum við meira og minna að fjalla um málefni vina og vandamanna. Ég tel því að stjórnsýslan yrði fag- legri, svigrúm skapast til meiri sérhæfingar í stærri einingu,“ sagði Kristján. Hann sagði einnig vega þungt að von væri til þess að í sveitarstjórn veldist fólk sem virkilega hefði áhuga á sveitar- stjórnarmálum. Í minni sveitar- félögum væru persónukosningar, enginn í framboði og menn yrðu að una því væru þeir kosnir. „Ég held að þarna gæti orðið á mikil breyt- ing til batnaðar.“ Kristján sagði að ef gengið yrði til sameiningar myndi samkennd íbúa aukast, „og ég held okkur veiti ekki af því að líta á þetta svæði sem eina heild og starfa saman. Stjórnkerfið verður virk- ara og samstarfsverkefnum mun fækka. Þá myndi slagkraftur hér- aðsins aukast, okkur veitir ekkert af því að standa saman.“ Kristján sagðist telja að um bráðnauðsynlegt skref væri að ræða, að sameina sveitarfélögin. „Við verðum að standa saman um það verkefni sem sveitarstjórnar- málin eru. Burðir litlu sveitarfé- laganna verða æ minni og verða enn meira áberandi þegar sveit- arfélög í kringum þau eru að sam- einast. Þá er ekki vænlegur kostur fyrir okkur að vera í mörgum litlum sveitarfélögum.“ Lagt til að sjö sveitarfélög í Suður-Þingeyjarsýslu sameinist Bráðnauðsynlegt að auka slagkraft héraðsins Kristján Þ. Halldórsson Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is MIKIL óvissa ríkir hjá íbúum Snæ- fellsness um hvað taki við eftir sam- einingu að sögn Dagnýjar Þóris- dóttur, formanns samstarfsnefndar um sameiningu á Snæfellsnesi. Hún segir skoð- anir meðal íbúa vera skiptar en í raun hafi almenn umræða verið af- ar lítil. Lagt er til að íbúar Snæfells- bæjar, Grundarfjarðarbæjar, Stykk- ishólmsbæjar, Helgafellssveitar og Eyja- og Miklaholtshrepps greiði at- kvæði um sameiningu sveitarfélag- anna fimm nk. laugardag. „Það eru svo margir óljósir þættir í þessu. Við vitum ekkert hvað verður í sambandi við tekjuskiptinguna og hvernig Jöfnunarsjóðurinn kemur til með að virka og annað.“ Hún segir t.a.m. að menn sjái ekki fram á að skólar og annað komi til með að breytast við sameininguna. Þó sé ljóst að á Snæfellsnesi eins og víða annars staðar á landinu eigi það sama við, þ.e. stærra sveitarfélag sé um leið öfl- ugra sveitarfélag og betur í stakk bú- ið til þess að taka að sér ýmis verkefni frá ríkinu. Hún bendir á að mæting á kynning- arfundi sveitarfélaganna hafi verið slök og menn almennt áhugalausir. Hún bendir jafnframt á að tvö af þremur stærstu sveitarfélögunum hafi lýst sig andsnúin kosningunni. „Þá er voðalega erfitt að sækja þetta ef forystan er ekki með í þessu.“ Hún segir vinnu í samstarfsnefnd- inni hafa gengið vel. Menn hafi farið vel yfir alla hluti og séu meðvitaðir um stöðu mála. „Við tókum afstöðu til þess hér í Stykkishólmi strax í upp- hafi að við vildum láta kjósa. Láta íbúana segja til um þetta,“ segir Dagný og bætir því við að helstu rök- Kosið verður um sameiningu fimm sveitarfélaga á Snæfellsnesi næstkomandi laugardag „Rosalegt óvissuástand“ Dagný Þórisdóttir Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is Mikil sjósókn er frá Snæfellsnesi og skammt á milli hafna á norðanverðu nesinu. Sunnan megin er höfnin á Arnarstapa og stundum margir í höfn. in gegn sameiningu séu þau að kosn- ing muni fara einhvern tímann fram en ekki núna. Dagný segir þá afstöðu vera afar léttvæga gagnvart málinu. „Það er rosalegt óvissuástand. Ég held að það sé mjög erfitt að selja hugmyndina á meðan það er.“ Dagný bendir á að ekkert sé vitað hvernig þeir milljarðar, sem hafi verið lofað í verkefnið, muni koma til með að skiptast. Að hennar sögn kvartar fólk helst yfir því að það fái ekki nægilega skýrar upplýsingar um hvað taki við eftir sameiningu. Hún kveðst ekki geta sagt til um hversu góð kjörsókn komi til með að verða á laugardaginn en vonast til þess að fólk kynni sér nánari upplýs- ingar um kosninguna og mæti síðan á kjörstað. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 31 KOSIÐ UM SAMEININGU Á SNÆFELLSNESI búa rúmlega 4.100 manns í sex sveitarfélögum, þ.e. í Snæfellsbæ, Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit, Stykkishólmsbæ, Kol- beinsstaðahreppi og Eyja- og Miklaholtshreppi, með fimm byggðakjarna, þ.e. Rif, Hellissand, Ólafsvík, Grundarfjörð og Stykkishólm. Einnig er um- talsvert dreifbýli í Helgafellssveit, Eyja- og Miklaholtshreppi og Kolbeins- staðahreppi. Helstu atvinnuvegir á Snæfellsnesi eru landbúnaður og sjáv- arútvegur, auk þess sem ferðaþjónusta fer vaxandi á svæðinu öllu. Snæfellsnes B-'3 %5$# 0,3; *+'' ,8&$  ; -:%6 I:,.!' 4 ,,-  / )"5(5(0, (5(0 1,' )(/## / 4  6'9$, =74,0 5#8,# 8  6'9. > (:7%/ : 6'9$, #0## *5  6'9$, )=5 8'#" / 4  6'9$, C'9$2!8). %$&5$%? 4: Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í ÞINGEYJARSÝSLUNUM eru tíu sveitarfélög með tæplega 5.100 íbúa á svæði sem nær frá Fnjóskadal í vestri að Langanesi í austri. Landfræðilega er svæðið mjög stórt, en það nær yfir tæplega 18.000 km² svæði. Tæplega helmingur íbúa Suður- og Norður-Þingeyjarsýslu býr á Húsavík, en aðrir byggðakjarnar eru Laugar í Reykjadal í Þingeyjarsveit, Reykjahlíð við Mývatn, Kópasker, Raufarhöfn og Þórshöfn. Íbúar í Suður-Þingeyjarsýslu kjósa um sameiningu sjö sveitarfélaga, Húsavíkur, Tjörneshrepps, Keldu- neshrepps, Skútustaðahrepps, Aðaldælahrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps. Samtals búa í þessum sjö hreppum 3.864 íbúar, þar af 2.426 á Húsavík. Þingeyjarsýslur 7$'$,#%> 0,3;;*, 9%$76+ B";$%+3, $*2$,082( $*/$, 3<+!$06# )"5(5(0, (5(0 1,'  *& / 4 6'9$, C'9$2!8). %$&5$%? 4 ?@7% 8   6'9. !#: ( 4 8   6'9$,  8(8   6'9$, 7( 4 8   6'9$, %#:/#8   6'9$, ) %8   6'9$, Morgunblaðið/Rax Blendnar tilfinningar eru meðal íbúa þeirra sjö sveitarfélaga í Suður- Þingeyjarsýslu sem ganga til kosninga um sameiningu 8. október nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.