Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 39 UMRÆÐAN Við opnum í dag kl. 17.00 Ég hef starfað sem borgarfulltrúi á undanförnum árum og er afar þakklát fyrir það mikla traust og þann stuðning sem borgarbúar hafa sýnt mér. Á þessum tíma hef ég m.a. setið í borgarráði, skipulagsráði, menntaráði og hverfisráði Árbæjar. Ég hef haft mikla ánægju af þessum störfum og tel það mikil forréttindi að fá að starfa í þágu Reykvíkinga. Þess vegna vil ég ekki aðeins nýta þetta prófkjör til að kynna mín stefnumál, heldur einnig taka við ykkar hugmyndum um hvernig við getum gert borgina okkar enn betri. Þannig getur þetta prófkjör orðið að öflugri hugmyndasókn, um leið og við í sameiningu veljum sterkan og breiðan framboðslista fyrir þær mikilvægu kosningar sem framundan eru í höfuðborginni okkar. Hlakka til að sjá ykkur við opnun kosningaskrifstofunnar í dag. borgarfulltrúi Stuðningsfólk Hönnu Birnu opnar í dag kl. 17.00 kosningaskrifstofu í gamla Landssímahúsinu við Austurvöll. Allir velkomnir. www.hannabirna.is Ég vil vinna að því að gera Reykjavík að heimsins bestu höfuðborg. Með nýjum áherslum, auknu vali og öflugri sókn getum við tryggt fleiri tækifæri fyrir Reykvíkinga og borgina okkar. Sími á kosningaskrifstofu: 561 0900. Netfang: hannabirna@hannabirna.is SEM KUNNUGT er munu íbúar fjöl- margra sveitarfélaga ganga að kjörborðinu 8. október næstkom- andi og kjósa um sam- einingu sveitarfélaga. Atkvæðagreiðslur um sameiningu sveitarfé- laga hafa verið al- gengar hér á landi síð- astliðin ár og hafa íbúar sumra sveitar- félaga allnokkra reynslu af sameining- arferlum og hafa kos- ið oft. Flestir íbúar þekkja þó minna til sameiningarkosninga og því eðlilegt að skýra í fáum orðum hvernig það kom til að íbúarnir fá nú tækifæri til að kjósa og hvernig sú atkvæðagreiðsla fer fram. Hvaðan koma þessar tillögur? Þær sameiningartillögur sem nú verður kosið um eru þannig til komnar að landsþing og fulltrúaráð Sambands íslenskra sveitarfélaga hafði ályktað um nauðsyn þess að sameina sveitarfélög í heildstæð at- vinnu- og þjónustusvæði. Þegar nýr félagsmálaráðherra kom til starfa árið 2003 óskaði stjórn sambands- ins eftir samstarfi við félagsmála- ráðuneytið um sérstakt átak til að sameina sveitarfélög. Ráðherrann varð við þessari ósk og skipaði sér- staka verkefnisstjórn og samein- ingarnefnd til að vinna að verkefn- inu. Undirritaður var síðar ráðinn til að starfa með nefndunum. Í verkefnisstjórninni sitja for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga og tveir þingmenn og er ann- ar þeirra formaður. Í sameiningarnefnd sitja þrír þing- menn, þrír sveitarstjórnarmenn og einn fulltrúi félagsmálaráðu- neytisins, sem er formaður nefnd- arinnar. Bæði verkefnisstjórnin og sameiningarnefndin hafa átt um- fangsmikið samráð við sveit- arstjórnarmenn síðustu tvö ár um verkefnið og allar sameining- artillögurnar unnar í samráði við sveitarstjórnarmenn á viðkomandi landsvæði. Tillögurnar, sem voru kynntar í mars síðastliðnum, eru ennfremur byggðar á stefnu sam- bands íslenskra sveitarfélaga að sveitarfélög myndi heildstæð at- vinnu- og þjónustusvæði. Verkefnið er m.ö.o. unnið af sveitarstjórn- armönnum og þingmönnum í sam- ráði við sveitarstjórnarmenn og að frumkvæði sveitarstjórnarmanna. Hvernig fara kosningarnar fram? Sameiningarnefnd kynnti til- lögur sínar í mars síðastliðnum. Þær tillögur eru bindandi og skulu íbúar fá tækifæri til að greiða at- kvæði um þær. Eftir að sameining- artillaga er fram komin skal hver sveitarstjórn sem tillaga varðar skipa tvo fulltrúa í sérstaka sam- starfsnefnd. Sú skylda hvílir á þeirri nefnd, skv. lögum, að und- irbúa sameiningarkosninguna og kynna tillöguna fyrir íbúum svo þeir geti tekið upplýsta afstöðu. Um sameiningarkosningar er fjallað í sveitarstjórnarlögum, og fara þær þannig fram að kosið er í hverju sveitarfélagi sem viðkom- andi tillaga varðar og verður ekkert sveitarfélag sameinað öðru nema meirihluti kjósenda í viðkomandi sveitarfélagi lýsi sig samþykka sameiningartillögunni. Það eru m.ö.o. íbúarnir sem hafa lokaorðið og mikilvægt að þeir kynni sér málið vel og taki upplýsta ákvörðun. Telji íbúar skorta á upp- lýsingagjöf er eðlilegt að þeir óski eftir þeim hjá sveitarstjórn- armönnum í viðkomandi sveitarfé- lagi. Ef tillaga sameiningarnefndar hlýtur ekki samþykki íbúa í öllum hlutaðeigandi sveitarfélögum, en meirihluti þeirra sem afstöðu taka á öllu svæðinu lýsir sig fylgjandi, skal greiða atkvæði að nýju innan sex vikna í sveitarfélögum sem tillaga var felld. Skilyrði er að tillagan hafi verið samþykkt í a.m.k. tveimur sveit- arfélögum. Þetta ákvæði er nýtt, en markmið þess er að gefa íbúum annað tækifæri til að kjósa, þegar þeir hafa séð vilja nágrannanna til sameiningar. Ákveðnar vísbend- ingar eru um að íbúar hafi fellt sameining- artillögur vegna óvissu um afstöðu nágrann- anna. Þegar sameiningarvilji þeirra liggur fyrir, hafi þeir síðan skipt um skoðun og viljað samþykkja sam- einingartillöguna. Að loknum atkvæðagreiðslum telst sameining samþykkt ef sam- einingartillagan hlýtur samþykki meirihluta íbúa sem afstöðu taka í öllum sveitarfélögum. Felli íbúar sameiningartillöguna, verður þeirra sveitarfélag ekki sameinað öðrum. Sveitarstjórnum þeirra sveitarfélaga sem sam- þykktu sameiningu er heimilt að ákveða sameiningu þeirra sveitar- félaga sem samþykktu, að því gefnu að um a.m.k. 2⁄3 sveitarfélaganna sé að ræða og í þeim búi a.m.k. 2⁄3 íbú- anna á því svæði sem sameining- artillagan nær til. Eins og ég hef rakið í þessari grein er það sameiningarferli sem nú stendur langt frá því að vera miðstýrt úr félagsmálaráðuneytinu. Í raun er það eins lýðræðislegt og nokkur kostur er. Verkefnið er unnið að frumkvæði sveitarstjórn- armanna og í miklu samráði við sveitarstjórnarmenn í þeim sveit- arfélögum sem tillögurnar ná yfir. Að lokum eru það íbúarnir sem ákveða hvort þeirra sveitarfélag verður sameinað öðrum. Hvergi annars staðar í heiminum eru breytingar á stjórnsýslumörk- um, s.s. sameining sveitarfélaga, unnar í eins nánu samráði við íbúa. Sem dæmi má nefna að danska Folketinget ákvað fyrir skemmstu að árið 2007 skuli sveitarfélögum í Danmörku fækkað úr 271 í 98. Að- koma íbúa að því ferli var hverf- andi. Sameining sveitarfélaga – Í þágu íbúa Róbert Ragnarsson fjallar um sameiningu sveitarfélaga Róbert Ragnarsson ’Hvergi annars staðar íheiminum eru breyt- ingar á stjórnsýslu- mörkum, s.s. sameining sveitarfélaga, unnar í eins nánu samráði við íbúa. ‘ Höfundur er verkefnisstjóri átaks um eflingu sveitarstjórnarstigsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.